Færsluflokkur: Menning og listir
28.6.2008 | 20:24
Tyrkland og hundar.
Hundurinn minn hugsar bara um um mat og tíkur. Tyrkneskir karlmenn eru mjög opinskáir með aðdáun sína á kvenfólki og minna mig því svolítið á hundinn minn. Á Íslandi erum við svolítið meira "dannaðir" í framkomu okkar við kvenfólk.
Það er í raun ekki mikil kúnst að temja hund svo hann hagi sér vel. Því minna íslenskir karlmenn mig meir á vel taminn hund en minn sem er illa taminn.
Eitthvað verða hundar að hafa fyrir stafni. Það er farið með þá í göngutúra, ratleiki og að finna falinn kjötbita. Þeir komast aldrei í tæri við tíkur því þeir eru í taumi.
Getur hugsast að mikill áhugi karla á golfi, laxveiði og skotveiði eigi sér þá skýringu að næst besta hvötin sé betri en engin.
Þetta "fittar" að minnsta kosti ekki nógu vel saman.
21.6.2008 | 00:33
Get ég forðað börnum frá nauðgun?
Hvað fær heilan ráðherra til að rífa sig upp, fresta ferðalagi erlendis og ferðast norður í land? Er það hrun íslensku krónunnar um fjórðung? Er það alkul íslensk fasteignamarkaðar? Er það stöðvun í nýbyggingum og yfirvofandi atvinnuleysi fjölda byggingaverkamanna? Er það mannréttindabrot íslenskra stjórnvalda á sjómönnum? Er það megn óánægja kvennastétta með kjör sín? Nei það er ekki svo heldur ísbjörn. Ísbjörn sem vilst hefur yfir hafið til Íslands frá Grænlandi.
Ég er svo gamaldags og óendanlega nýtinn að fyrir mér er ísbjörn bara matur. Þar sem hann getur verið mönnum hættulegur finnst mér það sjálfsagt að aflífa hann sem fyrst. Sjálfsagt má reyna að gera það fljótt og án mikilla þjáninga fyrir dýrið. Að standa í einhverju veseni til að forða Norðlendingum frá góðri búbót finnst mér út í hött.
Mitt vandamál er að sjá glóruna í því að elska bjarndýr meira en menn. Í Darfur héraði í Súdan er búið að nauðga svo til öllum konum af óvinahermönnum. Þegar fyrrum kvennalistakona, Þórunn, hleypur út um víðan völl til að bjarga gömlu lífsþreyttu bjarndýri í stað þess að sinna því umhverfi sem er okkur kærast, þ.e. dætrum okkar sem verið er að nauðga á skipulegan hátt í Súdan er manni nóg boðið
Meðan íslenskur ráðherra reynir að hlaupa upp grænlenskt bjarndýr bjargar hann ekki dætrum okkar frá nauðgunum í Súdan. Mér er spurn, finnst Samfylkingarfólki hefðbundinn grænlenskur matur mikilvægari en meydómur dætra okkar? Komumst við ekki í Öryggisráðið fyrr en við höfum bjargað einu bjarndýri?
Svona eru sögurnar frá Sudan:
Hundreds of people in Khartoum have been rounded up because they are from Darfur, and brutally beaten and thrown into overcrowded jails where some have died. The Sudanese authorities should account for every individual and charge them with a cognizable crime or immediately release them.
15.5.2008 | 23:19
Enginn er spámaður í sínu föðurlandi.
Það fjaðrafok sem væntanleg koma flóttafólks til Akraness hefur orsakað er allrar athygli verð. Björk Vilhelmsdóttir bendir á það að Íslendingar hafi bara tekið við 400 flóttamönnum á hálfri öld. Það geri minna en 10 á ári. Hún telur að bara vegna þessarar einföldu staðreyndar geti fólk ekki verið á móti komu flóttafólks til Íslands. Merkileg röksemdafærsla í sjálfu sér en heldur ekki vatni.
Björk ætlaði að leggja til að Reykjavík taki við flóttafólkinu ef Akranes dytti úr skaftinu. Aðspurð hvort það illi ekki lengingu á biðlistum eftir félagslegum íbúðum í Reykjavík svaraði hún því til að hann væri hvort er svo langur(800 manns)að það myndi ekki muna neinu. Ef Björk væri sjálf á þessum biðlista gæti maður reynt að taka mark á slíkum málflutningi, þar sem hún er það væntanlega ekki er þetta rökleysa.
Þegar Gísli S Einarsson svarar sömu spurningu í kastljósinu svarar hann að þörf eftir félagslegum íbúðum sé ekkert meiri á Akranesi en annarsstaðar, því sé í lagi að lengja biðlistann með flóttafólki. Hann tekur einnig fram að þeir sem séu á þessum biðlista "telji sig í þörf fyrir félagslega aðstoð" og slíkt fólk finnist í öllum sveitafélögum landsins. Þar með sé í góðu lagi að lengja biðlistann á Akranesi.
Samantekið get ég ekki betur séð en að fyrrnefndir biðlistar séu tilkomnir vegna meintrar þarfa einhverra Íslendinga á félagslegri hjálp að áliti fyrrnefndra fulltrúa. Ég get ekki betur séð en að fulltrúar fólksins séu ekki þess fullvissir að sú meinta þörf sé á rökum reist. Þau álíta að það sé í góðu lagi að lengja bið fólks eftir úrlausn sinna mála. Sjálfsagt er sú skoðun þeirra byggð á þeirri trú að flóttafólkið sé í meiri þörf á aðstoð en þeir sem eru fyrir á biðlistanum. Enginn er spámaður í sínu heimalandi. Ég gæti best trúað því að biðlistavandamál sveitafélaganna séu jafngömul flóttamannavandamálum heimsins. Eru ekki biðlistafólk á Íslandi "flóttafólkið" okkar. Það virðist að minnsta kosti hvergi eiga heima.
Þegar einhver stendur upp og imprar á því að ef til vill eigi þeir sem eru á biðlistunum einhvern rétt og tilverugrundvöll, verður fjandinn laus. Að gefa skít í þarfir Íslendinga á íslenskum biðlistum er sennilega fordómar, eða má maður kalla þetta kultúrrasisma. Vandamál flóttafólksins frá Palestínu er mikil og full þörf á því að leysa þau. Aftur á móti að gjaldfella vandamál landans er ekki fögur iðja.
7.5.2008 | 22:14
Ballet.
Í gær var árleg balletsýning Klassíska listdansskólans. Dóttir mín hún Guðlaug Anna stóð sig með prýði eins og sjá má á myndinni. Sýningin var hin besta skemmtun og unaðslegt að geta notið hennar afslappaður án þess að þurfa að sinna öðrum kvöðum. Að lokinni sýningu var farið á matsölustað og fiturík og góð máltíð etin án þess að gallblöðrunum okkar yrði meint af.
26.4.2008 | 21:05
Hvernig endurlífgar maður TILFINNINGARGREIND?
Ég held án þess að ég viti það með neinni vissu að umræða um Landspítalann hafi verið mun meiri s.l. 10 ár en öll hin árin á undan. Hún hefur oftast verið neikvæð því annað er ekki fréttnæmt. Það hafa verið átök í tengslum við sameininguna, fyrst þegar Landakot var innlimað og lagt niður í fyrri mynd. Þá voru margir sem söknuðu gömlu góðu daganna. Núna í nokkur ár höfum við verið í tveim húsum en sem ein stofnun. Til allra hamingju hefur "húsasóttin" fjarað smá saman út og við upplifum okkur alltaf meir og meir sem "eitt hús".
Í öllu þessu umróti hefur verulega reynt á starfsmenn, aðlögunarhæfni þeirra og getu í mannlegum samskiptum. Eftir á getur maður sagt að betra hefði sjálfsagt verið að hafa við höndina sérfræðinga í mannlegum samskiptum, sálfræðinga og þess háttar fólk. Þeir hefðu leitt umbyltinguna og leyst úr þeim hnökrum sem mynduðust.
Gagnrýni á húsakost spítalans hefur verið vaxandi undanfarið. Ástæða þess er að fólk er að vakna upp við vondan draum. Sá húsakostur sem við búum við í dag hefði átt að vera endurnýjaður fyrir 30 árum síðan. Því á gangrýnin að beinast að foreldrum okkar sem sáu ekki þörfina á sínum tíma fyrir betri húsakosti. Til allra hamingju er þó nýtt hús handan við hornið.
Þann fyrsta maí stefnir í skipbrot í mannlegum samskiptum á Landspítalanum. Þá ætla meir en 100 hjúkrunarfræðingar og tugir geislafræðinga að hætta störfum. Um er að ræða ósætti um vinnufyrirkomulag eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur hjá starfsmönnum. Þegar maður fær drep í hjarta eða görn er kallað eftir viðkomandi sérfræðingi. Þegar tilfinningargreindin er í andarslitrunum sér engin ástæðu fyrir sérfræðingshjálp, en skrítið. Heill spítali stoppar, hverjum er ekki sama?
24.4.2008 | 18:03
TRUKKALÆTI.
Ætli ég verði ekki að blogga um trukkalætin í gær eins og allir. Það eru að minnsta kosti tvær hliðar á málinu, þess vegna mun fleiri. Niðurstaðan er samt mjög dapurleg og sérstæð. Það eitt sér er nægt tilefni til að fara gaumgæfilega yfir hvað gerðist. Svona ofbeldi má ekki endurtaka sig, amk þegar fólk er að rífast um smáhluti eins og peninga. Gandhi sat á bossanum á sínum tíma því þá voru mannréttindi í húfi.
Við getum gefið okkur að ef allir hefðu farið að einu og öllu eftir tilmælum lögreglunnar þá hefði þessi atburður ekki gerst. Ef lögreglan hefði beðið fram í myrkur þá hefðu allir verið komnir heim að horfa á sjónvarpið sitt, og þá hefði þetta aldrei gerst. Þannig er nú það.
Síðan er það spurningin um frelsi eins og frelsi hins. Hef ég frelsi til að stilla mér upp á vígvelli og ætlast til þess að ég skaðist ekki? Ef ég hefði verið þarna og séð tvær fylkingar fullar af testósteróni og eins og hana að undirbúa hanaslag hefði ég farið heim til mín. Það er í sjálfu sér heigulsháttur en skynsemi engu að síður.
Hef ég frelsi til að óhlýðnast lögreglunni, veifa fingri og fara með formælingar. Í fyrsta lagi er svarið nei, mín borgaralega skylda er að hlýða lögreglunni, það er regla sem við höfum öll samþykkt og verðum að fara eftir. Við getum ekki sniðgengið reglur eftir hentugleikum. Þá mætti ég fara yfir á rauðu ef ég væri að flýta mér. Í annan stað að vera með formælingar við samborgara okkar þó þeir séu lögreglumenn er galið. Þetta eru bara venjulegir menn með sínar tilfinningar eins og ég og þú. Þeir gætu verið þess vegna miklir stuðningsmenn bílstjóranna. En þegar menn eru svívirtir í orði og með grjót- og eggja kasti þá þykknar í öllum.
Það á að sjálfsögðu að gera miklar kröfur á lögregluna. Þeir eru sérmenntaðir í því að sinna svona uppákomum. Þeir hefðu vel getað beðið lengur og reynt að þreyta klárinn. Vera meira dipló. Horfa í gegnum fingur sér og leyfa mönnum aðeins að tjá sig. Fórnað minni hagsmunum fyrir meiri. Sá vægir sem vitið hefur meira er oft sagt.
Bófinn í dramanu er þessi liðónýta Ríkisstjórn. Ég er búinn að lifa í hálfa öld en ég held að þessi ríkisstjórn sé að slá öll met í vitleysu. Ég er farin að upplifa stóran hluta hennar sem geðsjúkling sem hefur ekkert sjúkdómsinnsæi. Á mínum starfsvettvangi þá eru slíkir sjúklingar oft sviptir sjálfræði.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.4.2008 | 22:04
Hver er hvurs og fyrir hvern?
Það er margt í pípunum um þessar mundir. Til að mynda er allt tilbúið svo hægt sé að valta yfir kennarastéttina eina ferðina enn í kjarasamningum. Árni dýralæknir er fastur fyrir og kennarar hafa í raun skrifað undir sitt eigið dánarvottorð með ósk sinni um "sanngjarna kauphækkun". Það er eins og þeir séu svo kúgaðir að þeir bera ekki einu sinni hönd fyrir höfuð sitt.
Mér skilst að hjá hjúkrunarfræðingum sé ástandið svipað. Þeir eru þó byrjaðir að semja við ríkið. Af viðbrögðum sendimanna Árna þá virðist ekki eiga að bæta kjör hjúkrunarfræðinga.
Stofnendur hins ríkisrekna velferðaþjóðfélags dreymdi örugglega ekki þessa martröð. Hugsjónin var sjálfsagt vel launaðir og sáttir starfsmenn, allt í þeim tilgangi að skjólstæðingunum farnist sem best. Nemendur og sjúklingar eru þeir sem tapa mestu á endanum. Manni virðist sem ríkið upplifi sig sem skjólstæðing kerfisins. Sorgleg heilabilun þeirra sem búið hafa of lengi í turninum.
28.3.2008 | 23:00
Geymdur en ekki gleymdur mannauður-eða hvað?
Tilfinningar er sérkennileg skepna. Mín tilfinning fyrir ýmsu er hreinn hafragrautur þessa dagana. Nú er krónan að fara fjandans til en bjartsýni innan bankanna er það mikil að ekki á segja neinum upp hef ég heyrt. Ástæðan ku vera sú að þegar þörfin eykst fyrir allt þetta starfsfólk er best að hafa það allt til staðar. Skynsamlegt ekki satt. Ekki hagkvæmt en hvurru skiptir það, kúninn borgar allt hvort sem er.
Á Landspítalanum sem ég vinn á fer megintími hjúkrunardeildastjóra í það að manna næstu vakt. Um er að ræða mjög sérhæfðan vinnukraft. Ekki er hægt að skutla einum hjúkrunarfræðing frá einni deild til annarrar, slík er sérhæfingin orðin. Sama á sjálfsagt við um bankana og þeir geyma hæft starfsfólk hjá sér þangað til full þörf verður á kunnáttu viðkomandi, sem sagt geymdur en ekki gleymdur mannauður.
Svipaða sögu er að segja frá kennarastéttinni. Allir skólar á höfuðborgarsvæðinu eru ekki fullmannaðir af menntuðum kennurum. Þar eins og á Landspítalanum er mannauðurinn geymdur utandyra og gleymdur.
Íslendingar kvarta undan mennta- og heilbrigðiskerfinu. Guðlaugur Þór hefur mikla drauma um að skapa þær aðstæður sem muni draga ungt fólk til starfa innan heilbrigðiskerfisins. Þorgerður Katrín vill að kennarar njóti forgangs í kjaraviðræðum svo einhver vilji kenna börnunum okkar. Dýralæknirinn Árni vill hafa allt sitt á þurru og vill ekki borga neinum laun og því betra sem færri vinna hjá hinu opinbera.
Ég tel að það sé bráðnauðsynlegt að sem flestir átti sig á nokkrum mikilvægum staðreyndum. Það eru bara nokkrir einstaklingar á Íslandi sem kunna að sinna mjög veikum einstaklingum eða að kenna erfiðum krökkum og koma þeim til manns. Þá ber að varðveita. Aftur á móti virðast allir geta orðið ráðherrar og þeim má skipta út eftir þörfum.
24.3.2008 | 00:48
Ísland og Titanic.
Ég hlustað á kvöldfréttatímann áðan og fréttirnar af ofbeldinu í Breiðholtinu voru þar fyrirferðamiklar. Það er reyndar mjög skiljanlegt því þetta er nokkuð nýtt á Íslandi að 12 manns ryðjist inn á heimili fólks.
Reyndar var önnur frétt sem vakti einnig athygli mína. Hún var um þann ótta og skelfingu sem gripið hefur um sig vegna efnahagsástandsins hér á landi. Margs konar vangaveltur um FL grúppu og hugsanlega vaxtarhækkun Seðlabankans. Þetta hljómar eins og sökkvandi skip. Þá kom upp í huga minn Titanic því hroki og dramb varð því góða skipi að falli.
20.3.2008 | 22:02
Biblíustiklur.
Um daginn vitnaði Auðun Gíslason í Biblíuna í athugasemd hjá mér. Þetta vakti forvitni mína og ég náði í gömlu Biblíuna mína og fór að lesa.
II Mósebók 20:4 Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrurar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnum undir jörðunni; þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær.
Það virðist sem sama bann ríki hjá okkur kristnum við myndbirtingum og er hjá múslimum. Hvernig ætli standi á því að við séum svona miklir slóðar í þessum efnum?
II Mósebók 20:5 því að ég Drottinn, Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitjar misgjörðir feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata; en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.
Hér virðist bara vera um tvo kosti að ræða, annað hvort ertu með mér eða á móti mér. Refsingin er mikil, ekki bara á þér heldur afkomendum þínum ef þú ert á móti mér.
III Mósebók 19:26 Þér skuluð ekkert með blóði eta.
Ætli þetta ákvæði sé ekki til komið af heilsufarsástæðum á þeim tíma sem það er ritað. Það færi lítið fyrir kjötmenningu okkar ef allt væri etið mauksoðið.
III Mósebók 19:27 né heldur skaltu þú skerða skeggrönd þína....... né heldur gera hörundsflúr á yður.
III Mósebók 19:33 Og ef útlendur maður býr í hjá þér í landi yðar, þá skuluð þér eigi sýna honum ójöfnuð. Útlendan mann sem hjá yður býr, skuluð þér svo með fara sem innborinn mann meðal yðar, og þú skalt elska hann eins og sjálfan þig, því að þér voruð útlendingar í Egiptalandi.
Þetta sannar það að Frjálslyndi flokkurinn er kristilegur flokkur. Þetta er stefna hans í hnotskurn. Greinilegt er af fréttum liðinna ára að við höfum ekki farið eftir þessum orðum Biblíunnar í umgengni okkar við útlendinga. Þeir hafa verið sviknir og prettaðir. Samkvæmt Biblíunni munu þeir hinir sömu hljóta slæm örlög í marga ættliði sem frömdu þau svik.
Það sem gerir þetta vers sérstaklega merkilegt er að við eigum að elska útlendinga eins og okkur sjálf þrátt fyrir að illa hafi verið komið fram við Ísraelsmenn í Egiptalandi, þe launa illt með góðu.
V Mósebók 13:10 .. þú skalt lemja hann grjóti til bana, af því að hann leitaðist við að tæla þig frá Drotni, Guði þínum...... Varmenni nokkur eru upp komin þín á meðal og hafa þau tælt samborgara sína og sagt: Vér skulum fara og dýrka aðra guði, þá er þér þekkið ekki,-þá skalt þú rækilega rannsaka það, grenslast eftir og spyrjast fyrir, og ef það reynist satt vera, að slík svívirðing hafi framin verið þín á meðal, þá skalt þú fella íbúa þeirrar borgar með sverðseggjum.....
Svei mér þá, nú verða farandtrúboðar að fara vara sig, best að koma sér upp steinahrúgu í anddyrinu.
Það hvarflar ekki að mér að reyna í einhverri alvöru að týna þessar tilvitnanir úr samhengi sínu. Fræðimenn geta skýrt mest allt þetta með hliðsjón af tíðarandanum á viðkomandi tíma. Allt þetta á sínar skýringar eflaust. Aftur á móti geta bókstafstrúarmenn fallið í þá gryfju að fylgja þessu út í æsar. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er sú að ég var að skoða heimasíður sem túlka Kóraninn mjög þröngt. Ef kristnir og múslímar hefðu fylgt sínum reglum út í æsar þá væri mannkynið löngu útdautt.