Veruleikafirring Sjálfstæðisflokksins.

Á Alþingi Íslendinga er lítið frumvarp sem er 5 greinar og varla ein A4 síða. Oft veltir lítil þúfa stóru hlassi. Sjálfstæðismenn eru arfavitlausir og hafa uppi málþóf. Í frumvarpinu er rætt um að við Íslendingar eigum okkar eigin auðlindir. Við eigum að nýta þær á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Síðan er rætt um rétt þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu. Auk þess stofnun Stjórnlagaþings sem semur nýja stjórnarskrá.

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að við eigum okkar auðlindir. Hann vill að útvaldir gæðingar geti auðgast á  þjóðareign okkar. Afleiðing þessa er að Íslendingar verða leiguliðar í eigin landi.

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslur né Stjórnlagaþing. Hann hefur setið að völdum í 18 ár og vill engar breytingar á því. Hann vill halda áfram að stjórna og stýra landi voru. Hann er valdasjúkur-fíkill.

Sjálfstæðisflokkurinn ber mesta ábyrgð á bankahruninu sem varð í október 2008. Hann hleypti út King Kong og kallaði það frelsi einstaklingsins. Hann gaf fiskikvótann sem menn síðan veðsettu. Þeir fjármunir settu rúllettuna í gang. The rest is history. Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja þá firringu sem á sér stað innan Sjálfstæðisflokksins. Þeir röfla og rífast eins og fortíðin komi þeim ekki við. Þeir fara á Landsþing og Dabbi dópar liðið. Það er ekkert innsæi, engin ábyrgðarkennd algjör veruleikafirring bara ég um mig frá mér til mín. Vonandi vaknar þjóðin fyrir 25 apríl og áttar sig á orsökum og afleiðingum tilverunnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Algerlega sammála.

Arinbjörn Kúld, 1.4.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir með þér!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.4.2009 kl. 23:50

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr,heyr.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.4.2009 kl. 00:47

4 identicon

Sammála þessu, vel mælt. Ég held reyndar að sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórnmálaflokkur heldur trúfélag.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 13:55

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég mundi segja hagmunagæslu - veruleikafyrt - trúfélag. En í alvöru, þeir sjá að spilaborgin þeirra skelfur og skjögrar og gera BÓKSTAFLEGA ALLT til að hún hangi uppi. Hafa sennilega haldið í vetur að með því að þegja um vandann og bíða aðeins, mundi hann  líða hjá eins og vond kveisa. Svo væri bara hægt að halda leiknum áfram. Málið er bara ekki svona einfalt og nú er búið að mennta þjóðina svo vel að hún getur tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Nú er ekki hægt að segja fólki hvað sem er eins og hefur verið gert um áraraðir. Blaðran er sprungin.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.4.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband