Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Við vorum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Reyndar var ég að vinna frá föstudegi til föstudags. Samferða voru eiginkonan, dæturnar og tengdamamma. Ómissandi fyrir vel heppnaða útilegu. Synirnir voru svo á sjálfri Þjóðhátíðinni. Allir skemmtu sér konunglega og allir vilja koma aftur. Þjóðhátíð er svolítið merkilegur og sérstakur viðburður, engin venjuleg útihátíð. Það er erfitt að lýsa með orðum. Ef til vill eiga orð 11 ára dóttur minnar vel við. Við vorum búin að fylgjast með stemmingunni í Herjólfi á leið til Eyja, lífinu í Herjólfsdal, kvöldvöku í Herjólfsdal. Upplifa bekkjarbílana. Svo var okkur boðið í eitt af þessum landsfrægu hvítu tjöldum Vestamanneyinga inní Herjólfsdal. Þar var okkur strax boðið upp á samlokur, flatkökur með hangikjöti og LUNDA. Þessu var öllu skolað niður með viðeigandi drykkjum. Sú 11 ára fylgdist með öllu með galopin augun og af undrun. Svo kom að því að hún dró föður sinn að sér og hvíslaði í eyra hans,

"eru Vestamanneyingar líka Íslendingar?". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar Skúli.

Þessi spurning dóttur þinnar er alveg gull.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.8.2007 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband