Kann þorskur hagfræði.

Ætli þorskar kunni mikið í hagfræði? Sjálfsagt ekki, eftir því sem við best vitum. Hafró hefur að minnsta kosti ekki stundað neinar vísindarannsóknir á því.

Ef við veiðum engan þorsk þá deyr allur sá þorskur sem deyr, í hafinu. Þá verður hafsbotninn ein stór fjöldagröf eða hvað? Þetta kallast sjálfsagt þorskahagfræði, eða hagfræði fyrir þorska. 

Blessaðir hagfræðingarnir virðast þó reikna rétt þegar þeir spá fyrir um þá "hagsæld" sem bíður Vestfirðinga. Sjálfsagt munu þeir allir fara á hausinn þegar þeim verður meinað að veiða fisk. Það þurfti margra mánaða vinnu okkar færustu sérfræðinga til að komast að þessari niðurstöðu. Hvaða 10 ára krakki á vestfjörðum hefði geta sagt þeim það. 

Það sem er þó mest eftirtektarvert er að öllum virðist vera slétt sama. Það vilja allir að sjómenn fari að vinna eitthvað allt annað á meðan þeim er bannað að fiska. Hver eignast aflaheimildirnar þegar fyrirtækin fara á hausinn? Verður ekki niðurstaðan sú að enginn útgerð verður rekinn nema á örfáum stöðum af örfáum.

Verður það þannig að örfáir veiða sem mest þeir mega, flytja sem mest sem minnst unnið út úr landi, framhjá mörkuðum fyrir sem mestan gróða fyrir sig.

Það er ekki mikil rómantík í þessari þorskahagfræði enda á sú tík ekki upp á pallborðið hjá þorskum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Gunnar Skúli ég held að þorskurinn sé ekki verri hagfræðingur en margir af þessum spekingum sem þykjast kunna hagfræði.

Jens Sigurjónsson, 27.6.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband