Geta embættismenn samið sig fram hjá þjóðarvilja?

Hið sanna andlit alþjóðasamfélagsins sínir sig þessa dagana. Það er þetta samfélag sem margir á Íslandi vilja tilheyra sem fullgildir meðlimir. Gott að vera í klúbb sem kúgar minnimáttar.

AGS ætlar að þjóna eigendum sínum vel. Þeir ætla að verja lánadrottna okkar og skuldsetja okkur til helvítis. Því fyrr sem landsmenn gera sér grein fyrir því, því betra.

Núna er Gylfi í Washington, varla er hann að versla sér nýja skó. Mun frekar að semja við AGS. Það felst yfirleitt í að skrifa undir viljayfirlýsingu sem AGS hefur samið. Ætli Gylfi og Steingrímur semji um Icesave málið í þeirri viljayfirlýsingu? Geta embættismenn samið sig fram hjá þjóðarvilja?


mbl.is Íslandslán ekki á dagskrá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar minn. Mikið óskaplega þakka ég forsjóninni fyrir það að hún Tinna mín skuli ekki hafa mannsvit. En hugsaðu þér nú hversu miklu pólitíkusarnir okkar gætu orðið ganglegri ef þeim áskotnaðist hundsvit í staðinn fyrir hundseðli!

Árni Gunnarsson, 9.4.2010 kl. 09:44

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Satt segir þú Árni.

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.4.2010 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband