Frjálslyndir og Búsáhaldabyltingin.

Davíð Oddson er greinilega einn vinsælasti uppistandari landsins. Fátt er meira rætt en krossfesting hans. Allir bíða núna eftir upprisu hans. Mjög spennandi verður að fylgjast með þegar söfnuðurinn fyllist heilögum anda og fer að tala tungum. Látum þetta duga og snúum okkur að alvörunni.

Kosningabaráttan er að fara á fulla ferð þessa dagana. Frjálslyndi Flokkurinn hefur misst tvo þingmenn. Ýmsir hafa hætt í flokknum en á sama tíma hafa margir skráð sig í flokkinn. Summan er um það bil plús mínus núll. Ekki er um mikinn veraldlegan auð að ræða í kistum flokksins en þeim mun meiri andlegur. Nú höfum við á að skipa presti og goða, ekki slæmt.

Búsáhaldabyltingin er merkilegt fyrirbæri fyrir marga hluti. Við sem höfum aðhyllst stefnu Frjálslynda flokksins könnuðumst vel við margar kröfurnar sem komu fram þar. Gegnsæi og opin stjórnsýsla er gamalt baráttumál Frjálslyndra. Sama má segja um kvótamálið og þá spillingu sem það olli. Í málefnahandbók Frjálslyndra fyrir síðustu kosningar er stórlega varað við skuldsetningu þjóðarinnar. Einnig að auka áhrif Alþingis og hefur lýst sig andsnúinn ráðherravaldi, vill meðal annars að ráðherrar séu ekki þingmenn. Því hljómaði Búsáhaldabyltingin á margan hátt eins og stefnuskrá Frjálslynda flokksins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þið eruð vel varðir í Frjálslynda flokknum, búnir bæði presti og goða. Ég veit að presturinn er séra Karl, en hver er goðinn?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.4.2009 kl. 12:22

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sigurjón.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.4.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband