Joly er nagli en hlustið samt líka eftir skröltinu í skriðdrekunum...

Joly er nagli, það er augljóst. Alltaf þegar hún talar til okkar Íslendinga finnst mér eins og hana langi til að segja eftirfarandi. Þið Íslendingar eru svo sundurþykk þjóð sem virðist ekki geta staðið saman og eltist við hagsmunaklíkur endalaust. Sjáið það sem skiptir máli. Sameinist. Þið eruð gáfum gædd, það er bara þessi einbeitti vilji að una engum neins, það sem rak okkur frá Noregi á sínum tíma. Eða við vorum rekin burt.

Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg? Tja...ekki beint en þó...

Ef fjórflokknum tekst ekki að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu munum við eiga þess kost að ákveða okkur sjálf, að vel athuguðu máli og vel meðvituð um ábyrgð okkar. Þ.e. upplýst ákvörðun. Það er reyndar eitur í beinum fjórflokksins. Þau vilja bara kosningar á fjögurra ára fresti, kosningaloforð sem síðan er hægt að svíkja. Þjóðaratkvæðagreiðslur á kjörtímabilinu setja þessari hegðun skorður og þau túlka það sem skerðingu á frelsi sínu til athafna, þ.e að svíkja kosningaloforð.

Ef við viljum vera þjóð meðal þjóða, þá meina ég langtum lengra aftur í tímann en tilvist Evrópusambandsins nær, verðum við að standa í lappirnar og fá okkar kosningu.

Ef við fellum lögin þá er samningsstaða okkar mun sterkari.

Samningsstaða okkar er sterk því öllum á óvart þá var þjóð gefin lýðræðislegur möguleiki á að segja skoðun sína á greiðslufyrirkomulagi lána. Lánadrottnar vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið enda er allt vitlaust eins og fólk hefur orðið vart við.

Svar lánadrottna hingað til við slíku nöldri er að senda skriðdrekana fram á völlinn.

Leggið við hlustir, skröltið leynir sér ekki og jafnvel innanlands.

Sagan hefur tilhneigingu til að endurtaka sig.

http://jazzroc.files.wordpress.com/2008/10/quislingblix1.jpg


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband