Kjölturakkinn minn.

Hundar eru sérkennilegar skepnur. Þeir eru í raun mjög húsbóndahollir. Þeir vilja þóknast manni. Því er svo auðvelt að þjálfa þá og láta þá fylgja settum reglum. Þeir vefengja ekki forystu mína. Því er forysta mikil ábyrgð. Ég verð að vera traustsins verður. Hundurinn reiðir sig á mig. Ef ég bregst eða brýt trúnað við hundinn þá getur samstarf okkar farið algjörlega í vaskinn. Þetta er því gagnkvæmt. Þannig er það í daglega lífinu líka. Þeir sem eru foringjar verða að gæta sín að bregðast ekki trúnaði við sína liðsmenn. Ef það gerist getur hundurinn dáið og breyst í varúlf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Hundar eru ekki bara sérkennilegar skepnur.  Þeir eru líka merkilegar skepnur.  Næmni þeirra er áhugaverð.  Til að mynda skynja þeir strax goggunaröðina á heimilinu.  Þeir átta sig fljótt á því hverjir ráða eða eru "húsbóndinn" á heimilinu. 

  það vakti kátínu á einu heimili þegar heimilisfaðirinn fékk sér hvolp.  Húsmóðirin vildi ekkert með hvolpinn hafa og var ósátt við þennan nýja aðskotahlut í fjölskyldunni.  En hundurinn valdi hana samt undir eins sem sinn "húsbónda".  Enda - þó að konan viðurkenni það ekki -  þá er hún það sem má kalla í jákvæðri merkingu "skass".  Stýrir heimilinu harðri hendi. 

  Leikar fóru þannig að konan heillaðist af hundinum.  Enda leyndi sér ekki að hann tók mark á henni umfram annað heimilisfólk.

  Það má merkja afstöðu hunda til fólks út frá því að ef hann er jákvæður gagnvart einhverjum þá vísar skottið til hægri (út frá stöðu hundsins).  Ef hann er neikvæður þá vísar skottið til vinstri.

  Þegar hundur hlær þá andar hann snöggt frá sér.  Líkt og hann sé að snýta sér.  Það er sprenghlægilegt að fylgjast með út frá því hvernig húmor hundurinn hefur.

Jens Guð, 9.6.2007 kl. 00:37

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er öll í fuglunum, en ég fékk mér fugl fyrir fimm árum síðan. Gæfan og elskulegan páfagauk. Maðurinn minn, húsbóndinn á heimilinu, var ekki eins hrifinn og lagði fæð á hann þegar í stað. Sá litli lét það ekki á sig fá, heldur hægt og rólega vann hjarta bóndans og í dag eru þeir mestu mátar og mega vart hvor af öðrum sjá

Rúna Guðfinnsdóttir, 9.6.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband