Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Neskaupsstaður.

Nú er ég kominn á Neskaupsstað. Ég leysi þar af sem svæfingalæknir. Þeim hefur ekki tekist enn að fá fastan svæfingalækni þannig að við svæfingalæknarnir frá þéttbýlisstöðunum höfum verið hér til skiptis í fríiunum okkar. Veðrið er það sem kallast ofboðslega gott, sól 20 stiga hiti og allt of lítil gola. Þetta gleður marga en mér finnst þetta fullheitt, erfitt að gleðja gaura eins og mig. Þetta er þó mun betra en vetrarófærð og hríðabyljir og er ágætis sárabót fyrir öll skiptin sem ég hef verið hér í endalausri þoku og rigningu. Reyndar kannast enginn heimamaður við slíkt veðurfar hér þannig að annað hvort eru þeir eða ég haldnir einhverri skynvillu.

Kjölturakkinn minn.

Hundar eru sérkennilegar skepnur. Þeir eru í raun mjög húsbóndahollir. Þeir vilja þóknast manni. Því er svo auðvelt að þjálfa þá og láta þá fylgja settum reglum. Þeir vefengja ekki forystu mína. Því er forysta mikil ábyrgð. Ég verð að vera traustsins verður. Hundurinn reiðir sig á mig. Ef ég bregst eða brýt trúnað við hundinn þá getur samstarf okkar farið algjörlega í vaskinn. Þetta er því gagnkvæmt. Þannig er það í daglega lífinu líka. Þeir sem eru foringjar verða að gæta sín að bregðast ekki trúnaði við sína liðsmenn. Ef það gerist getur hundurinn dáið og breyst í varúlf.

Sigurjón Þórðar Framkvæmdarstjóri FF.

Það er gott til þess að hugsa að Sigurjón Þórðar verði næsti framkvæmdastjóri FF. Hann er öflugur talsmaður helstu baráttumála flokksins. Mjög öflugur sendiherra hinna dreifðu byggða landsins. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Sjaldan hefur verið sótt jafn hart að sjávarplássum landsins og nú. Svona feikivinsæll maður og Sigurjón er, jafnvel langt út fyrir raðir flokksins, mun koma þar sterkur inn. Í raun ómissandi fyrir framtíð FF flokksins. Fyrir utan hans almennu vinsældir þá hefur hann ásynd hins ákveðna stjórnmálamanns sem hefur jafnframt ekki átt í illdeilum innan flokks og barist mikinn fyrir mörgum góðum málum án þess að festa sig í neinum öfgum.

Því geta íbúar sjávarbyggða landsins treyst áfram á að Sigurjón verði áfram þeirra sendiherra þrátt fyrir að hann komst ekki inn á þing. 


Landsleikur.

Nú er aftur landsleikur í beinni. Dásamlegt, þá fæ ég frið. Allir "grýttir" fyrir framan kassann. Ég get leikið lausum hala og gert það sem mér hugnast. M.a. að blogga. Ég verð að láta mér lynda að heyra í þulnum, stundum er það hrein skemmtun. Hann sagði áðan þegar Svíar skoruðu " þetta vildum við alls ekki" Hvernig datt manninum í hug að það væri keppikefli okkar að Svíarnir skori, hann veit sennilega ekkert um fótbolta.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband