Færsluflokkur: Fjármál
15.4.2009 | 22:30
Landspítalinn okkar-er hann ómissandi?
Rætt er um mikinn niðurskurð á Landspítalanum okkar. Það er þungur róður að flysja meira af honum sökum þess að hann er vel tálgaður fyrir eftir sparnað árum saman. Til viðbótar hafa öll aðföng hækkað verulega sökum veikingu krónunnar. Því er okkur mikill vandi á höndum. Ef við skerum niður um 10% af ekki raunhæfum fjárlögum, aðkeyptar vörur hækka um 40-50% og eigum að veita nákvæmlega sömu þjónustu erum við komin með jöfnu sem gengur ekki upp.
Sumir álíta að það sé létt verk að spara á Landspítalanum. Skoðun þeirra byggist á því að mikil ofmönnun sé þar og bruðl. Sumir halda jafnvel að á Landspítalanum séu framkvæmdir hlutir sem séu betur ógerðir-óþarfir eða jafnvel séu betur gerðir af öðrum. Sumir óska þess svo innilega að hægt sé að spara á Landspítalanum svo einhverstaðar sé hægt að spara.
Rekstur Landspítalans kostar meira en 30 milljarða á ári. Mörgum finnst það óskiljanlegt að ekki sé hægt að klípa aðeins af þessari upphæð. Ég tel að ekki sé hægt að spara nema að skerða þjónustu Landspítalans. Þá vandast málið.
Hver á að ákveða hvar eigi að skera niður. Eru það starfsmenn, alþingismenn eða þjóðin?
Hvað eigum við að láta ógert og hvað ekki?
Svör óskast!
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.4.2009 | 21:18
Nú er Golgata fullmönnuð Bjarni..
Tveir menn söfnuðu miklum peningum fyrir fjárvana Sjálfstæðisflokk. Enginn í flokknum vissi um það. Hinir flokkarnir gerðu eins. Amen.
Þar með eiga allir að vera sáttir. Sjálfstæðisflokkurinn gerði ekkert "meira"rangt en hinir. Í versta falli brást fólkið aftur en ekki flokkurinn. Bjarni Ben hefur verið önnum kafinn síðustu dagana en núna er hann búinn að fullmanna Golgata hæðina. Geir verður í miðjunni og hinir, Þorstinn og Steinþór til beggja hliða.
Þar með finnst þeim öllum málið vera dautt og eru voða sorry að við hin skyldum fara á taugum.
Mergur málsins er að nokkrir einstaklingar geta ákveðið að færa hálft hundrað milljónir frá fyrirtækjum til Sjálfstæðisflokksins. Ef fyrirtækin væru einkaeign viðkomandi væri það sök sér, en nú er því ekki þannig háttað. Hluthafar hljóta að setja spurningamerki við arðsemi þessarar fjárfestingar viðkomandi hlutafélags. Því það er látið líta þannig út að um gjöf fátæku ekkjunnar sé að ræða. Ef engin arðsemi er væntanleg er um svik gagnvart hluthöfum því þeir fjárfesta í fyrirtækjum til að fá arð.
Okkur, þessum sem fórum á taugum, finnst mun líklegra að arðsemi fjárfestingarinnar hafi verið þekkt. FL grúpp vildi komast í heita vatnið og Landsbankinn vildi hafa sína menn góða. Þar með erum við komin að viðkvæmu efni-spillingu.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf reyndar ekki að óttast neitt því mjög sennilega verður þetta allt gleymt og grafið 25 apríl.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2009 | 21:05
Skrítin skepna þetta frelsi.
Ég var að velta fyrir mér frelsinu í dag. Ríkisrekstur og frelsi eru oft sett upp sem andstæður. Þessar hugsanir hófust í höfði mínu þegar ég reyndi að fara frá einni útvarpsstöð til annarrar til að losna undan auglýsingum. Hérna í gamla daga var bara ein útvarpsstöð og við greiddum fyrir það með afnotagjöldum. Síðan kom frelsið. Þá kom fullt af nýjum útvarpsstöðvum. Samkvæmt kenningum frelsissinna þá áttu þær að vera miklu betur reknar og allt að því ókeypis.
Þá koma þessar auglýsingar aftur upp í hugann. Auglýsingar eru afnotagjöld útvarpsstöðva. Auglýsingar kosta peninga. Sá kostnaður er greiddur af almennum neytendum. Hvers á heyrnalaus maður að gjalda, hvert er frelsi hans?
Sá maður sem hlustar ekki á útvarp, sá sem vill ekki hlusta á útvarp þurfti bara að að borga fyrir eina útvarpsstöð gegn vilja sínum í gamla daga. Í dag þarf slíkur maður að borga afnotagjöld af mörgum útvarpsstöðum þegar hann verslar inn. Það er skrítin skepna þetta frelsi.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2009 | 21:31
Hver var svo vitlaus að lána okkur alla þessa peninga?
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2009 | 18:49
HVER OG HVER OG VILL OG VERÐUR?
HVER OG HVER OG VILL OG VERÐUR?
Vorið 1961, snemma morguns, opnaði hjúkrunarfræðingur hurðina á 6 manna stofunni sem afi minn svaf í ásamt fimm öðrum. Hann hafði verið lagður inn á Landspítalann í Reykjavík með kransæðastíflu þremur dögum áður. 1961 fengu sjúklingar morfín við verkjum og húsaskjól, ekki mikið meira. Því var það eðlilegt í þá daga að sjúklingar með bráða kransæðastíflu svæfu eftirlitslausir á 6 manna stofum Landspítalans. Því var það einnig eðlilegt að einhver væri látinn að morgni sem hafði gengið til náða kvöldið áður lifandi. Þennan maí morgun var afi látinn, eðlilegasti hlutur í heimi, 55 ára gamall. Meðalaldur þeirra sem eru endurlífgaðir í dag eru 57 ára.
1961 voru ekki til sérstakar hjartadeildir með þráðlausum búnaði sem fylgist með lífsmörkum sjúklinganna. Ekki voru til lyf sem bætt geta ástand sjúklinganna. Ekki til hjartaþræðing, ekki til kunnátta í endurlífgun, ekki til gjörgæsla. Ekki til hámenntað og þrautþjálfað starfsfólk. Því má fullyrða að hver einstaklingur sem lifði af kransæðastíflu árið 1961 hafi kostað Landspítalann margfalt minna en í dag. Því væri það hreint rekstralega séð mun hagstæðara að hverfa aftur til baka og taka upp þá einföldu meðferð sem var í boði 1961. Þrátt fyrir augljósan rekstrarlegan hagnað vill enginn hverfa til gömlu tímanna. Munurinn á árangri þá og nú er svo augljós að ekki þarf að ræða málið.
Fyrirhugað er að loka bráðamótöku Landspítalans við Hringbraut. Allir bráðasjúklingar fari fyrst inn í Fossvog. Ef þar kemur í ljós að þú sért með bráða kransæðastíflu þá verður þú fluttur niðrá Hringbraut. Þar er öll aðstaða til að sinna hjartasjúklingum og ekki er hægt að flytja þá vinnuaðstöðu þaðan. Í dag koma hjartasjúklingar beint á Hringbrautina. Þar með er komin auka stoppistöð og auka flutningur fyrir hjartasjúklinginn ef þeir eiga að millilenda fyrst í Fossvoginum. Að skilja að greiningu og meðferð á bráðri kransæðastíflu í einu bæjarfélagi er nýmæli. Að greina kransæðastífluna í Fossvogi og meðhöndla sömu kransæðastíflu síðan á Hringbraut er ekki eingöngu nýmæli heldur afturhvarf til fortíðar.
Það hafa ekki komið fram nein gögn sem benda til þess að þetta nýja fyrirkomulag sé jafn gott eða betra fyrir sjúklingana. Aftur á móti sýna margar erlendar rannsóknir að þetta fyrirkomulag sem fyrirhugað er gefur af sér lakari árangur en það fyrirkomulag sem er núna til staðar. Við vitum í dag að meðferðin á Hringbraut er ein sú besta í heimi. Meginástæðan er að öll þjónusta er á einum stað. Lakari árangur hefur í för með sér að færri mannslífum er bjargað. Verri heilsu því margir munu koma seinna í hjartaþræðingu en nú og hver mínúta skiptir máli. Allt þetta leiðir á endanum til aukins kostnaðar. Hvati þessara breytinga er sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Ég tel þessa sparnaðarráðstöfun mjög misráðna og hvet þá sem aðhyllast hana að nema staðar og hugsa sig vel um.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2009 | 00:11
Frjálslyndir og Búsáhaldabyltingin.
Davíð Oddson er greinilega einn vinsælasti uppistandari landsins. Fátt er meira rætt en krossfesting hans. Allir bíða núna eftir upprisu hans. Mjög spennandi verður að fylgjast með þegar söfnuðurinn fyllist heilögum anda og fer að tala tungum. Látum þetta duga og snúum okkur að alvörunni.
Kosningabaráttan er að fara á fulla ferð þessa dagana. Frjálslyndi Flokkurinn hefur misst tvo þingmenn. Ýmsir hafa hætt í flokknum en á sama tíma hafa margir skráð sig í flokkinn. Summan er um það bil plús mínus núll. Ekki er um mikinn veraldlegan auð að ræða í kistum flokksins en þeim mun meiri andlegur. Nú höfum við á að skipa presti og goða, ekki slæmt.
Búsáhaldabyltingin er merkilegt fyrirbæri fyrir marga hluti. Við sem höfum aðhyllst stefnu Frjálslynda flokksins könnuðumst vel við margar kröfurnar sem komu fram þar. Gegnsæi og opin stjórnsýsla er gamalt baráttumál Frjálslyndra. Sama má segja um kvótamálið og þá spillingu sem það olli. Í málefnahandbók Frjálslyndra fyrir síðustu kosningar er stórlega varað við skuldsetningu þjóðarinnar. Einnig að auka áhrif Alþingis og hefur lýst sig andsnúinn ráðherravaldi, vill meðal annars að ráðherrar séu ekki þingmenn. Því hljómaði Búsáhaldabyltingin á margan hátt eins og stefnuskrá Frjálslynda flokksins.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2009 | 21:48
Íslenskir strútar.
Sumir eru búnir að missa áhugann á fréttum. Sérstaklega fréttum af kreppunni. Fólk vill miklu frekar fylgjast með Leiðarljósi og svipuðum þáttum í sjónvarpinu. Enn aðrir gleyma sér á Facebook. Mikið vinnuálag gerir það einnig erfiðara að fylgjast með stjórnmálum. Mér finnst þetta sinnuleysi vera vaxandi. Það er eins og fólk sé að verja sig fyrir ótíðindum með því að hlusta ekki á fréttir. Gallinn við þessa aðferð er að þó við stingum höfðinu í sandinn þá hverfa ekki vandamálin. Vandamál íslenskrar þjóðar aukast dag frá degi og sjálfsagt skynjar fólk það. Þar sem engin lausn virðist í sjónmáli stingur það bara höfðinu í sandinn.
Þetta hugarástand þjóðarinnar hagnast fjórflokkunum. Þar sem kjósendur flakka helst á milli "vinstri" flokkanna en mun síður frá Sjálfstæðisflokknum verður spurningin hver starfar með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. Spurningin er hvort það sé ákkúrat það sem strútarnir vilja. Flestum er í fersku minni hrun efnahags Íslands í haust. Sumum er tamt að kenna óargadýrum í bönkum og slíkum fyrirtækjum um hrunið. En það var Sjálfstæðisflokkurinn sem hleypti King Kong út úr búrinu. Það er ákaflega sorglegt að fólk skuli ekki getað áttað sig á þessari staðreynd.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2009 | 21:49
X-D ????
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.3.2009 | 22:03
Ellefti Opni Borgarafundurinn í Iðnó.
Annað kvöld-miðvikudagskvöld kl 20:0-verður Opinn Borgarfundur. Hann mun fjalla um fjármálagjörninga eins og til dæmis 500 milljarða króna straum af peningum úr íslenskum banka til eigenda hans. Var um eðlilegan gjörning að ræða eða voru líkræningjar á ferð. Ef til vill fáum við svör við því. Skora á sem flesta að mæta.
Fjármál | Breytt 11.3.2009 kl. 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 22:56
Hvað er í pípunum?
Það er margt í pípunum þessa dagana. Ég minni á Opinn Borgarafund í Iðnó á miðvikudagskvöldið kl 20:00. Yfirskriftin er "500 milljarðar, glæpur eða vinagreiði til eigenda". Í mínum huga er um 8-9 stk nýja Landspítala með öllu. Bara svo fólk átti sig á samhenginu.
Hörður Torfa er með tónleika annað kvöld. Ég held hann eigi það inni hjá okkur að við mætum og styrkjum hann eftir allt sem hann hefur gert í vetur.
Frekari vangaveltur um pípur leiðir hugann að skolpræsum. Öll sú spilling, lygi, svindl og sjálftaka auðs sem hefur tröllriðið íslensku þjóðfélagi er með ólíkindum. Pípurnar hljóta að vera stórar hér á landi. Ég tel að tími sé komin á að við hleypum skítnum út.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)