HELGA FIMMTUG.

helga prag.

 Konan er fimmtug í dag. Því er mikið um dýrðir. Fátt finnst henni skemmtilegra en mannamót og ekki er það síðra að vera sjálft afmælisbarnið. Fæstir hafa sloppið ósnortnir við kynni sín af Helgu. Hún berst ekki mikið á en eftir henni er tekið engu að síður. Aftur á móti þekki ég ekki til nokkurs sem skaða hefur hlotið í viðkynningum sínum við hana.

Hún ákvað snemma að verða kennari og uppalandi. Á hún nú stóran útskrifaðan hóp vítt og breitt. Þrátt fyrir þrotlausa vinnu síðast liðin 30 ár hefur henni ekki tekist að útskrifa mig. Með góðum vilja má segja að hún hafi náð vissum árangri en enn er nokkuð í útskrift. Helgu til málsbótar má segja að lærlingurinn hefur haft ósköp litla tilburði sjálfur til útskriftar. Sjálfsagt líkar honum vistin vel.  

Börnin eru fjögur og hefur hún alið þau upp sem ljónynja. Vei þeim sem snerti þau, það yrði hans bani. Enda nýtur hún takmarkalausrar virðingu þeirra allra og er það töluvert afrek á þessum tímum. Í raun er þetta eitt af megineinkennum konu minnar, umhirða og varsla fjölskyldunnar.  

Þetta eru stór tímamót í lífi okkar allra. Í kvöld mun fjölmenni streyma að og samgleðjast Helgu með áfangann. Við sem höfum verið að tölta með henni Helgu í gegnum lífið munum ekki vera svo mikið að rifja um gamla tíma. Við vitum sem er að ballið er bara rétt að byrja hjá henni og um að gera að reyna að missa ekki af neinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Til hamingju með frúnna.

En hvað það er gaman að lesa skrif eftir mann sem ritar svo fallega um konu sína.

Halla Rut , 28.12.2007 kl. 18:29

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hjartanlega til hamingju með frúna Gunnar Skúli og heill sé henni fimmtugri.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.12.2007 kl. 00:33

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Elsku Helga, Atorkan,

áræðið og dugurinn.

Segir meira en orðin mörg,

er telur fimmti tugurinn.

smá vísa frá mér .

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.12.2007 kl. 02:10

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk Guðrún María.

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.12.2007 kl. 02:45

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk Halla Rut

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.12.2007 kl. 02:45

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk Brynja.

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.12.2007 kl. 02:45

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er gaman að lesa svona skemmtilega færslu um systir sína.  Þið eru öll frábær, knús.

P.s.  Takk fyrir skemmtilega veislu, gaman að gleðjast með ykkur og hitta allt fólkið.  

Sigurður Þórðarson, 29.12.2007 kl. 12:57

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gunnar Skúli og til hamingju með eiginkonuna. Viltu skila afmæliskveðju til hennar frá mér. Ótrúlegt að hún sé orðin fimmtug satt best að segja. Ég kynntist henni aðeins í kosningabaráttunni í vor og það passar sem þú segir að þó hún færi ekki með háreisti og látum þá tók maður strax eftir að hún lét hluti ganga og var ljúf og lipur í öllum samskiptum. Bestu áramótakveðjur til ykkar kveðja Kolbrún.

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.12.2007 kl. 17:42

9 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk bæði tvö.

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.12.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband