Ólafur krufði líkið

 Ef Ólafur hefði samþykkt lögin hefði sjálfsagt lítið gerst nema þá hér innanlands. Í staðinn er fjandinn laus. Viðbrögð landans eru mismunandi, sumir telja þetta setja okkur í mikinn og ófyrirséðan vanda- mikla óvissu. Aðrir telja þetta vera upphafið af einhverju nýju og betra. Fésbókin og bloggið logar. Margir sem reyndu að spila sig hlutlausa opinbera sig. Ísland er í sviðsljósinu. Bretar og Hollendingar eru FOXillir, hóta öllu illu og vildu helst senda her sinn hingað. Ríkisstjórnin er í fýlu og með allt niðrum sig. Þjóðin er að hugsa og pæla.

Hægt og bítandi kristallast umræðan í þá átt; hverjir standa með Íslendingum og hverjir ekki.

Upphlaup Ólafs er tækifæri til að hnika málum okkar til hagsbótar fyrir íslenska þjóð. Það er ef til vill dauðadæmt en það gefur okkur tækifæri að drepast ekki hljóðalaust. Það er mjög sérkennilegt að upplifa hvernig sumir hóta stjórnarslitum, berjast með öllum tiltækum ráðum gegn þeim jákvæðu áhrifum sem ákvörðun forsetans hefur haft. Án þess að ég hafi annað en mína eigin kunnáttu, þá virðist mér sem svo að þeir sem eru mest á móti ákvörðun forsetans og þeirri krufningu sem Icesave hefur lent í, aðallega vera heittrúaðir Evrópusinnar. 

Líkið hefði betur verið krufið fyrr.

 

http://www.elektrogesetz.com/media/eu_blue.gif

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já Gunnar Skúli, þetta er afar undarlegt ástand, svo undarlegt að maður þorir varla að blogga né tjá sig nema á þeim síðum sem maður er nokkuð öruggur um að verða ekki kallaður föðrulandssvikari, landráðamaður, lydda, hálfviti og þaðan af verra. Meira segja á fésbók þá veigar maður sér við að kommenta hjá sumum. Segi þó enn mína meiningu á bókinni. En þróunin í umræðunni strax á öðrum degi í erlendum fjölmiðlum kveikir smá von.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 7.1.2010 kl. 02:46

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að þegar öll mál tengd IceSlave verða krufin til mergjar, verði bara ein niðurstaða.  Okkur bar engin skylda til þess að borga eina einustu krónu.  Allt kapp var lagt á það að gera hvað sem var til þess að tryggja okkur snögga inngöngu í ESB, allt í boði samspillingarinnar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.1.2010 kl. 02:58

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Smmála ykkur báðum

Gunnar Skúli Ármannsson, 7.1.2010 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband