STRÆTÓ-enn og aftur.

Ég er með strætó á heilanum og í kvöld í Kastljósi voru þessi mál rædd. Mest var rætt um slæma afkomu strætó. Kom þar fram að allt færri noti sér þjónustu strætó. Nú er svo komið að farþegar greiða fyrir um 25% af rekstrarkostnaði strætó en afgangurinn komi frá sveitafélögunum þ.e. útsvarið okkar.

Ég held að fólk verði að fara að gera upp við sig hvort og hvernig við ætlum að hafa strætó.

Á strætó að vera einhverskonar óhagkvæm neyðarlausn fyrir þá sem geta ekki átt almennilegan einkabíl, eða eru svo illa settir að hafa ekki bílpróf. Ef strætó á að vera fyrir  undirmálsfólk eða kolgræna hugsjónamenn þá getum við svo sem haldið áfram á þessari braut.

Ef fólk meinar eitthvað með því að það vilji hafa almennilegar almenningssamgöngur þá held ég að tími sé kominn til að menn fari að bretta upp ermarnar. 

Ef farþegar standa undir eingöngu 25% þá getum við alveg eins sleppt því að vera að rukka farþegana. Sparast mikill peningur sem fer í allt umstangið að rukka fólk. Auk þess sparast mikill tími fyrir vagnstjórana ef þeir þurfa ekki að rukka fólk.

Þar að auki myndi ef til vill fleiri nýta sér strætó. Ég held þó að fæstir hafi sett fyrir sér kostnaðinn heldur hversu óhægt er um vik að greiða í strætó. Fæstir eru með peninga á sér og eingöngu innvígðir eiga strætókort. Því hefði eini raunhæfi möguleikinn verið að geta greitt fyrir með sínu venjulega debet/kredit korti. Hvers vegna ekki við notum þau kort als staðar annarstaðar.

Meginvandinn er sá að það er allt of langt á milli ferða. 30 mínútur allan daginn nær náttúrulega engri átt. Það hentar engan veginn fyrir nútímafólk. 

Aftur á móti er það staðreynd að vinsældir strætó eru ekki svipur við sjón miðað við áður. Það er EKKI vegna þess að margir eiga einkabíl í dag. Það er bara hluti af skýringunni. Aðalástæðan er sú að fólk upplifir ekki strætó sem raunverulegan valkost heldur sem neyðarlausn.

Háu herrar og frúr, leysið það vandamál og strætó mun lifa. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég tek undir með þér að það verður að auka tíðnina til þess að strætó verði raunverulegur valkostur.  Einn liðurinn í því að gera Reykjavík að enn meira aðlaðandi dvalarstaði fyrir ferðamenn er auðvitað að efla almenningssamgöngur.

Sigurjón Þórðarson, 5.7.2007 kl. 13:53

2 Smámynd: Ásta María H Jensen

Hey hey. Ég er sammála þessu. Það er fáránlegt að strætó gangi svona illa og þó svo að gjöldin yrðu lækkuð niður í hundrað kall á línuna og fímmtí á börn þá væri miklu fleiri sem tækju strætó, hvað þá ef það yrði frítt og gatnagerðargjöld myndu lækka útaf lélegum ökumönnum og þungi á götum.  Ég myndi sko miklu frekar fara með stætó ef þetta væri ekki svona dýrt þar sem ég á 3 börn og það svarar ekki kostaði fyrir mig að leggja bílnum á meðan það kostar mig meira að fara niður í bæ með börnin en að taka bílinn.

Ásta María H Jensen, 5.7.2007 kl. 15:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér með þetta með að kaupa sér far.  Það hamlar mér ekki kostnaðurinn, heldur að eiga pening í strætóin, ég er utanbæjarmaður og á ekki kort.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2007 kl. 20:28

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Því miður misheppnaðist hið nýja leiðakerfi svo illa í hlutum borgarinnar að íbúar jafnvel í mjög fjölmennum blokkahverfum höfðu strætó ekki sem valkost lengur vegna vegalengda í vagnana. Ég veit um fólk sem festi sér kaup á bíl vegna þessa nær eingöngu. Því til viðbótar kostar eitt fargjald stakt meira en sem nemur bensíni á bíl lengstu vegalengd ( nema til Akraness ) .  Þetta tvennt hlýtur að hafa fækkað farþegum stórkostlega. Það er sorgleg þróun að ekki skuli geta tekist að byggja upp almenningssamgöngur með einhverju betra móti en verið hefur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.7.2007 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband