Færsluflokkur: Matur og drykkur
26.10.2007 | 19:59
15 MILLJARÐAR KRÓNA.
Það kom fram í Kastljósi í gær að landbúnaðurinn á Íslandi fær 15 milljarða á ári í opinbera styrki. Hlutfall af tekjum bænda er um 66% og er eitt það hæsta sem um getur. Ég hrökk við því ég hafði ekki gert mér grein fyrir að um svo stórar fjárhæðir væri að tefla. Rekstur Landspítalans er um 33 milljarðar á ári þannig að niðurgreiðslur til landbúnaðarins eru u.þ.b. hálfur Landspítali á ári. Það er búið að leggja til hliðar 18 milljarða til að byggja nýjan Landspítala fyrir landsmenn og hafa sumur farið á límingunum yfir þeirri upphæð. Enginn virðist æsa sig jafn mikið yfir 15 milljörðum á hverju ári til landbúnaðarins.
Ég fór aðeins að reyna að finna út á netinu hvert þessir 15 milljarðar fara. Mjólkurframleiðsla fær um 5 milljarða. Sauðfjárræktun fær 3,6 milljarða. 15-5-3,6 er 6,4 milljarðar sem virðast vanfundnir. Sjálfsagt fer eitthvað í menntun, eftirlit og þess háttar. Ég auglýsi samt eftir mismuninum. Er hugsanlegt að milliliðir séu afætur á Ríkinu? Ekki lifa bændur neinu bankastjóralífi. Hvar eru peningarnir okkar??
Athugum aðeins hvað Sjálfstæðisflokkurinn segir um Landbúnaðarmál.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að stundaður sé fjölbreyttur landbúnaður á grundvelli einkaframtaks og frelsis til athafna.
Íslenski Sjálfstæðisflokkurinn dælir peningunum okkar í landbúnaðinn, er það einkaframtak? Jafnvel er hugsanlegt að allir aðrir en bændur fái alla þessa peninga.
Ég tel að sleppa eigi einkaframtaki bænda lausu og losa um þessa fjötra ríkisafskipta sem viðgangast núna. Ég treysti íslenskum bændum vel til að reka landbúnað, eða hverjir ættu að kunna það betur?
Það virðist ekki vera slíku trausti til að dreifa hjá íslenska Sjálfstæðisflokknum.
Aftur á móti treystir hann einkaframtakinu til að selja erlenda landbúnaðarframleiðslu í formi áfengis í Bónus.
T
15.9.2007 | 22:11
Heilaþvegnar týndar rjúpur.
Sigurjón Þórðarson bloggar í dag um týndar rjúpur. Áður hefur verið bent á týndan þorsk. Fræðimenn beita ýmsum reiknilíkönum til að finna út stofnstærð dýra. Það er gert því að ekki er möguleiki að telja öll dýrin eins og við gerum við mannskepnuna. Þegar þessum reikniaðferðum er beitt endurtekið árlega virðist vera sem fjöldi dýra gufi hreinlega upp milli ára. Með hliðsjón af hegðun okkar sjálfra hafa sjálfsagt heilu ættbálkarnir skroppið suður í sólina á Spáni meðan vísindamennirnir voru að telja.
Það er engin furða að nokkrir nördar sem nenna að velta hlutunum fyrir sér hafi ekki mikla trú á þessum reiknikúnstum. En hvað með okkur hin?
Við erum á fullu að vinna, fara í Bónus, sækja í ballet og fimleika, mæta á fundi í skólum barnanna og íþróttafélögum þeirra. Auk þess þurfum við að sinna heimlærdómi og öðrum þörfum barnanna okkar. Svo höfum við kannski sjálf smá hvatir, sennilega þær helstar að fara að sofa.
Ef venjulegur einstaklingur í þessu þjóðfélagi á að geta fylgst með þeim málum sem vekja áhuga hans þarf hann að vera barnlaus einsetumaður, eða verulega ofvirkur. Þjóðfélagsgerðin sem við búum við er mjög andlýðræðisleg. Hvernig á venjulegur maður að hafa tíma til að setja sig vel inn í mál og mynda sér skoðun í þessu tímaleysi. Er það ekki svo að við erum bara mötuð og heilaþvegin. Okkur er talin trú um það að friða verði rjúpuna því henni hefur fækkað svo mikið. Síðan kemur í ljós þegar einn af þessum nördum gruflar í þessu að lang flestar rjúpur týndu tölunni á skrifborði einhvers reiknimeistara út í bæ.
Þegar heppilegu fæði er hent fyrir rjúpur þá éta þær það sem er gaukað að þeim, það mettar. Eins er okkur farið, þegar sæmilega mettandi skoðun er hent fyrir okkur þá sporðrennum við henni gagnrýnislaust, bara að hún sé mettandi.
1.9.2007 | 01:03
OFFITA.
Offita er vaxandi vandamál í heiminum í dag.
Offita er ekkert grín.
Lesið hér fyrir neðan hvað Landlæknir Bandaríkjanna hefur um málið að segja.
Overweight and Obesity: Health Consequences
PREMATURE DEATH
- An estimated 300,000 deaths per year may be attributable to obesity.
- The risk of death rises with increasing weight.
- Even moderate weight excess (10 to 20 pounds for a person of average height) increases the risk of death, particularly among adults aged 30 to 64 years.
- Individuals who are obese (BMI > 30)* have a 50 to 100% increased risk of premature death from all causes, compared to individuals with a healthy weight.
HEART DISEASE
- The incidence of heart disease (heart attack, congestive heart failure, sudden cardiac death, angina or chest pain, and abnormal heart rhythm) is increased in persons who are overweight or obese (BMI > 25).*
- High blood pressure is twice as common in adults who are obese than in those who are at a healthy weight.
- Obesity is associated with elevated triglycerides (blood fat) and decreased HDL cholesterol ("good cholesterol").
DIABETES
- A weight gain of 11 to 18 pounds increases a person's risk of developing type 2 diabetes to twice that of individuals who have not gained weight.
- Over 80% of people with diabetes are overweight or obese.
CANCER
- Overweight and obesity are associated with an increased risk for some types of cancer including endometrial (cancer of the lining of the uterus), colon, gall bladder, prostate, kidney, and postmenopausal breast cancer.
- Women gaining more than 20 pounds from age 18 to midlife double their risk of postmenopausal breast cancer, compared to women whose weight remains stable.
BREATHING PROBLEMS
- Sleep apnea (interrupted breathing while sleeping) is more common in obese persons.
- Obesity is associated with a higher prevalence of asthma.
ARTHRITIS
- For every 2-pound increase in weight, the risk of developing arthritis is increased by 9 to 13%.
- Symptoms of arthritis can improve with weight loss.
REPRODUCTIVE COMPLICATIONS
- Complications of pregnancy
- Obesity during pregnancy is associated with increased risk of death in both the baby and the mother and increases the risk of maternal high blood pressure by 10 times.
- In addition to many other complications, women who are obese during pregnancy are more likely to have gestational diabetes and problems with labor and delivery.
- Infants born to women who are obese during pregnancy are more likely to be high birthweight and, therefore, may face a higher rate of Cesarean section delivery and low blood sugar (which can be associated with brain damage and seizures).
- Obesity during pregnancy is associated with an increased risk of birth defects, particularly neural tube defects, such as spina bifida.
- Obesity in premenopausal women is associated with irregular menstrual cycles and infertility.
ADDITIONAL HEALTH CONSEQUENCES
- Overweight and obesity are associated with increased risks of gall bladder disease, incontinence, increased surgical risk, and depression.
- Obesity can affect the quality of life through limited mobility and decreased physical endurance as well as through social, academic, and job discrimination.
CHILDREN AND ADOLESCENTS
- Risk factors for heart disease, such as high cholesterol and high blood pressure, occur with increased frequency in overweight children and adolescents compared to those with a healthy weight.
- Type 2 diabetes, previously considered an adult disease, has increased dramatically in children and adolescents. Overweight and obesity are closely linked to type 2 diabetes.
- Overweight adolescents have a 70% chance of becoming overweight or obese adults. This increases to 80% if one or more parent is overweight or obese.
- The most immediate consequence of overweight, as perceived by children themselves, is social discrimination.
BENEFITS OF WEIGHT LOSS
- Weight loss, as modest as 5 to 15% of total body weight in a person who is overweight or obese, reduces the risk factors for some diseases, particularly heart disease.
- Weight loss can result in lower blood pressure, lower blood sugar, and improved cholesterol levels.
- A person with a Body Mass Index (BMI) above the healthy weight range* may benefit from weight loss, especially if he or she has other health risk factors, such as high blood pressure, high cholesterol, smoking, diabetes, a sedentary lifestyle, and a personal and/or family history of heart disease.
*Please see fact sheet "Measuring Overweight and Obesity" for a definition of BMI.
Last revised: January 11, 2007
10.8.2007 | 21:47
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Við vorum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Reyndar var ég að vinna frá föstudegi til föstudags. Samferða voru eiginkonan, dæturnar og tengdamamma. Ómissandi fyrir vel heppnaða útilegu. Synirnir voru svo á sjálfri Þjóðhátíðinni. Allir skemmtu sér konunglega og allir vilja koma aftur. Þjóðhátíð er svolítið merkilegur og sérstakur viðburður, engin venjuleg útihátíð. Það er erfitt að lýsa með orðum. Ef til vill eiga orð 11 ára dóttur minnar vel við. Við vorum búin að fylgjast með stemmingunni í Herjólfi á leið til Eyja, lífinu í Herjólfsdal, kvöldvöku í Herjólfsdal. Upplifa bekkjarbílana. Svo var okkur boðið í eitt af þessum landsfrægu hvítu tjöldum Vestamanneyinga inní Herjólfsdal. Þar var okkur strax boðið upp á samlokur, flatkökur með hangikjöti og LUNDA. Þessu var öllu skolað niður með viðeigandi drykkjum. Sú 11 ára fylgdist með öllu með galopin augun og af undrun. Svo kom að því að hún dró föður sinn að sér og hvíslaði í eyra hans,
"eru Vestamanneyingar líka Íslendingar?".
31.7.2007 | 00:27
Vínsala, neysla eða ofneysla.
Það hefur verið nokkur umræða um smásölu víns á Íslandi. Talsmenn frelsisins vilja færa okkur nær Evrópu í þessum efnum. Andstæðingarnir vilja höft og hátt verðlag.
Það er þetta með vímuefnin okkar og stjórnlausa fíkn í þau á móti eðlilegri neyslu. Það er á margan hátt verið að takast á um hvernig við umgöngumst þessi efni og hvernig við tökumst á við þau. Hvernig við höfum meðhöndlað fíkn náungans í vímuefni er merkilegt fyrirbæri. Afstaða okkar á 21. öldinni til fíkla er ekki ósvipuð umgengni forfeðra okkar á holdsveikum hér á öldum áður.
Ef við höldum okkur við samlíkinguna við holdsveika þá var það stefnan að vona inn í það síðasta að veikjast ekki sjálfur. Ef maður veiktist var það refsing æðri máttarvalda og síðan voru viðkomandi úthýstir úr mannlegu samfélagi. Svipað er komið fyrir okkur á dag. Allir vonast til að börnin þeirra verði ekki fíklar. Ef fíkill er í fjölskyldu náungans þá reynum við að forðast frekari umgegni í þeirri von að smitast ekki. Svo viljum við koma þeim fyrir á stofnunum þar sem þau eru "læknuð". Eins og með holdsveikina. Vandamálið er að holdsveiki er ekki fíkn, fíkn er eitthvað sem býr með einstaklingum eða myndast við notkun efnis.
Fíkn á sér þrjár undirstöður. Fíkniefnið, einstaklinginn og fíknina. Þegar allt kemur saman þá er komin fíkniefnaneysla. Til að leysa það vandamál þarf að eyða einhverjum þessara þriggja þátta. Það hefur ekki gengið vel hingað til. Spurningin er hvort það er fullreynt með þeim aðferðum sem við höfum beitt hingað til eða tími endurskoðunarinnar er kominn.
Ef fíkniefnaneysla væri eins og holdsveiki væri vandamálið einfalt. Því miður er ekki svo. Fíkniefnaneysla er flókið fyrirbæri. Ef fíkn er til staðar þá skiptir engu máli hvar fíkniefnið er selt né hversu mikið það kostar. Öllu er fórnað. Því held ég að það skipti ekki máli þó vín sé ódýrara en í dag. Persónulega skiptir það mig engu méli þó ég fari í eina verslun aukalega til að kaupa vín og sé því enga knýjandi þörf á því að færa vínsölu inn í matvöruverslanir. Ef hægt væri að láta fíkniefni hverfa í eitt skipti fyrir öll væri málið leyst. Svo er ekki. Meðan þannig er málum háttað verður að vera til staðar forvarnarstarf og meðferð þeirra sem verða fíklar.
Aftur á móti er umræða um hvernig við ætlum að fást við afleiðingar annarra fíkniefna en víns mjög mikilvæg og þörf.
18.7.2007 | 22:21
Sjóferð-Gökova.
17.7.2007 | 16:44
Tyrkland-vatnsrennibrautagarður.
15.7.2007 | 15:39
Tyrkland, 15 júlí.
10.7.2007 | 21:24
Kunna Íslendingar að prútta?
Það er merkileg niðurstaða að verðlag hefur ekki lækkað eins og til stóð. Þrátt fyrir lækkun á opinberum álögum hefur það ekki gengið eftir. Krónan er aldrei sterkari, ég meina gjaldmiðillinn ekki verslunin, því ætti verð í verslunum að lækka. Samt hækkar það, merkilegt.
Það eru gömul sannindi að vara selst meðan viljugur kaupandi er af henni. Verðlagið er alltaf eins hátt og nokkur kostur er, meðan varan selst er verðið ekki lækkað, annað væri hrein heimska. Ef ég væri kaupmaður myndi ég alltaf selja vöru eins dýrt og ég gæti, það er bara þannig í viðskiptum.
Svo rekur fólk í rogastans að verðlag hafi ekki lækkað eins og það gerði sér vonir um. Eðli viðskipta er ekki á þeim lögmálum byggt að kaupmenn lækki vöruverð vegna óskhyggju okkar kaupenda. Eðli viðskipta er prútt og ekkert annað. Meðan við kaupum lækkar ekki verðið. Ef við hættum að kaupa þá lækkar verðið.
Vandamálið er kaupgleði okkar Íslendinga og skortur á verðskyni. Auk þess er um nauðsynjavörur og þær vörur verðum við alltaf að kaupa hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Þegar þannig er í pottinn búið hafa söluaðilar mikla tilhneigingu til að stilla saman strengi. Það má glögglega sjá í sölu á bensíni og olíu sem allir þurfa á að halda. Þessi auramunur í smásölu er engin samkeppni, bara sýndarmennska. Raunveruleg samkeppni gengur út á að slátra samkeppnisaðilanum eða deyja sjálfur. Íslendingar eru langt frá því að upplifa slíkt því við bara kaupum og kaupum eins og okkur sé borgað fyrir það.
1.7.2007 | 22:59
Unaðsleg helgi.
Helgin hefur verið frábær. Veðrið unaðslegt. Íslenskt sumar er toppurinn, það jafnast ekkert á við það.
Maður hefur verið að sýsla í garðinum og fór á Kaffi Reykjavík á laugardagskvöldið með frúnni. Borðuðum góða máltíð, hittum vini okkar á eftir og settumst inn á Litla ljóta Andarungann. Fengum okkur léttvín og bjór. Spjölluðum margt gott og skemmtilegt. Dásamlegt að umgangast fólk, framkvæma mannleg samskipti og njóta.
Samt sem áður þá hafa sumir það ekki jafn gott hér Íslandi. Sumir hafa ekki efni á góðum mat. Sumir eiga engan garð til að sýsla í. Sumir eiga kvóta sem þeir vita að þeir munu missa. Sumir munu eignast þann kvóta sem þeir munu þurfa að hafa áhyggjur af hvernig eigi að nota. Sumir eiga hitaveitu sem þeir eiga ekki. Það er ekki víst að sumir hafi notið helgarinnar sem skyldi.