1.1.2010 | 21:31
Bessastaðir kl 10:30 í fyrramálið og koma svo
Við skulum taka daginn snemma og mæta tímanlega svo athöfnin verði fumlaus og virðuleg.
Mörgum virðist órótt vegna undirskriftanna og telja Ísland einangrast í eilífðri fátækt ef forsetinn skrifar ekki undir.
Vil minna á að til eru staðfest lög frá því í sumar sem segja til um greiðslur á Icesave skuldunum. Því er ekki um það að ræða að fólk haldi að Icesave skuldin hverfi. Fólk vill ekki hafa greiðslurnar án fyrirvaranna. Án fyrirvaranna er landið okkar og gæði þess sett að veði fyrir skuldunum. Um þetta atriði snýst málið, fólk vill eiga landið sitt.
Stjórnarsinnar sjá þetta sem tilraun til að fella núverandi ríkisstjórn. Mín undirskrift hjá inDefence er ekki í þeim tilgangi. Því miður hefur framganga ríkisstjórnarinnar í vetur stefnt lífi hennar í voða. Mikil óánægja er meðal fólks með viðhorf hennar til skuldastöðu Íslands. Það viðhorf er reyndar nátengt Icesave. Stjórnin hefur kappkostað að gera lítið úr skuldum okkar til að við samþykkjum Icesave. Sá gjörningur gæti orðið okkur hættulegur, því ef við vanmetum vandamálið gætum við anað áfram að hætti okkar árið 2007.
Sjá annars hugleiðingar mínar í gær.
Áskorun afhent í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Mannréttindi, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já það er rétt að ýmislegt þarf að skoða í þessu máli. Ég hef verið allmikill pendúll. Var næstum búinn að útiloka þegar Svavar kom inn í þetta. Hann hefur lítið gert til að bæta.
Njörður Helgason, 1.1.2010 kl. 22:58
Sæll Njörður,
mér fannst skaupið ná þessu ágætlega með samband þeirra Steingríms og Svavars.
Gunnar Skúli Ármannsson, 1.1.2010 kl. 23:22
Af hverju skyldu Bretar og Hollendingar ekki sætta sig við að þessir afarkostir verði ekki að lögum? Við ætlum að borga það sem VIÐ eigum ekki að borga - en bara ef við getum - skv. áður samþykktum lögum. Ef við ráðum við þá kosti, verða engin vandræði. Trúa Bretar og Hollendingar því ekki að við getum það?
Erlingur Friðriksson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 23:35
Takk fyrir að standa alltaf vaktina Gunnar:)
Þetta er góður punktur hjá þér Erlingur
Þá er líka einkennilegt að Bretar og Hollendingar vilja varpa allri áhættunni á eignasafninu á okkur þrátt fyrir að mikið hefur verið rætt um að eignasafnið nægi til að standa undir þessu nánast í topp, maður hefur heyrt allt upp 100% hrökkva af vörum JS og SJS
Í einum af leynigögnunum í möppunni frægu kemur fram að strax í upphafi samningsumþóttanna (nóvember 2008) þrýsta bresku og hollensku samningamennirnir hart á um að ná lendingu m.a. vegna þess að þeir telja að eignir Landsbankans séu að rýrna svo hratt...
Birgitta Jónsdóttir, 1.1.2010 kl. 23:42
Börnin fá nefnilega kennitölu við fæðingu - skattborgara-.útsæði-framtíðarinnar.
Flestir skýra börnin sín, en hvernig hugsar fólk um framtíð þeirra.
Framtíð barnanna og Íslendinga allra!
Guðbjörg Hrafnsdóttir, 2.1.2010 kl. 00:55
Egill Helga gerði smá könnun og tók út hundrað nöfn og 19 þeirra reyndust einstaklingar fæddir á árunum 2004-2008. ,,Í þessum hópi er talsvert af unglingum sem vantar ekki mikið upp á að verða kjörgengir, en líka börn – þeir yngstu á listanum eru fæddir 2004, 2005, 2007 og tveir sem eru fæddir 2008, og strax komnir í tölvuna".
Valsól (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 11:37
Sæll Gunnar Skúli og gleðilegt nýtt ár 2010 - og takk fyrir gamla árið.
Nú er Bessastaðafundurinn vel og fallega yfirstaðinn með miklum sóma-
Erlendir fjölmiðlar byrjaðir með hræðsluáróður - því þeirra landa stjórnvöld óttast íslensku þjóðina og þá lúsahreinsun sem henni væri trúandi til að framkvæma á erlendum fjárkúgurum.
Hefur þitt fólk í Sumarhúsum ekki íhugað og rætt að kynna sjónarmið og stöðu íslensku þjóðarinnar í þessum erlendu fjölmiðlum - það er íslenska þjóðin sem á leik - NÚNA -
og ekki á aðra að treysta - þú og þitt Sumarhúsafólk hafið sýnt og sannað að þið eruð sjófær.Ég álít að það væri best sem fyrst.
Gott væri að fá þitt sjónarmið á þessu máli.
Með góðri kveðju.
Benedikta E, 2.1.2010 kl. 14:25
Valsól þú skalt ekki hafa miklar áhyggjur af þessu. Listarnir er yfirfarðir reglulega og nöfn barna færð á sérstakan lista sem ekki telst með. Það voru tekin 1000 nöfn út af listanum í nótt. Það sem mér finnst sérstaklega athyglisvert er að nöfn fjögurra stórnarliða eru á listanum og hafa þeir staðfest það. Ég hitti Indefencemenn eftir fundinn með Ólafi og sögðust þeir mjög ánægðir með fundinn.
Helga Þórðardóttir, 2.1.2010 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.