Góð hugmynd og bætir andrúmsloftið á Alþingi

Það var sérstakt að fylgjast með Alþingismönnum í dag, ég sat á pöllunum. Ég frétti af því að óvissuatkvæðin væru umsetin. Þeir sem voru búnir að gera upp hug sinn voru flestir að taka þátt í þingfundinum.

Tilveran fyrir utan virtist ekki vera í tengslum við þingsalinn. Gamlir refir raða sér í feita stóla í Íslandsbanka. Ráðherrar bera af sér ábyrgð á þessum ráðningum. Þjóðin nær ekki inn á þing því hún vill ekki Icesave í sinni nýjustu mynd. Þess vegna er það vel til fundið að veita okkur möguleika á að kjósa um Icesave. Við berum þá öll sameiginlega ábyrgð, föllum og stöndum með niðurstöðunni. Ekki við nokkurn að sakast nema heimska þjóð.

Er það ekki gott skref í átt að nýju Íslandi að hafa eina þjóðaratkvæðagreiðslu?

http://www.wilsonsalmanac.com/images1/feast_fools.gif


mbl.is Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því að þetta er ef til vill eina lausnin sem felur í sér einhversskonar sátt fyrir þjóðina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband