5.10.2007 | 21:23
Orkuveita Reykjavíkur im memorian.
Einu sinni datt ég í sjóinn. Mér brá mjög, ég man enn þegar ég rýndi upp í gegnum grænan sjóinn og sá birtuna nálgast þegar ég reyndi að komast úr kafi. Hvað er að gerast, lifi ég af?
Þannig líður okkur eigendum Orkuveitu Reykjavíkur í dag. Við vitum ekki neytt. Fulltrúum okkar var hent í sjóinn og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Sumum að minnsta kosti. Það kom nefnilega fram hjá borgarstjóranum "okkar" í kastljósinu í gær að mikil og "hreinskiptin" umræða hefði farið fram innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins áður en honum var falið að "klára"málið.
Sjálfstæðismenn fengu að minnsta kosti að melta málið. Það virðist sjálfmelt í borgarstjórnarflokki Framsóknarflokksins.
Fulltrúar minnihlutans, sem er nú bara um helmingur kjósenda, fékk örfáar klukkustundir til að ákveða sig. Þetta er nú þvílík og önnur eins heimska að það nær ekki nokkurri átt, þetta mál er fullorðnu fólki innan meirihlutans til þvílíks vansa að leitun er að öðru eins. Fjölmiðlafælni þeirra ber því glögglega vitni.
Kæru fulltrúar, maður kaupir ef til vill gamla bíldruslu á staðnum en maður ráðstafar bara ekki annarra manna fjármunum án þess að ræða um það við eigendur þeirra fyrst.
Hvar sem maður kemur í dag eru allir ævareiðir, hvar sem í flokki menn eru, fólki er stórlega misboðið. Eftir því sem menn reyna að tefja málið verður aldan bara stærri. Kæru meirihlutamenn það getur verið kalt á toppnum en það er bæði kalt og blautt í sjónum, tala af reynslu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Sjónvarp, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Blessuð sé minningin.
Rannveig H, 6.10.2007 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.