Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
24.11.2008 | 08:45
HÁSKÓLABÍÓ KL 20:00 Í KVÖLD.
21.11.2008 | 20:26
Animal farm.
Það eru merkilegir tímar núna. Þeir eru meira að segja nokkuð sérstakir. Það er komin gjá á milli okkar, þ.e. hins almenna borgara, og valdhafa þessa lands. Það er augljóst að sumir Íslendingar eru jafnari en aðrir. Það er algjörlega óásættanlegt. Hitt er merkilegt að menn skammast sín ekki lengur fyrir að skara eld að sinni köku, þeim er nokk sama hvað okkur finnst.
Við reynum að nýta okkur lýðræðisleg réttindi okkar og mótmælum. Fjölmiðlar reyna af veikum mætti að veita aðhald. Það væri sök sér að valdhafar væru svolítið tregir til að hlusta á okkur. Þá væri ef til vill von til að koma vitinu fyrir þá. Í stað þess sýna valdhafar af sér einbeittan brotavilja. Það eru ráðnir sérfræðingar til að koma vísvitandi í veg fyrir eðlileg tengsl okkar við valdhafa. Vísvitandi komið í veg fyrir að blaðamenn tali við vissa embættismenn. Blaðamannafundir haldnir á vissan hátt, á vissum tímum til að valdhafar komi sem best frá þessu klúðri. Hver smjörklípan á fætur annarri.
Þetta er mjög sorglegt. Valdhafar haga sér eins og þeir séu í kosningabaráttu. Það er eins og valdhafar hafi engan skilning á því að þeir eru í vinnu hjá okkur. Núna er mikil nauðsyn á því að við beitum borgaralegum réttindum okkar til að koma valdhöfum þessa lands í skilning um það.
Óska eftir launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2008 | 10:26
Strútarnir.
Mjög merkilegt. Allir vissu en enginn gerði neitt. Enginn sagði íslenskri þjóð sannleikann. Að Davíð hafi orðið hógvær og tileinkað sér samræðustjórnmál hefur greinilega komið íslenskri þjóð í koll. Hann var vanur því að menn gerðu eins og honum fannst. Honum fannst að Ísland gæti farið í gjaldþrot og hann muldraði bara út í horni. Öðruvísi mér áður brá. Allt þetta lið eru strútar með höfuðið á kafi í sandinum.
Annað mjög merkilegt. Davíð hefur leitt Geir upp á aftökupallinn og brugðið snörunni um hálsinn á honum. Hvenær opnar hann fallhlerann.
Fjölmiðlar í heljargreipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2008 | 23:43
"Ég flyt bara héðan"-mætum á NASA og finnum lausnir.
Ég hef heyrt í mörgum. Fólk er að hugsa um að yfirgefa skerið og koma sér vel fyrir á erlendri grund. Það hefur enginn trú á lýðræðinu á Íslandi. Mætum á NASA annað kvöld kl 20:00, þe mánudagskvöld og fyllumst einhverri von. Von um jákvæðar breytingar, annars hoppum við af þessu sökkvandi skeri.
15.11.2008 | 23:09
Verðtrygging-fyrir hvern?
Ég fann þetta á heimasíðu SilfurEgils og fannst þetta svo athyglisvert að ég stal þessu. Vonandi fyrirgefur hann mér stuldinn.
Fundur um verðtryggingu
Sæll, var á fundi hjá Samfylkingunni í Reykjavík í gær um verðtryggð lán og þar kom Gylfi formaður ASÍ sem er í forsvari hóps sem Jóhanna skipaði til að skoða málefni fólks með verðtryggð lán. Þar fór sannarlega fulltrúi alþýðunnar - EÐA EKKI! Hann var alveg harður á því að halda óbreyttri verðtryggingu og í raun bara að lengja í snörunni. Þú átt að geta sótt um að lækka greiðslubyrði um 20% frá og með fyrsta des. ef þú vilt en mismunurinn fer bara á höfuðstólinn og safnar þar vöxtum og verðbótum. Síðan sagði hann (lausleg endursögn) að ef verðtryggingunni væri breytt færi Íbúðarlánasjóður og bankarnir á hausinn nokkrum vikum síðar og þá þyrfti að skera niður velferðarkerfið, borga hærri skatta og sparnaður foreldra okkar myndi hverfa. Viljið þið það?!.
Síðan var hann svo ósmekklegur (að okkar mati sem finnst það grafalvarlegt mál að sjá höfuðstól lána okkar hækka um fleiri hundruð þúsund í hverjum mánuði) að segja nokkra fimmaurabrandara um að hann vildi að hann væri jólasveinninn sem gæti gert allt fyrir alla og um Davíð Oddson. Frekar lélegt. Hverra hagsmuna er hann að gæta? Ég skil vel að einhver á þessa peninga en gætu ekki báðir hópar þurft að taka á sig eitthvað tap - ekki bara lántakendur. Ég er búin að missa alla von á þessu dæmi öllu.
15.11.2008 | 13:54
Opinn BORGARARAfundur á mánudagskvöld á NASA.
14.11.2008 | 23:32
Upprisa þjóðarinnar-góð grein-skyldulesning.
23.7.2008 | 02:04
Umskorinn Ísbjörn.
5.7.2008 | 17:53
GESTIR OG "TÚRISTANIÐURGANGUR".
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera gestkomandi á framandi slóðum. Í mínu tilfelli virðist meltingarvegurinn hafa fengið óvelkomna gesti. Síðan í morgun hef ég einbeitt mér að losa mig við þá, endurtekið. Í sjálfu sér get ég lítið gert til að hindra að þetta gerist. Þegar slík padda kemst í gegnum allar varnir mínar og kemst alla leið í meltingarveginn minn þá fer í gang sjálfvirkt ferli sem sér um að tæma görnina og paddan fer burt þannig. Í sjálfu sér eru þessir gestir ekki sérstaklega hættulegir í sjálfu sér. Veikindi mín stafa mun frekar af ofsafengnum viðbrögðum líkama míns sem byggja á þeirri hugmyndafræði að allir framandi gestir séu mér hættulegir. Meltingarvegur mannsins er talinn frekar vanþróaður því hann er þróunarlega gamalt fyrirbæri.
Því er það ákaflega sorglegt þegar Útlendingastofnun Íslands og Dómsmálaráðherra haga sér eins og frumstæð görn og fá bullandi niðurgang þegar gestir eru ekki alveg þeim að skapi.
Ferlega "primitíft" enda er öll æðri hugsun ekki í þörmunum okkar.
10.6.2008 | 23:43
Animal Farm.
Á morgun er 11 júní. Sjálfu sér ekki tíðindi fyrir þá sem kunna að lesa dagatal. Á morgun rennur út frestur Íslendinga til að svara mannréttindanefnd Sameinu Þjóðanna. Hún hefur kveðið upp þann úrskurð að við brjótum mannréttindi. Fyrir morgundaginn vildi mannréttindanefndin fá svör hvernig við ætluðum að hætta að brjóta mannréttindi og hvernig við myndum bæta þeim skaðann sem orðið hefðu fyrir þeim brotum.
Svör íslensku ríkisstjórnarinnar eru þau að bæta ekki mannréttindabrot og sennilega, einhvernvegin, nokkurnveginn, einhverntíman breyta lögum þannig að mannréttindabrotum linni á Íslandi.
Hvað er hægt að gera í þessari stöðu. Á ég að sækja um sænskan ríkisborgararétt á þeim forsendum að íslensk stjórnvöld brjóti mannréttindi á þegnum sínum. Get ég orðið pólitískur flóttamaður frá Íslandi? Sennilega verð ég bara að ganga með hauspoka erlendis, slík er skömmin.
Eða á ég að hugsa eins og margir, það er í góðu lagi að brjóta mannréttindi á sumum Íslendingum.
Trúmál og siðferði | Breytt 11.6.2008 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)