Færsluflokkur: Sjónvarp
12.8.2008 | 20:18
Reykvískt Löður.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2007 | 21:23
Orkuveita Reykjavíkur im memorian.
Einu sinni datt ég í sjóinn. Mér brá mjög, ég man enn þegar ég rýndi upp í gegnum grænan sjóinn og sá birtuna nálgast þegar ég reyndi að komast úr kafi. Hvað er að gerast, lifi ég af?
Þannig líður okkur eigendum Orkuveitu Reykjavíkur í dag. Við vitum ekki neytt. Fulltrúum okkar var hent í sjóinn og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Sumum að minnsta kosti. Það kom nefnilega fram hjá borgarstjóranum "okkar" í kastljósinu í gær að mikil og "hreinskiptin" umræða hefði farið fram innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins áður en honum var falið að "klára"málið.
Sjálfstæðismenn fengu að minnsta kosti að melta málið. Það virðist sjálfmelt í borgarstjórnarflokki Framsóknarflokksins.
Fulltrúar minnihlutans, sem er nú bara um helmingur kjósenda, fékk örfáar klukkustundir til að ákveða sig. Þetta er nú þvílík og önnur eins heimska að það nær ekki nokkurri átt, þetta mál er fullorðnu fólki innan meirihlutans til þvílíks vansa að leitun er að öðru eins. Fjölmiðlafælni þeirra ber því glögglega vitni.
Kæru fulltrúar, maður kaupir ef til vill gamla bíldruslu á staðnum en maður ráðstafar bara ekki annarra manna fjármunum án þess að ræða um það við eigendur þeirra fyrst.
Hvar sem maður kemur í dag eru allir ævareiðir, hvar sem í flokki menn eru, fólki er stórlega misboðið. Eftir því sem menn reyna að tefja málið verður aldan bara stærri. Kæru meirihlutamenn það getur verið kalt á toppnum en það er bæði kalt og blautt í sjónum, tala af reynslu.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2007 | 22:04
Hippokratis að gefnu tilefni.
1. Fyrsta útgáfan.
Hippocratic Oath -- Classical Version
| I swear by Apollo Physician and Asclepius and Hygieia and Panaceia and all the gods and goddesses, making them my witnesses, that I will fulfill according to my ability and judgment this oath and this covenant: To hold him who has taught me this art as equal to my parents and to live my life in partnership with him, and if he is in need of money to give him a share of mine, and to regard his offspring as equal to my brothers in male lineage and to teach them this art - if they desire to learn it - without fee and covenant; to give a share of precepts and oral instruction and all the other learning to my sons and to the sons of him who has instructed me and to pupils who have signed the covenant and have taken an oath according to the medical law, but no one else. I will apply dietetic measures for the benefit of the sick according to my ability and judgment; I will keep them from harm and injustice. I will neither give a deadly drug to anybody who asked for it, nor will I make a suggestion to this effect. Similarly I will not give to a woman an abortive remedy. In purity and holiness I will guard my life and my art. I will not use the knife, not even on sufferers from stone, but will withdraw in favor of such men as are engaged in this work. Whatever houses I may visit, I will come for the benefit of the sick, remaining free of all intentional injustice, of all mischief and in particular of sexual relations with both female and male persons, be they free or slaves. What I may see or hear in the course of the treatment or even outside of the treatment in regard to the life of men, which on no account one must spread abroad, I will keep to myself, holding such things shameful to be spoken about. If I fulfill this oath and do not violate it, may it be granted to me to enjoy life and art, being honored with fame among all men for all time to come; if I transgress it and swear falsely, may the opposite of all this be my lot. |
2. Nýrri útgáfa.
Hippocratic OathModern Version
I swear to fulfill, to the best of my ability and judgment, this covenant:
I will respect the hard-won scientific gains of those physicians in whose steps I walk, and gladly share such knowledge as is mine with those who are to follow.
I will apply, for the benefit of the sick, all measures [that] are required, avoiding those twin traps of overtreatment and therapeutic nihilism.
I will remember that there is art to medicine as well as science, and that warmth, sympathy, and understanding may outweigh the surgeon's knife or the chemist's drug.
I will not be ashamed to say "I know not," nor will I fail to call in my colleagues when the skills of another are needed for a patient's recovery.
I will respect the privacy of my patients, for their problems are not disclosed to me that the world may know. Most especially must I tread with care in matters of life and death. If it is given me to save a life, all thanks. But it may also be within my power to take a life; this awesome responsibility must be faced with great humbleness and awareness of my own frailty. Above all, I must not play at God.
I will remember that I do not treat a fever chart, a cancerous growth, but a sick human being, whose illness may affect the person's family and economic stability. My responsibility includes these related problems, if I am to care adequately for the sick.
I will prevent disease whenever I can, for prevention is preferable to cure.
I will remember that I remain a member of society, with special obligations to all my fellow human beings, those sound of mind and body as well as the infirm.
If I do not violate this oath, may I enjoy life and art, respected while I live and remembered with affection thereafter. May I always act so as to preserve the finest traditions of my calling and may I long experience the joy of healing those who seek my help.
Written in 1964 by Louis Lasagna, Academic Dean of the School of Medicine at Tufts University, and used in many medical schools today.
3. Góðir starfshættir lækna.
Good Medical Practice (2006)
The duties of a doctor registered with the General Medical Council
Patients must be able to trust doctors with their lives and health. To justify that trust you must show respect for human life and you must:
- Make the care of your patient your first concern
- Protect and promote the health of patients and the public
- Provide a good standard of practice and care
- Keep your professional knowledge and skills up to date
- Recognise and work within the limits of your competence
- Work with colleagues in the ways that best serve patients' interests
- Keep your professional knowledge and skills up to date
- Treat patients as individuals and respect their dignity
- Treat patients politely and considerately
- Respect patients' right to confidentiality
- Treat patients politely and considerately
- Work in partnership with patients
- Listen to patients and respond to their concerns and preferences
- Give patients the information they want or need in a way they can understand
- Respect patients' right to reach decisions with you about their treatment and care
- Support patients in caring for themselves to improve and maintain their health
- Listen to patients and respond to their concerns and preferences
- Be honest and open and act with integrity
- Act without delay if you have good reason to believe that you or a colleague may be putting patients at risk
- Never discriminate unfairly against patients or colleagues
- Never abuse your patients' trust in you or the public's trust in the profession.
- Act without delay if you have good reason to believe that you or a colleague may be putting patients at risk
You are personally accountable for your professional practice and must always be prepared to justify your decisions and actions.
GMC home | The medical register | Registration for doctors | Concerns about doctors | Guidance on good practice | Education | News and events | Publications
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2007 | 21:03
Hundanámskeð.
Ég var á hundanámskeiði í gær. Já einmitt ég. Kennarinn sagði að við eigendurnir værum ekki síður á námskeiðinu en hundarnir. Hundarnir ættu að læra að hlýða. Við þyrftum að læra að beita hundinn aga. Kennarinn var ekkert lamb að leika sér við. Hún notaði mjög ákveðnar aðferðir. Verðlaun ef hann gerði rétt og harða refsingu ef hann gerði rangt. Þannig fékk hún hundinn til að hlýða. Hundaeigandinn varð að vera samkvæmur sjálfum sér og engar undantekningar því það skilur ekki hundurinn.
Ég er að ala upp 4 börn. Ég held það hafi tekist þokkalega, amk hingað til. Ég el þau ekki upp eins og hunda. Þau skilja undantekningar, að fylgja reglunum ekki alltaf er möguleiki. Aftur á móti hef ég kennt þeim aga. Haft reglur. Ekki bara það. Ég hef reynt að fylgja reglum sjálfur því ólíkt hundum þá er það mjög sterkt að vera gott fordæmi. Til dæmis ef ég myndi sofa á gólfinu fyrir framan hjónarúmið mitt í margar vikur þá myndi hundurinn ekki hætta að hoppa upp í hjónarúmið. Hann yrði sennilega bara ánægður með plássið sem ég eftirléti honum. Aftur á móti myndu börnin mín panta fyrir mig tíma hjá geðlækni.
Núna er skólastarfið að hefjast. Fjölmiðlar fullir af sálfræði um hvernig við eigum að takast á við þessar náttúruhamfarir að börnin okkar fara í skóla. Við eigum að vera góð við börnin, við eigum að kenna þeim aga, við eigum að sýna þeim áhuga, við eigum að grennslast fyrir hvort þau verði fyrir einelti, við eigum að gefa þeim meiri tíma, við eigum að minnka vinnu, við eigum að samræma okkar vinnu og skólagöngu barnanna, við eigum að taka þátt í starfi foreldraFÉLAGSINS, VIÐ EIGUM AÐ VITA MEÐ HVERJUM BARNIÐ OKKAR EYÐIR TÍMA SÍNUM MEÐ, VIÐ EIGUM AÐ VITA HVAÐ BARNIÐ OKKAR SKOÐAR Á NETINU, VIÐ EIGUM AÐ VITA VIÐ HVERN ÞAÐ TALAR VIÐ Í SÍMA OG VIÐ EIGUM AÐ VITA HVAÐ ÞAÐ HUGSAR.
Ég held að það sé mun auðveldara að ala upp einn hund.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2007 | 21:24
Kunna Íslendingar að prútta?
Það er merkileg niðurstaða að verðlag hefur ekki lækkað eins og til stóð. Þrátt fyrir lækkun á opinberum álögum hefur það ekki gengið eftir. Krónan er aldrei sterkari, ég meina gjaldmiðillinn ekki verslunin, því ætti verð í verslunum að lækka. Samt hækkar það, merkilegt.
Það eru gömul sannindi að vara selst meðan viljugur kaupandi er af henni. Verðlagið er alltaf eins hátt og nokkur kostur er, meðan varan selst er verðið ekki lækkað, annað væri hrein heimska. Ef ég væri kaupmaður myndi ég alltaf selja vöru eins dýrt og ég gæti, það er bara þannig í viðskiptum.
Svo rekur fólk í rogastans að verðlag hafi ekki lækkað eins og það gerði sér vonir um. Eðli viðskipta er ekki á þeim lögmálum byggt að kaupmenn lækki vöruverð vegna óskhyggju okkar kaupenda. Eðli viðskipta er prútt og ekkert annað. Meðan við kaupum lækkar ekki verðið. Ef við hættum að kaupa þá lækkar verðið.
Vandamálið er kaupgleði okkar Íslendinga og skortur á verðskyni. Auk þess er um nauðsynjavörur og þær vörur verðum við alltaf að kaupa hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Þegar þannig er í pottinn búið hafa söluaðilar mikla tilhneigingu til að stilla saman strengi. Það má glögglega sjá í sölu á bensíni og olíu sem allir þurfa á að halda. Þessi auramunur í smásölu er engin samkeppni, bara sýndarmennska. Raunveruleg samkeppni gengur út á að slátra samkeppnisaðilanum eða deyja sjálfur. Íslendingar eru langt frá því að upplifa slíkt því við bara kaupum og kaupum eins og okkur sé borgað fyrir það.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 22:33
Rómantík.
Enn eru það sjávarútvegsmál sem eru á dagskrá hjá mér. Er þetta ef til vill eintóm rómantík að vilja að fólk geti stundað sjóinn. Er það rómantík og óraunsæi að menn geti haft lifibrauð af því að róa á litlum bát sem maður á sjálfur, ræður sjálfur. Er það rómantík að menn geti rekið svona lítið til meðalstórt útgerðafyrirtæki nálægt miðunum og haft ofan í sig og á.
Sjálfsagt er þetta óraunsæi og rómantík. Núna er öldin önnur. Núna ráða hagfræðingar. Því skal hlutunum komið þannig fyrir að hámarks gróði fáist með sem minnstri fyrirhöfn. Þá er sjálfsagt best að hafa örfá stór fyrirtæki sem geta beitt mikilli hagræðingu til gróðamyndunar. Að sjálfsögðu verður starfsfólkinu greitt eftir taxta annars eykst ekki gróðinn.
Er þetta bráðnauðsynlegt. Er ekki tími né ráðrúm til að hafa smá rómantík í lífinu. Liggur okkur lífið á? Getum við ekki hægt aðeins á okkur og notið lífsins á annan hátt en að bókfæra alltaf þennan gróða.
Ef þessar þjóðfélagsbreytingar væru knúnar fram af óvefengjanlegum vísindarannsóknum þá gæti maður ekki sagt mikið. En núna eru mjög margir sem hafa miklar efasemdir um niðurstöður Hafró. Það er alls ekki hægt að tala um einhug um rannsóknaraðferðir Hafró. Verst er að ráðleggingar eins og Hafró er með hafa hvergi skilað árangri.
Þessa dagana getur maður ekki annað en fundist forystumenn þjóðarinnar vera að klæmast á fornri Íslenskri rómantík-að vera sinn eigin herra og sjá sínum farborða.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 21:05
Kolefnisjöfnun-eða hvað?
Nú sit ég enn og aftur og brenni í mínum Mexíkóska ofni. Drekk hvítvín sem ég verð að kæla sökum óvenjumikilla hita hér í Reykjavík. Venjulega kólnar það af sjálfsdáðum hér úti á pallinum. Ekki hef ég hugsað mér að kolefnisjafna þennan bruna neitt sérstaklega. Reyndar setti konan niður nokkur blóm um daginn, ég veit ekki hvað þau vigta þungt í þessu sambandi.
Reyndar er ég þeirrar skoðunar að okkur beri að minnka mengun eins og kostur er. Þess vegna drekk ég gjarnan úr plastglösum því það er víst minnsta mengunin. Það kostar meira að þvo venjuleg glös og ég tala ekki um sápuna sem við sleppum út í umhverfið samfara þeim þvotti. Plastglösin fara í náttúruna og eru þar og hafa engin áhrif.
Ég hef enga trú á því að við séum að grilla jörðina til frambúðar sem er ekki það sama og að okkur leyfist að búa til ómælt magn af gróðurhúsalofttegundum. Það ber að minnka eftir því sem tök eru á. En þessir dómsdagsspádómar eru hreint rugl. T.d. hefur verið margsinnis mun heitara á jörðinni en núna og samt er ég að blogga ósviðinn.
Kolefnisjöfnun er nokkuð merkilegt fyrirbæri. Ef ég tek þá meðvituðu ákvörðun að menga þá get ég greitt fyrir með því að borga í sjóð og hef fengið þannig syndakvittun. Þetta er syndaaflausn nútímans samanber syndaaflausn kaþólskunnar fyrr á öldum. Það er sjálfsagt skammt í sjóð sem maður getur greitt í áður en maður heldur fram hjá konunni eða hvað?
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.7.2007 | 20:16
Kastljós-II
Nú get ég ekki bara orða bundist. Þegar ríkisstjórn Íslands tekur eina stærstu og afdrífaríkustu ákvörðun seinni tíma um sjávarútvegsmál þá fjallar kastljós um fótbolta. Það er fyrst rætt örstutt um sjávarútvegsmál og meðal annars er íþróttafréttamaður fyrir svörum, með fullri virðingu fyrir honum. En augljóst var að ekki átti að ræða sjávarútvegsmál að neinu ráði. Eftir örfár mínútur var farið að ræða eitthvað mark í knattspyrnuleik sem olli því að fullorðnir menn fóru að haga sér eins og smástrákar. Enda varð öll umræðan sem fylgdi eins og hjá krökkum sem eru að saka hvert annað um mismunandi ódæði og röksemdafærslan á svipuðu plani.
Knattspyrna er leikur og skemmtun. Sjávarútvegur og þær ákvarðanir sem teknar voru í dag eru dauðans alvara.
Kastljós á ekki lengur að tilheyra fréttastofu sjónvarpsins heldur vera hluti af skemmtidagskrá þess eins og spaugstofan.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2007 | 23:11
STRÆTÓ-enn og aftur.
Ég er með strætó á heilanum og í kvöld í Kastljósi voru þessi mál rædd. Mest var rætt um slæma afkomu strætó. Kom þar fram að allt færri noti sér þjónustu strætó. Nú er svo komið að farþegar greiða fyrir um 25% af rekstrarkostnaði strætó en afgangurinn komi frá sveitafélögunum þ.e. útsvarið okkar.
Ég held að fólk verði að fara að gera upp við sig hvort og hvernig við ætlum að hafa strætó.
Á strætó að vera einhverskonar óhagkvæm neyðarlausn fyrir þá sem geta ekki átt almennilegan einkabíl, eða eru svo illa settir að hafa ekki bílpróf. Ef strætó á að vera fyrir undirmálsfólk eða kolgræna hugsjónamenn þá getum við svo sem haldið áfram á þessari braut.
Ef fólk meinar eitthvað með því að það vilji hafa almennilegar almenningssamgöngur þá held ég að tími sé kominn til að menn fari að bretta upp ermarnar.
Ef farþegar standa undir eingöngu 25% þá getum við alveg eins sleppt því að vera að rukka farþegana. Sparast mikill peningur sem fer í allt umstangið að rukka fólk. Auk þess sparast mikill tími fyrir vagnstjórana ef þeir þurfa ekki að rukka fólk.
Þar að auki myndi ef til vill fleiri nýta sér strætó. Ég held þó að fæstir hafi sett fyrir sér kostnaðinn heldur hversu óhægt er um vik að greiða í strætó. Fæstir eru með peninga á sér og eingöngu innvígðir eiga strætókort. Því hefði eini raunhæfi möguleikinn verið að geta greitt fyrir með sínu venjulega debet/kredit korti. Hvers vegna ekki við notum þau kort als staðar annarstaðar.
Meginvandinn er sá að það er allt of langt á milli ferða. 30 mínútur allan daginn nær náttúrulega engri átt. Það hentar engan veginn fyrir nútímafólk.
Aftur á móti er það staðreynd að vinsældir strætó eru ekki svipur við sjón miðað við áður. Það er EKKI vegna þess að margir eiga einkabíl í dag. Það er bara hluti af skýringunni. Aðalástæðan er sú að fólk upplifir ekki strætó sem raunverulegan valkost heldur sem neyðarlausn.
Háu herrar og frúr, leysið það vandamál og strætó mun lifa.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.7.2007 | 21:21
Kastljós.
Það er merkilegt þetta Kastljós í sjónvarpinu. Það er orðið svolítið poppað, að minnsta kosti fyrir minn smekk. Mér finnst skorta tilfinnanlega í ríkissjónvarpið góðan fréttaskýringaþátt þar sem fólki gefst ráðrúm til að ræða máli. Núna er yfirleitt viðtal við tvo einstaklinga og mjög ströng tímamörk. Yfirleitt er rætt um mál sem eru ofarlega á baugi en það skortir tíma og að málin séu krufin almennilega til mergjar.
Að ræða til dæmis neyðarpilluna í tvígang þegar mun stærra mál er í gangi en það er væntanlegur niðurskurður á aflaheimildum til að veiða þorsk. Mér finnst að Kastljós ætti að reyna að gera þeim málum betur skil. Þá vildi ég sjá marga aðila kallaða til og að viðkomandi fréttamenn væru vel að sér í málinu og fengju gott tækifæri til að kynna sér málin í þaula. Það er ekki nóg að draga bara fram tvo hauka sem við vitum fyrirfram að munu klóra augun úr hvor öðrum, svipað og hver annar hanaslagur, ekki nokkrum manni til gagns.
Vonandi hverfur Kastljós af braut "skemmtidagskrá" yfir í að verða aftur meiri fréttaskýringaþáttur.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)