Færsluflokkur: Vísindi og fræði
1.11.2007 | 20:38
Ætli Dumbó hafi haft próf?
Eins og kemur fram hér fyrir neðan þá er stór hluti kennara ekki með viðeigandi menntun til að kenna það sem þeir eru samt að kenna.
Við vitum einnig að það er skortur á kennurum.
Ætli við myndum bregðast eins við ef okkur skorti flugmenn til að fljúga með okkur á milli staða. Hver er þá munurinn á flugmanninum okkar og kennara barnanna okkar? Jú flugmaðurinn flýgur okkur en kennarinn kennir börnunum okkar. Sem sagt okkur er alls ekki sama um okkur en okkur er skítsama um börnin okkar.
3. Samantekt
Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir upplýsingaöflun menntamálaráðuneytisins
um menntun þeirra sem kenna stærðfræði og náttúrufræði í 7. 10. bekk grunnskóla og
stærðfræði, náttúrufræði, eðlisfræði, jarðfræði og líffræði í framhaldsskólum veturinn
2003 2004.
Fram kemur m.a. að 49% þeirra sem kenna stærðfræði í 8. 10. bekk eru
grunnskólakennarar með almennt kennarapróf, en 33% þeirra eru grunnskólakennarar
með BEd-próf og stærðfræði sem valgrein.
Í 7. bekk er rétt tæpur helmingur þeirra sem kenna stærðfræði án þess að vera
umsjónarkennari viðkomandi bekkjar grunnskólakennari með almennt kennarapróf,
tæpur fjórðungur kennaranna eru grunnskólakennarar með BEd-próf og stærðfræði sem
valgrein.
Þegar menntun stærðfræðikennara í 7. 10. bekk eru skoðaðuð í heild kemur í ljós að
u.þ.b. helmingur kennara sem kenna stærðfræði sérstaklega eru grunnskólakennarar með
almennt kennarapróf. Grunnskólakennarar með BEd-próf og stærðfræði sem valgrein eru
30% hópsins.
Í kennslu náttúrufræði í grunnskólum í 8. 10. bekk eru flestir kennarar grunnskólakennarar
með BEd-próf og náttúrufræði sem valgrein eða 40%, en 32% kennaranna eru
grunnskólakennarar með almennt kennarapróf. Í 7. bekk er svipað hlutfall
grunnskólakennara með BEd-próf og náttúrufræði sem valgrein, 36% og með almennt
kennarapróf er 38%.
Þegar náttúrufræðikennarar í 7. 10. bekk er skoðaður í heild kemur í ljós að flestir þeirra
eru grunnskólakennarar með BEd-próf og náttúrufræði sem valgrein, 38%.
Í heild bárust upplýsingar um 403 kennara í framhaldsskólum sem kenna stærðfræði.
Kennarar með BS-próf í stærðfræði eru innan við helmingur þeirra sem kenna stærðfræði
eða um 46% af heildinni.
Í framhaldsskólum er minnihluti stærðfræðikennara sem kenna áfanga frá 102 363
framhaldsskólakennarar með BS-próf eða hærri prófgráðu í stærðfræði, eða frá 34%-46%.
Þegar lengra kemur í náminu, þ.e. í áföngum 403 703 snýst þetta við og meirihluti
kennara eru framhaldsskólakennarar með BS-próf eða hærri prófgráðu í stærðfræði, eða
frá 56-59%.
Kennarar sem kenna náttúrufræðigreinarnar náttúrufræði, eðlisfræði, jarðfræði og
líffræði eru að meirihluta framhaldsskólakennarar með BS-próf eða hærri prófgráðu í
viðkomandi námsgrein.
15
19.10.2007 | 22:21
Fólk sem hugsar um fólk en ekki fjármuni.
Nú hafa skólastjórar tjáð sig. Oft hefur ástandið verið slæmt en nú er það verra en nokkru sinni fyrr. Þeir kennarar sem eru í vinnu eru látnir vinna eins mikið og hægt er því auglýsingum er ekki svarað. Kennaraskortur er staðreynd og þeir sem sinna börnunum okkar eru yfirhlaðnir vinnu svo kerfið hökti einhvernvegin.
Sama staða er í leikskólamálum og hefur verið mikið í fréttum í töluverðan tíma.
Skortur á hjúkrunarfræðingum er vel þekktur og er hver dagur á sjúkrahúsum barátta stjórnenda í því að ná að manna næstu vakt.
Umönnunar- og menntastéttir eru á skammarlega lágum launum, vinna allt of mikið og það er stöðugt verið að þrýsta þeim í meiri vinnu gegn vilja þeirra. Á þann hátt tekst að halda uppi því þjónustustigi sem við höfum í dag.
![]()
![]() | ![]() |
Þegar haft er í huga að hægt er í vissum verslunum að fá kaup fyrir að draga strikamerkingar yfir skynjara fyrir sama kaup og kennari eða hjúkrunarfræðingur fær eftir 25 ára starf þá er eitthvað að. Það er ekkert rangt við það á fá þokkalega greitt fyrir að vinna í verslun, það er hið besta mál og ekki víst að allir sem vinna við það prísi sig svo sæla af sínu kaupi.
Það sem er að er verðmætamat okkar Íslendinga.
Ef ég sel einhverjum eitthvað þá er það gott. Um leið og ég sel þá verður til fjárhagslegur gróði, að öðrum kosti ganga viðskiptin ekki upp. Í dag er þessi gróði orðin aðalsmerki, sá sem græðir sem mest er flottastur. Ef einhver græðir þá hlýtur einhver annar að tapa, það hlýtur þá líka að vera flott. Einu sinni fór maður inn í guðshús og velti um borðum slíkra gróðrarpunga. Honum fannst þeir ekki neitt flottir. Hann varð síðan krossfestur og dó.
Í dag í okkar þjóðfélagi er ekki flott að vera kennari eða hjúkrunarfræðingur ef mið er tekið af launum. Hvernig breytum við því?
Oftast þegar rætt er um þessar stéttir eru framlög þeirra flokkuð sem kostnaður og byrði á þjóðfélaginu sem er að sliga heiðvirða skattgreiðendur. Tilvist þeirra er nánast bruðl. Þegar enn ein Kringlan rís úr jörðu er hún snjöll fjárfesting.
Er það ekki fjárfesting að koma fólki aftur til betri heilsu? Er það ekki fjárfesting að mennta börnin okkar?
Er ekki heilsan og börnin okkar það dýrmætasta sem við eigum, ég bara spyr.
![]() |
Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2007 | 19:33
Hátæknisjúkrahúsið okkar allra eða góður kamar.
| ![]() | ![]() |
Árið 1930 var Landspítalinn opnaður. Þá höfðu íslenskar konur safnað peningum hjá þjóðinni fyrir honum. Á þeim árum var ekki mikill skilningur á því að reisa sjúkrahús, stórt og fullkomið fyrir Íslendinga hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Til allra hamingju fyrir íslenska þjóð voru langömmur okkar framsýnni en þeir. Ég ætla rétt að vona að sagan þurfi ekki að endurtaka sig að þessu leitinu aftur.
Árið 1930 var Landspítalinn búinn fullkomnustu tækni sem Íslendingar höfðu völ á þeim tíma. Þannig er því farið enn þann dag í dag. Þannig ætlum við að hafa það framvegis, því Íslendingar vilja ekki hafa það öðruvísi. Landspítalinn hefur alltaf verið hátæknisjúkrahús. Það er öllum augljóst sem velta málunum fyrir sér í smá stund. Því er það tóm tjara að fara að kalla Landspítalann í dag hátæknisjúkrahús.
Þegar horft er á þessa tölvugerðu mynd er gott að hafa í huga að aðeins hluti bygginganna fer undir spítala. Stór hluti er fyrir starfsemi Háskólans og rannsóknarstofuna á Keldum. Auk þess er verið að sameina tvö sjúkrahús í eitt.
Sumum finnst hann dýr. Sama sögðu menn 1930. En í dag vilja allir Lilju kveðið hafa. Langt mál um skammsýni.
Að lokum tek ég einfalt dæmi sem allir ættu að skilja. 6 sjúklingar saman á stofu með einn kamar til sameiginlegra nota. Allir nýskornir, áætluð vist 4-8 dagar á spítala. Einn sem er töluvert veiklaður fyrir kemur sér upp slæmri sýkingu í skurðsári af spítalabakteríu. Hann smitar hina. 3 sem eru sterkir og komast heim "aðeins" 3-5 dögum of seint. Reyndar tefur þetta þá um 1-2 vikur að komast í vinnu aftur. 2 veikjast mjög mikið og annar er á gjörgæslu í 10 daga og á sjúkrahúsinu í 3 mánuði. Hann og sá veiklaði verða aldrei aftur vinnufærir.
Að allir séu á einbýli með sinn kamar hver á nýja sjúkrahúsinu okkar mun spara þennan kostnað. Sá sparnaður mun greiða upp kostnaðinn við nýbygginguna. Þetta er nú öll hátæknin. Góður kamar.
Að lokum sá sjötti dó vegna sýkingarinnar, því er öll umræða um nýja Landspítalann dauðans alvara.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.9.2007 | 22:11
Heilaþvegnar týndar rjúpur.
Sigurjón Þórðarson bloggar í dag um týndar rjúpur. Áður hefur verið bent á týndan þorsk. Fræðimenn beita ýmsum reiknilíkönum til að finna út stofnstærð dýra. Það er gert því að ekki er möguleiki að telja öll dýrin eins og við gerum við mannskepnuna. Þegar þessum reikniaðferðum er beitt endurtekið árlega virðist vera sem fjöldi dýra gufi hreinlega upp milli ára. Með hliðsjón af hegðun okkar sjálfra hafa sjálfsagt heilu ættbálkarnir skroppið suður í sólina á Spáni meðan vísindamennirnir voru að telja.
Það er engin furða að nokkrir nördar sem nenna að velta hlutunum fyrir sér hafi ekki mikla trú á þessum reiknikúnstum. En hvað með okkur hin?
Við erum á fullu að vinna, fara í Bónus, sækja í ballet og fimleika, mæta á fundi í skólum barnanna og íþróttafélögum þeirra. Auk þess þurfum við að sinna heimlærdómi og öðrum þörfum barnanna okkar. Svo höfum við kannski sjálf smá hvatir, sennilega þær helstar að fara að sofa.
Ef venjulegur einstaklingur í þessu þjóðfélagi á að geta fylgst með þeim málum sem vekja áhuga hans þarf hann að vera barnlaus einsetumaður, eða verulega ofvirkur. Þjóðfélagsgerðin sem við búum við er mjög andlýðræðisleg. Hvernig á venjulegur maður að hafa tíma til að setja sig vel inn í mál og mynda sér skoðun í þessu tímaleysi. Er það ekki svo að við erum bara mötuð og heilaþvegin. Okkur er talin trú um það að friða verði rjúpuna því henni hefur fækkað svo mikið. Síðan kemur í ljós þegar einn af þessum nördum gruflar í þessu að lang flestar rjúpur týndu tölunni á skrifborði einhvers reiknimeistara út í bæ.
Þegar heppilegu fæði er hent fyrir rjúpur þá éta þær það sem er gaukað að þeim, það mettar. Eins er okkur farið, þegar sæmilega mettandi skoðun er hent fyrir okkur þá sporðrennum við henni gagnrýnislaust, bara að hún sé mettandi.
10.9.2007 | 22:35
Harmleikur í Portúgal.
1.9.2007 | 01:03
OFFITA.
Offita er vaxandi vandamál í heiminum í dag.
Offita er ekkert grín.
Lesið hér fyrir neðan hvað Landlæknir Bandaríkjanna hefur um málið að segja.
Overweight and Obesity: Health Consequences
PREMATURE DEATH
- An estimated 300,000 deaths per year may be attributable to obesity.
- The risk of death rises with increasing weight.
- Even moderate weight excess (10 to 20 pounds for a person of average height) increases the risk of death, particularly among adults aged 30 to 64 years.
- Individuals who are obese (BMI > 30)* have a 50 to 100% increased risk of premature death from all causes, compared to individuals with a healthy weight.
HEART DISEASE
- The incidence of heart disease (heart attack, congestive heart failure, sudden cardiac death, angina or chest pain, and abnormal heart rhythm) is increased in persons who are overweight or obese (BMI > 25).*
- High blood pressure is twice as common in adults who are obese than in those who are at a healthy weight.
- Obesity is associated with elevated triglycerides (blood fat) and decreased HDL cholesterol ("good cholesterol").
DIABETES
- A weight gain of 11 to 18 pounds increases a person's risk of developing type 2 diabetes to twice that of individuals who have not gained weight.
- Over 80% of people with diabetes are overweight or obese.
CANCER
- Overweight and obesity are associated with an increased risk for some types of cancer including endometrial (cancer of the lining of the uterus), colon, gall bladder, prostate, kidney, and postmenopausal breast cancer.
- Women gaining more than 20 pounds from age 18 to midlife double their risk of postmenopausal breast cancer, compared to women whose weight remains stable.
BREATHING PROBLEMS
- Sleep apnea (interrupted breathing while sleeping) is more common in obese persons.
- Obesity is associated with a higher prevalence of asthma.
ARTHRITIS
- For every 2-pound increase in weight, the risk of developing arthritis is increased by 9 to 13%.
- Symptoms of arthritis can improve with weight loss.
REPRODUCTIVE COMPLICATIONS
- Complications of pregnancy
- Obesity during pregnancy is associated with increased risk of death in both the baby and the mother and increases the risk of maternal high blood pressure by 10 times.
- In addition to many other complications, women who are obese during pregnancy are more likely to have gestational diabetes and problems with labor and delivery.
- Infants born to women who are obese during pregnancy are more likely to be high birthweight and, therefore, may face a higher rate of Cesarean section delivery and low blood sugar (which can be associated with brain damage and seizures).
- Obesity during pregnancy is associated with an increased risk of birth defects, particularly neural tube defects, such as spina bifida.
- Obesity in premenopausal women is associated with irregular menstrual cycles and infertility.
ADDITIONAL HEALTH CONSEQUENCES
- Overweight and obesity are associated with increased risks of gall bladder disease, incontinence, increased surgical risk, and depression.
- Obesity can affect the quality of life through limited mobility and decreased physical endurance as well as through social, academic, and job discrimination.
CHILDREN AND ADOLESCENTS
- Risk factors for heart disease, such as high cholesterol and high blood pressure, occur with increased frequency in overweight children and adolescents compared to those with a healthy weight.
- Type 2 diabetes, previously considered an adult disease, has increased dramatically in children and adolescents. Overweight and obesity are closely linked to type 2 diabetes.
- Overweight adolescents have a 70% chance of becoming overweight or obese adults. This increases to 80% if one or more parent is overweight or obese.
- The most immediate consequence of overweight, as perceived by children themselves, is social discrimination.
BENEFITS OF WEIGHT LOSS
- Weight loss, as modest as 5 to 15% of total body weight in a person who is overweight or obese, reduces the risk factors for some diseases, particularly heart disease.
- Weight loss can result in lower blood pressure, lower blood sugar, and improved cholesterol levels.
- A person with a Body Mass Index (BMI) above the healthy weight range* may benefit from weight loss, especially if he or she has other health risk factors, such as high blood pressure, high cholesterol, smoking, diabetes, a sedentary lifestyle, and a personal and/or family history of heart disease.
*Please see fact sheet "Measuring Overweight and Obesity" for a definition of BMI.
Last revised: January 11, 2007
31.8.2007 | 23:07
Fóstureyðingar og önnur tilboð.
Það hefur verið nokkur umræða um fóstureyðingar á blogginu eins og oft áður. Spurningarnar eru mjög áhugaverðar, aðallega vegna þess að þeim er vandsvarað. En í raun er skemmtilegast að velta fyrir sér þeim sem tjá skoðanir sínar því mannskepnan setur óneitanlega sterkan svip á tilveru okkar.
Mörgum reynist auðvelt að mynda sér skoðun og byggja þær á mismunandi forsendum. Líf mitt er ekki jafn auðvelt.
Eftir því sem ég veit best þá eru það tveir aðilar sem taka ákvörðun um fóstureyðingu. Annars vegar er það móðirin og hins vegar læknirinn.
Móðirin þarf að vega og meta sína valkosti. Ef hún er illa stödd fjárhagslega eða félagslega þá veit hún að ef hún eignast barnið þá mun staða hennar versna því ekki er um mikla samfélagslega hjálp að ræða. Ef hún fær að vita að hún beri fatlað barn undir belti er það sama upp á teningnum því þrautarganga foreldra fatlaðra barna má lesa um í dagblöðum með jöfnu millibili. Ef til vill finnst sumum að mæður fái nægjanlega aðstoð eins og hlutunum er komið fyrir í dag. Það getur varla staðist, því að minnsta kosti virðist sá "pakki" ekki seljast vel. Um það vitnar fjöldi fóstureyðinga. Ég held að lang flestar konur upplifi fóstureyðingu sem óafturkræfa og hræðilega aðgerð. Væri ekki hægt að gera konum í þessari stöðu betra tilboð með mun betri foreldraaðstoð þannig að val þeirra yrði annað en oft er raunin í dag?
Svo eru það blessaðir læknarnir. Ef það var einhvertíma hugsunin að þeir væru sérstakir gæslumenn fóstursins þá hefur það algjörlega mistekist. Málið er að það er móðirin sem situr fyrir framan þá og engist um í kvöl og pínu eftir að hafa tekið sína ákvörðun. Við það verður læknirinn hlutdrægur og um leið óhæfur sem einhver hlutlaus aðili.
Að ætla sér að fækka fóstureyðingum með bönnum er vafasöm leið því markaðurinn svarar alltaf eftirspurninni með einhverjum ráðum. Líf íslensku þjóðarinnar virðist snúast að mestu leiti í dag um að græða á öllum sköpuðum hlutum, nema börnum. Hvernig væri nú að gera íslenskum foreldrum gott tilboð SEM ER BARA EKKI HÆGT AÐ HAFNA.
Við höfum þetta allt í höndum okkar, ekki satt?
21.8.2007 | 20:52
Nú er fjör í Grímseyjarferjunni.
Hrútarnir stangast á í Grímseyjarferjuævintýrinu. Það verður gaman að fylgjast með framvindunni. Að einn smádallur sem á eftir að flytja innan við einn milljónasta af prómilli mannkyns tekur meira rými í fréttaflutningi en mun stærri og alvarlegri mál er með ólíkindum.
Þetta snýst um sjálfsvirðingu margra aðila. Sumir hefðu bara lagt niður Ríkisendurskoðun, kannski verður það lausnin.
Þeir sem hafa keypt og selt bíla eða hús vita að að gera upp gamalt er dýrt en að kaupa nýtt er tryggt. Kannski þeir hjá Vegagerðinni hafi aldrei keypt bíl eða hús?
20.8.2007 | 00:59
Sicko-IV.
Ég held að þið verðið að sjá myndina Sicko til að skilja þær færslur sem ég hef verið með hér á síðunni minni. Ég skora á alla að sjá þessa mynd. Hún veltir upp svo mörgum vangaveltum að það hálfa væri nóg. Það sterkasta var að myndin fjallaði að stórum hluta um þá sem höfðu keypt sér tryggingu en fengu samt ekkert út úr þeim.
Svo er annað. Þegar maður hefur verið í Bandaríkjunum og hlustað á fréttir þar. Þegar maður hefur rætt við hinn almenna borgara í Bandaríkjunum þá upplifir maður mjög einfalda heilaþvegna þjóð. Þeir vita ekkert um umheiminn. 90% af fréttatímanum er um staðbundnar fréttir, td ég myndi hlusta á fréttir um Reykjavík í 90% af fréttatímanum. Restin væri um um einhverjar frægar stjörnur sem standa í einhverjum afeitrunarvandamálum.
Það var mjög sterkt að Bandaríkjamenn búandi í Frakklandi sögðu að stjórnvöld í Frakklandi óttuðust hinn almenna borgara því þeir rífa kjaft og mótmæla þegar þeim er misboðið. Aftur á móti í Bandaríkjunum þá óttast hinn almenni borgari kerfið. Hinum almenna borgara finnst hann þurfi að leika á kerfið, hylma yfir óæskilegum upplýsingum í Bandaríkjunum.
Því veldur þessi mynd mörgum heilabrotum og er það vel.
18.8.2007 | 21:03
Hundanámskeð.
Ég var á hundanámskeiði í gær. Já einmitt ég. Kennarinn sagði að við eigendurnir værum ekki síður á námskeiðinu en hundarnir. Hundarnir ættu að læra að hlýða. Við þyrftum að læra að beita hundinn aga. Kennarinn var ekkert lamb að leika sér við. Hún notaði mjög ákveðnar aðferðir. Verðlaun ef hann gerði rétt og harða refsingu ef hann gerði rangt. Þannig fékk hún hundinn til að hlýða. Hundaeigandinn varð að vera samkvæmur sjálfum sér og engar undantekningar því það skilur ekki hundurinn.
Ég er að ala upp 4 börn. Ég held það hafi tekist þokkalega, amk hingað til. Ég el þau ekki upp eins og hunda. Þau skilja undantekningar, að fylgja reglunum ekki alltaf er möguleiki. Aftur á móti hef ég kennt þeim aga. Haft reglur. Ekki bara það. Ég hef reynt að fylgja reglum sjálfur því ólíkt hundum þá er það mjög sterkt að vera gott fordæmi. Til dæmis ef ég myndi sofa á gólfinu fyrir framan hjónarúmið mitt í margar vikur þá myndi hundurinn ekki hætta að hoppa upp í hjónarúmið. Hann yrði sennilega bara ánægður með plássið sem ég eftirléti honum. Aftur á móti myndu börnin mín panta fyrir mig tíma hjá geðlækni.
Núna er skólastarfið að hefjast. Fjölmiðlar fullir af sálfræði um hvernig við eigum að takast á við þessar náttúruhamfarir að börnin okkar fara í skóla. Við eigum að vera góð við börnin, við eigum að kenna þeim aga, við eigum að sýna þeim áhuga, við eigum að grennslast fyrir hvort þau verði fyrir einelti, við eigum að gefa þeim meiri tíma, við eigum að minnka vinnu, við eigum að samræma okkar vinnu og skólagöngu barnanna, við eigum að taka þátt í starfi foreldraFÉLAGSINS, VIÐ EIGUM AÐ VITA MEÐ HVERJUM BARNIÐ OKKAR EYÐIR TÍMA SÍNUM MEÐ, VIÐ EIGUM AÐ VITA HVAÐ BARNIÐ OKKAR SKOÐAR Á NETINU, VIÐ EIGUM AÐ VITA VIÐ HVERN ÞAÐ TALAR VIÐ Í SÍMA OG VIÐ EIGUM AÐ VITA HVAÐ ÞAÐ HUGSAR.
Ég held að það sé mun auðveldara að ala upp einn hund.