Tökum við saman höndum eða mun þjóðin sundrast?

Ef við einföldum tilveruna þá getum við sagt að Samfylkingin vilji samþykkja Icesave til að komast inn í ESB. Vg vill samþykkja Icesave til að tolla í ríkisstjórn. Rökstuðningur fyrir samþykkt staðfestir þetta. Enginn(ESB) vill vera vinur okkar og stjórnin er fallin ef málið kemst ekki í gegn.

Það er ágætt að hugleiða þetta meðan Ólafur hugsar málið.

Sjálfstæðismönnum og Framsókn kitlar örugglega að gera núverandi stjórnvöldum skráveifu. Ég tel þó að þeir leggi ekki í stjórn strax því Austurvöllur myndi fyllast af fólki um leið.

Hvernig komst þjóðþing okkar í þessa heimskulegu klemmu?

Samningagerðin mistókst vegna vanhæfni og skorts á sérhæfðri aðstoð. Einnig gerðu menn sér enga grein fyrir því hversu stór skuldin væri og hversu þungbær hún yrði með öðrum skuldum okkar. Þar er þáttur stjórnsýslunnar stór sem átti að hafa það á hreinu hvað við skulduðum mikið. Sá þáttur brást. Það er ekki ennþá búið að tína til allar skuldir okkar íslendinga.

Vegna einstrengingsháttar ákvað Steingrímur að setja undir sig hausinn og koma þessu í gegn. Allir sem eru eldri en tvævetur vita hvernig hann hefði hagað sér ef hann hefði verið í stjórnarandstöðu. Einnig vildi hann bjarga Svavari formanni samninganefndarinnar. Flumbrugangurinn með samninginn og afgreiðslu hans á þingi minnir meira á hreppapólitík en vandaða lagagerð hjá þjóðþingi.

Það sem gerði þetta mögulegt var afstað Samfylkingarinnar. Ef þau væru ekki á förum til útlanda myndu þau leggja meiri rækt við hreiðurgerðina. Tveir heimakærir flokkar hefðu örugglega hugsað sig betur um. Sú staðreynd að Samfylkingin stefnir leynt og ljóst að aðild að Evrópusambandinu gerir þau mjög höll undir Breta og Hollendinga.

Þjóðaratkvæðagreiðsla leysir sennilega ekki þennan þinglega vanda. Hún mun gefa okkur niðurstöðu sem þjóðin sjálf ber ábyrgð á. Þjóðin vildi þessa ríkisstjórn í vor en er ekki sátt við Icesave. Ef ríkisstjórnin vill ekki þjóðina vegna þess að hún vill ekki Icesave er okkur nokkur vandi á höndum. Ég held að þjóðin vilji þing sem vilji hvorki Icesave né ESB. Einhverstaðar er fleygur til staðar.

http://www.learnersdictionary.com/art/ld/wedge_rev.gif

 


mbl.is Ekkert við frestinum að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er búið að draga stóran hóp áf fólki á asnaeyrunum mánuðum saman í nafni ICESAVE. Það eru Hrun-flokkarnir sem það hafa gert, með því að tefja uppbyggingu, með því að rugla fólk í rýminu, tala gegn ESB, tala gegn öllu sem núverandi stjórn er að gera. Þeir vilja bara komast aftur að kötlunum vegna þess að valda og peningaklíkur þeirra er að missa völdin. Þær klíkur eru ótrúlega marga og ótrúlega stórar. Svo eru þær svo samflæktar að þegar þær falla mun það verða mikill skellur fyrir marga valdamikla aðila í samfélaginu. Þeim er slétt sama um fólkið og Austurvöllinn. Andstaða þeirra við ESB er fyrst og fremst fólgin í regluverki sambandsins sem mun með hertu eftirlitskerfi setja klíkunum þrengri skorður, jafnvel leysa einhverjar upp.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.1.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sérðu einhverja aðra leið Hólmfríður en að sundra þjóðinni með ESB?

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.1.2010 kl. 23:07

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samsæriskenningar evrópuástandskerlinganna verða þykkari og torræðari með hverju orði þessa dagana.  Það er annars ekki alskostar rétt að þjóðin sé klofin. Það er örlítil flís sem er á annarri skoðun en langmestur meirihlutinn. Sú flís samanstendur að mestu af sértrúarsöfnuðinum Samspillingunni.  Að lesa túlkanir þeirra og útúrsnúninga er eins og að lesa túlkunarloftfimleika Snorra í Betel eða Gunnars í Krossinum á Mósebókunum.

 Á ekki læknisfræðin eitthvað nafn á svona sjúklegan þvergyrðing og afneitun?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.1.2010 kl. 06:46

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð samantekt hjá þér Gunnar Skúli.  Ég er líka sammála Jóni Steinari að hreingerningarþvottur samfylkingarinnar og Steingríms verður sífellt pínlegri og aumkunarverðari eftir því sem meira upplýsist um hvernig málin hafa þróast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2010 kl. 11:23

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þjóðin er nú þegar sundruð og það big time. Það eina sem getur sameinað þjóðina er réttlæti. Við vitum öll hvað það þýðir.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 4.1.2010 kl. 17:04

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar - ætlar félagið, þ.e. borgarafunda-félagið, að hittast aftur á næstunni.

Gat ekki komist vegna anna í vinnu, á síðasta fund fyrir jól.

Hef síðan tékkað síðustu 2 mánudagskvöld, hvort einhver sé fundurinn á svipuðum tíma, síðustu 2. mánudaga.

einarbb@gmail.com

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.1.2010 kl. 23:04

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Einar,

Opinn Borgarfundur hefur enn ekki boðað til fundar. Gunni Sig er að klára myndina sína sem verður frumsýnd 20 jan. Þangað til er sennilega ekki mikill tími. 

Ef svo skildi fara að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um Icesave þá er komið ágætis efni fyrir Opinn Borgarfund. Ef Óli samþykkir hittumst við bara í Mími að læra norsku.

Gunnar Skúli Ármannsson, 5.1.2010 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband