Síðasta frjálsa kosning Alþingismanna

Ég var á þingpöllum í allt kvöld. Báðir synirnir mínir voru með, hugsanlegir greiðendur Icesave. Það var mjög sérstök upplifun að fylgjast með þingmönnum svona þráðbeint.

Eftir að hafa hlustað á allar ræðurnar í kvöld rann það upp fyrir mér dýrasti maður Íslands er Davíð Oddson. Hatur núverandi ríkisstjórnar á Davíð er svo mikið að þjóðinni skal refsað með Icesave. Það var nefnilega þessi þjóð sem vogaði sér að kjósa hann og því skal henni refsað. Það sem mér sárnar mest að ég hef aldrei kosið Davíð, en eftir að hafa horft á Steingrím og co fremja hórdóm á vinstri pólitík vitum við fæst hvað við kjósum næst.

Við munum aldrei kjósa neinn af þeim sem sögðu já við Icesave, það er víst.

Reyndar hefur það takmarkaða þýðingu úr þessu því AGS mun ráða för á Íslandi til frambúðar. Núna hefur Icesave hindruninni verið rutt úr vegi og eftir það getur AGS farið að taka til hendinni á Íslandi. Um miðjan janúar mun AGS koma með nýja endurskoðun og þá mun sjálfsagt koma fram betur hvernig þeir hafa hugsað sér að við stöndum í skilum við lánadrottna okkar. Ég kvíð því,þjóð mín á ekki slíkt skilið bara vegna löngunar útlendinga í auðlindir okkar. Mér mun ætið verða það óskiljanlegt hvernig Steingrími detti það í hug að við kunnum að meta þessi örlög.

Samfylkingin hugsar bara um ESB í þessu máli og aflífaði þar með áhuga minn á þeim klúbbi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband