Hafa erlendir lánadrottnar kosningarétt á Íslandi?

Nú er þjóðaratkvæðagreiðsla komin á koppinn. Vonandi er múrinn hruninn. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur verða að reglu þá er komið aðhald á okkar kjörnu fulltrúa.

Atkvæðagreiðslan núna um Icesave-II er mjög mikilvæg. Ástæðan er meðal annars sú að sennilega er þetta í fyrsta skiptið sem þjóð greiðir atkvæði um sín eigin greiðslukjör. Það er ástæðan fyrir því að öll heimspressan hrökk í kút. Þessi hugmynd að einhver ætlar ekki að greiða eins og lánadrottnar segja til um er greinilega óvænt uppákoma.

Reyndar er það ekki rétt. Það kannast allir við sögur um menn sem ganga inn í bankana og segja við þá; þetta er það sem ég get borgað. Lánadrottnar þekkja og óttast slíkar uppákomur. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa trygg veð eða pottþéttan lánasamning fyrir lánadrottnana. Út á þetta gengur deilan um fyrirvarana. Því er það nokkuð augljóst að allir Íslendingar munu fella Icesave-II því ekki hafa útlendingar kosningarétt hér á landi.

http://www.intheiropinion.com/uploads/image/bank(1).jpg


mbl.is Lög um þjóðaratkvæði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kannast allir við sögur um menn sem ganga inn í bankana og segja við þá; þetta er það sem ég get borgað.

Þetta er kjarni málsins.

Þó það kæmi á daginn að það væri 100% lagalega vissa um að okkur bæri skylda til að borga getum við ekki tekist á hendur meiri skuldbindingu en þjóðarbúið ræður við.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 00:41

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Theódór,

ég er sammála þér og byggi ég það á lestri mínum á skýrslum og töflum um skuldastöðu þjóðarinnar. Við getum ekki staðið í skilum og virðist sem menn vilji ekki horfast í augu við það.

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.1.2010 kl. 00:48

3 identicon

Næst þegar ég fer að versla í matinn þá vil ég að þú borgir fyrir mig.

Ómar (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 05:39

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er alltaf hlustað á þá sem segja, þetta er það sem ég get borgað?

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2010 kl. 06:00

5 identicon

Svo á engin hlutlaus kynning að vera á þjóðaratkvæðagreiðslunni eða hvað?

"Á kjörseðli skal koma fram eftirfarandi: „Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?“ Á kjörseðli skulu gefnir tveir möguleikar á svari, þ.e. „Já, þau eiga að halda gildi“ og „Nei, þau eiga að falla úr gildi“. “

Cilla (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 06:10

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sjálfsagt Ómar ef þú ert þá gjaldþrota skal ég fara með þér og versla í matinn fyrir þig.

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.1.2010 kl. 12:19

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Hólmfríður,

þetta er MJÖG góð spurning. Í okkar tilfelli er þetta ein af kjarnaspurningunum. Spurningin er svo mikilvæg því hún kemur inn á hvernig við borgum hana. Sem einstaklingur getur maður látið rúa sig inn að skinni. Strax og þú ert orðin ábyrgur fyrir fjölskyldu, börnum vandast málið. Verður þá ekki að miða greiðslur við að forða börnunum frá verstu afleiðingunum. Eiga börnin til að mynda að erfa skuldina. Þegar kemur að þjóð flækist málið enn frekar.

Margar þjóðir hafa skrifað upp á skuldir og geta ekki brauðfætt þjóðir sínar. Það er glæpur. Ef við skuldsetjum okkur svo illilega að þjóðin sé rúin inn að skinni þá er það glæpur. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.1.2010 kl. 12:28

8 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Cilla, þetta er einfalt og auðlesið....

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.1.2010 kl. 12:29

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Er alltaf hlustað á þá sem segja, þetta er það sem ég get borgað?

Já Hólmfríður það er alltaf hlustað á þá sem menn eru að semja við. Síðan verður að vega og meta hvort menn treysta viðkomandi til að standa við loforð eða ekki.

Mér finnst þessi staða (að við ætlum að borga þó við séum ekki lögbundin til þess )vera svipuð og ef dóttir mín lenti í því að geta ekki borgað skuld sem hún hefði komið sér í. Sem meðvirk móðir myndi ég fara til lánadrottins og segja. " þú getur ekki náð neinu af henni en ég er til í að borga ákveðið hlutfall af þessari skuld ef þú gerir hana ekki gjaldþrota. Þá þarf ég að fá að greiða á x mörgum árum og ekki hærri vexti en x . Take it or leave it. Afar einfalt. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.1.2010 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband