Færsluflokkur: Vefurinn

Matvandir þorskar hjá Hafró.

Hvernig skyldi maður telja fiska. Um það er deilt. Fyrir landkrabba sem sér bara fisk á disk geta rökræðurnar heldur betur snúist fyrir manni.

Við höfum verið þokkalega hlýðin Hafró, svona nokkurn veginn fiskað fjórðunginn af stofninum, þ.e.a.s ef ég skil þetta rétt. Ef svo er hljóta 75% að geta haldið stofninum við, a.m.k. ef um væri að ræða kanínur. En nú er þorskurinn ekki kanínur. Að fiskistofn sem ætíð minnkar í mælingum þrátt fyrir hóflega veiði, það hlýtur að vera eitthvað að, við erum að missa af einhverju. 

Gætu mælingarnar verið rangar, vorum við að veiða allt of stóran hluta af stofninum. Ættu þá ekki þorskarnir sem koma að landi núna að vera feitir og pattaralegir því þeir hafa nóg að éta því. mér skilst að þorskurinn sem við veiðum sé ekki feitur heldur grannur og vesældarlegur. Ætli þorskurinn sé orðinn svona matvandur hin síðari ár. Sennilega ekki, ég ætla að minnsta kosti ekki að veðja á að uppeldisfræði hafdjúpanna hafi breyst mikið. Ég held að enn gildi að eins dauði er annars brauð.

Þetta mjakast hjá mér, kannski mun ég skilja þetta einhvertímann, góð ráð vel þeginn. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband