Færsluflokkur: Lífstíll
15.5.2010 | 17:18
Brauð í matinn eða núllstillt excel skjöl? Hvar er jókið?
Sveitastjórnakosningarnar eru á næsta leiti. Nánar tiltekið 29 maí n.k.. Það hefur farið lítið fyrir umræðu um þau mál í fjölmiðlum. Þeir afsaka sig með því að það sé svo mikið annað í fréttum. Það er góðra gjalda vert að segja okkur frá því þegar afbrotamenn eru yfirheyrðir. Það reynda hefur enga sterka skírskotun til framtíðar. Borgarmálin og sú umræða hefur mun sterkari skírskotun til framtíðar, hefur mun meira vægi um hvernig okkur muni líða. Hvernig ætlum við að takast á við vaxandi fátækt, misrétti og útburð samborgara okkar út úr heimilum sínum.
Eins og ég rakti í gær munu Samfylking og VG ekki standa gegn sinni eign ríkisstjórn í niðurskurði. Sjálfstæðismenn vilja halda völdum hvað sem það kostar og eru til í einkavæðingu sem kreppan gæti gefið fyrirheit um. Þess vegna er þetta í raun spurning um hvort að þeir sem veljast inn í borgarstjórn eru reiðubúnir að berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði og þar með AGS.
Ætli Jón Gnarr hafi hugleitt þennan þátt tilverunnar, að frelsið til athafna, sem okkur stendur til boða, fylgir mikil ábyrgð. Eða verður hlutskipti Jóns að viðhalda völdum Sjálfstæðismanna í borginni! Það væri í raun og veru jók eftir allt saman, soldið grátbroslegt ekki satt?
Þess vegna tel ég að Frjálslyndi flokkurinn hafi mótað sér stefnu sem er raunsæ og í tengslum við raunveruleikann. AGS stjórnar á Íslandi og velferðin mun verða skorin niður. Frjálslyndi flokkurinn mun berjast eins og hann getur gegn þessum áformum.Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2010 | 00:41
Hreppsómagar og AGS
Ekki get ég sagt að ég sé hlutlaus í umfjöllun minni um frambjóðenda Frjálslynda flokksins til borgarstjórnarkosninganna í vor. Ég er kvæntur Helgu sem er í fyrsta sætinu. Í sumar verða 30 ár liðin frá brúðkaupinu og eins og eðalvínum er einum lagið þá batnar ávöxturinn með hverju árinu sem líður. Þar sem ekkert mark er á mér takandi vegna hagsmunatengsla ætla ég að ræða önnur mál.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gefið fyrirmæli um hvernig á að binda enda á óraunhæfar væntingar almennings um afskriftir skulda. Einhver ný lög sem samþykkja á fyrir lok júní munu setja þann ramma sem skuldugir einstaklingar þurfa að fylgja. Kjarninn í þeim lögum virðist eiga að vera sá að ef skuldarar geta ekki sýnt fram á trúverðugar afborganir lána þá munu lánadrottnar eiga alls kostar við þá.
Hér er átt við skuldirnar eins og þær hafa margfaldast vegna hrunsins, þeir sem geta borgað þær lifa af hinir ekki.
Í tillögum AGS er ekki gert ráð fyrir neinni leiðréttingu hvað þá lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur.
Að öllu óbreyttu munu mörg þúsund heimili verða gerð upp í haust. Heimilunum verður sundrað, hreppsómagar munu aftur öðlast tilveru á Íslandi. Er þetta sú framtíð sem við kjósum að sjá hér á landi?
Helga leiðir Frjálslynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.4.2010 | 23:24
Plís góði guð, eitt eldgos, það eykur hagvöxt
Hugsanleg framtíð:
1. Íslensk heimili sem geta ekki staðið í skilum eftir sumarið fara í þrot. Kannski 25 000 heimili.
2. Til að áætlun AGS gangi upp virðist sem reisa eigi 2 álver á stærð við Reyðarál árið 2011.
3. Þrátt fyrir þetta mun innflutningur minnka með hverju árinu og er vísbending á mjög mikla fátækt og útflutning á fólki.
Summa:
Hvar er hægt að búa án aðkomu AGS og Steingríms.....?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2010 | 21:50
Að borga skuldir sínar eða ekki .....
Viljayfirlýsing íslenskra stjórnvalda kom um helgina í dagsljósið, á ensku, ekki búið að þýða hana á íslensku. Þrátt fyrir það er hún frá 7 apríl og þýðing ætti að vera löngu tilbúin. Skýrslan er 83 bls og þarfnast mikillar yfirlegu því margt er falið í henni með skrúðmælgi.
Gylfi ráðherra staðfesti í Kastljósinu í kvöld að nánast öll úrræði fyrir illa skuldsetta einstaklinga séu komin fram, núna. Í haust, október, þá verða engar frekari frystingar eða frestanir á lánum. Eftir það verða skuldugir einstaklingar að bjarga sér sjálfir, gagnvart lánastofnunum. Sjálfsagt harmómerar það mjög við stefnu VG um sjálfbærni...
Gylfi: Jákvæð mynd frá AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.4.2010 | 01:00
Hneykslaðir besservisserar gleyma AGS eftir pöntun
Það sækir að manni vonleysi þessa dagana. Í skjóli hrunskýrslunnar eru tvö vond mál fyrir vinstri stjórnina send til almennings. Hrunskýrslan er notuð til þess að enginn taki eftir vondu málunum. Fyrra dæmið er skýrsla Seðlabankans um fátækt á Íslandi og að aðgerðir stjórnvalda hafa nánast engu breytt fyrir skuldsetta einstaklinga. Seinna dæmið er viljayfirlýsing íslenskra stjórnvalda við AGS. Þar kemur fram, eins og í þeim fyrri, að ekkert á að gera í raun fyrir skuldsett heimili landsmanna. Þeir sem lifa ekki af með lengingu lána fara bara á hausinn, málið dautt. Skýrsla Seðlabankans staðfestir þetta verklag.
Þjóðinni virðist ekki umhugað um þessi mál, fréttamenn reyna ekkert til að varpa ljósi á þessa hluti. Við erum blekkt í sífellu, spunameistarar ráða tilverunni. Hvort skiptir grátkór Samfylkingarinnar, tárvot Þorgerður, fúll forseti meira máli, eða afsal lands og þjóðar kæru landsmenn?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.4.2010 | 23:38
Hvenær byrjar að gjósa?
Sérkennileg vika. Á mánudaginn rannsóknarskýrslan og fjöldi einstaklinga afhjúpaðir sem vanhæfir og sviptir ærunni. Ætli menn fari bara ekki í meiðyrðamál? Á þriðjudaginn kemur Seðlabanki Íslands með skýrslu um stöðu landsmanna, fátækt, og að mjög mörg heimili séu í miklum erfiðleikum við að ná endum saman. Falleinkunn fyrir núverandi stjórnvöld. Elskum við vanhæfa stjórnendur, hvað er þetta með okkur. Síðan ætlar enginn að axla ábyrgð og segja af sér.
Fyrirgefið, gerðist nokkuð í þessari viku annað en það fór að gjósa undir jökli, að minnsta kosti gýs ekkert hjá þjóðinni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2010 | 03:04
Rotþrær, flatskjár og skýrslur
Þvílík veröld sem við lifum í! Núna er stólpípan hjá rannsóknarnefndinni farin að virka og saurinn rennur yfir okkur almenning. Hægðir eru í raun spegill fortíðarinnar því fæðan var mun lystugri á sínum tíma. Eins og öllum má vera ljóst er til lítils að velta sér upp úr saurnum eins og svín, mun mikilvægara er að kanna hvað er á matseðli dagsins.
Seðlabank Íslands birti skýrslu í gær sem gefur til kynna hvað almenningi er boðið upp á í dag. Sú skýrsla er mun mikilvægari fyrir núið en hrunskýrslan. Þessi skýrsla hverfur vegna umfjöllunar um hrunskýrsluna og er það miður, báðir eiga fullan rétt á að fá að njóta sín.
Í skýrslu SÍ kemur fram að 35-60% heimila ná varla endum saman um hver mánaðarmót. 40% heimila eru tæknilega gjaldþrota, þ.e. fasteignin dugar ekki fyrir lánunum. Staðan er enn verri hjá ungu barnafólki en þar eru 60% heimila tæknilega gjaldþrota.
Með öðrum fréttum um biðraðir eftir mataraðstoð er greinilegt að fátækt er að aukast hröðum skrefum á Íslandi. Millistéttin minnkar og stétt fátækra eykst. Börnin eru mjög útsett og sérstaklega þau ungu því mjög stórt hlutfall barnafjölskyldna á í verulegum vanda.
Hrunskýrslan segir okkur að valdstéttin á Íslandi skapaði þetta ástand með glæpsamlegri hegðun í bönkunum. Hinn hluti valdstéttarinnar sem átti að fylgjast með fyrir okkar hönd var með kjaftinn fullann af seðlum, hroka eða greindarskorti og gat því ekki veitt þjóð sinni neina björg. Nú sitjum við í skítnum, full af sektarkennd því við keyptum okkur flatskjá.
Í skýrslu SÍ kemur fram að valdstéttin á Íslandi í dag hefur af miklu örlæti sínu brugðist við ástandinu með aðgerðum fyrir illa stadda samlanda sína. Árangurinn er ein heil 4-5% minnkun á hópum í vanda. Það gerir um 15% árangur af meðferðinni. Sem læknir hrekk ég í kút. Ég myndi aldrei bjóða sjúklingi upp á meðferð sem hefði 15% árangur í för með sér. Sjúklingurinn teldi mig sjálfsagt galinn að bjóða sér upp á lyf sem væri 85% gagnslaust.
Valdstéttin á Íslandi í dag hrósar sér af þessum árangri. Ég er loksins að skilja hvað Steingrímur á við þegar hann talar um að moka flórinn. Hann er að moka honum á okkur. Þvílík þjóð sem þegjandi tekur við úrgangi yfir sig úr gömlu og líka nýju rotþrónni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2010 | 00:40
Og hvað svo, kæra þjóð?
Þeir sem hafa velt sér upp úr hruninu s.l. 18 mánuði fengu staðfestingu í dag á því sem þeir vissu. Hinir sem vilja ekki fylgjast með fréttum en kjósa frekar sápuóperur eru undrandi. Ef allir hefðu verið eins og fyrrnefndi hópurinn árin fyrir hrun, hefði ekki orðið neitt hrun.
Því er það nærtækast að þjóðin ákveði að gefa valdstéttinni aldrei aftur möguleika á því að fara með allt þjóðfélagið til fjandans meðan við grillum.
Skýrslan kom þjóðinni á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2010 | 12:53
Blaðamannafundur AGS 1. apríl
Hér er fjallað um Ísland:
So with that, lets move to the questions, and could I please ask that you identify yourselves and your affiliation.
QUESTIONER: Do you have any update on Iceland, please? I believe that there is a Letter of Intent thats been sent to the IMF, and a portion of it includes what the government plans on IceSave. Can you give us any details, please?
MR. RICE: Yes, there was a request from the Iceland authorities to the Managing Director to take forward the second review for consideration by the Board. And I can tell you that the Managing Director has instructed staff to work with the authorities towards this end. And, you know, were expecting that to be forthcoming in the coming days.
Hvernig getur maður skilið þetta, ætlar íslenska ríkisstjórnin að setja Icesave inn í næstu viljayfirlýsingu(letter og intent). Hvað er í gangi?
Síðan læt ég meira fylgja til fróðleiks.
QUESTIONER: So are you talking about the review that is going to take place in the next coming days?
MR. RICE: Yes, the Managing Director has instructed staff to work with the authorities to bring forward the review for consideration.
QUESTIONER: So does that mean that theres a mission going to Iceland?
MR. RICE: I have nothing for you on the mission in particular, but we do expect that this issue will be taken up by the Board for the second review.
QUESTIONER: Theres been some conflicting views between the way that the Managing Director talks and the action of the government. Is there a majority in the Board for this review? So will it be on the agenda soon?
MR. RICE: In terms of how we work with Iceland--and with any other member country for that matter -its ultimately up to the Board to approve a review and for that the Board needs to determine that the program is on track and can be fully financed. And what I can tell you is that the staffs preliminary judgment is that these conditions are met and, of course, our Executive Board will have to share that judgment, and I think thats exactly what the Managing Director has been saying.
QUESTIONER: So you do think that the Board will share that judgment?
MR. RICE: Well, as I said, the staffs preliminary judgment is that these conditions are met, and, of course, our Executive Board will have to share that judgment.
QUESTIONER: Have the Dutch and the British been in some way delaying this process?
MR. RICE: I dont have anything further for you on the views of the Dutch and the British, but, you know, as I said, we expect this to be under consideration by the Board.
QUESTIONER: Do you have a date for the Board meeting?
MR. RICE: I dont have a date for you.
QUESTIONER: You said that the conditions, including that the program is fully financed, which means that the Nordic countries that have given money towards that have obviously agreed that they ought to provide the financing for this?
MR. RICE: Again, I can only repeat that the staffs preliminary judgment is that the conditions are met, and our Board will have to share that judgment for it to go forward.
Sjá í heild
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2010 | 17:22
Yfirlýsing Alþingis götunnar
Yfirlýsing Alþingis götunnar.
Við erum hér saman komin í dag til að stofna Alþingi götunnar.
Hagsmunir fjármagnseigenda og innanbúðarmanna hafa ráðið för á Íslandi eftir hrun eins og fyrir hrun. Hagsmunir almennings hafa ekki hljómgrunn hjá stjórnvöldum nema í aðdragenda kosninga.
Kjör aldraðra, öryrkja og fatlaðra voru skorin niður strax. Skuldsetning heimila og fyrirtækja er látin vaxa óáreitt, með gjaldþrotum og nauðungaruppboðum. Launakjör skorin niður, uppsagnir og skattahækkanir. Allt kunnulegir fylgifiskar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þegar kemur að kreppulausnum.
Þeir sem djarfast spiluðu á útrásartímanum, halda gróðanum en tapið er lagt á herðar almennings.
Stjórnlagaþing, lýðræðið, rödd og vald almennings er haft að háðung og spotti.
Hingað og ekki lengra, okkur er nóg boðið. Öll helstu kosningaloforðin svikin. Hvers vegna erum við gleymd daginn eftir kjördag? Erum við engin ógn við notalega tilveru ykkar í glerhúsinu? Baksvipur ykkar finnst okkur kuldalegur.
Við fylkjum liði með almenningi sem flykkist út á göturnar víða um heim, í Grikklandi, í Lettlandi og höfnum því að gróði nýfrjálshyggjunnar sé einkavæddur en tapið þjóðnýtt.
Þess vegna stofnum við Alþingi götunnar, til að snúa ykkur við í roðinu, til að þið hlustið á okkur, okkur sem kusum ykkur á þing. Valdið er okkar, þegnanna. Þið starfið í umboði okkar. Þannig er lýðræðið, er einhver týra logandi hjá stjórnvöldum eða var enginn að gæta eldsins?
Við krefjumst þess að höfuðstóll lána sé leiðréttur, verðtryggingin afnumin, skuldir fyrnist við þrot, þeir sem bera ábyrgð á kreppunni axli líka birgðarnar en ekki bara við skilvísir Íslendingar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendur úr landi og manngildið sett ofar fjármagninu, auðlindir landisns verði í ævarandi eigu þjóðarinnar og að við fáum verkfæri til að hafa hemil á ykkur, þingmönnum okkar.
Þetta er hlutverk Alþingis götunnar. Ég set hér með Alþingi götunnar og lýsi yfir stofnun þess hér á Austurvelli 6. mars árið 2010. Alþingi götunnar er hér með sett.
Declaration of the Parliament of the people.
We are gathered here today to assemble the Parliament of the people
Before and after the finance crash in Iceland, the interest, the needs of the finance world have been first priority of our governments. The politicians have not been looking after the interest of their employer, the people of Iceland, except in the time up to elections.
For the old and handicapped this has meant that all state support has been cut down drastically. Mortgages and loans on homes and smaller businesses have been growing out of proportions until an auction is the only solution. Wages are cut, taxes higher and layoffs are happening regularly. All those things are known consequences following thehelp that the IMF provides to nations in need.
The ones, who played the boldest game in the finance wonder, keep the profit while the loss rolls over on the shoulders of ordinary people.
Our hopes for a new constitution and a real democracy, the voice and the power of the people are only met with a sardonic grin.
Now we say stop, here and not further, we have had enough. All the promises of our politicians have been broken. Why are we forgotten the day after an election? Are we no threat to your being? We dont like that you give us a cold shoulder.
We, like the people in Greece and Latvia, take the streets and say no to the privatization of neo libarism failures while the losses are pulled over the heads of ordinary people.
By that reason we conduct the Parliament of the people. We want you to listen to us, us the people who voted for you, your employers. The power lies by us. That is democracy
We demand that loans and mortgages will be lowered to a reasonable amount, that by a auction the rest debt is zeroed out, that the people who hold the main responsibility for the finance crash shoulder the burden of it, not with us who always worked and paied. We demand the departure of the IMF and that people will be valued higher than profit and money. We demand that our recourses will be forever the property of the Icelandic nation and that we will be given tools to keep you on track, our politicians.
Those are the goals of the Parliament of the people. I hereby declare the foundation of the Parliament of the people Austurvöllur 6th of March 2010.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)