Færsluflokkur: Dægurmál
21.5.2010 | 21:26
Jón Gnarr næsti borgarstjóri
Jón Gnarr hefur grínast og haft árangur sem erfiði hvað viðkemur vinsældum. Að öllum líkindum mun Besti flokkurinn ná hreinum meirihluta í Reykjavík n.k. laugardag. Fjórflokkurinn virðist vera gjörsamlega varnarlaus gegn framboði Besta flokksins. Sjálfsagt sitja spunameistarar þeirra núna sveittir við finna mótleik við Jóni. Hætt er við að vopnin snúist í höndum þeirra ef þeir ætla sér að ráðast beint á Jón.
Er hugsanlegur sigur Jóns einhver endalok fyrir Reykjavík? Þar sem Jón hefur svo hagstæðan samanburð af fyrri stjórnendum í Reykjavík þá er lítil hætta á að honum mistakist við stjórnun borgarinnar. Jón boðar í þessu viðtali að hagstjórn hans muni lúta hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður eða eins og hann segir sjálfur Ábyrgð og ráðdeild. Við ætlum að spara eins og íslenskar mæður hafa gert í gegnum aldirnar án þess að vera vondar við börnin sín.
Ég er skiljanlega svolítið á báðum áttum því sem frambjóðandi Frjálslynda flokksins hefði ég fremur kosið að fylgi Jóns væri mitt. Það þýðir reyndar ekkert að sýta ákvörðun kjósenda, hana virðum við.
Ef Jóni tekst vel að stjórna borginni á þessum erfiðu tímum sem eru framundan og skilar Reykjavíkurborg í betra ástandi en hann tók við henni, hefur hann markað viss tímamót í pólitískri sögu Íslands.
Tvennt verður spaugilegt að fylgjast með að loknum sigri Jóns. Hvernig munu embættismenn borgarinnar taka Jóni og hitt, hvernig munu stjórnmálafræðingar túlka ákvörðun kjósenda að kjósa Jón.Jón Gnarr: Ég er stoltur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2009 | 22:07
Mun samstarf okkar við AGS valda varanlegum skaða?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.4.2009 | 21:14
Íslenskir blaðamenn!?
Hvað er hægt að gera til að bjarga íslenskum blaðamönnum frá glötun? Hvernig geta þeir eytt hálfum fréttatímum í að spyrja parið hvort og hvenær þau verða búin að mynda stjórn. Hvort og hvernig þau muni semja um ESB. Til að spara tíma okkar landsmanna er mun æskilegra að blaðamennirnir bíði bara eftir tölvupósti frá Jóhönnu þegar niðurstaða er komin í málið. Það vita allir að þau svara aldrei neinu sem skiptir máli fyrr. Ég verð að hrósa Kastljósinu að fjalla ekki þráðbeint um málið hjá hjónaleysunum.
Mikið væri nú gott fyrir íslenska þjóð að blaðamenn myndu fá botn í skuldir okkar Íslendinga. Virkilega sökkva sér í góða rannsóknarblaðamennsku. Reikna síðan út hægstæðustu aðferðina til að greiða skuldirnar. Hvernig við komumst hjá því að frysta allt atvinnulíf á Íslandi meðan við greiðum skuldirnar. Væri það ekki munur-ha? Hætta þessu djöf... dægurþrasi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2009 | 19:34
Búsáhaldabylting númer tvö??
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.4.2009 | 00:11
Frjálslyndir og Búsáhaldabyltingin.
Davíð Oddson er greinilega einn vinsælasti uppistandari landsins. Fátt er meira rætt en krossfesting hans. Allir bíða núna eftir upprisu hans. Mjög spennandi verður að fylgjast með þegar söfnuðurinn fyllist heilögum anda og fer að tala tungum. Látum þetta duga og snúum okkur að alvörunni.
Kosningabaráttan er að fara á fulla ferð þessa dagana. Frjálslyndi Flokkurinn hefur misst tvo þingmenn. Ýmsir hafa hætt í flokknum en á sama tíma hafa margir skráð sig í flokkinn. Summan er um það bil plús mínus núll. Ekki er um mikinn veraldlegan auð að ræða í kistum flokksins en þeim mun meiri andlegur. Nú höfum við á að skipa presti og goða, ekki slæmt.
Búsáhaldabyltingin er merkilegt fyrirbæri fyrir marga hluti. Við sem höfum aðhyllst stefnu Frjálslynda flokksins könnuðumst vel við margar kröfurnar sem komu fram þar. Gegnsæi og opin stjórnsýsla er gamalt baráttumál Frjálslyndra. Sama má segja um kvótamálið og þá spillingu sem það olli. Í málefnahandbók Frjálslyndra fyrir síðustu kosningar er stórlega varað við skuldsetningu þjóðarinnar. Einnig að auka áhrif Alþingis og hefur lýst sig andsnúinn ráðherravaldi, vill meðal annars að ráðherrar séu ekki þingmenn. Því hljómaði Búsáhaldabyltingin á margan hátt eins og stefnuskrá Frjálslynda flokksins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2009 | 00:25
Dabbi, Darwin og aðrir Sjálfstæðismenn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2009 | 19:45
Fréttamat RÚV.
Nú er SPRON og fleiri fjármálafyrirtæki komin á hausinn. Sennilega mun fjöldi manns missa vinnu sína. Ráðherrann var einn fyrir svörum í sjónvarpsfréttunum. Hann tjáði okkur að SPRON hefði verið byrjaður að tapa fyrir kreppu og síðan enn meira eftir kreppu. Fréttastofa sjónvarpsins fann enga þörf hjá sér til að greina vandamálið neitt frekar. Ekki ver rætt við neinn hjá SPRON. Ekki ver rætt við skuldunauta SPRON og hvers vegna þeir gátu ekki gefið sparisjóðnum grið. Ekki einu sinni hverjum SPRON skuldar svona mikla peninga. Ekki heldur rætt við neinn sem hugsanlega mun missa vinnuna.
Aftur á móti var löng og ýtarleg frétt um líkfund í nágrenni Reykjavíkur. Þar voru ýmsir teknir tali sem komu að þeim fundi og hvernig leitin var uppbyggð og skipulögð. Að öllum líkindum er um að ræða mjög sorglegan atburð, fráfall konu á besta aldri-móður. Að fréttastofa sjónvarpsins sé að velta sér upp úr persónulegum sorgum meðborgara minna finnst mér ósmekklegt og skammarlegt. Að skora keilur á þennan hátt á ekki að þekkjast. Mun nauðsynlegra er að greina til mergjar hvers vegna blómleg fyrirtæki okkar fara á hausinn hvert af öðru. Þeir sem vilja velta sér upp úr persónulegri óhamingju annarra geta lesið Se og hör.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 20:34
Frjálslyndi flokkurinn.
Helgin var jákvæð og góð. Við hjónin fórum á Landsþing Frjálslynda flokksins í Stykkishólmi. Það var gott þing í alla staði. Niðurstaða í formannskjörinu kom ekki á óvart, Guðjón er mjög vinsæll meðal sinna manna. Aðal spennan var hvort Ásgerður Jóna eða Kolbrún ynnu varaformanninn. Ásgerður vann og mun það því verða hennar verkefni að sinna erfiðri kosningabaráttu sem er framundan. Hanna Birna var sjálfkjörin ritari. Ég hef ekki frétt neitt annað en að menn hafi farið sáttir frá þinginu.
Það hefur kvarnast úr hópnum, m.a. tveir mjög atkvæðamiklir þingmenn. Reyndar hafa ýmsir líka komið til baka. Kosningabaráttan sem fer núna í hönd verður mjög erfið fyrir Frjálslynda flokkinn. Hún verður stutt og því getur aðgangur að fjölmiðlum verið afgerandi. Þar hefur ætíð hallað á Frjálslynda flokkinn. Fjórflokkarnir virðast hafa ótæmandi fjársjóði til að koma boðskap sínum til skila en því er ekki að heilsa hjá Frjálslynda flokknum.
Hvað umræðan í flestum fjölmiðlum er keimlík og þegar venjuleg prófkjörsbarátta á sér stað er með ólíkindum. Hvernig er hægt að rabba við prófkjörskandídata fyrrverandi stjórnarflokka eins og kreppan hafi aldrei átt sér stað. Hefur einhver þessara verið spurður hvað viðkomandi gangi til að bjóða sig fram aftur til að stjórna landinu sem hinn sami ber ábyrgð á að hafa komið í gjaldþrot. Sjálfsagt er ég bara fáviti að spyrja á þennan hátt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2009 | 22:40
Fyrsti í Jóhönnu.
Jajæ, þau mátuðu stólana í dag. Jóhanna sendi bréf til Dabba og bað hann að hypja sig, svona sem almenna greiðasemi við þjóðina. Ögmundur strokaði út Guðlaugsskattinn á þá sem þurfa að leggjast inn á Sjúkrahús. Steingrímur sér til þess að hvalir drepist drottni sínum á náttúrulegan hátt án tekna fyrir ríkissjóð. Í raun nokkuð gott miðað við einn dag. Sjálfstæðismenn eru búnir að töfra fram tvö þingmál og munu mæla fyrir þeim á næstunni. Hvar munu Framsóknarmenn staðsetja sig? Munu þeir leka til hægri eða vinstri?
Kosningar 25 apríl. Gott fyrir þá flokka sem hafa skorað vel í skoðanakönnunum undanfarið. Verra fyrir hina flokkana. Verst fyrir ný framboð. Ekki beint lýðræðislegt. Vonandi tekst grasrótinni að koma einhverju góðu á koppinn innan tilskilins tíma. Mér finnst að við þörfnumst þess.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.2.2009 | 01:27
Vonin.
Hvað viljum við að Jóhanna geri sem Forsætisráðherra?
Innst inni viljum við að hún reddi málunum þannig að við getum öll haldið áfram að vera smáborgarar. Þá er stærsta vandamál mitt hvort viðri svo vel næstu helgi að ég geti þrifið bílinn minn utandyra. Því miður verður mér ekki að ósk minni og ég verð að halda áfram að vera virkur borgari og bíllinn minn skítugur. Spurningin er nefnilega hvort börnin mín eiga að erfa hreinan óryðgaðan bíl eða land sem þó flýtur. Seinni kosturinn virðist öllu mikilvægari. Öllum þeim öflum í þjóðfélaginu sem er í nöp við gagnrýna hugsun borgaranna munu reyna að stefna almenningi að bílaþvotti um helgar eða að horfa á íþróttir eða önnur afþreyingarefni sem hafa enga pólitíska skírskotun. Ég tel að stór hluti þjóðarinnar sé sama um bílana sína þessa dagana. Flestir munu fylgjast vel með Jóhönnu og Companí.
Við viljum opið, gegnsætt þjóðfélaf Jóhanna. Við viljum vera með. Við viljum að ekki bara þingfundir séu opnir almenningi heldur einnig allir aðrir fundir þar sem örlög okkar eru ráðin séu opin öllum.
Við viljum getað raða upp frambjóðendum í kosningunum og það sé bindandi svo að flokkurinn sem við kjósum sé skipaður því fólki sem við höfum trú á en ekki flokkseigendafélagið.
Við viljum að þeir sem stofnuðu til skuldanna borgi þær-engar refjar.
Við viljum að birgðunum sé deilt eftir getu.
Við viljum spillinguna burt.
Við viljum nýtt Ísland með nýjum gildum.
Við viljum réttlæti.
Aldrei áður hefur nein Ríkisstjórn haft meiri möguleika á því að gera raunverulegar breytingar. Jóhanna, ekki klúðra þessu tækifæri.
Sjálfstæðismenn og aðrir kerfiskarlar, liggið lágt, Austurvöllur er á vaktinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)