Er Steingrímur spennufíkill?

Lilja vill sáttasemjara. Af því leiðir að óuppgerð mál liggja fyrir milli Íslands og hinna landanna. Steingrímur virðist sammála Bretum að samningur liggi fyrir og samkvæmt Dönum ætlar hann bara að fá hann samþykktan á Íslandi og þá er málið dautt. Þau tilheyra mismunandi sjónarmiðum um hag Íslands á næstu árum. Hefur í raun mun meiri tengsl við hagræna hagfræði en pólitík.

Margir eru sama sinnis og Lilja að það sé mikil óvissa hvort við getum staðið í skilum. Af þeim sökum sé það mjög óráðlegt að taka á sig frekari skuldir fyrr en þeirri óvissu sé eytt. Ein aðferð var að hafa fyrirvara til að minnka líkur á greiðsluþroti Íslands, því höfnuðu Bretar og Hollendingar.

Bretum og Hollendingum má vera vel ljóst hversu illa við stöndum og að byrðin er okkur mun þyngri en þeim. Ef við lendum í greiðsluþroti vegna skulda okkar þarf að gera róttækar ráðstafanir. Þær gætu falið í sér sölu á náttúruauðlindum okkar. Hvað gengur Bretum til? Eru þeir bara að hefna sín vegna Þorskastríðanna? Vilja þeir auðlindir okkar? Vilja þeir með ESB beygja okkur í duftið þannig að við dettum nær dauð inn fyrir þröskuldinn á ESB? Er einhver trygging fyrir endurlífgun?

Er Steingrímur spennufíkill?

Lilja og margir af okkar kynslóð höfum mikinn áhuga á því að búa áfram á Íslandi. Við kunnum ekki að meta þessa léttúð varðandi framtíð okkar.

http://silfuregils.eyjan.is/wp-content/uploads/2008/04/noeu_320.png


mbl.is Vill þýskan sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er ég ekki sammála Lilju,að fá aðaldrottnara(þjóðverjar) ESB til að leiða okkur létta braut í Icesave,,,,,,nei gengur ekki.

Númi (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 22:12

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Flott þetta ekkert E.S.B.merki,kom.,   til að segja það,með þýskarann er ég ekki viss.

Helga Kristjánsdóttir, 9.1.2010 kl. 22:51

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Steiongrímur er mikill rausæismaður, með báða fætur á jörðinni í þessu ICESAVE máli. Hann er hins vegar enn efins um ESB, en þegar hann sér hina raunverulegu niðurstöðu samninga mun hann skipta um skoðun, eins og í ICESAVE málinu. Skynsamur maður Steingrímur J.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.1.2010 kl. 17:37

4 Smámynd: Halla Rut

Vel sást í fréttum í kvöld hve þreyttur Steingrímur er enda örugglega erfitt fyrir mann eins og Steingrím að yfirgefa sannfæringuna sína.

Hólmfríður...efins um ESB ertu að grínast? Hingað til hefur hann verið alfarið á móti ESB en samþykkti samt umsóknina í sambandið eingöngu til að þóknast Samfylkingunni. Er það í lagi eða er það að svíkja þann eyð er hann sór sem þingmaður?

Halla Rut , 10.1.2010 kl. 20:36

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Hólmfríður,

ertu að tala um sama samning og Lettar/Írar/Grikkir skrifuðu undir?

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.1.2010 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband