Eftir helgina.....

Stjórnvöld eru alltaf að segja að eitthvað jákvætt gerist "eftir helgina". Þannig hefur það verið síðan Jóhanna og Steingrímur tóku við. Síðan gerist ósköp fátt. Er þjóðin of óþolinmóð?

Óþolinmæðin á rætur sínar í forsendubresti sem varð öllum augljós haustið 2008. Þá kom það skírt fram að kjörnir fulltrúar sem treyst hafði verið fyrir stjórn landsins höfðu brugðist. Afleiðingar mistakanna voru sendar til þjóðarinnar. Þjóðin kaus nýja stjórn sem lofaði öllu fögru en er líka að senda afleiðingarnar til þjóðarinnar. Það er að renna upp fyrir þjóðinni að stjórnvöld, hvaða nafni sem þau nefna sig, eru bara senditíkur auðvaldsins við að koma reikningnum til almennings. Vandamálið hjá stjórnvöldum er að þrællinn er hugsi.

Við, þrælarnir, viljum frelsi frá valdi auðmagnsins. Hljómar eins og kommúnistaávarpið en er ljósár frá því fyrirbæri. Almenningur er farinn að gera sér grein fyrir eðli hlutanna. Fólk er að átta sig á því að ekki er sjálfgefið að greiða skuld hvað sem það kostar. Að leggja fjölskyldur og efnahag einstaklinga í rúst er of mikið til að greiða einhverja skuld. Skuld sem var búin til í tölvu, tölur á skjá sem voru fluttar frá einni bankabók í aðra bankabók og síðan að lokum í bankabók bankans. Er slíkt talnaflakk nægur grundvöllur fyrir uppboði á heimili, ævistarfi, almennings á Íslandi.

Þarna greinir þjóðina og stjórnvöld á. Forvitnilegt verður að fylgjast með því hvort þau öfl sem vilja hag almennings sem mestan beri gæfu til að snúa bökum saman. Þá þurfum við ekki að bíða neitt fram yfir helgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er góð nafngift á stjórnunarstílinn:  "Eftir helgina..." heitir hann héðan í frá.

Jens Guð, 12.2.2010 kl. 22:09

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er rangt hjá þér Gunnar Skúli að stjórnvöld hvaða nafni sem þau nefnast séu bara senditíkur auðvaldsins. 

Fyrri stjórnvöld gerðu mistök og sæmilega velgefið fólk lærir af mistökum.  Núverandi stjórnvöld vita um mistök fyrverandi stjórnvalda og þann vanda sem fyrir stendur, en vit þeirra gagnast ekki, því miður. 

Það er ekki sangjarnt að ætlast til að Íslensk stjórnvöld  hafi verið forvitrari en gömul og langreynd stjórnvöld miljóna samfélaga, þau eiga í basli líka. 

Hrólfur Þ Hraundal, 12.2.2010 kl. 22:52

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Hrólfur,

Fyrrverandi og núverandi stjórnvöld hafa verið senditikur. Erlend stjórnvöld eru senditíkur. Það er ekki um mistök að ræða heldur einbeittan vilja um að koma hlutunum fyrir á ákveðinn hátt. Meðan við áttum okkur ekki á því er ekki von á góðu.

Gunnar Skúli Ármannsson, 12.2.2010 kl. 23:28

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Fjórflokkurinn eins og hann leggur sig er eins og þú segir Gunnar Skúli, senditík. Auk þess er hann varðhundur fjármagseigenda og þar með auðvaldsins. Hagsmunir fjórflokksins og auðvaldsins fara saman. Þeirra eina markmið er að endurvekja og viðhalda gamla kerfinu þar sem völd og áhrif þeirra eru óskert og án afskipta þessa almennings. Eins og þú segir þá mun ekkert breytast nema við viljum það og berjumst fyrir því.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 13.2.2010 kl. 08:57

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Senditík eða ekki senditík. Fjórflokkurinn er valdaklíka sem innbyrðis tekst á um völd. Allir hafa þeir stefnuskrár sem annað hvort eru hunsaðar vísvitandi eða ómeðvitað. Mér hugnast umhverfisstefna Vinstri grænna og sannarlega hefur flokkurinn haft meiri tilburði til að hindra níðslutihneigingar auðmagnsins en aðrir flokkar. Þegar kemur að nýtingu fiskistofnanna kemur í ljós að þar hafa sendimenn græðginnar keypt sér velvild svo ekkert gengur né rekur vegna þess að ekki má skerða hár á höfði sægreifa.

Spillingu eyðir enginn nema fólkið á götunni ef það nær að sameinast um fá en knöpp stefnumál. Tuð og skæklatog um hagvaxtarleiðir er ómerkileg aðferð við að drepa málum á dreif og sundra fólkinu.

Við erum flest læs og sum aukinheldur skrifandi. Við þurfum ekki að gapa eins og sauðir uppá ármenn þessara geldu og spilltu pólitíkusa. Gleymum því ekki að þeir voru- rétt eins og við hluti af fólkinu á götunni og allt þar til settust að umboði okkar til að tala niður til okkar á óskiljanlegri tungu alviskunnar þurftu þeir að fara á klósettið með sömu tilburðum og við.

Ekkert meiri reisn yfir þeim þar en okkur.

Nú er komið að okkur að banna þeim að ganga örna sinna inni í okkar híbýlum lengur en orðið er.

Takk fyrir góða hugvekju Gunnar Skúli.

Lifi byltingin! 

Árni Gunnarsson, 13.2.2010 kl. 11:12

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Langar til að benda á þetta myndband hæfir vel hugleiðingunni hér að ofan.

http://www.youtube.com/watch?v=peiTfY7Bx4c 

Magnús Sigurðsson, 15.2.2010 kl. 10:39

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér Gunnar Skúli.  Við verðum að snúa bökum saman og fara að mótmæla af krafti.  Þetta gengur ekki lengur.  Þau hafa engin svör ekki heldur á morgun eða eftir helgi, eftir mánuð eða ár.  Þau ætla nefnilega ekki að gera neitt nema pína okkur inn í Evrópusambandið.  þau ættu að fylgjast með Grikklandi.  Eg er svo reið við þetta kerlingarhró að ég myndi sennilega...... nei ég má ekki segja það.  En það er eins gott að hún er ekkert á vegi mínum þessa dagana. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2010 kl. 20:18

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Beinskeytni þín er svo beinskeytt að það er nærri því kómískt en upphafið er nákvæmlega það sem við ættum öll að vera búin að átta okkur á. Frá því í vor höfum við verðið á endalausri bið og sú bið stendur enn!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.2.2010 kl. 00:08

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég ætlaði að segja að beinskeytni þín væri svo yfirveguð og nákvæm... en mér sýnist merkingin alveg hafa skilað sér samt

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.2.2010 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband