Svik og samráð.

Það var athyglisverð frétt í Morgunblaðinu í dag. Hún var birting á nafnlausu bréfi. Morgunblaðsmenn báðu okkur afsökunar á því að birta nafnlaust bréf sem væri ekki vaninn á þeim bæ. Aftur á móti fannst þeim nauðsyn brjóta lög. Það væri það mikið sannleikskorn í þessu bréfi að það ætti að birtast. Bréfið fjallaði um samráð í smávöruverslun á Íslandi.

Þetta er í raun nokkuð merkilegt. Morgunblaðið ákveður að taka mikla áhættu og birta bréf um athæfi sem allir vita um og þekkja. Allir hafa vitað um samráðið en ekki gert neitt í því nema röfla einstaka sinnum við kassadömuna. Hvernig stendur á þessu með okkur Íslendinga, við virðumst elska að láta snuða okkur?

Svo er þar að auki auglýst vara svo ódýr að hún er hvergi finnanleg þegar maður kemur í búðina. Ég lenti í því í dag en áttaði mig ekki á svikunum fyrr en ég kom heim. Réttara sagt það var konan sem benti mér á mistökin. Ég hafði nefnilega ekki keypt ódýru kjúklingabringurnar sem voru auglýstar til sölu í dag.

Af þessu má ráða að smásalarnir eru miklir atvinnumenn en við erum áhugamenn í bransanum. Því hafa þeir alltaf vinninginn. Það er augljóst að það er ekki heiglum hent að versla í Bónus og hinum búðunum. Við verðum að fá atvinnumenn í lið með okkur til að versla hjá þeim. Einhverja sem nenna ekki að þrasa og eru fljótir að sannfæra mótaðilann um villu síns vegar.

Ef ég ætti að velja á milli Viðskiptaráðherra Íslands eða Vítisengla þá finnst mér þeir síðarnefndu líklegri til að ná árangri fyrr, amk eru þeir öllu vígalegri á velli.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Kæra Maja,

takk kærlega fyrir myndirnar, ég er ekki viss hvort ég vildi mæta ykkur í dimmu húsasundi einn mín liðs. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.11.2007 kl. 23:51

3 Smámynd: Halla Rut

Var að skoða myndirnar sem vísað er til hér að ofan. Nóg er af bjórnum þarna bakvið drenginn á fyrstu myndinni .

Hringjum í Vítisenglana og biðjum þá að taka búðarkallana í gegn og kenna þeim að koma ekki svona fram við okkur, það ætlar alla vega engin annar að gera það.

Halla Rut , 11.11.2007 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband