14:0

Ég sit hér að kveldi og það er að síast inn í kollinn á mér að ríkisstjórnin mætti til vinnu í morgun ólesin, eina ferðina enn. Þau hefðu átt að hafa tilbúna áætlun við báðum möguleikunum. Að margir erlendir fjölmiðlar skelltu því upp á forsíðu að við ætluðum bara alls ekkert að borga sýndi það að andstæðingar okkar voru búnir að gera heimavinnuna.

Að óvissa sé í tilverunni er alvanalegt og við hljótum að þola það. Það sem skiptir máli er að þjóðin standi saman. Það er það sem venjulega gerist hjá þjóðum. Það er glórulaust að bölva forsetanum. Það hefur engan tilgang úr þessu. Að velta sér upp úr öllu því sem hugsanlega getur gerst er tilgangslítið. Það sem skiptir máli er að kynna málstað okkar. Hefur það verið gert?

Það er að sjálfu sér ákveðið upplausnarástand og mikilvægt að nota þá frjósemi til góðs. Þrátt fyrir skulum við vera viðbúin öllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

"Hefðu þeir átt"??????

Billegt að segja þetta núna.
Þú hefur smíðar áróðursmaskínu fyrir erlenda aðila á einni nóttu.
Auk þess hefði þurft margra mánaða þrotlausa kynningavinnu í
þeirri veiku  von að fá aðrar þjóðir á okkar band.

Á sama tíma hefði verið erfitt að semja við B&H og takast á við þingið.

Glórulaus krafa hjá þér Gunnar.

 

Páll Blöndal, 6.1.2010 kl. 00:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér Gunnar Skúli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2010 kl. 00:20

3 identicon

Páll Blöndal: Er það margra mánaða vinna að setja saman 2x 3-4 bls. upplýsingabæklinga fyrir fjölmiðla á t.d ensku, frönsku, þýsku og norðurlandamálunum? Einn fyrir samþykkt og annan fyrir synjun.

Ég er hræddur um að Jóhanna og Steingrímur hafi ekki unnið sér inn nein skátamerki í dag.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 00:25

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég held að það sé töluvert ódýrara að kynna málstað okkar Íslendinga í Icesave-málinu en það kostar okkur að vinna í ESB-aðildarumsókninni og það að borga Icesave skv. þeim skilmálum Breta og Hollendinga sem voru inni í lögunum sem forsetinn vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.1.2010 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband