Kolefnisjöfnun-eða hvað?

Nú sit ég enn og aftur og brenni í mínum Mexíkóska ofni. Drekk hvítvín sem ég verð að kæla sökum óvenjumikilla hita hér í Reykjavík. Venjulega kólnar það af sjálfsdáðum hér úti á pallinum. Ekki hef ég hugsað mér að kolefnisjafna þennan bruna neitt sérstaklega. Reyndar setti konan niður nokkur blóm um daginn, ég veit ekki hvað þau vigta þungt í þessu sambandi.

Reyndar er ég þeirrar skoðunar að okkur beri að minnka mengun eins og kostur er. Þess vegna drekk ég gjarnan úr plastglösum því það er víst minnsta mengunin. Það kostar meira að þvo venjuleg glös og ég tala ekki um sápuna sem við sleppum út í umhverfið samfara þeim þvotti. Plastglösin fara í náttúruna og eru þar og hafa engin áhrif.

Ég hef enga trú á því að við séum að grilla jörðina til frambúðar sem er ekki það sama og að okkur leyfist að búa til ómælt magn af gróðurhúsalofttegundum. Það ber að minnka eftir því sem tök eru á. En þessir dómsdagsspádómar eru hreint rugl. T.d. hefur verið margsinnis mun heitara á jörðinni en núna og samt er ég að blogga ósviðinn.   

Kolefnisjöfnun er nokkuð merkilegt fyrirbæri. Ef ég tek þá meðvituðu ákvörðun að menga þá get ég greitt fyrir með því að borga í sjóð og hef fengið þannig syndakvittun. Þetta er syndaaflausn nútímans samanber syndaaflausn kaþólskunnar fyrr á öldum. Það er sjálfsagt skammt í sjóð  sem maður getur greitt í áður en maður heldur fram hjá konunni eða hvað? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Gunnar Skúli,

ertu sá Gunnar Skúli sem var með mér í MH?

:?

Ásgeir Rúnar Helgason, 8.7.2007 kl. 21:32

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Já Ásgeir, sá er maðurinn. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 8.7.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Flott!

Lifðu heill og góða nótt (klukkan er hálf eitt hjá mér og vinna á morgun)

sjáumst = skrifumst, bless í bili (heyrðu þetta er eiginlega byrjun á vísu - en það verður að bíða:

ásgeir r.

Ásgeir Rúnar Helgason, 8.7.2007 kl. 22:44

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

 Bara smá fyrir svefnin:

Hverju reiddust Goðin fyrir þúsundum ára þegar hitastigið á Grænlandi var álíka og á syðsta odda Svíþjóðar í dag. Ég bara spyr?

Eina ástæðan fyrir því að ég nenni ekki að vera aktívur efasemdamaður er sú jákvæða aukaverkun af CO2 umræðunni að rannsóknir á öðrum orkugjöfum hafa tekið kipp.

Góða nótt!

Ásgeir Rúnar Helgason, 8.7.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband