Færsluflokkur: Bloggar
9.6.2007 | 19:26
Neskaupsstaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2007 | 23:30
Kjölturakkinn minn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2007 | 22:28
Sigurjón Þórðar Framkvæmdarstjóri FF.
Það er gott til þess að hugsa að Sigurjón Þórðar verði næsti framkvæmdastjóri FF. Hann er öflugur talsmaður helstu baráttumála flokksins. Mjög öflugur sendiherra hinna dreifðu byggða landsins. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Sjaldan hefur verið sótt jafn hart að sjávarplássum landsins og nú. Svona feikivinsæll maður og Sigurjón er, jafnvel langt út fyrir raðir flokksins, mun koma þar sterkur inn. Í raun ómissandi fyrir framtíð FF flokksins. Fyrir utan hans almennu vinsældir þá hefur hann ásynd hins ákveðna stjórnmálamanns sem hefur jafnframt ekki átt í illdeilum innan flokks og barist mikinn fyrir mörgum góðum málum án þess að festa sig í neinum öfgum.
Því geta íbúar sjávarbyggða landsins treyst áfram á að Sigurjón verði áfram þeirra sendiherra þrátt fyrir að hann komst ekki inn á þing.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2007 | 19:49
Hafró og Bónus
Mér skilst að Hafró kanni fiskinn sem sjómenn koma með að landi og noti hann til að meta fiskinn í sjónum. Soldið merkilegt. Ég hefði haldið að sá fiskur segði okkur eingöngu hvað viðkomandi sjómenn velja til að koma með að landi. Eins og það sem ég kem með úr Bónus er fyrst og fremst lýsing á mínum smekk, þarf alls ekki að sýna dæmigerðan þverskurð á vörum Bónusar.
Ef þetta er nú allt rétt skilið hjá mér þá verð ég að segja að aðferðir Hafró eru ákaflega frumstæðar. Þær hljóta að vera misvísandi, það sér það hver heilvita maður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2007 | 18:56
Landsleikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 21:02
Lystarstol þorskanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 22:28
Glorhungraðir fiskar.
Kenningin um vanveidda glorhungraða þorska virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Ef hún er rétt, hvað þá?
Jú, eftir því sem við veiðum færri fiska því fleiri verða um fæðuna í hafinu. Þá drepast enn fleiri úr hungri og færri hafa þrek til að auka stofnstærðina.
Ef hún er röng þá er næg fæða í sjónum en við veiðum of mikið. Þá er lausnin að veiða minna svo fiskurinn hafi tækifæri til að fjölga sér.
Vesalings Einar K. að þurfa ákveða hvora leiðina við skulum fara. Hann er sjálfsagt búinn að ákveða sig fyrir löngu, því niðurstaða Hafró var ekki óvænt, a.m.k. ekki fyrir innvígða. Þegar rætt er um "þverpólitískt samráð" á hann ekki þá við að niðurstaðan verði samsuða sem muni geðjast sem flestum hagsmunaaðilum sem eitthvað mega sín. Það er pólitík. Ef ákvörðunin er alltaf pólitísk hvers vegna að reka þessa vesalings vísindamenn á haf út til að telja fiska. Í stað "þverpólitísks samráðs" er þá ekki nær að fá fjölda vísindamanna með ólíka sýn á vandamálinu og lausnir til að koma saman og ræða málin. Þetta er í raun líffræði fyrst og fremst. Halda almennilega vísindaráðstefnu, þær hafa nú verið haldnar af minna tilefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2007 | 19:32
Matvandir þorskar hjá Hafró.
Hvernig skyldi maður telja fiska. Um það er deilt. Fyrir landkrabba sem sér bara fisk á disk geta rökræðurnar heldur betur snúist fyrir manni.
Við höfum verið þokkalega hlýðin Hafró, svona nokkurn veginn fiskað fjórðunginn af stofninum, þ.e.a.s ef ég skil þetta rétt. Ef svo er hljóta 75% að geta haldið stofninum við, a.m.k. ef um væri að ræða kanínur. En nú er þorskurinn ekki kanínur. Að fiskistofn sem ætíð minnkar í mælingum þrátt fyrir hóflega veiði, það hlýtur að vera eitthvað að, við erum að missa af einhverju.
Gætu mælingarnar verið rangar, vorum við að veiða allt of stóran hluta af stofninum. Ættu þá ekki þorskarnir sem koma að landi núna að vera feitir og pattaralegir því þeir hafa nóg að éta því. mér skilst að þorskurinn sem við veiðum sé ekki feitur heldur grannur og vesældarlegur. Ætli þorskurinn sé orðinn svona matvandur hin síðari ár. Sennilega ekki, ég ætla að minnsta kosti ekki að veðja á að uppeldisfræði hafdjúpanna hafi breyst mikið. Ég held að enn gildi að eins dauði er annars brauð.
Þetta mjakast hjá mér, kannski mun ég skilja þetta einhvertímann, góð ráð vel þeginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2007 | 12:34
Heilablóðfall Moggans.
Ég var fyrst að lesa leiðara Morgunblaðsins núna um kvótakerfið. Fékk Mogginn slag eða ruddist Guðjón Arnar inn á skrifstofu Moggans og gerði hallarbyltingu.
Ég sinnti einu sinni gömlum manni sem fékk slag. Hann hafði reykt 2 pakka af Camel á dag áratugum saman. Hann jafnaði sig alveg eftir áfallið nema hann hætti að reykja og hafði enga löngun í tóbak. Það dó í honum tóbaksfíknin.
Ást Moggans á kvótakerfinu virðist hafa hafa dáið. Lengi lifi andlát kvótafíknar Moggans. Vonandi er þetta ekki Sjómannadagsóráð öldungs vegna heilabjúgs sem verður horfið eftir helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2007 | 22:12
Rússneska byltingin.
Hvítasunnudagur. Fór ekki í messu. Fór í líkamsrækt í morgun, var ég að dýrka Mammon eða hvað. Nei, líkami vor er musteri Guðs og okkur ber skylda til að varðveita og hirða um það. Þannig að messufallið veldur mér ekki neinu stórkostlegu hugarangri. Ræktaði líka fjölskylduna, við öll í sameiningu fúavörðum palla og girðingar. Þrifum og bónuðum bílinn og olíubárum sumarhúsgögnin. Allt að verða klárt fyrir gott sumar. Snakkað við nágrannana yfir lóðamörkin, sagðar fréttir af sér og sínum síðan í fyrra. Sérkennilegt hvað vorið opnar mann til mannlegra tjáskipta-kannski kom yfir okkur einhver andi.
Hvað skyldi fólk á Flateyri vera að gera. Sumir að telja peninga-þetta var nú illa sagt. Ég ætti að skammast mín, þetta er nú allt löglegt eða hvað. Ætli einhver sé að fúaverja, til hvers, ævistarfið orðið verðlaust hvort sem er. Kenna þeim á tölvur, kenna þeim íslensku, sinna ferðamönnum og þau komu til að flaka fisk. Það er eins og þetta sé ekki alveg að "fúnkera". Það er eitthvað sem ekki stemmir. Það sem ég er að vandræðast með er að rústa heilu þorpi á einni nóttu. Það er ekki alveg í anda Hvítasunnudagsins og kristinnar trúar-"það sem þér viljið að aðrir menn gjörið yður skuluð þér og þeim gjöra". Þannig séð hefði rétttrúaður maður aldrei getað útfært þetta kerfi sem kemur svona fram við þegna sína. Hvaðan kemur þá þessi skolli. Hagræðing fyrir heildina hefur heyrst í þessu samhengi. Það var karl með hökutopp sem sagði um 1917 "tilgangurinn helgar meðalið" og Rússland varð blóði drifið og bræður hjuggu hvorn annan. Nú skil ég hvar Sjálfstæðisflokkurinn fékk línuna. Þingmenn þramma inn Dómkirkjugólf árlega, án sýnilegrar betrunar á kristilegu hugafari og hegðun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)