Færsluflokkur: Mannréttindi

Fundur í Stortinget í Ósló

Við vorum á mjög góðum fundi núna með systurflokki Vg á Íslandi. Okkur var boðið í Stortinget og ræddum þar um AGS og Icesave. Það fylgir því mjög sérkennileg tilfinning að finna þann velvilja og áhuga á örlögum okkar sem er hér til staðar í Noregi. Ekki ber þeim nokkur skylda til að aðstoða okkur og þar að auki eru við samkeppnisaðilar á mörkuðum. Þrátt fyrir það vilja margir aðstoða okkur. Það er eins og á Íslandi að afstaða manna til Icesave mótast algjörlega af áhuga þeirra á ESB. Þeir Norðmenn sem vilja fara í ESB vilja að við borgum Icesave en hinir ekki. Fundurinn í dag í þinghúsinu hér í Ósló var mjög góður.

IMG 3089


mbl.is Ekki formlega rætt við Noreg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland, Icesave og Haítí; er réttlæti mögulegt?

Þetta er grein sem birtist eftir mig í Morgunblaðinu í dag:

 

Í Icesave umræðunni hafa menn fært rök fyrir því að óæskilegt sé að setja Íslendinga í skuldafangelsi. Bent hefur verið á að siðaðar þjóðir hafi afnumið skuldafangelsi úr löggjöfum sínum fyrir löngu. Sumir Íslendingar telja Icesave lítið mál. Jón Daníelsson hagfræðingur í London metur afleiðingarnar þær, að um verulega lífskjaraskerðingu verði að ræða á Íslandi, ef allt fer á besta veg. Enn mikilvægari athugasemd Jóns er sú, að til að Ísland geti yfir höfuð staðið í skilum með greiðslurnar þurfi allt að ganga upp. Hvernig er hægt að segja að Icesave sé smámál í þessu samhengi? Hvernig er hægt að leggja slíkar byrðar á samlanda sína vegna þess að maður er fullur sektarkenndar vegna hátternis nokkurra útrásarvíkinga. Sérstaklega þegar líkur eru á greiðslufalli Íslands, dýr syndaaflausn til handa alþjóðasamfélaginu það.

 

Þegar varað er við því að heil þjóð lendi í skuldafangelsi hafa menn í huga m.a.  land eins og Haítí. Árið 1804 brutust þeir undan yfirráðum Frakka. Frakkland hafði áður auðgast vel á auðlind landsins, „svarta gullinu“, þ.e. þrælunum,  íbúum Haítí. Frakkar voru að vonum ekki sáttir. Þess vegna settu þeir ásamt vinum sínum Bandaríkjamönnum,  Spánverjum og Bretum verslunarbann á Haítí. Í dag er slíkt ástand kallað; „að vera ekki hluti af alþjóðasamfélaginu“. Þess vegna neyddist Haítí til að skrifa undir samning við Frakka árið 1825. Þeir samþykktu að borga bætur til franskra þrælaeigenda, þ.e. þrælarnir sem brutust undan þrældómnum voru neyddir til að greiða bætur til þrælahaldaranna! Upphæðin var risastór, 150 milljónir franka í gulli, sem tekin var að láni hjá bönkum í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þeir samþykktu að borga kröfuna í þeirri von að verða gjaldgengir á mörkuðum heimsins. Það tók þá 122 ár að borga skuldina. Um aldamótin 1900 fór um 80% af ráðstöfunarfé þeirra í afborgun af þessari skuld.

 

Síðan frönsku skuldinni lauk, 1947, hafa vesturveldin, alþjóðasamfélagið, haldið áfram að kúga Haítí. Skuldsetning Haítí er gífurleg. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar endurheimtum skuldanna. AGS krafðist afnáms verndartolla á hrísgrjónum og þar með flæddu bandarískt ríkisstyrkt hrísgrjón yfir Haítí. Hrísgrjónabændur á Haítí fóru þá á hausinn og landið er ekki sjálfbært með mat lengur. Atvinnuleysi er um 75%. Laun duga varla fyrir mat. Einræðisfeðgarnir Papa Doc og Baby Doc stofnuðu til 45% af skuldum Haítí og megnið lenti í einkabankabókum þeirra, með góðfúslegu leyfi alþjóðasamfélagsins. Í þessu tilfelli er alþjóðasamfélagið sammála um að skuldir sem vanhæfir stjórnendur Haítís stofnuðu til skulu greiddar af skattgreiðendum.

 

Íslendingar sem hluti alþjóðasamfélagsins, ennþá, berum ábyrgð á neyð Haítí. Við getum sjálfsagt samþykkt að við höfum ekki farið vel með Haítí. Sjálfsagt fórnarkostnaðurinn af því að vera þjóð meðal þjóða. Núna er röðin komin að Íslandi, okkur er boðið inn í sama klefa og Haítí hefur verið í frá 1825. Sömu lönd hóta okkur verslurnabanni og einangrun. Er uppgjöf valmöguleiki þrátt fyrir ofurefli, ekki ef örlög Haítís verða okkar.


Bókhald Haítí hjá Alheimsbankanum

Haiti

 
Estimated Debt Service Payments - Summary
Based on Balances as of 30-NOV-2009
All amounts denominated in US$ equivalents, Thousands
Afghanistan Albania Algeria Angola Argentina Armenia Azerbaijan Bangladesh Barbados Belarus Belize Ben,Ivc,Nir,Se,To,Bur,Mli,Gub Benin Bhutan Bolivia Bosnia-Herzegovina Botswana Brazil Bulgaria Burkina Faso Burundi Cambodia Cameroon Cape Verde Caribbean Caribbean Development Bank Central African Republic Chad Chile China Cm,Cd,Ca,Cob,Eg,Ga Colombia Comoros Congo, Democratic Republic Of Congo, Republic Of Costa Rica Cote D'Ivoire Croatia Cyprus Czech Republic Djibouti Dominica Dominican Republic Ecuador Egypt, Arab Republic Of El Salvador Equatorial Guinea Eritrea Estonia Ethiopia Fiji Gabon Gambia, The Georgia Ghana Grenada Guatemala Guinea Guinea-Bissau Guyana Haiti Honduras Hungary India Indonesia Iran, Islamic Republic Of Iraq Jamaica Jordan Kazakhstan Kenya Korea, Republic Of Kyrgyz Republic Lao People'S Dem. Rep. Latvia Lebanon Lesotho Liberia Lithuania Macedonia, Former Yugoslav RepMadagascar Malawi Malaysia Maldives Mali Mauritania Mauritius Mexico Moldova Mongolia Montenegro Morocco Mozambique Myanmar Nepal Netherlands Nicaragua Niger Nigeria Pakistan Panama Papua New Guinea Paraguay Peru Philippines Poland Romania Russian Federation Rwanda Samoa Sao Tome And Principe Senegal Serbia Seychelles Sierra Leone Singapore Slovak Republic Slovenia Solomon Islands Somalia South Africa Sri Lanka St. Kitts And Nevis St. Lucia St. Vincent And The GrenadinesSudan Swaziland Syrian Arab Republic Tajikistan Tanzania Thailand Togo Tonga Trinidad And Tobago Tunisia Turkey Turkmenistan Uganda Ukraine Uruguay Uzbekistan Vanuatu Venezuela Vietnam Yemen, Republic Of Zambia Zimbabwe Click here to get Estimated Debt Service Payments summary for the selected country
[1]
Showing Records 1 - 70 of 70
Display Results in set of: 10 50 100
Repayment
Date IBRD IDA Total
Principal Charges Total Principal Charges Total Principal Charges Total
 
 
15-MAY-20100000146.73146.730146.73146.73
15-NOV-20100000146.73146.730146.73146.73
15-MAY-20110000146.73146.730146.73146.73
15-NOV-20110000146.73146.730146.73146.73
15-MAY-20120000146.73146.730146.73146.73
15-NOV-20120000146.73146.730146.73146.73
15-MAY-20130000146.73146.730146.73146.73
15-NOV-20130000146.73146.730146.73146.73
15-MAY-20140000146.73146.730146.73146.73
15-NOV-20140000146.73146.730146.73146.73
15-MAY-2015000391.27146.73538.00391.27146.73538.00
15-NOV-2015000391.27145.26536.53391.27145.26536.53
15-MAY-2016000391.27143.79535.07391.27143.79535.07
15-NOV-2016000391.27142.33533.60391.27142.33533.60
15-MAY-2017000391.27140.86532.13391.27140.86532.13
15-NOV-2017000391.27139.39530.66391.27139.39530.66
15-MAY-2018000391.27137.92529.20391.27137.92529.20
15-NOV-2018000391.27136.46527.73391.27136.46527.73
15-MAY-2019000391.27134.99526.26391.27134.99526.26
15-NOV-2019000391.27133.52524.80391.27133.52524.80
15-MAY-2020000391.27132.05523.33391.27132.05523.33
15-NOV-2020000391.27130.59521.86391.27130.59521.86
15-MAY-2021000391.27129.12520.39391.27129.12520.39
15-NOV-2021000391.27127.65518.93391.27127.65518.93
15-MAY-2022000391.27126.19517.46391.27126.19517.46
15-NOV-2022000391.27124.72515.99391.27124.72515.99
15-MAY-2023000391.27123.25514.52391.27123.25514.52
15-NOV-2023000391.27121.78513.06391.27121.78513.06
15-MAY-2024000391.27120.32511.59391.27120.32511.59
15-NOV-2024000391.27118.85510.12391.27118.85510.12
15-MAY-2025000782.55117.38899.93782.55117.38899.93
15-NOV-2025000782.55114.45897.00782.55114.45897.00
15-MAY-2026000782.55111.51894.06782.55111.51894.06
15-NOV-2026000782.55108.58891.13782.55108.58891.13
15-MAY-2027000782.55105.64888.19782.55105.64888.19
15-NOV-2027000782.55102.71885.26782.55102.71885.26
15-MAY-2028000782.5599.77882.32782.5599.77882.32
15-NOV-2028000782.5596.84879.39782.5596.84879.39
15-MAY-2029000782.5593.91876.45782.5593.91876.45
15-NOV-2029000782.5590.97873.52782.5590.97873.52
15-MAY-2030000782.5588.04870.58782.5588.04870.58
15-NOV-2030000782.5585.10867.65782.5585.10867.65
15-MAY-2031000782.5582.17864.71782.5582.17864.71
15-NOV-2031000782.5579.23861.78782.5579.23861.78
15-MAY-2032000782.5576.30858.85782.5576.30858.85
15-NOV-2032000782.5573.36855.91782.5573.36855.91
15-MAY-2033000782.5570.43852.98782.5570.43852.98
15-NOV-2033000782.5567.49850.04782.5567.49850.04
15-MAY-2034000782.5564.56847.11782.5564.56847.11
15-NOV-2034000782.5561.63844.17782.5561.63844.17
15-MAY-2035000782.5558.69841.24782.5558.69841.24
15-NOV-2035000782.5555.76838.30782.5555.76838.30
15-MAY-2036000782.5552.82835.37782.5552.82835.37
15-NOV-2036000782.5549.89832.43782.5549.89832.43
15-MAY-2037000782.5546.95829.50782.5546.95829.50
15-NOV-2037000782.5544.02826.57782.5544.02826.57
15-MAY-2038000782.5541.08823.63782.5541.08823.63
15-NOV-2038000782.5538.15820.70782.5538.15820.70
15-MAY-2039000782.5535.21817.76782.5535.21817.76
15-NOV-2039000782.5532.28814.83782.5532.28814.83
15-MAY-2040000782.5529.35811.89782.5529.35811.89
15-NOV-2040000782.5526.41808.96782.5526.41808.96
15-MAY-2041000782.5523.48806.02782.5523.48806.02
15-NOV-2041000782.5520.54803.09782.5520.54803.09
15-MAY-2042000782.5517.61800.15782.5517.61800.15
15-NOV-2042000782.5514.67797.22782.5514.67797.22
15-MAY-2043000782.5511.74794.29782.5511.74794.29
15-NOV-2043000782.558.80791.35782.558.80791.35
15-MAY-2044000782.555.87788.42782.555.87788.42
15-NOV-2044000782.552.93785.48782.552.93785.48
 
 

Hvert er Steingrímur að fara

Steingrímur vill að þjóðin samþykki Icesave samninginn. Þrátt fyrir að þjóðin vilji það ekki í dag telur hann að þjóðin muni sjá að sér og fylgja ráðleggingum sínum.

Ég veit ekki á hvaða vegferð Steingrímur er á. Hann er fjármálaráðherra landsins og vill ólmur skuldsetja landið okkar. Hann vill taka lán hjá AGS til að við munum örugglega borga vexti til alþjóðafjármagnsins um aldur og ævi. Hann veit, eða vissi meðan hann var í stjórnarandstöðu, að slík skuldsetning hefur það í för með sér að landið tapar yfirráðum sínum á auðlindum sínum. Lánadrottnarnir munu hirða allt sem verðmætt er hér að hafa og blóðmjólka landið eins lengi og þeim þóknast.

Með þessu liði vill Steingrímur vinna.

Munu Vinstri grænir sjá heildarmyndina og átta sig á því að stefna Steingríms er röng?

http://liechtensteinnews.files.wordpress.com/2009/08/swiss-bank.jpg


mbl.is Gagnrýni á forystu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haítí, Ísland og pennavinur minn Strauss-Kahn

Strauss-Kahn, pennavinur minn, segir að við þurfum á þessu margumtalaða alþjóðasamfélagi að halda. Nú vill svo til að það samanstendur fyrst og fremst af Evrópu og Bandaríkjunum. Það vill að við borgum þeim lán sem þeir lugu upp á okkur forspurðum. Eitthvað eru Íslendingar að velta fyrir sér málinu og slík óvissa er greinilega ekki alþjóðasamfélaginu að skapi. Af þeim sökum á að reyna að svelta okkur til hlýðni. Bretar, Hollendingar, AGS og Svíar spila þetta vel saman og ætla sér að ná sínu fram.

Haítí varð fyrir mjög miklu áfalli, gríðarlega öflugur jarðskjálfti hefur lagt höfuðborgina og ef til vill fleiri borgir í rúst. Tala látinna gæti hlaupið á tugum eða hundruðum þúsunda. Neyðin er æpandi og þjóðir heims fylkja liði til Haítí til að hjálpa. Hugur og samúð okkar er með þessari þjóð í dag.

Stundum er sagt að Ísland gæti orðið Haíti norðursins. Þá eru menn að meina efnahagslega. Það er sérkennilegt að við eigum einnig jarðaskjálfta sameiginlega. Við eigum einnig AGS sameiginlega. AGS hefur verið ríkjandi á Haítí í þrjá áratugi. Landið er bláfátækt, samgöngur, heilsugæsla og stjórnsýsla yfir höfuð er mjög vanbúinn að takast á við þær hörmungar sem núna dynja á þeim.

Haítí var sjálfbært land áður fyrr en í dag lifir það á innfluttum Bandarískum hrísgrjónum. Laun duga ekki til framfærslu en henta erlendum fyrirtækjum mjög vel til framleiðslu á vörum sem skilja ekki neinn hagnað eftir í landinu. AGS hefur tekist að skuldsetja þjóðina þannig að mest af þjóðarframleiðslu þeirra fer í afborganir af skuldum. Haítí búar voru ekki vel staddir fyrir jarðskjálftann en börðust samt. Þvílík þrautseigja hjá einni þjóð. Sú þrautseigja mun á endanum koma þeim í gegnum þær hörmungar sem dynja á þeim núna.

Ef íslenska þjóðin segi nei, ef við neitum að borga þær skuldir sem troðið er upp á okkur, skuldir sem geta lagt velferðakerfi okkar í rúst, þá sköpum við fordæmi. Það fordæmi óttast Strauss-Kahn. Þá gætu Haítí búar gert eins og við og orðið á nýjan leik sjálfbær þjóð.


mbl.is Stuðningur alþjóðasamfélagsins nauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa erlendir lánadrottnar kosningarétt á Íslandi?

Nú er þjóðaratkvæðagreiðsla komin á koppinn. Vonandi er múrinn hruninn. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur verða að reglu þá er komið aðhald á okkar kjörnu fulltrúa.

Atkvæðagreiðslan núna um Icesave-II er mjög mikilvæg. Ástæðan er meðal annars sú að sennilega er þetta í fyrsta skiptið sem þjóð greiðir atkvæði um sín eigin greiðslukjör. Það er ástæðan fyrir því að öll heimspressan hrökk í kút. Þessi hugmynd að einhver ætlar ekki að greiða eins og lánadrottnar segja til um er greinilega óvænt uppákoma.

Reyndar er það ekki rétt. Það kannast allir við sögur um menn sem ganga inn í bankana og segja við þá; þetta er það sem ég get borgað. Lánadrottnar þekkja og óttast slíkar uppákomur. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa trygg veð eða pottþéttan lánasamning fyrir lánadrottnana. Út á þetta gengur deilan um fyrirvarana. Því er það nokkuð augljóst að allir Íslendingar munu fella Icesave-II því ekki hafa útlendingar kosningarétt hér á landi.

http://www.intheiropinion.com/uploads/image/bank(1).jpg


mbl.is Lög um þjóðaratkvæði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur krufði líkið

 Ef Ólafur hefði samþykkt lögin hefði sjálfsagt lítið gerst nema þá hér innanlands. Í staðinn er fjandinn laus. Viðbrögð landans eru mismunandi, sumir telja þetta setja okkur í mikinn og ófyrirséðan vanda- mikla óvissu. Aðrir telja þetta vera upphafið af einhverju nýju og betra. Fésbókin og bloggið logar. Margir sem reyndu að spila sig hlutlausa opinbera sig. Ísland er í sviðsljósinu. Bretar og Hollendingar eru FOXillir, hóta öllu illu og vildu helst senda her sinn hingað. Ríkisstjórnin er í fýlu og með allt niðrum sig. Þjóðin er að hugsa og pæla.

Hægt og bítandi kristallast umræðan í þá átt; hverjir standa með Íslendingum og hverjir ekki.

Upphlaup Ólafs er tækifæri til að hnika málum okkar til hagsbótar fyrir íslenska þjóð. Það er ef til vill dauðadæmt en það gefur okkur tækifæri að drepast ekki hljóðalaust. Það er mjög sérkennilegt að upplifa hvernig sumir hóta stjórnarslitum, berjast með öllum tiltækum ráðum gegn þeim jákvæðu áhrifum sem ákvörðun forsetans hefur haft. Án þess að ég hafi annað en mína eigin kunnáttu, þá virðist mér sem svo að þeir sem eru mest á móti ákvörðun forsetans og þeirri krufningu sem Icesave hefur lent í, aðallega vera heittrúaðir Evrópusinnar. 

Líkið hefði betur verið krufið fyrr.

 

http://www.elektrogesetz.com/media/eu_blue.gif

 

 

 

 


Tökum við saman höndum eða mun þjóðin sundrast?

Ef við einföldum tilveruna þá getum við sagt að Samfylkingin vilji samþykkja Icesave til að komast inn í ESB. Vg vill samþykkja Icesave til að tolla í ríkisstjórn. Rökstuðningur fyrir samþykkt staðfestir þetta. Enginn(ESB) vill vera vinur okkar og stjórnin er fallin ef málið kemst ekki í gegn.

Það er ágætt að hugleiða þetta meðan Ólafur hugsar málið.

Sjálfstæðismönnum og Framsókn kitlar örugglega að gera núverandi stjórnvöldum skráveifu. Ég tel þó að þeir leggi ekki í stjórn strax því Austurvöllur myndi fyllast af fólki um leið.

Hvernig komst þjóðþing okkar í þessa heimskulegu klemmu?

Samningagerðin mistókst vegna vanhæfni og skorts á sérhæfðri aðstoð. Einnig gerðu menn sér enga grein fyrir því hversu stór skuldin væri og hversu þungbær hún yrði með öðrum skuldum okkar. Þar er þáttur stjórnsýslunnar stór sem átti að hafa það á hreinu hvað við skulduðum mikið. Sá þáttur brást. Það er ekki ennþá búið að tína til allar skuldir okkar íslendinga.

Vegna einstrengingsháttar ákvað Steingrímur að setja undir sig hausinn og koma þessu í gegn. Allir sem eru eldri en tvævetur vita hvernig hann hefði hagað sér ef hann hefði verið í stjórnarandstöðu. Einnig vildi hann bjarga Svavari formanni samninganefndarinnar. Flumbrugangurinn með samninginn og afgreiðslu hans á þingi minnir meira á hreppapólitík en vandaða lagagerð hjá þjóðþingi.

Það sem gerði þetta mögulegt var afstað Samfylkingarinnar. Ef þau væru ekki á förum til útlanda myndu þau leggja meiri rækt við hreiðurgerðina. Tveir heimakærir flokkar hefðu örugglega hugsað sig betur um. Sú staðreynd að Samfylkingin stefnir leynt og ljóst að aðild að Evrópusambandinu gerir þau mjög höll undir Breta og Hollendinga.

Þjóðaratkvæðagreiðsla leysir sennilega ekki þennan þinglega vanda. Hún mun gefa okkur niðurstöðu sem þjóðin sjálf ber ábyrgð á. Þjóðin vildi þessa ríkisstjórn í vor en er ekki sátt við Icesave. Ef ríkisstjórnin vill ekki þjóðina vegna þess að hún vill ekki Icesave er okkur nokkur vandi á höndum. Ég held að þjóðin vilji þing sem vilji hvorki Icesave né ESB. Einhverstaðar er fleygur til staðar.

http://www.learnersdictionary.com/art/ld/wedge_rev.gif

 


mbl.is Ekkert við frestinum að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bessastaðir kl 10:30 í fyrramálið og koma svo

Við skulum taka daginn snemma og mæta tímanlega svo athöfnin verði fumlaus og virðuleg.

Mörgum virðist órótt vegna undirskriftanna og telja Ísland einangrast í eilífðri fátækt ef forsetinn skrifar ekki undir.

Vil minna á að til eru staðfest lög frá því í sumar sem segja til um greiðslur á Icesave skuldunum. Því er ekki um það að ræða að fólk haldi að Icesave skuldin hverfi. Fólk vill ekki hafa greiðslurnar án fyrirvaranna. Án fyrirvaranna er landið okkar og gæði þess sett að veði fyrir skuldunum. Um þetta atriði snýst málið, fólk vill eiga landið sitt.

Stjórnarsinnar sjá þetta sem tilraun til að fella núverandi ríkisstjórn. Mín undirskrift hjá inDefence er ekki í þeim tilgangi. Því miður hefur framganga ríkisstjórnarinnar í vetur stefnt lífi hennar í voða. Mikil óánægja er meðal fólks með viðhorf hennar til skuldastöðu Íslands. Það viðhorf er reyndar nátengt Icesave. Stjórnin hefur kappkostað að gera lítið úr skuldum okkar til að við samþykkjum Icesave. Sá gjörningur gæti orðið okkur hættulegur, því ef við vanmetum vandamálið gætum við anað áfram að hætti okkar árið 2007.

Sjá annars hugleiðingar mínar í gær.


mbl.is Áskorun afhent í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig gæti 2010 orðið, ár samstöðu?

Lánadrottnar Íslands eru strax byrjaðir að senda forseta Íslands tóninn. Þeir bættu lánshæfismat okkar til að telja okkur trú um að við hefðum gert rétt með því að samþykkja Icesave á kjörum Lánadrottnanna. Að það, auki lánshæfismat okkar, að taka lán á verri kjörum en við höfðum áður, er galið. Að aukin skuldsetning sé uppbygging er einnig galið, uppbygging snýst um eitthvað allt annað. Hrunið haustið 2008 hefði nú átt að kenna okkur það að minnsta kosti.

Ef forsetinn samþykkir Icesave lögin og skrifar undir mun fátt annað gerast en að áætlun AGS heldur áfram óbreytt.

Ef þjóðaratkvæðagreiðsla verður mun þjóðin skiptast í tvær andstæðar fylkingar. Það er í sjálfu sér neikvætt en óumflýjanlegt. Það er þroskandi fyrir þjóðina að kynna sér greiðslugetu þjóðarinnar á eigin spýtur. Hætt er við að spunameistarar andstæðra fylkinga gætu afskræmt kosningabaráttuna. Endurskoðun AGS í janúar mun sjálfsagt frestast þangað til kosningunni er lokið.

Ef þjóðin samþykkir mun áætlun AGS halda áfram óbreytt.

Ef þjóðin fellir nýsamþykkt lög getur ýmislegt gerst. 

Það sem mun örugglega gerast er að lánadrottnar okkar munu sækja hart að okkur. Það verður mjög lærdómsríkt að fylgjast með viðbrögðum þeirra. Hugsanlegt er að þeir muni velja mýkri leið til að fá þjóðina ekki upp á móti sér. Þrátt fyrir það munu þeir reyna hvað þeir geta og þeir eru mjög öflugir og geta margt, það hefur sagan kennt okkur.

Forsenda þess að Ísland veiti lánadrottnum sínum viðnám er algjör samstaða þjóðarinnar.

Forsenda samstöðu er skilningur og þörf.

Óvíst er hvort þær forsendur verði til staðar fyrr en sverfir að, sérstaklega hjá betur settri miðstétt sem hefur enn haldið sér á floti í kreppunni. Saga annarra þjóða í okkar stöðu segir okkur að það er ekki fyrr en að flest sund virðast lokuð fyrir stóran hluta almennings sem samstaða myndast. Þekking virðist ekki duga. Reynsla annarra þjóða dugar ekki, vonin um að við lendum ekki í sömu vandræðum er öflugt tæki, vel nýtt, til að forða þjóðum frá þeirri samstöðu sem er nauðsynleg.

Sú pólitík sem stunduð hefur verið á Íslandi undanfarið snýst um flokkspólitík, hagsmunahópa og völd viðkomandi í samfélagi okkar. Þessi pólitík miðar að því að greina sig frá öðrum, að sundra, til að drekkja náunganum sjálfum sér til framdráttar. Slíkt er ekki gæfulegt fyrir landvarnir landsins.

Slík hegðun okkar er forsenda þess að áætlun AGS gangi upp, reyndar eina forsenda þeirrar áætlunar sem hefur staðist hingað til.

Til að Ísland eigi sér von þarf full samstaða að nást. Sagan segir okkur að slíkt gerist ekki fyrr en verulega illa er komið fyrir þjóðum og vandinn orðinn margfaldur. Mun þessi gáfaða, menntaða, fallegasta o. sv fr. þjóð klára sig betur en aðrar í svipaðri stöðu? 


http://i.ehow.com/images/GlobalPhoto/Articles/5200588/287037-main_Full.jpg

 

 


mbl.is Gæti endurvakið diplómatíska deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband