Færsluflokkur: Fjármál
16.2.2009 | 08:00
Borgarafundur í Háskólabíó í kvöld kl 20:00
Hvet alla til að mæta, Ríkisstjórnin kemur vonandi, þeim hefur verið boðið. Skuldastaðan og týndu milljarðarnir verða m.a. til umræðu.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 22:55
Landráð.
Var á mjög góðum fundi á Akureyri á sunnudaginn um landráð. Fyrir þá sem hafa misst af því tengjast þær vangaveltur hvort stjórnvöld eða aðrir Íslendingar séu landráðamenn sökum þess að landið er komið á hausinn. Bjartsýnismenn telja skuldir okkar eina til tvær vergar þjóðarframleiðslur. Hvers vegna menn eru svona hræddir við að nefna tölurnar beint er mér hulin ráðgáta en fæ þó slæman fíling. Mér sýnist af öllu að menn séu að tala um 1300 til 2600 milljarða. Segjum bara tvö þúsund milljarða. Nú svo bætast við vextir en gleymum þeim þangað til síðar. Ef okkur tekst að nurla 20 milljörðum árlega í afgang til að borga niður þessar skuldir þá mun það taka 100 ár að borga þessa skuld. Ef ég mun eignast barnabörn á næstu 10 árum munu þau sennilega vera látin þegar skuldin er að fullu greidd.
Þegar stóri meirihlutinn af þjóðinni velur lítinn minnihluta til að stýra þjóðarbúinu fyrir sig er talað um lýðræði og þingræði. Meirihlutinn afsalar sér sínum völdum til minnihlutans og þar með einnig ábyrgð. Þið munið þetta, völd- ábyrgða og ofurlaun. Litla minnihlutanum var falið að reka þjóðarbúið. Þá erum við að meina að menn áttu að standa í skilum. Borga skuldir, ávaxta pundið og forðast skuldsetningu. Niðurstaðan er sú að skuldastaðan er svo slæm að skuldunautar okkar hafa örlög okkar í hendi sér.Við erum á hnjánum. Við eigum engra kosta völ. Sjálfstæði okkar er minna virði en þræls. Þessi minnihluti sem fór þannig með traust okkar er því landráðamenn, hvað annað?
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.2.2009 | 20:54
BORGARFUNDUR Á AKUREYRI Í GÆR.
Borgarafundurinn í gær í Ketilhúsinu á Akureyri var mjög góður. Húsið er skemmtileg umgjörð um slíka fundi og virkaði mjög vel á mig. Frummælendur voru góðir og skelegir. Mikið spurt svo að fundurinn varð töluvert lengri en ráð var fyrir gert. Það kom ekki að sök því spurningarnar voru góðar.
Hér sést yfir fundasalinn, það var vel mætt og nánast húsfyllir. Finnst það mjög gott á miðjum sunnudegi samtímis og skíðafærið í fjallinu gæti ekki verið betra.
Sigurjón mágur er óþreytandi að segja fólki frá ranglátu kvótakerfi og þeirri spillingu sem það hefur skapað.
Þarna er panellinn. Sennilega átti Vilhjálmur Bjarna skúbb fundarins þar sem hann upplýsti að afskifti hans gætu komið í veg fyrir að háskóladeild sú sem hann starfar fyrir fengi frekari styrk frá ákveðnum fyrirtækjum.-Kúgun??
Það kom fram á fundinum að það gæti verið örðugt að dæma menn fyrir landráð. Ég sé ekki að það ætti að vera svo slæmt því það er augljóst að hægt er að fá menn dæmda fyrir þjófnað, svindl og óheiðarleika.
Lokaorð fundarins átti hin stórglæsilega þingkona og fyrrum bankamálaráðherra Valgerður. Þegar Andrés Magnússon geðlæknir spurði Valgerði hvort það hefði aldrei komið fram í stjórnsýslu ráðuneytanna að Ísland væri búið að vera eitt skuldugasta ríkið í heiminum í áraraðir og að skuldirnar jukust allt góðærið, þá svaraði Valgerður, "þið skiljið ekki hvernig Ríkisstjórnir starfa" Nú við þessi venjulegu gátu ekki annað en tekið heilshugar undir þessi orð. Við nefnilega skiljum alls ekki hvað þessu fólki hefur gengið til undanfarin ár. Geðlæknirinn hefur örugglega dýpri skilning á þessari mannlegu hegðun og sjálfsagt koma honum til skila við annað tækifæri.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2009 | 21:18
Erum við gjaldþrota eða ekki??
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.2.2009 | 21:55
HJÁLP, ÞARF TALNAGLÖGGAN MANN ÞVÍ ÞETTA SKIL ÉG EKKI.
Erlendar skuldir okkar samkvæmt Seðlabanka Íslands þann 4 des 2008 eru samtals
11 þúsund milljarðar og 500 milljónir (11.490.606)
Það er 800% af vergri þjóðarframleiðslu.
Það er 2000% af útflutningstekjum.
Afsakið mig en þetta eru upplýsingar sem eru öllum aðgengilegar á heimasíðu Seðlabankans. Ég hlýt að vera að misskilja eitthvað. Þetta eru svo geggjaðar tölur að við getum aldrei borgað þetta. Ég óska eftir einhverjum sem getur huggað mig og sagt mér að þetta sé bara slæmur draumur og ég muni vakna á nýjan leik í borg Davíðs.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.2.2009 | 22:19
Alþingi götunnar mun halda vöku sinni eftir sem áður!!
Þá er Ríkisstjórnin komin á koppinn. Ég er viss um að stór hluti þjóðarinnar er nú þegar búinn að lesa stjórnarsáttmála þessarar Ríkisstjórnar. Svo mun þjóðin fylgjast með og haka við uppfyllt loforð eftir því sem dagarnir líða. Væntingarnar eru mjög miklar og refsingin við vanefndum verður kolbrjáluð þjóð á Austurvelli. Því tel ég að stjórnarandstöðunni verði ekki kápan úr klæðunum ef þau ætla að reyna að eyðileggja fyrir Jóhönnu. Ef Alþingi Íslendinga hefur ekki manndóm í sér til að verja almenning fyrir holskeflu kreppunnar verðum við Austurvellingar að spúla dekkið í eitt skipti fyrir öll.
Steingrímur er skemmtilegur karl og ótrúlegur í tilsvörum. Þegar blaðamaður spurði hann út í sjávarútveginn, og var að velta fyrir sér mannréttindabrotum og framsali kvóta, þá fer hann að tala um fullvinnslu sjávarafurða. Maður sér fyrir sér fínan pinnamat sem engin hefur efni á kaupa, hvorki hér eða erlendis. Spillingin í kringum kvótann, framsal hans og veðsetning hefur verið þjóðinni hugleikin í allt haust. Þjóðin mun ekki sætta sig við neitt annað en að þessi spilling verði krufin og leiðrétt. Vonandi skilur Steingrímur það. Þar sem Steingrímur studdi framsal á sínum tíma á Alþingi má segja að hann sé upphafsmaður að þeirri spillingu sem að lokum leiddi til bankahrunsins nú í október. Nú er gullið tækifæri fyrir Steingrím að snúa við blaðinu og verða minnst sem maður að meiri fyrir vikið.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2009 | 21:39
Frysting eigna hefur verið framkvæmd áður á Íslandi-á grunni gunsemda um afbrot á lögum.
Þvílík forréttindi að fá að upplifa þessa tíma sem við erum að upplifa. Þá er ég að meina hina miklu breytingu sem átt hefur sér stað í hugsun. Stór hluti þjóðarinnar er farin að beita gagnrýnni hugsun við úrlausn vandamála. Í því felst byltingin á Íslandi. Afleiðingin af gagnrýnni hugsun þjóðarinnar hafa verið skelfilegar fyrir flokksræðið. Ríkisstjórnin er fallin og hreinsað hefur verið í Fjármálaeftirlitinu. Jóhanna segir að bráðum komi röðin að Davíð og Seðlabankanum. Völd Jóhönnu í þessu máli eru komin frá þjóð sem mótmælti og mótmælti vegna þess að þjóðin hugsaði. Reyndar, til að gæta alls sannmælis, þá varð þjóðin neydd til þess að hugsa vegna kreppunnar. Það getum við þakkað Davíð og Co. Hitt er öllu verra að fórnarkostnaðurinn til að fá þjóðina að hugsa er fjöldaatvinnuleysi, gjaldþrot og miklar mannlegar hörmungar. En hér stöndum við í dag.
Fréttatímar eru að verða æsispennandi. Hvaða hneykslismál fáum við að vita um í dag? Það sem er óhugganalegast er að fréttamennirnir toppa sig daglega. Ef fram vindur sem horfir þá mun svarta bókin hans Davíðs, þar sem hann hefur skráð helstu þætti í lífshlaupi félaganna sem þola illa dagsljósið, verða eins og hver annar upplestur í sunnudagaskóla Þjóðkirkjunnar.
Vinkill dagsins á örugglega bloggfærsla Helga Jóhanns Haukssonar. Segið svo ekki að bloggið sé bara slúður og fúkyrði. Þar bendir Helgi á að hælisleitendur sem kyrrsettir voru í Njarðvíkum, meðan mál þeirra voru rannsökuð um landvistarleyfi, voru rannsakaðir vegna meintra grunsemda að þeir hefðu aflað sér peninga með ólögmætri vinnu. Viðbrögð yfirvalda voru að leggja hald á alla fjármuni þeirra á heimulum þeirra. Það var gert á grundvelli grunsemda um að þau hefðu hugsanlega, ef til vil, sennilega, að öllum líkindum, brotið íslensk lög. Eigur þeirra voru kyrrsettar af lögreglu á þeirri einu forsendu að grunur var um afbrot. Ekkert sannað fyrr en eftir á.
Ef hægt er að gera þetta mínum minnstu bræðrum þá krefst ég þess að það sama gildi um hina meintu stórglæpamenn í röðum okkar hinna- og hana nú.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.1.2009 | 22:23
Gunnar Páll-KBbanki-Jómfrúeyjar-VR.
Gunnar Páll fær fullan stuðning sinna manna. Nú er bara að sjá hvað hinn almenni félagsmaður telur að sé heppilegast. Frétt Kastljóssins um lán til Jómfrúeyja er þvílíkt hneyksli að leitun er að öðru eins. Frásagnir af tregðu Sjálfstæðismanna til að taka til hendinni eru með ólíkindum. Manni er létt ofboðið. Ég tel að ástæður til að mótmæla hafi síst minnkað.
Við getum krafist opinnar stjórnsýslu strax. Allt sé upp á borðinu, þ.e. allar rannsóknir og verk séu á netinu. Við getum krafist að öll spilling skuli fundin og upprætt, án undantekninga. Við getum krafist að fjármunir "landráðamanna" verði endurheimtir. Við getum krafist endurskipulagningar í Seðlabankanum. Margt fleira má telja til en ég vek bara athygli á því að okkur hefur verið ágætlega ágengt í kröfum okkar. Núna þegar farið er að kvarnast úr múrum spillingarliðsins um að gera að láta hné fylgja kviði
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.1.2009 | 21:22
Valdasýki þingmanna.
Ég er að hlusta á Kastljósið. Ömurleiki flokkræðisins er æpandi. Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki sætt sig við að Samfylkingin fengi Forsætisráðuneytið. Niðurstaðan er stjórnarslit og kosningar. Sökum mikilmennsku Sjálfstæðisflokksins þá vill hann frekar upplausn og óvissu en stöðugleika. Flokkurinn sem seldi sig sem málsvara stöðugleika. Sjálfstæðisflokkurinn velur frekar upplausn en að vera ábyrgur aðili að Ríkisstjórn. Völd Davíðs Oddsonar eru með ólíkindum. Honum tekst með þrásetu sinni í Seðlabankanum að bola Sjálfstæðismönnum frá völdum. Margir Sjálfstæðismenn sem ég þekki hafa verið furðu lostnir hvers vegna maður sem er kominn á mjög góð eftirlaun segi ekki af sér og geri þannig gömlum félaga lífið léttara. Ég heyrði einn segja í dag,"hvernig getur hann gert þetta félaga sínum Geir". Manni er nú spurn líka.
Það var mjög merkilegt að hlusta á Samfylkingarmenn koma út úr skápnum í dag. Þeir höfðu haft ýmsar tillögur í Ríkisstjórninni. Geir tafði fyrir með málalengingum. Allt til að verja Davíð kallinn. Tilfinningin að valdhafar séu staddir í allt annarri tilveru en almenningur verður æ sterkari. Að valdhafar búi í glerhúsi öðlast merkingu.
Að það skipti einhverju máli í dag að Sjálfstæðismenn gefi frá sér Forsætisráðuneytið er þvílík firra að leitun er að öðru eins. Sjálfstæðismenn komu okkur í þessi vandræði með frjálshyggjunni. Ef þeim er einhver alvara með slagorðinu "stöðugleiki" þá hefðu þeir að sjálfsögðu átt að samþykkja Samfylkinguna í Forsætisráðuneytið. Við það hefði skapast stöðugleiki. Sýn Sjálfstæðismanna á stjórn landsins eru eftirfarandi; að þeir stjórni, að þeir gæti hagsmuna ættanna í flokknum, því Sjálfstæðisflokkurinn er bara regnhlífasamtök valdasjúkra ætta, Davíð sé óskaddaður o.sv.fr. Að þjóðin sé einhver staðar með í spilum þeirra er misskilningur.
Stefna Sjálfstæðisflokksins er að mörgu leiti ágæt. Það sama gildir um aðra flokka. Aftur á móti eru fulltrúar þeirra einstaklingar sem eru að hugsa um völd og sérhagsmuni. Þingmenn eru í sýndarveruleika sem hjákátlegir embættismenn hefða og venja. Allir með hálsbindi í þingsal. Á einhverjum tímapunkti glötuðust tengsl við umbjóðendur sína. Þeir gleymdu því að þeim var falið af meirihlutanum að sinna þörfum hans. Ekki þeirra, þ.e. minnihlutanum.
Því er bráðnauðsynlegt að stofna nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá. Skuldirnar munum við borga hvort eð er.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)