Baráttan við Chicago heilkennið.

G20 hópurinn ákvað mikla styrki til að stytta kreppuna. Um er að ræða ríkisstyrki. Þar að auki mjög hert eftirlit með öllu misjöfnu í viðskiptum. Aflétta bankaleynd og opna skattaskjól auðmanna. Sem sagt ríkisafskipti. Sumir segja að hér sé komið að endalokum frjálshyggjunnar. Frjálshyggjumenn mótmæla því og réttilega. Sannir frjálshyggjumenn bera ábyrgð á gjörðum sínum og miða fjárfestingar sínar við að geta staðið í skilum. Þ.e.ábyrgð í viðskiptum. Því fara þeir niður með sínum fyrirtækjum. Það er svolítið öðruvísi hér á landi.

Því er mjög athyglisvert að lesa pistil Styrmis á AMX í dag. Ég gerist svo ósvífinn að afrita hluta af honum hér því það er margt vel ritað hér annað en zetan.

 Um síðustu aldamót hóf Morgunblaðið í ritstjóratíð okkar Matthíasar Johannessen mikla baráttu fyrir því, að böndum yrði komið á stórar fyrirtækjasamsteypur, sem þá voru að verða til með löggjöf til þess að koma í veg fyrir að þær gætu eignazt Ísland allt. Við töluðum fyrir daufum eyrum. Þrátt fyrir ítrekuð skrif í langan tíma urðu viðbrögð nánast engin.

Slík löggjöf hefur aldrei verið vinsæl hjá þeim, sem starfa á vettvangi viðskiptalífsins. Í ljósi sterkra áhrifa þess innan Sjálfstæðisflokksins áttum við ekki von á miklum stuðningi þaðan. Hins vegar átti ég persónuleg samtöl við forystumenn Samfylkingar á þeirri tíð og benti á, að stuðningur þess flokks við þennan málflutning mundi skipta máli. Þann stuðning var ekki að fá og ég hef aldrei skilið og mun aldrei skilja hvers vegna.

Það er hins vegar ljóst, að ströng löggjöf, sem útilokar að nýjar fyrirtækjasamsteypur, sem leggi undir sig allar eignir, sem máli skipta á Íslandi, verði til og sterk löggjöf, sem setur bankakerfinu ákveðinn starfsramma áður en einkavæðing þess hefst á ný er alger forsenda fyrir því, að „nýtt Ísland“ geti risið á rústum þess gamla.

Styrmir trúir örugglega á heilbrigða samkeppni en ekki einokun. Í skjóli þess valds sem ritstjóri stærsta dagblaðs landsins hafði reyndi hann að koma böndum á einokunarverslun á Íslandi. Ráðandi öfl innan Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar aðhylltust frekar einokun. Að minnsta kosti fékk hann ekki stuðning þaðan. Skýringin sem Styrmir vill ekki trúa er Chicago heilkennið.

http://www.uic.edu/orgs/kbc/Images/capone.jpg

Sjálfsagt er rétt hjá Styrmi að haftastefna vinstri mann muni setja einstaklingsframtakinu þröngar skorður. Sama má segja um Chicago einokunina. Sú stefna hefur kæft allt einstaklingsframtak í fæðingu. Á þetta heilkenni vill Styrmir koma böndum.Hann telur stranga löggjöf sem setur mönnum lífsreglurnar forsendu þess að hér rísi lífvænlegt samfélag manna.

Það sem er að valda mér heilabrotum er; að framansögðu getur það varla talist líklegt að Styrmir muni kjósa Sjálfstæðisflokkinn því að sögn Styrmis er honum stjórnað af einokunarsinnum. Viðskiptaráð Íslands hefur haft sitt í gegn með hjálp Sjálfstæðisflokksins. Því get ég ekki verið annað en sáttur við að hafa mann eins og Styrmi við hlið mér í baráttunni gegn Sjálfstæðisflokknum.

 

 

 


mbl.is 1,1 billjón dala í aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Gunnar Skúli, sem frjálshyggjumaður er ég á því að stórfelld ríkisafskipti G20 ríkjanna séu IMF- væðing og þjóðnýting í raun og því algerlega andstæð frjálshyggjunni. Þótt vestræn viðhorf séu þannig vel til vinstri í augnablikinu, þá er það ekki skipbrot frjálshyggjunnar, öðru nær staðfesting á gildum hennar. Í skrifum mínum vel fyrir fall Íslands í amk. ár þá grátbað ég ríkið um að seilast ekki í eignir bankanna ef þeir féllu, enda leiðir slíkt til þjóðnýtingar eins og augljóst er orðið. Sannt frjálshyggjufólk fylgir þessu: „þeim má svíða sem undir míga“. Þó ber eðlilega að hjálpa þeim einstaklingum til sjálfshjálpar sem verða undir í samfélaginu, það er óumdeilt.

 

Sjálfstæðisflokkurinn styður frjálsa samkeppni. Ríkisvæðing Vinstri Grænna eða Samfylkingar getur varla talist stuðningur við frjálsa samkeppni, enda verður skondið að fylgjast með „einkavæðingu“ leifanna af bönkunum ef þessi ríkisstjórn heldur áfram. Steingrímur og VG lætur ekki stjórn ríkisins á bönkunum af hendi, það er á hreinu.

 

Varla eru einokunarsinnar þeir sem þú lýsir áhrifamiklir í Sjálfstæðisflokknum. Ef þeir ráða Viðskiptaráði Íslands (VÍ), þá ræður það amk. alls ekki flokknum, sbr. helsta áhugamál þeirra, aðildarumsókn að ESB, sem landsfundur flokksins hafnaði:

 

Úr ályktun VÍ:

“Í þessu sambandi verður ekki hjá því litið að raunverulegir efnahagslegir kostir fylgja aðild að myntbandalagi Evrópu og Evrópusambandinu (ESB). Þeir kostir verða ekki skoðaðir til hlítar nema með aðildarumsókn. Því mælist stjórn Viðskiptaráðs Íslands til þess að þegar í stað verði skilgreind samningsmarkmið og að sótt verði um aðild að ESB í kjölfarið.”

 

Ég er feginn því að Sjálfstæðisflokkurinn stendur enn vörð um frelsi fólks til athafna í samkeppni, öllum til hagsbóta. Fyrri aðgerðir gráðugra valdaklíka, hvar í flokki sem einstaklingar þeirra standa, breyta engu um þessa réttu stefnu sjálfstætt hugsandi manneskja.

Ívar Pálsson, 3.4.2009 kl. 09:50

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Ívar og takk fyrir athugasemdina.

Eins og ég hef skilið frjálshyggjuna þá erum við tveir sammála. Ef til vill er ég að misskilja eitthvað. Minn skilningur er þessi. Ef allir þeir sem voru að stýra í bönkunum hefðu aðhyllst hreina frjálshyggju hefðu þeir aldrei fjárfest um efni fram. Þeir hefðu verið ábyrgir. Þeir hefðu reiknað með að ef illa gengi kæmi slíkt fyrst niður á þeim sjálfum. Og öfugt ef vel gengi vegna dugnaðar og eljusemi þá nytu þeir ávaxtanna. Vegna þeirra sem minna mega sín þá skapast skatttekjur fyrir ríkið af þeim sem græða og þannig væri þeim líka borgið. So far so good.

Vandamálin koma í ljós þegar kemur að uppgjöri. Hver ber ábyrgð. Hver á að borga tapið. Sem fyrr ef frjálshyggjumeinn-hreinræktaðir-hefðu stýrt hefði aldrei neitt verulegt tap myndast. Amk hefðu þeir borið það sjálfir. Þá hefði aldrei komið til neyðarlaga eða G20 fundar. Þá hefði Obama ekki þurft að beita ríkisstyrkjum og ríkisafskiptum. Þjóðnýtingin er algjört neyðarbrauð vegna ástands sem menn ráðu ekki við, né höfðu yfirsýn yfir til að meta rétt.

Verslunarráð Íslands hrósar sér af því að 90% af stefnumálum þeirra sé nú þegar orðið að lögum á Íslandi. Ég er sama sinnis og þú um ES, fátt annað en gott súkkulaði að finna í Brussel. Þar sem VÍ á bara 10% eftir þá skora ág á þig að vera vel á verði í þínum flokki því annars erum við á hraðferð til Brussel.

Mínar vangaveltur eins og Styrmis snúast um að ef raunveruleg frjálshyggja og frelsi einstaklingsins hefði ráðið för innan Sjálfstæðisflokksins værum við ekki í þeim sporum sem við eru í núna. Ef ábyrgð sem fylgir frelsi hefði ráðið för væri Geir H enn forsætisráðherra. Því spyr ég hvaða stefna er það sem ræður för innan Sjálfstæðisflokksins ef afleiðng stjórnar hans s.l. 18 ár er mesta innreið ríkisafskipta sem um getur.

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.4.2009 kl. 13:27

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sæll,

ég sá á blogginu hans Ívars (sem kommenterar hér fyrir ofan) að þú skrifaðir ansi góða grein í Moggann í dag. Hann birtir hluta greinarinnar á blogginu sínu og sá hluti er afar góður:) Ertu ekki til í að birta þetta á blogginu þínu svo við sem erum í útlöndum og erum ekki áskrifendur af Mogganum á netinu fáum notið góðs af. Ef þú vilt ekki birta hana á blogginu þá máttu gjarna senda mér hana sem word skjal á e-mail = asgeir.helgason@ki.se

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 3.4.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband