Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Er Steingrímur spennufíkill?

Lilja vill sáttasemjara. Af því leiðir að óuppgerð mál liggja fyrir milli Íslands og hinna landanna. Steingrímur virðist sammála Bretum að samningur liggi fyrir og samkvæmt Dönum ætlar hann bara að fá hann samþykktan á Íslandi og þá er málið dautt. Þau tilheyra mismunandi sjónarmiðum um hag Íslands á næstu árum. Hefur í raun mun meiri tengsl við hagræna hagfræði en pólitík.

Margir eru sama sinnis og Lilja að það sé mikil óvissa hvort við getum staðið í skilum. Af þeim sökum sé það mjög óráðlegt að taka á sig frekari skuldir fyrr en þeirri óvissu sé eytt. Ein aðferð var að hafa fyrirvara til að minnka líkur á greiðsluþroti Íslands, því höfnuðu Bretar og Hollendingar.

Bretum og Hollendingum má vera vel ljóst hversu illa við stöndum og að byrðin er okkur mun þyngri en þeim. Ef við lendum í greiðsluþroti vegna skulda okkar þarf að gera róttækar ráðstafanir. Þær gætu falið í sér sölu á náttúruauðlindum okkar. Hvað gengur Bretum til? Eru þeir bara að hefna sín vegna Þorskastríðanna? Vilja þeir auðlindir okkar? Vilja þeir með ESB beygja okkur í duftið þannig að við dettum nær dauð inn fyrir þröskuldinn á ESB? Er einhver trygging fyrir endurlífgun?

Er Steingrímur spennufíkill?

Lilja og margir af okkar kynslóð höfum mikinn áhuga á því að búa áfram á Íslandi. Við kunnum ekki að meta þessa léttúð varðandi framtíð okkar.

http://silfuregils.eyjan.is/wp-content/uploads/2008/04/noeu_320.png


mbl.is Vill þýskan sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa erlendir lánadrottnar kosningarétt á Íslandi?

Nú er þjóðaratkvæðagreiðsla komin á koppinn. Vonandi er múrinn hruninn. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur verða að reglu þá er komið aðhald á okkar kjörnu fulltrúa.

Atkvæðagreiðslan núna um Icesave-II er mjög mikilvæg. Ástæðan er meðal annars sú að sennilega er þetta í fyrsta skiptið sem þjóð greiðir atkvæði um sín eigin greiðslukjör. Það er ástæðan fyrir því að öll heimspressan hrökk í kút. Þessi hugmynd að einhver ætlar ekki að greiða eins og lánadrottnar segja til um er greinilega óvænt uppákoma.

Reyndar er það ekki rétt. Það kannast allir við sögur um menn sem ganga inn í bankana og segja við þá; þetta er það sem ég get borgað. Lánadrottnar þekkja og óttast slíkar uppákomur. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa trygg veð eða pottþéttan lánasamning fyrir lánadrottnana. Út á þetta gengur deilan um fyrirvarana. Því er það nokkuð augljóst að allir Íslendingar munu fella Icesave-II því ekki hafa útlendingar kosningarétt hér á landi.

http://www.intheiropinion.com/uploads/image/bank(1).jpg


mbl.is Lög um þjóðaratkvæði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Joly er nagli en hlustið samt líka eftir skröltinu í skriðdrekunum...

Joly er nagli, það er augljóst. Alltaf þegar hún talar til okkar Íslendinga finnst mér eins og hana langi til að segja eftirfarandi. Þið Íslendingar eru svo sundurþykk þjóð sem virðist ekki geta staðið saman og eltist við hagsmunaklíkur endalaust. Sjáið það sem skiptir máli. Sameinist. Þið eruð gáfum gædd, það er bara þessi einbeitti vilji að una engum neins, það sem rak okkur frá Noregi á sínum tíma. Eða við vorum rekin burt.

Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg? Tja...ekki beint en þó...

Ef fjórflokknum tekst ekki að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu munum við eiga þess kost að ákveða okkur sjálf, að vel athuguðu máli og vel meðvituð um ábyrgð okkar. Þ.e. upplýst ákvörðun. Það er reyndar eitur í beinum fjórflokksins. Þau vilja bara kosningar á fjögurra ára fresti, kosningaloforð sem síðan er hægt að svíkja. Þjóðaratkvæðagreiðslur á kjörtímabilinu setja þessari hegðun skorður og þau túlka það sem skerðingu á frelsi sínu til athafna, þ.e að svíkja kosningaloforð.

Ef við viljum vera þjóð meðal þjóða, þá meina ég langtum lengra aftur í tímann en tilvist Evrópusambandsins nær, verðum við að standa í lappirnar og fá okkar kosningu.

Ef við fellum lögin þá er samningsstaða okkar mun sterkari.

Samningsstaða okkar er sterk því öllum á óvart þá var þjóð gefin lýðræðislegur möguleiki á að segja skoðun sína á greiðslufyrirkomulagi lána. Lánadrottnar vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið enda er allt vitlaust eins og fólk hefur orðið vart við.

Svar lánadrottna hingað til við slíku nöldri er að senda skriðdrekana fram á völlinn.

Leggið við hlustir, skröltið leynir sér ekki og jafnvel innanlands.

Sagan hefur tilhneigingu til að endurtaka sig.

http://jazzroc.files.wordpress.com/2008/10/quislingblix1.jpg


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur krufði líkið

 Ef Ólafur hefði samþykkt lögin hefði sjálfsagt lítið gerst nema þá hér innanlands. Í staðinn er fjandinn laus. Viðbrögð landans eru mismunandi, sumir telja þetta setja okkur í mikinn og ófyrirséðan vanda- mikla óvissu. Aðrir telja þetta vera upphafið af einhverju nýju og betra. Fésbókin og bloggið logar. Margir sem reyndu að spila sig hlutlausa opinbera sig. Ísland er í sviðsljósinu. Bretar og Hollendingar eru FOXillir, hóta öllu illu og vildu helst senda her sinn hingað. Ríkisstjórnin er í fýlu og með allt niðrum sig. Þjóðin er að hugsa og pæla.

Hægt og bítandi kristallast umræðan í þá átt; hverjir standa með Íslendingum og hverjir ekki.

Upphlaup Ólafs er tækifæri til að hnika málum okkar til hagsbótar fyrir íslenska þjóð. Það er ef til vill dauðadæmt en það gefur okkur tækifæri að drepast ekki hljóðalaust. Það er mjög sérkennilegt að upplifa hvernig sumir hóta stjórnarslitum, berjast með öllum tiltækum ráðum gegn þeim jákvæðu áhrifum sem ákvörðun forsetans hefur haft. Án þess að ég hafi annað en mína eigin kunnáttu, þá virðist mér sem svo að þeir sem eru mest á móti ákvörðun forsetans og þeirri krufningu sem Icesave hefur lent í, aðallega vera heittrúaðir Evrópusinnar. 

Líkið hefði betur verið krufið fyrr.

 

http://www.elektrogesetz.com/media/eu_blue.gif

 

 

 

 


Tökum við saman höndum eða mun þjóðin sundrast?

Ef við einföldum tilveruna þá getum við sagt að Samfylkingin vilji samþykkja Icesave til að komast inn í ESB. Vg vill samþykkja Icesave til að tolla í ríkisstjórn. Rökstuðningur fyrir samþykkt staðfestir þetta. Enginn(ESB) vill vera vinur okkar og stjórnin er fallin ef málið kemst ekki í gegn.

Það er ágætt að hugleiða þetta meðan Ólafur hugsar málið.

Sjálfstæðismönnum og Framsókn kitlar örugglega að gera núverandi stjórnvöldum skráveifu. Ég tel þó að þeir leggi ekki í stjórn strax því Austurvöllur myndi fyllast af fólki um leið.

Hvernig komst þjóðþing okkar í þessa heimskulegu klemmu?

Samningagerðin mistókst vegna vanhæfni og skorts á sérhæfðri aðstoð. Einnig gerðu menn sér enga grein fyrir því hversu stór skuldin væri og hversu þungbær hún yrði með öðrum skuldum okkar. Þar er þáttur stjórnsýslunnar stór sem átti að hafa það á hreinu hvað við skulduðum mikið. Sá þáttur brást. Það er ekki ennþá búið að tína til allar skuldir okkar íslendinga.

Vegna einstrengingsháttar ákvað Steingrímur að setja undir sig hausinn og koma þessu í gegn. Allir sem eru eldri en tvævetur vita hvernig hann hefði hagað sér ef hann hefði verið í stjórnarandstöðu. Einnig vildi hann bjarga Svavari formanni samninganefndarinnar. Flumbrugangurinn með samninginn og afgreiðslu hans á þingi minnir meira á hreppapólitík en vandaða lagagerð hjá þjóðþingi.

Það sem gerði þetta mögulegt var afstað Samfylkingarinnar. Ef þau væru ekki á förum til útlanda myndu þau leggja meiri rækt við hreiðurgerðina. Tveir heimakærir flokkar hefðu örugglega hugsað sig betur um. Sú staðreynd að Samfylkingin stefnir leynt og ljóst að aðild að Evrópusambandinu gerir þau mjög höll undir Breta og Hollendinga.

Þjóðaratkvæðagreiðsla leysir sennilega ekki þennan þinglega vanda. Hún mun gefa okkur niðurstöðu sem þjóðin sjálf ber ábyrgð á. Þjóðin vildi þessa ríkisstjórn í vor en er ekki sátt við Icesave. Ef ríkisstjórnin vill ekki þjóðina vegna þess að hún vill ekki Icesave er okkur nokkur vandi á höndum. Ég held að þjóðin vilji þing sem vilji hvorki Icesave né ESB. Einhverstaðar er fleygur til staðar.

http://www.learnersdictionary.com/art/ld/wedge_rev.gif

 


mbl.is Ekkert við frestinum að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig gæti 2010 orðið, ár samstöðu?

Lánadrottnar Íslands eru strax byrjaðir að senda forseta Íslands tóninn. Þeir bættu lánshæfismat okkar til að telja okkur trú um að við hefðum gert rétt með því að samþykkja Icesave á kjörum Lánadrottnanna. Að það, auki lánshæfismat okkar, að taka lán á verri kjörum en við höfðum áður, er galið. Að aukin skuldsetning sé uppbygging er einnig galið, uppbygging snýst um eitthvað allt annað. Hrunið haustið 2008 hefði nú átt að kenna okkur það að minnsta kosti.

Ef forsetinn samþykkir Icesave lögin og skrifar undir mun fátt annað gerast en að áætlun AGS heldur áfram óbreytt.

Ef þjóðaratkvæðagreiðsla verður mun þjóðin skiptast í tvær andstæðar fylkingar. Það er í sjálfu sér neikvætt en óumflýjanlegt. Það er þroskandi fyrir þjóðina að kynna sér greiðslugetu þjóðarinnar á eigin spýtur. Hætt er við að spunameistarar andstæðra fylkinga gætu afskræmt kosningabaráttuna. Endurskoðun AGS í janúar mun sjálfsagt frestast þangað til kosningunni er lokið.

Ef þjóðin samþykkir mun áætlun AGS halda áfram óbreytt.

Ef þjóðin fellir nýsamþykkt lög getur ýmislegt gerst. 

Það sem mun örugglega gerast er að lánadrottnar okkar munu sækja hart að okkur. Það verður mjög lærdómsríkt að fylgjast með viðbrögðum þeirra. Hugsanlegt er að þeir muni velja mýkri leið til að fá þjóðina ekki upp á móti sér. Þrátt fyrir það munu þeir reyna hvað þeir geta og þeir eru mjög öflugir og geta margt, það hefur sagan kennt okkur.

Forsenda þess að Ísland veiti lánadrottnum sínum viðnám er algjör samstaða þjóðarinnar.

Forsenda samstöðu er skilningur og þörf.

Óvíst er hvort þær forsendur verði til staðar fyrr en sverfir að, sérstaklega hjá betur settri miðstétt sem hefur enn haldið sér á floti í kreppunni. Saga annarra þjóða í okkar stöðu segir okkur að það er ekki fyrr en að flest sund virðast lokuð fyrir stóran hluta almennings sem samstaða myndast. Þekking virðist ekki duga. Reynsla annarra þjóða dugar ekki, vonin um að við lendum ekki í sömu vandræðum er öflugt tæki, vel nýtt, til að forða þjóðum frá þeirri samstöðu sem er nauðsynleg.

Sú pólitík sem stunduð hefur verið á Íslandi undanfarið snýst um flokkspólitík, hagsmunahópa og völd viðkomandi í samfélagi okkar. Þessi pólitík miðar að því að greina sig frá öðrum, að sundra, til að drekkja náunganum sjálfum sér til framdráttar. Slíkt er ekki gæfulegt fyrir landvarnir landsins.

Slík hegðun okkar er forsenda þess að áætlun AGS gangi upp, reyndar eina forsenda þeirrar áætlunar sem hefur staðist hingað til.

Til að Ísland eigi sér von þarf full samstaða að nást. Sagan segir okkur að slíkt gerist ekki fyrr en verulega illa er komið fyrir þjóðum og vandinn orðinn margfaldur. Mun þessi gáfaða, menntaða, fallegasta o. sv fr. þjóð klára sig betur en aðrar í svipaðri stöðu? 


http://i.ehow.com/images/GlobalPhoto/Articles/5200588/287037-main_Full.jpg

 

 


mbl.is Gæti endurvakið diplómatíska deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð hugmynd og bætir andrúmsloftið á Alþingi

Það var sérstakt að fylgjast með Alþingismönnum í dag, ég sat á pöllunum. Ég frétti af því að óvissuatkvæðin væru umsetin. Þeir sem voru búnir að gera upp hug sinn voru flestir að taka þátt í þingfundinum.

Tilveran fyrir utan virtist ekki vera í tengslum við þingsalinn. Gamlir refir raða sér í feita stóla í Íslandsbanka. Ráðherrar bera af sér ábyrgð á þessum ráðningum. Þjóðin nær ekki inn á þing því hún vill ekki Icesave í sinni nýjustu mynd. Þess vegna er það vel til fundið að veita okkur möguleika á að kjósa um Icesave. Við berum þá öll sameiginlega ábyrgð, föllum og stöndum með niðurstöðunni. Ekki við nokkurn að sakast nema heimska þjóð.

Er það ekki gott skref í átt að nýju Íslandi að hafa eina þjóðaratkvæðagreiðslu?

http://www.wilsonsalmanac.com/images1/feast_fools.gif


mbl.is Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáa letrið-bara fyrir Steingrím

Það kemur fram í kvöldfréttatíma RÚV að enn eru til skjöl um Icesave sem þingmenn hafa ekki fengið aðgang að. Kristján þór hefur óskað eftir þessum gögnum. Hann væntir þess að fá umbeðin gögn milli jóla og nýárs. Hugsanlegt er að Kristján lesi gögnin eftir að búið er að kjósa um Icesave.

Framganga núverandi ríkisstjórnar er með eindæmum í Icesave málinu. Fyrst áttum við ekki að fá að sjá sjálfan samninginn og síðan þurfti að draga öll gögn fram með töngum. Nú þetta, enn gögn sem þingmenn hafa ekki séð og málið á lokasprettinum á Alþingi. Það er eins og stjórnaliðum sé mest í mun að samþykkja Icesave án þess að hafa leyst heimavinnuna. Það er mjög í anda 2007 að skrifa uppá og lesa smáa letrið seinna. Höfum við ekkert lært?

http://www.destroydebt.com/content/userimages/345/fineprint.jpg 


mbl.is Tók við af „búskussa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má reka RÚV 10 sinnum á ári fyrir vextina

Þrátt fyrir þetta vopnahlé milli stjórnar og stjórnarandstöðu þá segja talsmenn stjórnarinnar að Icesave málinu ljúki fyrir jól. Það er sérkennilegt að mönnum liggi svona mikið á. Ef við höfum í huga að bara vaxtagreiðslurnar á ári eru meira en rekstrarkostnaður Landspítalans. Einnig mætti reka RÚV 10 sinnum á ári fyrir vextina. Síðan á eftir að greiða sjálft lánið.

Einhvernvegin skil ég Samfylkingarmenn. Þau vilja bara fara inn í ESB hvað sem það kostar. Þeim hefur tekist að heltaka huga þjóðarinnar. Það eru tækifæri í kreppunni. Tækifæri Samfylkingarinnar var að komast í stjórn með VG. Ekki bara það, heldur féllst Steingrímur á það að sækja um ESB aðild. Allt kreppunni að þakka. Sökum yfirvofandi niðurskurðar kemur mjög hófleg gagnrýni frá RÚV á stjórnvöld. Hver vill missa vinnuna sína? Baugsveldið er í andarslitrunum og á allt sitt undir stjórnvöldum, ekki fer maður að gagnrýna lífgjafa sína. Í slíkum samanburði dansar Davíð sóló og kemur vel út.

VG dansar með því þau eru svo hrædd um að Samfó leggist með Sjálfstæðisflokknum. Krumla Samfylkingarinnar hefur læst þjóðina í fangelsi óttans. Kreppan var tækifæri þeirra til að koma Evrópusambandsaðild á koppinn. Það sérkennilega er að sennilega hefði verið betra að ganga inn þar fyrir nokkrum árum eða þá eftir einhver ár. Það hefði gagnast íslenskri þjóð betur. Er von að maður velti því fyrir sér hvað þeim gengur eiginlega til með þessu brölti sínu.

Þar að auki hefur ekkert verið gert í því að hreinsa til í spillingarbælinu. Vill Samfó lifa í spillingunni og deila henni með Evrópubúum. Er það það sem við viljum?


Flanagan flóttamaður

Það er mjög sérkennilegt að blogga um frétt sem maður er sjálfur í viðtali í. Sjálfsagt er maður orðinn létt geggjaður. Blogg er aðferð til að ausa hugrenningum sínum yfir náungann, á því byggi ég bíræfni mína.

Sem sagt, ég átti fund með Flanagan í dag. Hann bauð okkur því við skrifuðum bréf til sjóðsstjórans í Washington, Strauss-Kahn. Flanagan var ósköp almennilegur en undir býr harður nagli, það var augljóst.

Ég var að velta fyrir mér kost-benifit analýsu þeirra með þessum fundi. Þeir leggja töluvert á sig til að þóknast okkur Þeir vilja ekkert vesen. Mjög sennilega hafa þeir þurft að svara fyrir sjóðinn í öðrum löndum. Þetta er hluti af vinnunni þeirra.

Ég fékk samt á tilfinninguna að meðan allt logar ekki í óeirðum á Íslandi stjórna þeir. Þeir virtust ekki hafa stórar áhyggjur af því sem þeir segja við okkur, þeir virtust nánast geta kjaftað frá öllu án áhættu um að þeir missi völdin. Það virtist sem vilji ríkisstjórnarinnar væri aukaatriði. Þeir reyndu að sjálfsögðu að láta hlutina ekki líta þannig út. Öllum má þó ljóst vera að ríkisstjórnin dansar eftir þeim. Ríkisstjórnin stuðlar að þöggun í samfélaginu um þessi kjarnaatriði sem við ræddum við Flanagan. Þess vegna er hún framlengdur armur Flanagans. Þingmenn sem styðja ríkisstjórnina eru það sömuleiðis.

Þegar við spurðum Flanagan hvað hann myndi gera sjálfur ef hann væri Íslendingur þá sagðist hann myndi flytja frá Íslandi. Flanagan stjórnar endurreisn Íslands. Steingrímur er greinilega ekki að fatta málið.


mbl.is Áætlun AGS „Excel-æfing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband