Rómantík.

Enn eru það sjávarútvegsmál sem eru á dagskrá hjá mér. Er þetta ef til vill eintóm rómantík að vilja að fólk geti stundað sjóinn. Er það rómantík og óraunsæi að menn geti haft lifibrauð af því að róa á litlum bát sem maður á sjálfur, ræður sjálfur. Er það rómantík að menn geti rekið svona lítið til meðalstórt útgerðafyrirtæki nálægt miðunum og haft ofan í sig og á.

Sjálfsagt er þetta óraunsæi og rómantík. Núna er öldin önnur. Núna ráða hagfræðingar. Því skal hlutunum komið þannig fyrir að hámarks gróði fáist með sem minnstri fyrirhöfn. Þá er sjálfsagt best að hafa örfá stór fyrirtæki sem geta beitt mikilli hagræðingu til gróðamyndunar. Að sjálfsögðu verður starfsfólkinu greitt eftir taxta annars eykst ekki gróðinn.

Er þetta bráðnauðsynlegt. Er ekki tími né ráðrúm til að hafa smá rómantík í lífinu. Liggur okkur lífið á? Getum við ekki hægt aðeins á okkur og notið lífsins á annan hátt en að bókfæra alltaf þennan gróða.

Ef þessar þjóðfélagsbreytingar væru knúnar fram af óvefengjanlegum vísindarannsóknum þá gæti maður ekki sagt mikið. En núna eru mjög margir sem hafa miklar efasemdir um niðurstöður Hafró. Það er alls ekki hægt að tala um einhug um rannsóknaraðferðir Hafró. Verst er að ráðleggingar eins og Hafró er með hafa hvergi skilað árangri. 

Þessa dagana getur maður ekki annað en fundist forystumenn þjóðarinnar vera að klæmast á fornri Íslenskri rómantík-að vera sinn eigin herra og sjá sínum farborða.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband