Face-saving Icesave

Icesave virðist ætla að verða minnisvarði um allt hið aumasta og versta í mannlegum samskiptum.

Hin tæra snilld Landsbankans einkenndist af græðgi og taumlausu ábyrgðarleysi. Icesave, sparifé almennings, var hugsað sem bjarghringur gjaldþrota banka og friðþæging spilltra matsfyrirtækja. Fjármálaelítan með Gordon Brown í fylkingarbrjósti hafði gert eftirlitsstofnunum ókleift að hemja hina tæru snilld. Allir gerðu hvort eð er ráð fyrir því að skattgreiðendur greiddu tapið þegar carnivalinu lyki.

Svavar, Steingrímur og Indriði hafa allir beðið þess lengi að komast að völdum. Icesave var kjörið til að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð hefðu fylgt rangri pólitík. Þjóðin þarf ekki Icesave til þess því annars hefði Sjálfstæðisflokkurinn verið endurkjörinn. Steingrímur og félagar virðast þurfa Icesave. Mér finnst það harla aum réttlæting á tilvist þeirra við stjórnvölin.

Þremenningarnir telja sig hafa gert besta hugsanlega samning. Íslenska þjóðin er þeim ósammála. Við sjáum ekki að við séum ábyrg fyrir afglöpum einkabanka eða gölluðu regluverki ESB. Þeir telja svo vera og gleðja því Gordon Brown og elítuna í City of London. 

Neitun Forseta Íslands hefur sameinað alla þessa aðila, því vilja þeir semja nú. Það sem sameinar alla þessa ólíku aðila er að þeir mega ekki verða sér til skammar, verða að halda andlitinu og ekki má sannast á þá vanhæfni né mistök. Það kallast "Face-Saving" á ensku,(preserving or intended to preserve one's dignity, self-respect, or good reputation).

Þremenningarnir verða að hafa gert góðan samning þó nýr betri komi fram. Bretar og Hollendingar verða að sýna fram á sömu niðurstöðu, þ.e. hafa gert góðan samning og síðan betri þó hann sé verri en þeir gömlu.

Fjármálaelíta ESB vill bjarga Evrunni-andlitinu og ætlar að hjálpa Grikkjum þegar skattgreiðendur þar hafa borgað eins mikið og þeir geta upp í carnival skuldina. Sami lyfseðill er notaður á Íslandi. Íslensk stjórnvöld fylgja þeirri forskrift af alúð. Í þessu forréttindaapóteki vilja sumir búa eins og margur fíkillinn.

Eldhússkápar eru rangar íverur búsáhalda, því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir því, því betra.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Satt er það Gunnar, stjórnmálamenn leggja nú nótt við dag að finna grundvöll til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um icesave.  Því miður hefur Alþingi Íslendinga í tvígang samþykkt ábyrgð almennings á gjaldþrota einkabanka í óþökk þjóðarinnar.  Nú á að reyna að friða liðið með lægri vöxtum á láni með ríkisábyrgð.  En er einhver sanngirni í því þegar þegar skuld gjaldþrota einkabanka er annars vegar?

Magnús Sigurðsson, 11.2.2010 kl. 22:37

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Magnús,

það er óásættanlegt að taka á sig skuld einkabanka. Sérstaklega með tilliti til þess að regluverk ESB gerði ráð fyrir því að einkabankar fengju frelsi með ábyrgð og ættu því að bera ábyrgð á klúðri sínu án aðkomu okkar skattgreiðenda.

Icesave og endurreisn gömlu elítunnar á Íslandi eins og Kastljós hefur bent á s.l. tvö kvöld grefur þvílíka gjá á milli okkar almennings og elítunnar að allt annað en frönsk bylting er óhugsandi.

Gunnar Skúli Ármannsson, 11.2.2010 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband