26.12.2009 | 19:18
Að hafna Icesave er sennilega andstætt náttúruvernd
Milli jóla og nýárs mun Icesave verða samþykkt. Það verður mikill léttir fyrir alla Íslendinga. Þeir sem hafa kynnt sér málið og skilja það munu afskrifa Ísland. Þá mun fólk hefjast handa við að skipuleggja framtíð sína fyrir sjálft sig. Við munum hætta að standa í þessu brölti fyrir þjóðina og hugsa eingöngu um eigin hag. Orrustan töpuð og bara að viðurkenna það.
Þegar maður hugsar aðeins út fyrir kassann, hugsar í víðara samhengi er þetta augljóst. Það eru á hverjum degi einhverjar dýra- og plöntutegundir að koma og fara. Þjóðir koma og fara, það er hinn eðlilegi gangur sögunnar, hvað er maður að æsa sig? Hvernig gat nokkrum Íslendingum dottið í hug að stöðva þróun sem þeir hafa ekkert vald til að hafa áhrif á.
Í sinni einföldustu mynd er staðan eftirfarandi: Ísland er gjaldþrota, við lestur skýrslu AGS er það augljóst. Þar að auki munu fleiri skuldir eiga eftir að bætast við og síðan að sjálfsögðu Icesave. Áætlun AGS stenst ekki, hún er óframkvæmanleg. Þegar viljayfirlýsing Jóhönnu og Steingríms við AGS er lesin sér maður hvað er í vændum. Niðurskurður og fátækt. Lausn AGS verður meiri lántaka og vaxtagreiðslur að eilífu.
Vandinn er sérkennilegur. Ef allir Íslendingar hefðu lesið skýrslu AGS, viljayfirlýsingu stjórnvalda við AGS og velt fyrir sér skuldastöðu okkar væru allir á móti Icesave, líka á Alþingi. Þess vegna hafa andstæðingar Icesave ekkert vald.
AGS vill að við samþykkjum Icesave. Meðan það er ógert beita þeir okkur þrýstingi. Þegar Icesave er samþykkt þurfa þeir ekki að beita okkur þrýstingi. Þegar Icesave er samþykkt á Alþingi Íslendinga getur AGS sagt okkur fyrir verkum. Ef Icesave verður samþykkt, verður það síðasta frjálsa/fullvalda atkvæðagreiðsla Alþingis Íslendinga.
Ég ætla að mæta á Austurvöll og mótmæla, meira svona til að geta sagt frá því við afabörnin. Eftir Icesave ætla ég bara að hugsa um sjálfan mig, en sennilega mun ég aldrei skilja hvernig náttúruverndarhugsjónir VG gátu falið í sér tortímingu fullveldis þjóðar sinnar.
Undarlega lítill kraftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heimspeki, Mannréttindi, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þá spyr maður: hver er það sem græðir á þessu?
Jólakveðjur að norðan.
Arinbjörn Kúld, 26.12.2009 kl. 19:57
Sæll Arinbjörn og gleðilega hátíð,
eins og ég túlka þetta er tvennt í Icesave deilunni. Bjarga gölluðu regluverki ESB um innistæðutryggingasjóð. Hitt er einfaldlega að rukka okkur til að fá pund og evrur í kassann hjá bretum og Hollendingum. Alltaf gott að fá aur ef fólk vill borga.
Í stóra samhenginu eru lándrottnar að hugsa um vextina. Ef þeir geta skuldsett einhvern þá þarf viðkomandi að borga vexti. Skuld er framkölluð með tilfærslu á arabískum táknum milli bankabóka, þ.e. einhver lánar einhverja summu sem er aldrei til, til einhvers í tölvu. Afturá móti þarf að greiða vexti af þessum lánum. Það er auður lánadrottnanna. Það er blóðtaka hagkerfis okkar. Því er þeim sama þó að skuldin sé aldrei greidd, bara að við greiðum vextina. Ef Íslendingar vilja greiða vexti um aldur og ævi þá græða lánadrottnar okkar ótæpilega. Ertu einhverju nær kæri bloggvinur.
Gunnar Skúli Ármannsson, 26.12.2009 kl. 20:32
Já, þetta er alveg eins og Hudson og fleiri lýsa því. Okkar hlutverk eða örlög eru að bjarga bankakerfi Evrópu og jafnvel heimsins ef út í það er farið með icesave, að öðrum kosti er veruleg hætta á áhlaupi á kerfið. Það er mikill heiður fyrir íslenska þjóð.
Ekki er verra að geta í leiðinni eignast heila þjóð og landið um leið með því að "lána" því fyrir icesave og fleiru og fá greidda feita vexti í áratugi. Það undarlega við þetta er að við gætum vel komist af án stórs hluta þessara "lána." Lán sem eiga að "styrkja" einhvern dverggjaldmiðil sem engin hefur trú né traust á. Fljótlega mun draga til stórtíðinda þegar almenningur kveikir á perunni!
Jólakveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 26.12.2009 kl. 21:23
Sæll Arinbjörn,
ég er sammála þér nema á einum punkti. Ég tel að þegar almenningur kveikir á perunni sé það of seint. Ég hef lesið sögu AGS og veit það að þegar þjóðir loksins vakna er það nokkuð seint um rassinn gripið. Venjulega er þá um að ræða efri millistétt sem finnst þeim misboðið. Þá er búið að samþykkja svo margar skuldir eins og Icesave og þá þarf að semja um allar þessar skuldir. Það hefur í för með sér mikla fátækt fyrir land og þjóð, fátækt sem við hefðum annars losnað við ef við hefðum hafnað því strax.
Gunnar Skúli Ármannsson, 26.12.2009 kl. 21:57
Þetta er auðvitað skelfilegt. Og skelfilegast af öllu er það er langt síðan margir gáfust upp... persónulega gafst ég upp fyrir Icesave fyrir mörgum vikum. Mér hefur þótt augljóst að á meðan fólk sýnir því ekki meiri áhuga en svo að það láti segja sér að það sé ekkert annað í boði og lætur sér ekki detta til hugar að rísa upp gegn þessum óþverra þá séum við "doomed"
Heiða B Heiðars (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 23:01
Sæl Heiða og gleðilega hátíð,
ég er svo innilega sammála þér. Ég reyndar gefst ekki upp fyrr en að lokinni atkvæðagreiðslu á Alþingi.
Þú nefnir hér aðalatriði málsins. Meðan almenningur lætur sig ekki varða Icesave og afleiðingar þess er ákaflega heimskulegt að vera að röfla um þetta mál. Aðalatriðið er hvers vegna les fólk sér ekki til? Hvers vegna reynir fólk ekki að skilja hlutina? Hvers vegna eru ekki fjölmiðlar ekki meiri "sjálfstæðismenn" . Hvers vegna eru ekki álitsgjafar almennings á varbergi fyrir almenning?
Gunnar Skúli Ármannsson, 26.12.2009 kl. 23:13
Fjölmiðlar á Íslandi hafa flaskað alveg frá byrjun þessa hruns og miklu fyrr. Það er ekki nein alvöru rannsóknarblaðamennska í gangi hér á landi og hefur líklega ekki verið í mörg ár. Íslendingar virðast hafa vanið sig á að láta mata sig af æsifrétta fyrirsögnum fjölmiðla og innantómu blaðri stjórnmálamanna í svo mörg ár að lestur texta sem er meira en 200 orð er þeim ofviða, því miður.
Ég er hrædd um Gunnar að það verði eins og þú segir, þegar fólk fer að kveikja á perunni með hvað aðkoma AGS þýðir verði það of seint og engu verði snúið við. Það hefði átt að skylda hvern einasta landsmann að kynna sér þennan sjóð og fyrir hverju hann stendur.
Ég heyri að það er komin uppgjafartónn í ykkur og ég skil það vel. Ég mun líka halda áfram þangað til atkvæðagreiðsla Icesave er búin. Eftir það býst ég við að það verði hver að hugsa um sig og sína.
Mér er svo þungt um hjartað þegar ég skrifa þetta, mér líður eins og allt sé að bresta innra með mér. Einhvernveginn líður mér eins og hér muni enda einstakt tækifæri þessarar þjóðar til alvöru uppbyggingar, einstakt tækifæri til að vera fordæmisgefandi í yfirtöku þjóða á skuldum einkafyrirtækja.
Eins og Strauss Kahn sagði sjálfur í bréfinu til okkar, þá er ekkert rétt við það og að líta verði á hvað annað er hægt að gera.
Jólakveðjur til ykkar allra ; )
Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 23:29
Ásta mér líður alveg eins og þér. Eftir að hafa hitt nokkuð marga í jólaboðum undanfarna daga og uppgötvað að fólk trúir stjórnvöldum í blindni þá er ég nánast ráðþrota. Ég mun samt halda áfram þar til atkvæðagreiðslu um Icesave er lokið
Helga Þórðardóttir, 26.12.2009 kl. 23:54
Sæl Ásta,
gleðilega hátíð og allt það...
Blaðamennskan er fyrir neðan allar hellur. Sumum álitsgjöfum og fréttaskýrendum finnst að þeir hafi gert skyldu sínu ef málin hafa verið til umræðu. Þeir sjá ekki nein tengsl við milli innihalds og magns. Ef þeir hefðu reynt að koma sjálfum sér í þá stöðu sem þjóðin er í þá hefðu þeir hugsað og talað öðruvísi.
Það er rétt mat hjá okkur að allt er um seinan. Sú skoðun okkar er byggð á þekkingu okkar á AGS og þeim þjóðum sem hann hefur sinnt. Ef allir Íslendingar hefðu lesið jafn mikið um AGS og við væri tónninn öðruvísi.
Það er í sjálfu sér enginn uppgjafartónn í mér. Ég hef fyrir löngu gert mér grein fyrir því að Icesave sé ákveðinn tímamóta ákvörðun. Ég hef miðað mína vinnu við andstöðu við AGS, Icesave og allt það við endanlega uppgjöf Alþingi Íslendinga. Ef þau á Alþingi vilja samþykkja Icesave og áætlun AGS get ég ekki séð neinn tilgang í því að halda áfram að nöldra. Þar með er það ákvörðun meirihluta Alþingis. Ekki mikið við því að segja.
Ég er sjálfbjarga, ég get fundið mér vinnu í öðrum löndum. Það sem ég er mest að hugsa þessa dagana er ábyrgð fréttamanna og álitsgjafa sem njóta virðingar almennings. Hvers vegna hafa þau ekki dregið fram þá fátækt sem blasir við. Hvers vegna hafa þeir alltaf gefið í skyn að einhver, einhverft afl/vald muni taka skellinn af okkur?
Gunnar Skúli Ármannsson, 27.12.2009 kl. 00:36
Sæl Helga, ástkær eiginkona mín.
Við höfum deilt súru og sætu saman síðastliðin 29 ár og rúmlega það. Ríkidæmi okkar á sér engin takmörk. Okkar von er sú að þjóðin vakni til meðvitundar um mátt sinn og möguleika sína. Ef ekki verður hver að hugsa um sig og sína.
Gunnar Skúli Ármannsson, 27.12.2009 kl. 01:03
Góðir punktar hjá þér, hér verður ekki búandi næstu 25 árin eða svo, auk þess sem allt samfélagið breytist yfir í að hver hugsar um eigin rass. Þessi svokallaða Norræna velferðastjórn (lýðskrum, lygar & blekkingar) er stórhættuleg "land & þjóð" - minnir á strútinn sem stingur bara hausnum í sandinn í stað þess að viðurkenna erfiðleikanna & stöðuna. Strúturinn (ríkisstjórnin) gerir svo ekkert annað en VÆLA um hversu allt sé "erfitt" ötrúlega léleg verkstjórn. Gleðilega hátíð.kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 11:26
Sæll Jakob,
norræn velferðastjórn er fallegur draumur. Ef ríkisstjórnin læsi sögu AGS vissi hún að slíkt er ekki hluti af stefnu þeirra.
Við verðum að losa okkur við AGS og fara í gegnum kreppuna á egin forsendum.
Gunnar Skúli Ármannsson, 27.12.2009 kl. 11:58
Fæ ekki betur séð en að það samrýmist öfganáttúruverndarstefnu mjög vel að samþykkja Icesave klafann. Þá verður enginn eftir á landinu til að skemma gróður og fallvötn.
Að öllu gríni slepptu höfum við hinsvegar val um hvort við sættum okkur við að vera hjálparengill spilltra stjórnmálamanna til að koma þeim undan þeirri skyldu að axla ábyrgð á eigin gjörðum og verða látin fjármagna uppbyggingu bankanna svo þeir þurfi ekki að sýna manndóm og elta uppi hina raunverulegu skúrka.
Við getum valið að hætta að borga af lánum og stífla þannig æðarnar sem flytja blóðið um líkama spillts fjármagnskerfis.
Síðan bendi ég á að Icesave er aðeins lítill hluti af heildarvandanum. Gjaldþrot Seðlabanka Davíðs Oddssonar upp á 300 milljarða er tvöfalt stærra og við erum með forfallinn spilafíkil sem Seðlabankastjóra. Hann spilar fjárhættuspil á gjaldeyrisbraskmarkaðnum með 6-700 milljarða gjaldeyrissjóð sem er allur tekinn að láni. Tapi hann erum við fyrst í vondum málum.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 17:29
Blessaður Gunnar
hertu upp hugan og hafðu trú á þjóðinni vissulega lýtur þetta illa út en undir niðri ólgar ofsi og reiði sem stjórnvöld hafa ekki vit á að taka tillit til því hef ég trú á að fyrr en vari verði hér gjörbreytt landslag aftur. ÞAð getur verið að orustan lýti illa út en stríðið er ekki tapað
Gleðileg Jól til þin og þinna
Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.12.2009 kl. 20:59
Ég er sammála ykkur með það að þetta er óþolandi ástand og óþolandi stórn, sem lýtur allt öðrum lögmálum en að hugsa um þjóðina og Ísland. Með þetta fjandans ESBbragð í munninum. Ef til vill getum við hrint þessu fargi af okkur þegar við losnum við helstu landráðamennina til Brussel í feitar stöður sem þeim hefur örugglega verið lofað ef þeir færðu þeim Ísland á silfurfati. Verði þeim að góðu og fari þau til fjandans með jólakveðju.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2009 kl. 21:16
Sæll Theódór,
það er rétt sem þú segir því ef ríkisábyrgð væri ekki tilkomin vegna Icesave laganna væru örugglega allir á eftir peningunum. Bretar og Hollendingar væru örugglega að elta eigendur og stjórnendur Landsbankans um allar jarðir.
Að fá alla til að hætta að borga tel ég mjög erfitt. Stór hluti íslenskra heimila er skuldlaus eða svo gott sem það. Ég held að það sé næstum helmingur. Stór hluti þessa fólks tók íbúðarlán sem verðbólgan át upp. Þessi kynslóð er stundum nefnd "68 kynslóðin". Hún gaf kvótann, bankanna og ýmislegt smálegt annað. Þar að auki verður maður að hafa skýr markmið hvað gera á eftir að hinn spillti líkami er örendur. Annars mun fólk aldrei kaupa hugmyndina. Þú verður að bæta inn upprisu svo að þú getir selt söguna.
Þegar kemur að Icesave þá er kostnaðurinn 40 milljarðar á ári í vexti. Meira en Landspítalinn kostar á ári. Pétur Blöndal hefur bent á gengisáhættu sem getur aukið þessa upphæð verulega. Með það í huga að 10-25% líkur eru á greiðslufalli íslenska ríkisins ef við samþykkjum Icesave myndi ég ekki gera lítið úr þeim skuldbindingum.
Gjaldþrot SÍ er sorgarsaga og er ég sammála þér í því.
Hvað áttu við með að núverandi seðlabankastjóri sé forfallinn spilafíkill??
Gunnar Skúli Ármannsson, 27.12.2009 kl. 21:33
Sæll Jón,
þakka kærlega fyrir hughreystandi orð, ekki veitir af.
Ég hef reynt að sjá fyrir mér framtíðina með Icesave. Ég tel að AGS muni sýna mun meiri ákveðni eftir að við erum búin að samþykkja Icesave. Með hverri endurskoðun á fætur annarri hjá sjóðnum mun okkur vera gert að skera meira niður. Rökstuðingurinn verða ótaldar skuldir sem koma í ljós eða þá bara að við verðum til að standa í skilum. Síðan mun krafan koma fram að selja auðlindir/fyrirtæki upp í skuldir. Samkvæmt Icesave samningnum munu bretar og Hollendingar geta gengið að veðum hér heima ef við stöndum ekki í skilum.
Þessi ólga sem þú ræðir um að kraumi undir niðri tel ég vera til staðar. Vandamálið er að hún mun ekki koma upp á yfirborðið fyrr en millistéttin og þá eftri hluti hennar finnur fyrir kreppunni á sjálfum sér. Þá verður það orðið um seinann að öllum líkindum.
Stríði er ekki lokið fyrr en sigur er unninn. Hvar ég verð þá veit ég ekki.
Gleðileg jól.
Gunnar Skúli Ármannsson, 27.12.2009 kl. 21:49
Sæl Ásthildur,
gleðilega hátíð,
takk fyrir hressilegt innlit, almennilegan vestra sem hressir mann við. Ég datt í hákarl í dag, ég bara stóðst ekki mátið. Sjálfsagt verður hann bannaður ef við göngum í ESB. Mér skilst að Tyrkir hafi lengi reynt að komast inn í ESB en möguleikar þeirra eru víst mjög litlir. Þannig að mér líst vel á Tyrkland, við getum sjálfsagt verkað hákarl þar í friði fyrir Brussel reglum.
Tel þessa ríkisstjórn vera að sigla skútunni á bólakaf og veit ekki hvort maður getur dregið að sér sama loftið og þetta lið í framtíðinni. Þess vegna er hákarlinn svona góður sjálfsagt.
Gunnar Skúli Ármannsson, 27.12.2009 kl. 21:56
Spillingarliðið í Samfylkingunni réð í dag fyrrum stjórnarformann FME til að stýra Íslandsbanka og fyrir viku lýsti Samfylkingin því yfir að hún vildi gefa útrásarvíkingnum Björgólfi Thor sérstakan skattaafslátt á sama tíma og verið er að hækka álögur á einstaklinga og fyrirtæki.
Á morgun segist Samfylkingin vilja koma Icesave í gegnum þingið til þess að klára málið en á sama tíma sleppir Samfylkingin og Steingrímur J. að ræða það hvernig við ætlum að klára það að greiða reikninginn.
Sigurjón Þórðarson, 27.12.2009 kl. 22:15
Sæll Sigurjón,
því miður sönn orð. Endurreisnin er í formi draugagangs.
Að standa í skilum er ekki möguleiki og því er verið að ógna fullveldinu. Hvað heitir það nú aftur, lan....
Gunnar Skúli Ármannsson, 27.12.2009 kl. 22:49
Það er mjög langt í það takmark náist að útrýma spillingu. Hagsmunasamtök heimilanna eru bæði með tillögur til að útrýma spillingu og hvaða leikreglur skuli gilda Þegar og ef það tekst. Vitanlega verður samfélagið í heild að móta þjóðfélag framtíðarinnar, ekki einhver ein samtök. Fjármagnskerfi landsins er byggt á ranglátum okurvaxtalögum og þann grunn verður að rífa.
Seðlabankastjóri spilar fjárhættuspil með gjaldeyrisvarasjóðinn með inngripum á þeim markaði spákaupmennskunnar. Kíktu á þessa ræðu hans, þar sem hann líkir sér við Gengis Khan í baráttu sinni við vindmyllur á gjaldeyrismarkaði.
Síðan er hér fín grein Ágúst Þórhallssonar á amx.is sem skýrir þessi mál.
Jónas Kristjánsson gengur svo langt að hann vill láta handtaka Seðlabankastjórann áður en hann brennir upp gjaldeyrisvarasjóðnum sem er allur tekinn að láni. Myntkörfuláni!
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 23:02
Þvílík steypa hérna á alla kanta og innúr- bara sorrí. Massífur steypuklumpur.
Ísland er bundið lagalega af Rammalögunum um innstæðutryggingar á EES svæðinu og EES samningnum eftir atvikum og EFTA ef því er að skipta - að standa undir fokking lágmarksbótum ef á reynir. Alveg kristaltært. Það eru allir málsmetandi aðilar sammála um það.
Að sjálfsögðu var og er ekki undan skuldbindingunni komist - og ef Lönd neita eða svíkja slíkar alþjóðlegar skulbindingar, þá hefur það að sjálfsögðu einhverjar afleiðingar. Í þessu tilfelli er ekki gott að sega til nákvæmlega hverjar þær væru til langs tíma og óþarfi að fara útí slíkar pælingar því engin stjórnvöld, hver svo sem þau væru, mundu standa fyrir slíku - nema þá að þau hin sömu stjórnvöld væri orðin algjörlega snældu spinnegal ! Jú jú, ef svo væri þá væri slík aðgerð stjórnvalda hugsanleg.
Ólíklegt er að IMF fari að styðja það að Ísland reyni að svíkja ofannefndar lagalegar skuldbindingar. Afar ólíklegt og óraunsæi all-mikið að búast við því.
Hinsvegar hefur IMF sennilega haft hönd í bagga varðandi það að ná fram sem hagstæðastum samningi. Þ.e. eins og kunnugt er eru afborganir í skjóli í 7 ár og fleiri hagstæð og óvenjuleg atriði. Kæmi það ekkert á óvart þó þeir hefðu haft einhver afskipti þar að lútandi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.12.2009 kl. 23:05
Sæll Theódór,
takk fyrir innleggið, ég las grein Ágústs með athygli. Ég bjó í Svíþjóð þegar spákaupmenn réðust á sænsku krónuna. Sænski seðlabankinn reyndi mikið að verjast en varð að lúta í lægra haldi. Sænska krónan féll. Hér er um grafalvarlegt mál að ræða því Argentínumenn brenndu upp sínum forða á örskota stundu.
Svo vil ég bara taka það fram að ég styð Hagsmunasamtök Heimilanna heilshugar.
Gunnar Skúli Ármannsson, 27.12.2009 kl. 23:18
Sæll Ómar,
takk fyrir innlitið og hressandi málafylgju.
Íslenska ríkisstjórnin, íslenska samninganefndin, íslenskir Alþingismenn og Íslendingar yfir höfuð telja að okkur beri ekki að veita ríkisábyrgð á Icesave. Því hefur ætið verið haldið til haga þrátt fyrir að menn ætli að borga. Því veit ég ekki hverja málsmetandi menn þú ert að vitna til.
Hefur þú sjálfur lesið reglurnar um innistæðutryggingasjóðinn?
Það hafa um 60 þjóðir neitað að greiða skuldir sínar frá stríðslokum seinna stríðs. Þær lifa í dag. Þær mátu hagsæld þegnanna meira en skyldur sínar við lánadrottnana. Þær sömdu við lánadrottnana um niðurfellingu skuldanna og viðráðanlega greiðslur. Smá pirringur var í 2-3 ár en síðan voru samskiptin orðin eins og áður.
Meginástæðan fyrir barnadauða í heiminum í dag er skyldurækni stjórnvalda við lánadrottna sína. Hvort er mikilvægara. A.m.k. 500 börn deyja á klukkustund að nauðsynjalausu vegna skulda. Foreldrar þessara barna biðja og vona að við fellum Icesave, vegna barnanna þeirra sem enn eru á lífi.
Gunnar Skúli Ármannsson, 27.12.2009 kl. 23:43
Þvílík steypa hérna á alla kanta og innúr- bara sorrí. Massífur steypuklumpur.
Eina steypan sem er hérna er þín eigin athugasemd.
Ísland er bundið lagalega af Rammalögunum um innstæðutryggingar á EES svæðinu og EES samningnum eftir atvikum og EFTA ef því er að skipta - að standa undir fokking lágmarksbótum ef á reynir. Alveg kristaltært. Það eru allir málsmetandi aðilar sammála um það.
Mikið rétt, Ísland er bundið laaglega af Rammalögum um innistæðutryggingar á EES svæðun og EES samningum, EN þar er tekið skýrt fram að það er engin ríkisábyrgð á Icesave, það er hreinlega bannað samkvæmt samkeppnis lögum ESB að veita ríkisábyrgð á þetta.
Það sem núverandi ríkisstjórn er að gera er lögbrot, með því að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave þá er stjórnin að brjóta samkeppnislög ESB.
Að sjálfsögðu var og er ekki undan skuldbindingunni komist - og ef Lönd neita eða svíkja slíkar alþjóðlegar skulbindingar, þá hefur það að sjálfsögðu einhverjar afleiðingar.
Við sem Íslendingar erum ekki að koma okkur undan okkar skuldbindingum, þar sem þær skuldbindingar sem þú ert að tala um eru ekki til, allavegana ekki ennþá, við Íslensk þjóð skuldum ekki krónu fyrir Icesave fyrr en núverandi stjórnvöld brjóta lög með því að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave.
Í þessu tilfelli er ekki gott að sega til nákvæmlega hverjar þær væru til langs tíma og óþarfi að fara útí slíkar pælingar því engin stjórnvöld, hver svo sem þau væru, mundu standa fyrir slíku - nema þá að þau hin sömu stjórnvöld væri orðin algjörlega snældu spinnegal !
Það er nú málið, núverandi stjórnvöld eru "snældu spinnegal", þar sem þau ætla að brjóta lög við að samþykkja Icesave.
Hinsvegar hefur IMF sennilega haft hönd í bagga varðandi það að ná fram sem hagstæðastum samningi. Þ.e. eins og kunnugt er eru afborganir í skjóli í 7 ár og fleiri hagstæð og óvenjuleg atriði. Kæmi það ekkert á óvart þó þeir hefðu haft einhver afskipti þar að lútandi.
Þú ættir að lesa aðeins betur yfir þennan svokallaða samning, það er ekki einn hlutur við hann sem er hagstæður okkur Íslendingum, ekki neitt, þetta atriði sem þú talar um þ.e. engar afborganir í 7 ár gerir ekkert gott, þetta þýðir það að við þurfum bara að borga ennþá meira.
Hvers vegna eru hollendingar og bretar að heimta ríkisábyrgð í samningnum ef hún er svo augljóslega til staðar eins og þú heldur fram Ómar?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.12.2009 kl. 09:40
"Mikið rétt, Ísland er bundið laaglega af Rammalögum um innistæðutryggingar á EES svæðun og EES samningum, EN þar er tekið skýrt fram að það er engin ríkisábyrgð á Icesave..."
Það er náttúrulega ekki sérstaklega tekið fram icesave - hekdur að Ríki verði gerð ábyrg fyrir lágmarkinu. Það kemur meir að segja fram í Rammalögunum. Sagt eitthvað á þá leið að Ríki verði eigi gerð ábyrg UMFRAM lágmarkið. Þ.a.l að þau eru að sjálfsögðu ábyrg fyrir lágmarkinu. Enda tryggja Rammalögin einstalingum (þ.e. innstæðueigendum) lagalegan rétt. Nefnilega skaðabótarétt á lágmarkinu um 20.000 evrum.
Þessu hafa 2-3 aðilar hérna snúið á haus og tekið þá ákvörðun að orðhenglast á afar barnalegan hátt.
Meir að segja í dómi fyrir ECJ sem fjallaði um innstæðuvandamál, þá var hafnað skaðabótaábyrgð UMFRAM lágmarkið á þeirri forsendu að það kæmi fram í Direktífinu að ábyrgð næði ekki umfram lágmarkið. Þ.e. ef lágmarksbætur væru greiddar = Engin ábyrgð umfram það.
Þið eruð bara ekki nógu vel að ykkur í Evrópulögum. Hafði aldrei heyrt um skaðabótaskyldu Ríkja samkv. Evrópulögum ? Það eru heilmikil fræði. Ísland er lagalega bundið af þeim í gegnum EES samninginn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.12.2009 kl. 12:08
Meir að segja í dómi fyrir ECJ sem fjallaði um innstæðuvandamál, þá var hafnað skaðabótaábyrgð UMFRAM lágmarkið á þeirri forsendu að það kæmi fram í Direktífinu að ábyrgð næði ekki umfram lágmarkið. Þ.e. ef lágmarksbætur væru greiddar = Engin ábyrgð umfram það.
Enda er það skýrt þar að innistæður eru tryggðar upp að þessu lágmarki, en það stendur hvergi að ríkið sé ábyrgt fyrir þeim og það er það sem skiptir máli, en eins og ég minntist á fyrr þá er tekið skýrt fram í samkeppnislögum ESB að ríki megi ekki vera ábyrg fyrir þessu því það skaðar samkeppnishæfni.
Þessu hafa 2-3 aðilar hérna snúið á haus og tekið þá ákvörðun að orðhenglast á afar barnalegan hátt.
Mér sýnist þú vera sá eini hér sem sé að snúa þessu á haus.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.12.2009 kl. 13:20
Halldór, heldur þú að Rík hafi aldrei verið gerð skaðabótaábyrg samkv. Evrópulögum ? Það er nánst daglegt brauð.
En ok. hvaða "samkeppninslög" banna skaðabótaábyrgð ríkja á lágmarks bótaskildu til innstæðueigenda sem þeim eru tryggð lagalega í Rammalögum þar að lútandi á EES svæðinu ?
Þetta er bara fráleitur málflutningur hjá ykkur, Útí hött. Eins og ég segi, þið eruð bara ekki neitt inní Evrópulögum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.12.2009 kl. 13:43
Halldór, heldur þú að Rík hafi aldrei verið gerð skaðabótaábyrg samkv. Evrópulögum ? Það er nánst daglegt brauð.
Og þá geta þessi ríki sótt sinn rétt í Íslenskum dómstólum, bara af því að einhver ákveður að þú skuldir honum eitthvað þýðir ekki sjálfkrafa að svo sé, hvort sem það er reikningur fyrir þjónustu eða skaðabótum.
En ok. hvaða "samkeppninslög" banna skaðabótaábyrgð ríkja á lágmarks bótaskildu til innstæðueigenda sem þeim eru tryggð lagalega í Rammalögum þar að lútandi á EES svæðinu ?
trygging sem kerfi í heimaríkinu veitir innstæðueigendum
í útibúum í öðru aðildarríki verði ekki meiri en tryggingin
sem samsvarandi kerfi í gistiríkinu býður.
kerfið má ekki felast í tryggingu sem aðildarríkin sjálf
eða héraðs- og sveitarstjórnir veita lánastofnun
Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.12.2009 kl. 14:37
"kerfið má ekki felast í tryggingu sem aðildarríkin sjálf
eða héraðs- og sveitarstjórnir veita lánastofnun"
Já Þú meinar þennan frasa. Þetta er bara útúrsnúningur og í stíl við annað svo sem sem fært hefur verið fram hér á landi á.
Það er ekkert verið að tala um ríkisábyrgð á Lánastofnunum þegar verið er að tala um að Ísland standi við lagalegar skyldur sínar varðandi innstæðutryggingar á EES svæðinu. Það er verið að tala um að Ríkið ábyrgist lán til Tryggingarsjóðsins til að Landið geti uppfyllt skyldur sínar sem það er bundið af í gegnum EES samninginn.
Eg segi nú eins og maður nokkur - "TIF telst varla lánastofnun?
http://www.baldurmcqueen.com/index.php/2009/Rikisabyrgo-i-morgum-londum.html
Það er nú ekki meira brot á samkeppnisreglum ESB en það, að útí henni Evrópu var það og er þannig í mörgum ríkjum að ríki eða seðlabankar ábyrgðust í mörgum tilfellum lán viðkomandi tryggingasjóða. Eðlilega náttúrulega því að skylda ríkisins var og er að lágmarksbætur væru greiddar.
Þetta að "samkeppnislög esb banni ríkisábyrgð á icesave" er einfaldlega ein af þessum flökkusögum sem falla undir kategoríu þjóðsagna viðvíkjandi icesavemálinu. Á sem sagt engin tengsl við raunveruleikann.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.12.2009 kl. 15:51
Já Þú meinar þennan frasa. Þetta er bara útúrsnúningur og í stíl við annað svo sem sem fært hefur verið fram hér á landi á.
Þessi frasi sem þú nefnir var í raun bara aukalega með, það er fyrri frasinn sem skiptir máli og þar er sagt að ekki á að veita meiri tryggingu en gengur og gerist, og í því felst ríkisábyrgð ekki bara hversu há tala er tryggð.
Það er verið að tala um að Ríkið ábyrgist lán til Tryggingarsjóðsins til að Landið geti uppfyllt skyldur sínar sem það er bundið af í gegnum EES samninginn.
Með því er ríkið farið að tryggja þessar lánastofnun sem var Landsbankinn, og er í raun verið að gefa það út að allar lánastofnanir nú og í framtíðinni verði tryggðar með ríkistryggðu láni, það hlýtur að ganga jafnt yfir allar lánastofnanir ekki satt? samanber þessa línu hjá þér Meir að segja í dómi fyrir ECJ sem fjallaði um innstæðuvandamál.
Það er verið að tala um að Ríkið ábyrgist lán til Tryggingarsjóðsins
Ætli þetta sé lán sem verið borgað til baka, eflaust ekki er þetta þá ekki bara ríkið að leggja til fé til tryggingasjóðs þar sem ríkið kemur til með að borga eftistöðvarnar og vextina?
Eðlilega náttúrulega því að skylda ríkisins var og er að lágmarksbætur væru greiddar.
Þetta er ekki rétt hjá þér, það er skylda tryggingjasjóðsins, og sjóðurinn er ekki á ábyrgð ríkisins.
Er það ekki eðlilegt að þegar 2 aðilar deila um ábyrgð og skaðabætur að því sé beint til dómsstóla til að skera úr um málið, hvers vegna vilt þú ekki nýta þér þín réttindi til að fá úr því skorið?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.12.2009 kl. 16:19
Sæll Ómar,
eftir að ég hef lesið ESB reglurnar þá er minn skilningur sá að TIF sé trygging fyrir innistæðueigendur og þegar hann er kominn í þrot þá sé ekki ætlast til neinna ríkisafskipta.
Ef við gætum greitt þetta væri ég til í að kaupa mér frið en,
upphæðin sem við veitum ríkisábyrgð á er óviss, blanco tékki,
mjög sennilega getum við ekki staðið í skilum og ríkið kemst í vanskil,
ef við bætum við okkur lánum í þeirri stöðu mun Ísland bara borga vexti um ókomna tíð með þeim niðurskurði á lífskjörum sem við þekkjum frá öðrum löndum sem hafa lent í svipuðu.
Því er spurningin ekki bara bankatæknilegt rétt/rangt, heldur hvernig maður metur horfurnar fyrir þjóð sína og hvað henni er fyrir bestu.
Gunnar Skúli Ármannsson, 28.12.2009 kl. 18:18
Sjáið til, allir sem segja: "Nóg að koma up sjóði" og þá eru Ríki laus allra mála. Og í framhaldinu að það sé "bara aukaatriði að greiða lágmarksbæturnar" o.s.frv - þeir eru á miklum villigötum. Mjög miklum.
Í fyrsta lagi kemur beinlínis fram í Direktífinu að Ríki geta orðið skaðabótaábyrg. Það hafa 2-3 lagaséffar túlkað sem svo að nóg væri að koma upp tómum sjóði en að borga væri óþarfi.
Maður er bara gapandi yfir slíkri framsetningu. Orðlaus nánast og spyr sig hvað mönnum gangi til. Það kemur beinlínis fram í sömu klausu að Ríkin verði ekki gerð ábyrg ef að lágmarksbætur séu greiddar. Stendur skýrum stöfum. Enda, eins og áður er sagt, vísar ECJ til þeirrar klausu í dómi sem tengist slíku máli - segir að Direktífið hafi ekki ætlast til ábyrgðar umfram lágmarkið og ef lágmarkið sé greitt - verði ríki eigi gerð ábyrg umfram það.
Sko, það sem mér sýnist fólk eiga jafn-erfiðast með að skilja er, að samkvæmt Evrópulögum og rétti þá geti Ríki orðið skaðabótaábyrg ef nokkur atriði eru til staðar.
Í Icesavemálinu eru öll þessi atriði til staðar. Það er Direktíf sem veitir einstaklingum lagalegan rétt, þ.e. lágmarksbætur ef á reynir. Sá réttur er mölbrotinn í umræddu tilfelli ! Mölbrotinn. Afleiðing: Ríkið augljóslega skaðabótaábyrgt. Það er bara borðleggjandi. Skaðabótaábyrgðin í þessu tilfelli er meir að segja útfrá almennum rétti heldur er beinlínis Direktíf sem veitir einstaklingum umræddan lagalegan rétt.
Ofannefnd skaðabótaábyrgð gildir líka um Ríki sem eru aðilar að EES samningnum. EFTA dómstóllinn hefur tekið nánast sama kúrs og ESB dómstóllinn í skaðabótamálum. EFTA dæomstóllin hefur fyrir löngu lagt línurnar varðandi skaðabótaábyrgð Ríkja.
Það sem hefur skeð í umræðunni varðandi Icesave er - að ekkert er minnst á þetta grundvallaratriði ! Skaðabótaábyrgð Ríkja. Veit ekki, kannski eru ísl. lagamenn bara svo illa að sér - en tel ég þó líklegra að þeir vilji helst ekki blanda sér inní málið því ekki eru nú stundum fagrar kveðjurnar sem maður fær þegar bent er á grundvallaratriði þessu viðvíkjandi. Þ.e þessvegna kjósa flestir lagamenn á ísl. að þegja bara og láta mig, almúgamanninn, sjá um að upplýsa þjóðina !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.12.2009 kl. 19:23
Edit: "Skaðabótaábyrgðin í þessu tilfelli er meir að segja ekki útfrá almennum rétti heldur er beinlínis Direktíf" etc.
(Reyndar er furðulegt að þeta atriði, þ.e að EFTA hafi lagt línur varðandi skaðabótaábyrgð ríkja skuli ekki vera meira í umræðunni. Sumir eru að segja að "dómsvald fari úr landi" við aðild að ESB - Bara sorrí - það hefur þá fyrir löngu gerst !)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.12.2009 kl. 19:36
Sæll Ómar,
þér til huggunar er fræðimaður í Háskóla Íslands sem er lagaprófessor og að auki sérfræðingur í Evrópurétti. Hann hefur borið byrðarnar með þér og frætt okkur almenning um þessi mál. Hann hefur tjáð sig oftsinnis á opinberum vettvangi um skoðanir sínar á þessu máli. Ég er sammála hans túlkun en þú virðist vera algjörlega á öndverðum meiði en hann. Ég vona að þú virðir það við mig þó að ég fylgi frekari Stefáni Má lagaprófessor að málum frekar en þér.
Gunnar Skúli Ármannsson, 28.12.2009 kl. 20:52
Það hafa 2-3 lagaséffar túlkað sem svo að nóg væri að koma upp tómum sjóði en að borga væri óþarfi.
Ekki myndi ég segja að þetta sé rétt hjá þessum lagaséffum, það stendur í reglunum að ríkið þurfi að koma á viðurkenndu kerfi og var það gert.
Þetta kerfi þ.e. tryggingasjóðurinn hér á Íslandi var í samræmi við þau lög, sem þýðir að hann er jafn öflugur og um 90-95% af þeim tryggingasjóðum sem eru í gangi á evrópusvæðinu.
Í fyrsta lagi kemur beinlínis fram í Direktífinu að Ríki geta orðið skaðabótaábyrg.
Þú mátt endilega benda á hvar það kemur fram.
að samkvæmt Evrópulögum og rétti þá geti Ríki orðið skaðabótaábyrg ef nokkur atriði eru til staðar.
Lykilorðir hér er geta, þá skulum við leyfa bretum og hollendingum að sækja málið í rétti.
Í Icesavemálinu eru öll þessi atriði til staðar. Það er Direktíf sem veitir einstaklingum lagalegan rétt, þ.e. lágmarksbætur ef á reynir. Sá réttur er mölbrotinn í umræddu tilfelli ! Mölbrotinn. Afleiðing: Ríkið augljóslega skaðabótaábyrgt. Það er bara borðleggjandi. Skaðabótaábyrgðin í þessu tilfelli er meir að segja útfrá almennum rétti heldur er beinlínis Direktíf sem veitir einstaklingum umræddan lagalegan rétt.
Það segir hvergi þarna að ríkið þurfi að leggja til það sem vantar upp á, ef eignir þess fyrirtækis sem fer á hausinn og tryggingasjóðurinn á ekki nóg fyrir þessu þá nær það ekki lengra, ef fólk er ósátt við það þá getur það fengið um það dæmt í dómsstólum.
Það sem hefur skeð í umræðunni varðandi Icesave er - að ekkert er minnst á þetta grundvallaratriði ! Skaðabótaábyrgð Ríkja. Veit ekki, kannski eru ísl. lagamenn bara svo illa að sér - en tel ég þó líklegra að þeir vilji helst ekki blanda sér inní málið því ekki eru nú stundum fagrar kveðjurnar sem maður fær þegar bent er á grundvallaratriði þessu viðvíkjandi. Þ.e þessvegna kjósa flestir lagamenn á ísl. að þegja bara og láta mig, almúgamanninn, sjá um að upplýsa þjóðina !
Getur verið að það sért þú sem ert svona illa að þér í þessum málum?
Ef þetta er svona borðleggjandi afhverju neita þá bretar að borga fyrir sín útibú sem eru í sömu stöðu fyrir þeim og Icesave er fyrir okkur?
Afhverju eru bretar ekki að sækja af sömu hörku pening frá bandaríkjunum fyrir lehmans brothers?
Einnig er vert að taka það fram að ekkert af því sem við höfum verið að takast á um breytir þeirri staðreynd að þessi svokallaði samningur er alveg hrikalega lélegur, það er ekkert sanngjart við hann, það er ekkert gott við hann, Íslendingar og Íslenska ríkið hafa engin réttindi miðað við útfærsluna á þessum samningi...
Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.12.2009 kl. 21:57
"Ekki myndi ég segja að þetta sé rétt hjá þessum lagaséffum, það stendur í reglunum að ríkið þurfi að koma á viðurkenndu kerfi og var það gert."
Það er nú samt sem áður það sem þeir eru að segja. Í Direktífinu eru ekkert fyrirskipanir um hvernig sjóðir skuli fjármagnaðir. Aðeins að þetta er skuldbindingin, þ.e. greiðsla á lágmarksbótum ef á þarf að halda. Umræddir 2-3 séffar eru í rauninni að segja að nóg hafi verið að hafa tóman sjóð því að skuldbindingin sé bara aukaatriði. Ótrúlegt að menn sem kalla sig lagaspekinga skuli halda fram slíkri steypu. Bara vandræðalegt.
"Þú mátt endilega benda á hvar það kemur fram."
"Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."
Þetta hefur reynst mörgum afar erfitt að skilja. Hvað skiptir þarna mestu máli í samhengi við innihald Direktífisins ? Jú þetta: "og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."
Þarna kemur fram að Ríki geta orðið ábyrg augljóslega - og auðvitað er meginmöguleiki til Ríkisskaðabóta eða ábyrgðar sá að - surprise surprise - að skuldbinding sú er lögin kveða á um sé eigi uppfyllt !! Nefnilega, greiðsla lágmarksskaðabóta.
En til að fullkomna skaðabótaábyrgð Ríkja koma að sjálfsögðu einnig inn aðrar laga og reglugerðir Evrópulaga og EES samningsins sjálfs. Eins og áður er margsagt er skaðabótaábyrgð Ríkja alveg vel grunnsett í Evrópulögum, heilmikil fræði þar á bak við, og td. hefur EFTA dómsstóllinn dæmt Ísland til skaðabóta. Það er ekkert verið að finna upp hjólið hérna ! M.a. fara bretar afar vel yfir nefnd atriði í megindráttum í áliti því sem þeir lögðu fyrir Gerðadóm um árið - sem Sjálfstæðismenn hlupu í brott frá ! Vildu ekki dóm. Skiljanlega enda vandséð um varnir lagalega í málinu. Og enginn hefur lagt í að véfengja álit það er bretar lögðu fyrir gerðadóm, Enginn. Það er látið sem það sé ekki til !
"Það segir hvergi þarna að ríkið þurfi að leggja til það sem vantar upp á..."
Ef þú með "þarna" átt við Direktífið - þá er það nú einmitt málið, að skaðabótaábyrð Ríkja ákvarðast ekki fyrst og fremst í orðlagi eða ákvæðum í Direktífinu sjálfu. Það sem má greina af orðalagi umrædds Direktífis er, að gert er ráð fyrir skaðabótaábyrgð eins og skýrt er út að ofan. Það skiptir miklu meira mál um hvað efni og meginatriði Direktífið er. Þar er innistæðueigendum veittur réttur. Réttur til lágmarksskaðabóta ef á reynir. Ríkin hafa tekið að sér að sjá um að skuldbindingin sé uppfyllt ! Ef skuldbindingin er ekki uppfyllt - þá koma til sögunnar aðrar laga og reglugerðir Evrópulaga almennt er varða skaðabótaábyrgð Ríka og dómaforsendur ESB og EFTA dómsstólsins og auðvitað ákvæði í EES samningnum. Eg er margbúinn að segja fólki þetta. Afhverju hlusta menn ekki og fræðast ?
"Getur verið að það sért þú sem ert svona illa að þér í þessum málum?"
Nei.
"Ef þetta er svona borðleggjandi afhverju neita þá bretar að borga fyrir sín útibú sem eru í sömu stöðu fyrir þeim og Icesave er fyrir okkur?"
Flökkusaga og ekki rétt.
"Afhverju eru bretar ekki að sækja af sömu hörku pening frá bandaríkjunum fyrir lehmans brothers?"
Var Lehmans mikið í innlánssögnun í UK ? En ef svo hefur verið (se þeir voru ekki) þá er BNA ekki aðili að ESB eða EES samningum.
(Með að samningurinn sé "lélegur" þá má sjálfsagt endalaust segja sem svo að þessi eða hinn samningurinn sé eigi nógu góður. Í þessu tilfelli verður hann hinsvegar að teljast þónokkuð hagstæður og nokkur óvenjulega hagstæð atriði í honum miðað við slíka samninga. Það er auðvitað engin leið undan lágmarkinu og aðalega spurning um afborgunarfyrirkomulag)
Lokaorð: Með innleiðingu Rammalaganna um innstæðutryggingar var íslenska ríkið að skuldbinda sig til að ákvæði rammalaganna, þ.e. lágmarksbætur greiddar ef á reyndi, væru uppfyllt. TIF átti að uppfylla þær skydur fyrir hönd Ríkins. Ef hann gerir það eigi - verður Ríkið óhjákvæmilega ábyrgt og ef Ríkið grípur ekki til aðgerða og bakkar upp sjóðinn - þá verður það skaðabótaábyrgt samkv. Evrópulögum.
Skaðabótaábyrgð Ríkja samkv. Evrópulögum er í mjög stuttu máli háð 3 megin atriðum.
1. Það verður að vera um ákveðinn rétt sem einstaklingum er veittur - er til staðar í umræddu tilfelli. Meir að segja skýrt afmarkaður réttur í sérstöku Direktífi. Lágmarksbætur ef á reynir.
2. Vanhöld eða brot Ríkis á að viðkomandi skuldbinding sé uppfyllt - er til staðar.
3. Orsakasamband á vanhöldum Ríkis á að uppfylla skuldbindingu sína og tjónsins sem einstaklingur eða einstaklingar verða fyrir - er til staðar.
Öll skilyrði til staðar. Brotin eru afar gróf og mjög alvarleg.
Island hefur eitt sér til málsbóta: Kerfishrun. Því miður er ekkert í lögum sem afnemur skuldbindingar og ábyrgðir Ríkisins sem að ofan er lýst í kerfishruni. Ekkert. Þeir hafa það samt sér til málsbóta og er sanngirni að tekið sé tillit til þess í afborgunarfyrirkomulagi á skuldbindingunni - sem er og gert í umræddum lánasamningi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.12.2009 kl. 00:41
Gunnar Skúli, þú virðist gera algeran greinarmun á því hvort sparifjáreigendur eru íslenskir ríkisborgarar eða hollenskir eða breskir. Svo vill til að Hollendingar og Bretar og öll Evrópa sættir sig ekki við það. Reyndar veit ég ekki um neitt annað ríki en Ísland sem finnst þetta sjálfsagt. Íslendingar ábyrgðust ekki bara venjulegt sparifé hjá Íslendingum heldur líka hlutabréfakaup í gegnum peningamarkaðssjóði. Í það fóru gífurlegir peningar frá skattgreiðendum. Hefurðu mótmælt því? Tap Seðlabankans verður meira en bætur vegna Icesave. Hefurðu mótmælt því og kallað ákveðna menn til ábyrgðar?
Það sem við munum borga skv. þessum samningi er lágmarkið til einstaklinga, ekki til t.d. lögaðila. Margir þeirra töpuðu gífurlega á Icesave samningunum eins og t.d. mörg líknarfélög. Ekki er að sjá á þínum skrifum að þú hafir nokkra samúð með þeim fjölda sem tapar. Er það vegna þess að þeir eru útlendingar?
Icesave samningar eru pólitískir milliríkjasamningar. Komnir til vegna þess að íslenskur banki og íslenskt eftirlit klikkaði, gerði uppá bak. Íslensk stjórnvöld sögðust ábyrgjast þessa reikninga á þeim tíma. Það skiptir miklu máli, því traust er forsenda samskipta ríkja á milli. Alveg með sama hætti og þú og fleiri viljið að menn gangi ekki bak orða sinna þegar þú átt við þá samskipti. Eða finnst þér það virkilega vera þannig að fólk (eða ríki) eigi bara geta gengið bak orða sinna ef hentar? Er þetta kannski ný uppeldisaðferð?
Mörgum mönnum sem tala hér finnst greinilega siðferðið sé léttvægt. Og að þótt allar aðrar þjóðir sjái málin með öðrum hætti en við, skuli þau bara lögsækja okkur. Því við þykjumst getað bent á einhvern lagabókstaf sem segir okkur að koma öðruvísi fram við sparifjáreigendur annarra ríkja hjá sama banka. Og þeir þurfa að sækja málið fyrir Héraðsdómi!
Finnst ykkur virkilega skrýtið að íslenska ríkið sé sett í flokk nálægt rusli, ja bara þegar fólk talar svona? Hver getur treyst slíku fólki. Ekki myndi ég gera í venjulegum viðskiptum. Þið sem talið svona skuluð gjöra svo vel að tala í eigin nafni, ekki mínu eða þessarrar þjóðar. Ég fyrir mitt leyti vil miklu fremur getað gengið um meðal borgara annarra þjóða, sem saklaus einstaklingur og borga þá skuld sem öllum öðrum finnst við eigum að borga, en reyna sleppa vel frá málum, eins og hver annar þjófur. Fyrir utan það að ég er viss um að það borgi sig á allan hátt, fjárhagslega, viðskiptalega og ekki síst siðferðilega. Eiginlega er maður sleginn yfir því að hve margir "vel menntaðir" einstaklingar virðast ekki líta á þetta mál með neinu siðferðilegum augum. Og eiginlega er afstaða margra landa minna sú sama við útlendinga þegar við sem þjóð vorum vöruð við óðagotinu. Meirihluti landsmanna ákvað að kjósa aftur sömu stjórnvöld og höfðu fyrri aðvaranir að engu frá útlendingum. Já nokkuð kunnuglegt. Til hvers vorum við eiginlega að mennta allt þetta fólk. Til að viðhalda græðgishugsjóninni. Skítt með útlendinga, pössum bara uppá okkur.
Að lokum, eigum við að snúa málum við. Hér eru mörg þúsund Íslendingar sem töpuðu gífurlegum SPARI-fjárhæðum á hollenskum banka sem bauð gull og græna skóga. Íslensk stjórnvöld gátu ekki stoppað málið. Sem sagt mörg þúsund Íslendingar svo gott sem gjaldþrota vegna þessa. Og hvað gera þeir þá? Kvarta EKKI við stjórnvöld og vilja EKKI fá bætur ? Eins og Hollendingar fengu hjá sama ímyndaða banka. Nei örugglega myndum við sætta okkur við þetta. Eða þannig. Og líklega myndum við alveg sætta okkur við það að við okkur væri sagt, "höfðið bara mál í Haag".
Gísli (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 00:54
Sæll Gísli,
takk fyrir innlitið.
Ég er ólukkuatkvæði, ég minnist þess ekki að ég hafi nokkru sinni kosið flokk sem farið hefur í ríkisstjórn. Því get ég sagt að ég hef aldrei samþykkt með atkvæði mínu gjörðir ríkisstjórna Íslands.
Ég er búinn að vera á Austurvelli frá hruni og út um allt að mótmæla því sem þú telur upp-áreynslulausri endurgreiðslu til íslenskra fjármagnseigenda-mistökum seðlabankans o sv fr.
Við erum nú þegar meðhöndlaðir sem við værum í ruslflokki þannig að Icesave breytir þar engu um.
Ég hef margsagt það að ég væri til að borga Icesave til að fá frið, ef við gætum það. Málið er að við getum ekki borgað Icesave. Ég hef verið á fundi með Flanagan yfirmanni áætlunar AGS á Íslandi. Hann gat ekki sagt mér hvernig við eigum að merja þetta með eða án Icesave.
Því vil ég geta gengið um meðal Íslendinga, reyndar óttast ég að þeir verði flest allir búsettir erlendi í framtíðinni.
Ég er til í að borga Icesave með fyrirvörunum til að halda friðinn, ef við getum, það hefur enginn, ekki einu sinni AGS getað sannfært mig um að við getum það.
Sorry Gísli, ég er bara svona andskoti ábyrgðarlaus Íslendingur.
Gunnar Skúli Ármannsson, 29.12.2009 kl. 02:05
Það er nú samt sem áður það sem þeir eru að segja. Í Direktífinu eru ekkert fyrirskipanir um hvernig sjóðir skuli fjármagnaðir. Aðeins að þetta er skuldbindingin, þ.e. greiðsla á lágmarksbótum ef á þarf að halda. Umræddir 2-3 séffar eru í rauninni að segja að nóg hafi verið að hafa tóman sjóð því að skuldbindingin sé bara aukaatriði. Ótrúlegt að menn sem kalla sig lagaspekinga skuli halda fram slíkri steypu. Bara vandræðalegt.
Samkvæmt 6. gr. laga nr. 98/1999 skal heildareign innstæðudeildar
sjóðsins að lágmarki nema 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum
og sparisjóðum á næstliðnu ári. Nái heildareign ekki
þessu lágmarki skulu allir viðskiptabankar og sparisjóðir greiða eigi
síðar en 1. mars ár hvert gjald til sjóðsins sem nemur 0,15% af meðaltali
tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóði
á næstliðnu ári, sbr. þó 1% viðmiðunarmörkin. Ákvæðið um 1%
viðmið á rætur sínar að rekja til laga nr. 113/1996. Í athugasemdum
með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 98/1999 kemur að öðru
leyti ekki fram sérstakur rökstuðningur fyrir þessu viðmiði.
Nái heildareign innstæðudeildar Tryggingarsjóðs ekki tilskildu
lágmarki skal hver viðskiptabanki og sparisjóður leggja fram ábyrgðaryfirlýsingu.
Í yfirlýsingunni skal hver viðskiptabanki og sparisjóður
ábyrgjast að hann muni inna af hendi sérstaka greiðslu til deildarinnar
þegar henni ber að endurgreiða innstæður í einhverjum viðskiptabanka
eða sparisjóði sem aðild á að sjóðnum. Ábyrgðaryfirlýsingin
skal hljóða upp á sama hlutfall þeirrar fjárhæðar er vantar á lágmarkið
og nemur hlutfalli tryggðra innstæðna hlutaðeigandi af samanlögðum
tryggðum innstæðum. Kröfur um innborgun í deildina á grundvelli
ábyrgðaryfirlýsinga geta þó ekki verið hærri á hverju ári en sem nemur
einum tíunda af lágmarksstærð sjóðsins.
"Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."
Þetta hefur reynst mörgum afar erfitt að skilja. Hvað skiptir þarna mestu máli í samhengi við innihald Direktífisins ? Jú þetta: "og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."
Og þar sem kerfinu var komið á hér á Íslandi samkvæmt reglugerð, þá er búið að tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.
Málið útrætt, ríkið ber ekki ábyrgð á þessum. Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum .
Það stendur þarna skýrum stöfum, getur verið að þú sért einn af þeim sem átt erfitt með að skilja þetta?
Þarna kemur fram að Ríki geta orðið ábyrg augljóslega - og auðvitað er meginmöguleiki til Ríkisskaðabóta eða ábyrgðar sá að - surprise surprise - að skuldbinding sú er lögin kveða á um sé eigi uppfyllt !! Nefnilega, greiðsla lágmarksskaðabóta.
Það kemur ekki fram augljóslega, ef það væri augljóst þá væri það tekið sérstaklega fram á þann máta að það færi ekki á milli mála, og er það ekki gert.
En til að fullkomna skaðabótaábyrgð Ríkja koma að sjálfsögðu einnig inn aðrar laga og reglugerðir Evrópulaga og EES samningsins sjálfs. Eins og áður er margsagt er skaðabótaábyrgð Ríkja alveg vel grunnsett í Evrópulögum, heilmikil fræði þar á bak við, og td. hefur EFTA dómsstóllinn dæmt Ísland til skaðabóta. Það er ekkert verið að finna upp hjólið hérna ! M.a. fara bretar afar vel yfir nefnd atriði í megindráttum í áliti því sem þeir lögðu fyrir Gerðadóm um árið - sem Sjálfstæðismenn hlupu í brott frá ! Vildu ekki dóm. Skiljanlega enda vandséð um varnir lagalega í málinu. Og enginn hefur lagt í að véfengja álit það er bretar lögðu fyrir gerðadóm, Enginn. Það er látið sem það sé ekki til !Ertu að tala um þennan gerðardóm sem var settur saman á nokkrum klukkustundum og gaf bretum 24 tíma til að útbúa þetta álit? ekki mikið hægt að taka mark á svoleiðis vinnubrögðum og ekki tókum við þátt í því og af góðri ástæðu miðað við þau vinnubrögð sem voru höf þar.
Ef þú með "þarna" átt við Direktífið - þá er það nú einmitt málið, að skaðabótaábyrð Ríkja ákvarðast ekki fyrst og fremst í orðlagi eða ákvæðum í Direktífinu sjálfu.
Ef það er ekki tekið skýrt fram þá er það vafamál, og vafamál á að fara með til dómsstóla til að dæma um það.
Skaðabótaábyrgð Ríkja samkv. Evrópulögum er í mjög stuttu máli háð 3 megin atriðum.
Aftur, þá geta bretar og hollendingar sótt málið fyrir dómsstólum ef þeir vilja.
Lokaorð: Með innleiðingu Rammalaganna um innstæðutryggingar var íslenska ríkið að skuldbinda sig til að ákvæði rammalaganna, þ.e. lágmarksbætur greiddar ef á reyndi, væru uppfyllt.
Rangt.
TIF átti að uppfylla þær skydur fyrir hönd Ríkins.
Rangt.
Ef hann gerir það eigi - verður Ríkið óhjákvæmilega ábyrgt
Rangt.
Fjárhæð til greiðslu
Í lögum nr. 98/1999 er ekki sett neitt almennt hámark á fjárhæð
greiðslu Tryggingarsjóðs vegna tryggðra innstæðna, verðbréfa eða
reiðufjár. Þetta þýðir að sjóðnum ber að greiða tryggðar kröfur að
fullu á meðan eignir hans hrökkva til.
Í lögunum er hins vegar gert ráð fyrir því að vera kann að eignir
viðkomandi deildar sjóðsins hrökkvi ekki til að greiða heildarfjárhæð
tryggðra innstæðna, verðbréfa eða reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum.
Í slíkum tilfellum skal greiðslu úr hvorri deild skipt þannig
milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 m.kr. er bætt að fullu
en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir
því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við
gengi evru miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999 (þ.e. kr.
81,39). Þann dag samsvaraði fjárhæðin því 20.887 evrum.
Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til að greiða heildarfjárhæð tryggðra
krafna er stjórn sjóðsins jafnframt veitt heimild til þess í lögunum að
taka lán til að greiða kröfuhöfum, telji hún brýna ástæðu til þess. Þá
er stjórn sjóðsins heimilt að lána allt að 50 m.kr. á milli innstæðudeildar
og verðbréfadeildar sem skal endurgreiða innan 36 mánaða. Sjóðurinn
verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa
hafi ekki verið bætt að fullu.
"Getur verið að það sért þú sem ert svona illa að þér í þessum málum?"
Nei.
Ertu alveg viss?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.12.2009 kl. 11:05
Sorry Gunnar, en þessi málflutningur heldur ekki vatni "að við getum ekki borgað". Vegna þess að við erum þegar búin að borga ca. 350 milljarða ISK vegna taps Seðlabankans, hundruði milljarða fóru í að bæta tap íslenskra sparifjáreigenda og hlutabréfaeigenda (íslenskra að sjálfsögðu). Við eigum og þurfum að borga þetta, engar refjar. Við getum svo að rukka ábyrgðarmenn þessarra Icesave skuldbindinga (stofnun reikninga), og gera það almennilega. Þá fer nú um margan Sjálfstæðismanninn. Uppreiknaðar greiðslur vegna Icesave með vöxtum eru um 200 milljarðar +/- og þá miðað við þokkalegar/góðar innheimtur af eigum Landsbankans. Að mínu viti ættum að sækja það sem við getum til fyrri eigenda bankans, stjórnarmanna og helstu stjórnenda.
Ég kaus aldrei þá tvo hrunflokka sem leiddu einkavæðinguna yfir þjóðina með herfilegu eftirliti og almennri spillingu. En ég eins og aðrar Íslendingar sit í sömu súpu. Ef hægt er, þá mætti alveg draga kjósendur þessarra flokka til ábyrgðar. Sé því miður ekki að það sé hægt.
Ég hef einmitt heyrt þetta frá andstæðingum samkomulags, að þeir hafi verið á móti neyðarlögunum "mótmæla áreynslulausri endurgr ...". Að bankakerfið hafi sem sagt, bara átt að gossa. Þetta er enn einn vitræni málflutingurinn. Það er eins og menn geri sér engan grein fyrir hvað bankakerfið er, hvorki fyrir né eftir hrun. Hvað með allt greiðslukerfið, alla launareikningana, alla spari-fjárreikningana, alla reikninga skammtímaskulda. Það er ekkert hægt að láta heilt bankakerfi þjóðar fara bara á hliðina sí svona. Ekki bara að við myndum missa allt traust erlendis heldur líka myndi enginn geta hugsað sér að notfæra sér banka innanlands. Allt kæmist í uppnám og við færum amk 200 ár aftur í tímann varðandi fyrirkomulag viðskipta og verslunar. Hætta á hungursneyð væri mjög mikil við slíkar aðstæður. Tala nú ekki um fyrir land sem eins háð er innflutningi og við erum.
Já hvers vegna heldurðu að við séum nú meðhöndlaðir nærri ruslflokk? Og kannski enginn sérstök ástæða fyrir okkur að komast frá ruslflokkinum eða hvað ? Er þetta virkilega þín framtíðarsýn og telurðu hana vera betri en sættast við aðrar þjóðir? Ath. við erum háð innfluttum vörum, t.a.m. lyfjum og læknistækjum. Ég trúi ekki að þú meinir þetta í raun og veru.
Ég þekki ágætlega til í Bretlandi. Ég fullyrði það að bæði Bretar og Hollendingar lifa mun sparsamara lífi en margur Íslendingurinn. Tala nú ekki um það græðgisvæðingin var uppá sitt besta og nýútskrifaðir skólakrakkar ákváðu að reisa sér 300-400 fm húsnæði verandi með tvo bíla á lánum. Því þetta er nú málið. Þessi þjóð þarf að komast niður á jörðina með það, hvernig eignast á hlutina. Að það er ekki í lagi að skuldsetja sig í botn. Og vera í brjálaðri neyslu. Ég heyrði það af nokkrum andstæðingum samkomulags að helst höfðu þau áhyggjur á að komast ekki í nokkrar utanlandsferðir á ári.
Við getum vel borgað þetta ef við aukum tekjur með erlendri fjárfestingu, drögum vel úr ríkisbatteríinu enda er það alltof stórt. Nú virkilega reynir á þjóð sem á að geta unnið sig úr vandanum. Hvar er nú íslenska stoltið og rembingurinn? Þjóðverjar og Japanir voru í miklu verri málum en við í lok stríðs. Á um áratug buggðu þau aftur upp iðnveldi sem enn eru sterk. Það gerðu þau með alþjóðlegri samvinnu (gátu ekki annað), æðruleysi og vinnusemi. Ég hef amk þá trú að við getum þetta miðað við aðstæður eins og þessar þjóðir.
Gísli (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 11:21
Sæll Gísli,
takk fyrir innlitið,
Þú gerir ráð fyrir um 200 milljarða kostnaði af Icesave ef allt fer á besta veg. Það kallast blanco tékki í viðskiptum og er ekki hyggilegt að vera ábyrgðarmaður á slíkri skuldaviðurkenningu, þess vegna vil ég sterka fyrirvara.
Reynsla Finna var aldrei 90% heimtur úr þrotabúum banka.
Gengismunur og vextir gætu valdið 100 milljarða kostnaði á ári. Við verðum að tryggja okkur fyrir slíku.
Ég myndi telja að erfiðar sé að greiða Icesave eða aðrar greiðslur ef við erum búin að borga mikið áður eins og þú telur upp-það minnkar sem af er tekið.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gefur sér 3 forsendur svo við getum staðið í skilum.
1. Gjaldeyrisafgangur þjóðarbúsins sé 170 milljarðar að meðaltali á ári, á hverju ári næstu 10 árin.
2. Tekjur ríkissjóðs aukist um 50 milljarða á ári, á hverju ári næstu árin.
3. Þjóðarframleiðsla aukist um 25% á næstu árum.
Ef þetta gengur eftir getum við staðið í skilum. Finnst það líklegt?
Sammála þér að niðurskurður/fjárlög 2010 eru ekki raunhæf miðað við ástandið. Það segir mér að stjórnvöld hafa ekki skilið alvöru málsins.
Gunnar Skúli Ármannsson, 29.12.2009 kl. 13:27
Halldór, þú hefur greinilega engan áhuga á að skilja þetta mál. Þú sem dæmi vísar í íslensku lögin varðandi fjármögnun. Eg er að tala um Rammalögin ! Þar eru engar reglur um hvernig sjóður skuli fjármagnaður. Aðeins settar þær skildur á Ríki að þær sjái til þess aðlagaleg skuldbinding sé uppfyllt. þ.e. lágmarksbætur ef á þarf að halda.
Annað atriði sem skýrir enn betur staðfetan og einbeittan vilja þinn til skilningsskorts er þegar þú sleppir aðalatriðinu í klausunni. Meina, hvaða tilgangi þjónar svona ? Augljóslega ekki til að skilja eðli máls. Það er ekki hægt að lesa neitt í umræddri klausu - án þess að hafa eftirfarandi með ! Það er aðalatriðið:
"og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."
Þú sérð að vísað er til "skilmála í tilskipuninni" Það er alveg útlagt í Rammalögunum hvernig greiðslu bóta verði háttað, hvað þurfi til og tímarammi etc hve mikið o.s.frv. Nákvæmlega skilgreint.
Nú ef þeir skilmálar eu eigi uppfylltir = Ríki skaðabótaábyrg ! Það segir beinlínis það í fokking Rammalögunum. Halló !!
þriðja, þú ert ekki hænufeti nær að skilja eða kynna þér skaðabótskyldu ríkja samkv. Evrópurétti. Það er alveg ótrúlegt hve sumir eru tregir til að kynna sér mál. Náttúrulega ef þú villt ekki kynna þér það eða nennir því ekki - þá nær það ekkert lengra.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.12.2009 kl. 13:50
Halldór, þú hefur greinilega engan áhuga á að skilja þetta mál. Þú sem dæmi vísar í íslensku lögin varðandi fjármögnun. Eg er að tala um Rammalögin ! Þar eru engar reglur um hvernig sjóður skuli fjármagnaður. Aðeins settar þær skildur á Ríki að þær sjái til þess aðlagaleg skuldbinding sé uppfyllt. þ.e. lágmarksbætur ef á þarf að halda.
Ég gæti vel sagt það sama um þig að þú hafir engan áhuga á að skilja þetta, því það skiptir engu máli hvað nokkur annar maður segir það er aldrei rétt þó það standi skýrum stöfum fyrir framan þig.
Það stendur hvergi að ríkiði sé sjálfkrafa ábyrgt fyrir þessu í þeim tilskupunum sem fjalla um innistæðutryggingarnar, þú gerir þau mistök að gera ráð fyrir því að ef það er ekki minnst á það þá sé það til staðar, þetta er akkúrat ekki þannig með lög, ef það stendur ekki skýrum stöfum og það gerir það ekki að ríkið sé ábyrgt fyrir tryggingasjóðnum.
Nú ef þeir skilmálar eu eigi uppfylltir = Ríki skaðabótaábyrg !
Það var tekin úttekt á tryggingasjóði hér á landi og stóðst hann lágmarks álag eins og allir aðrir sjóðir í evrópu, þá þýðir það að hann var samkvæmt reglum annars hefið verið sett út á það, = ríkið ekki ábyrgt!!!
Samanber...
"Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."
Eins og ég hef marg sagt við þig en þú virðist alveg hunsa,
Ef bretar og hollendingar telja okkur vera ábyrga fyrir einhverjum skaða sem þeir hafa hlotið þá geta þeir stefnt okkur í rétti.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.12.2009 kl. 14:14
Nei nei, sjáðu til. Það er grundvallarmunur á hvernig ég nálgast málið frá þinni nálgun. Eg nálgast það frá breiðu perspektífi og tek inní alla þætti og alveg sérstaklega er í með í huga skaðabótaábyrgð ríkja samkv. Evrópulögum. Þú slítur setningar úr samhengi og orhenglast á sundurlausum atriðum, fullyrðir út og suður inná milli og bakkar ekkert upp og maður hefur undan við að leiðrétta ranfæslur í bland við flökku og þjóðsögur.
Sko, þetta er það sem klasusan í Direktífinu er í rauninni aðs segja:
"Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau (...) tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."
Þetta er það sem máli skiptir. Greiða lágmarksbætur ef á reynir. Annars verður Ríkið skaðabótaábyrgt. Það stendur þarna !
Hvernig svo skaðabótaábyrgð ríkja er framfylgt byggist fyrst og fremst á dómaforsendum esb og efta dómstólsin. Eins og áður er sagt eru heilmiklil fræði á bak við það - en ef einhver nennir að kynna sér efnið - þá er í þessu tilfelli niðurstaðan algjörlega fyrirséð. (það sem mér líst bara illa á er, a ef menn eiga svona erfitt með að lesa og skilja stutta klausu í Direktífinu - þá býð eg ekki í skilningsvilja í hinum stærri atriðum !)
Það hefur alltaf verið gert ráð fyrir að sjóðir þyrftu í sumum tilfellum að talka lán fyrir skuldbindingunni. Það er ekkert merkilegt. Í sumum ríkjum ábyrgðust ríki eða seðlabankar beinlínis slík lán eins og greint er frá hér uppi.
Málaferli af þessum toga tækju án efa einhvern tíma, jafnvel ár ,með ofyrirsjáanlegum afleiðingum og kostnaði fyrir almenning. Á meðan mundu allir líta svo á að Ísland ætlaði að reyna áð koma sér undan eða neita að standa við skuldbindingar sínar. Niðurstaða slíkra málaferla fyrirséð - eina spurningin er etv hvort Landið yrði að greiða allt uppí tipp eða "bara" lágmarkið.
Auk þess hefur þegar fallið einn dómur í málinu. Svokallaður Gerðadómur. Niðurstaðan alveg ótvíræð. Aðilar að dóminum voru frá esb og efta. Málstaður íslands lagalega var svo vænlegur - að Sjallar tóku á sprett og hlupu eins og hænsn eitthvað útí buskann ! Svo var nú málstaður Sjalla góður lagalega.
Krakkar, wake up !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.12.2009 kl. 14:51
fullyrðir út og suður inná milli og bakkar ekkert upp
Þú ættir kannski að lesa betur yfir þinn eigin texta áður en þú ferð að saka mig um að bakka ekkert upp, allt þitt svokallaða "bakk upp" er bara texti frá sjálfum þér og þínum skilgreiningum á hlutunum.
Eg nálgast það frá breiðu perspektífi og tek inní alla þætti og alveg sérstaklega er í með í huga skaðabótaábyrgð ríkja samkv. Evrópulögum.
Flott mál taktu það saman og vísaðu í það, ekki bara tala um það, þú ert ekki að bakka neitt upp hérna.
Sko, þetta er það sem klasusan í Direktífinu er í rauninni aðs segja:
"Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau (...) tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."
Þetta er einmitt það sem ég var að tala um áðan, þú gefur þér ákveðnar forsendur í þínu svokallaða "breiða perspektífi " út frá þinni eigin túlkun sem er bara ekki rétt, þetta eru þín aðal mistök, að gera ráð fyrir einhverju sem er ekki til staðar....
Þetta er það sem klausan í dírektífinu er í raun að segja.
"Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau (...) eru búin að koma á fót tryggingakerfi sem er viðurkennt af stjórnvöldum."
Þetta er það sem máli skiptir. Greiða lágmarksbætur ef á reynir. Annars verður Ríkið skaðabótaábyrgt. Það stendur þarna !
Það stendur ekki neitt þarna, ef það stæði þarna þá væri það tekið skýrt fram. Ég er búinn að lesa yfir þessa tilskipun, það stendur hvergi skýrum stöfum "Ef tryggingakerfið getur ekki greitt út lágmarkstryggingar þá ber aðildarríki að greiða út það sem upp á vantar." Endilega bentu mér á slíkann texta í skjalinu þar sem þú virðist sjá hann!!
eina spurningin er etv hvort Landið yrði að greiða allt uppí tipp eða "bara" lágmarkið.
Ja, það stendur skýrum stöfum að lágmarkið er 20000 evrur, og því stendur það.
Auk þess hefur þegar fallið einn dómur í málinu. Svokallaður Gerðadómur. Niðurstaðan alveg ótvíræð. Aðilar að dóminum voru frá esb og efta.
Vorum við ekki búnir að fara yfir þennan svokallað dóm, eitthvað sem var komið í gegn á örfáum klukkustundum og skipti okkur í raun engu máli þar sem við tókum ekki þátt í honum, okkur var boðinn þessi gerðardómur en við afþökkuðum, samt var hann settur á, ekki gef ég þessum vinnubrögðum háa einkunn, og ef þetta er nóg fyrir þig þá segir það kannski margt um þá hluti sem þú ert að setja fram hér.
Þessi skilgreining þín á því hvernig innistæðu tryggingasjóðurinn á að vera þegar hann er orðinn "löglegur" er ógeranlegt, fyrir hvert eitt og einasta bankakerfi í heiminum, þú segir þarna að trygginasjóður á að eiga lágmark 20000 evrur fyrir hvern einn og einasta reikning sem til er, þetta er bara of mikið og ræður ekki einn einasti banki við þetta.
Hvers vegna heldurðu að það hafi komið út þessi nýja tilskipun frá eb árið 2009..
Samkvæmt tilskipun 2009/14/EB: 7.1. Aðildarríkin skulu tryggja að tiltækt fjármagn fyrir samanlögðum innlánum hvers innstæðueiganda sé að minnsta kosti 50 000 EUR, ef innlánin verða ótiltæk.
Þarna er þetta tekið skýrt fram svo það fari ekki á milli mála, þetta eru þeir að setja inn af því að þetta var ekki fyrir.
Ég endurtek...
Það var tekin úttekt á tryggingasjóði hér á landi og stóðst hann lágmarks álag eins og allir aðrir sjóðir í evrópu, þá þýðir það að hann var samkvæmt reglum annars hefið verið sett út á það, = ríkið ekki ábyrgt samkvæmt tilskipun 94/19/EB!!!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.12.2009 kl. 15:31
Auk þess geta menn haft case 222/02 til hliðsjónar. Peter Paul og fleiri gegn þýska ríkinu. Þar var bankastofnun ekki aðili að tryggingarkerfi. Aðilar vildu fá greitt allt uppí topp. Þýska ríkið taldi sig fullnægja skildum sínum með því að greiða lágmarkið. En fór fram á álit Evrópudómsstólsins hvort einstaklingum væri veittur umframréttur (mál 222/02 snýst um það, hvort það sé umframréttur. Þetta hafa sumir misskilið eða ekki fengist til að skilja)
Það má alveg sjá hvernig litið yrði á skaðabótaábyrgð Íslands í icesavetilfellinu. Algjörlega klárt. Það kemur hva eftir annað fram i dóminum að til að forða skaðabótaábyrgð arf hvað ? Jú, nefnilega að greiða lágmarkið ! Það er gegnum gangandi. Það er ekkert talað um að nóg sé að koma upp sjóði - en að borga sé aukatriði (skiljanlega því það er svo barnaleg nálgun að með ólíkindum er menn skuli láta slíkt fara frá sér)
Hægt að sjá hvað wiki segir um dóminn:
"The Court ruled that the various Directives on banking supervision did not confer rights on individuals, and so individual depositors were not entitled to damages from banking supervisors if those Directives were breached. The only individual right guaranteed under European Union law was the minimum deposit insurance covering the first 20,000 euros. (wiki)
Úr dómi:
"45. Finally, in adopting Directive 94/19 the Community legislature introduced minimal protection of depositors in the event that their deposits are unavailable, which is also guaranteed where the unavailability of the deposits might be the result of defective supervision on the part of the competent authorities.
50. However, it is clear from the answers given to the first two questions that Directives 94/19, 77/80, 89/299 and 89/646 do not confer rights on depositors in the event that their deposits are unavailable as a result of defective supervision on the part of the competent national authorities, if the compensation of depositors prescribed by Directive 94/19 is ensured. (Case C-222/02)
Þetta er algjörlega skýrt. Það er ótrúlegt að einhver skuli mótmæla eða orðhenglast í kringum þetta. Órúlegt. Innstæðueigendum er veittur réttur með dírektífinu á lágmarksbótum. Skaðabótaábyrgð Ríkja þar að lútandi er bara borðleggjandi samkv. Evrópulögum. Borðleggjandi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.12.2009 kl. 15:45
Halldór, það kemur ekkert nýtt frá þér í síðasta svari þínu. Þú nálgast ekkert það markmið að öðlast skilning á efni máls. Ekki neitt. Þú þarft bara að kynna þér þetta miklu betur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.12.2009 kl. 15:48
"Það stendur ekki neitt þarna, ef það stæði þarna þá væri það tekið skýrt fram. Ég er búinn að lesa yfir þessa tilskipun, það stendur hvergi skýrum stöfum "Ef tryggingakerfið getur ekki greitt út lágmarkstryggingar þá ber aðildarríki að greiða út það sem upp á vantar."
Það er nefnilega þarna sem þú staðnar. Alveg frosinn. Þú gerir þér ekki grein fyrir hvað "State liabillity" Þýðir. Bretar fóru yfir þetta í aðalatriðum fyrir Gerðadómi. Sjallar hlupu útí buskann þegar þeir sáu það. Skaðabótaábyrð ísland er bara borðleggjandi í umræddu tilfelli. En eins og eg hef áður sagt - ef menn vilja ekki kynna sér mál og ætla að orðhenglast eins og kjánar í einhverri misskilinni þjórembu - nú þá færast menn auðvita ekki hænufet nær skilningi eftir hvert orðhengl.
Úr áliti breta fyrir Gerðadómi:
"59…. the liability of the state for a failure properly to implement the Directive is not a matter governed by the terms of the Directive itself, but is rather a matter governed by the general principles of Community law (as illustrated in cases like Brasserie duPécheur and Factortame, above) and, accordingly, the law of the EEA
72. State liability for breaches of obligations arising under the EEA Agreement is well-established; see the Sveinbjomsdotttr case (above) and Case E-4/Q1 Karlsson [2002]EFTA Court Report 240. Liability is established on broadly the same principles as those applicable under EU law (the well known “Francovich principles” applied also in cases like Brasserie du Pécheur and Factortame, above),
73. In the present case, the defects noted above in the implementation of Directive 94/19 derive from Act No, 98/1999, for which the Icelandic State is responsible
74. Those defects appear on the face of it to be “sufficiently serious” breaches under the Francovich principles because the Directive does not contain any language justifying the conclusion that any result other than the payment of the minimum amount identified in Article 7(1) of the Directive within the time periods identified in Article 10 was envisaged by it. The Directive is clear and thus the failure properly to achieve the result intended by it is inexcusable,
75. The Directive is intended to confer rights on individuals – being depositors.
76. The breaches in question also obviously have a direct causal connexion with the losses that depositors would suffer if the DIGF failed to pay their claims as requiredby the Directive,
77. Accordingly, depositors have enforceable rights as against Iceland in the event that the DIGF fails to meet depositors’ claims. As noted above, that includes not only retail investors whom Iceland was bound to protect under the scheme but also non-retail investors whom Iceland could have excluded from the scheme, but did not”
Nei eg skal segja ykkur það að málið er svo ljótt af íslands hálfu og lagaleg staða landsins svo veik - að engu stjórnvaldi á íslandi, hvert sem það svo sem er, mundi detta í hug að fara með dómsstóla með tóman sjóð að skildi. Mundi engum detta það í hug. Þessar tóms sjóðs lögskýringar 3-4 sjallaspekinga hérna er aðeins nothæft til heimabrúks en hefur enga merkingu utan torfkofans.
Þessvegna hafa ísl. stjórnvöld alls ekki á nokkrum tímapunkti viljað fara dómsstólaleið. Afar skiljanlega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.12.2009 kl. 16:05
Bretar fóru yfir þetta í aðalatriðum fyrir Gerðadómi.
Þetta er þeirra álit á málinu, þetta eru ekki lög, þessi gerðardómur þýðir ekki neitt, þetta er samansafn af kukli sem var búið til hjá aðila sem hefur hagsmuni að verja á örfáum klukkustundum í óþökk aðila sem málið varðar og því ekki mark takandi á þessu.
Ég get eflaust búið til gerðardóm í word og skellt honum fyrir framan þig, myndir þú taka mark á því?
Þessvegna hafa ísl. stjórnvöld alls ekki á nokkrum tímapunkti viljað fara dómsstólaleið. Afar skiljanlega.Það voru bretar og hollendingar fyrst og fremst sem vilja ekki fara dómsstólaleiðina, ekki Íslensk stjórnvöld (fyrir utan samfylkinguna sem er ekki að ákvarðast út af lagalegri stöðu heldur hræðslu við að styggja ekki breta og hollendinga fyrir ESB umsóknina).
Það er nefnilega þarna sem þú staðnar. Alveg frosinn.
Ekki bara ég, þarna erum við báðir að staðan, alveg frosnir því að við erum ekki sammála um þýðingu þessa máls, það segir mér bara eitt að ef við "snillingarnir" getum verið ósammála um þetta mál þá er það ekki skýrt, þess vegna á þetta að fara fyrir dómsstóla til að dæma um það.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.12.2009 kl. 16:33
Nei, rangt hjá þér. Þú og þið eruð bara frosnir í aukatriðum málsins. Afmörkuðum setningum teknum úr samhengi. Þ.e. þið eruð frosnir í merkingaleysu.
Hvað gerði ég ? Jú, ég kafaði til botns og kom upp með kjarna máls ! Þá gerist það sem Nobelsskáldið lýsti svo vel í denn - að þegar einhver kemur að kjarna máls á Íslandi - þá setur alla hljóða !
Hvernig ætlið þið sjallar að svar bretunum fyrir dómi ? Aaa einmitt: Með Tómum sjóði ! Dísös !!
En halldór hvenær ætlarðu að bakka þetta upp:
"Ef þetta er svona borðleggjandi afhverju neita þá bretar að borga fyrir sín útibú sem eru í sömu stöðu fyrir þeim og Icesave er fyrir okkur?"
Þú þarft ekki að reyna það enda ekki hægt. þetta er þjóðsaga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.12.2009 kl. 16:45
Nei, rangt hjá þér. Þú og þið eruð bara frosnir í aukatriðum málsins. Afmörkuðum setningum teknum úr samhengi. Þ.e. þið eruð frosnir í merkingaleysu.
Ert þú ekki "frosinn" í einu bresku áliti sem var búið til á 5 mínutum?
Er ekki 1 breskt álit frekar afmarkað álit?
Hvað gerði ég ? Jú, ég kafaði til botns og kom upp með kjarna máls !Allar þínar tilvísanir eru í þetta ómarktæka álit breta, það kalla ég ekki að kafa til botns í málinu.
Hvernig ætlið þið sjallar að svar bretunum fyrir dómi ? Aaa einmitt: Með Tómum sjóði ! Dísös !!
Sjóðurinn er ekki tómur, hann á kröfur í eignir landsbankans gamla sem fara upp í þessa lágmarks innistæðutryggingu, ef það næst ekki alla leið þá bara því miður, málið búið.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.12.2009 kl. 17:47
Nei, varðandi breska álitið þá bendi ég á HVERNIG bretar nálgast málið.
Það sem mál skiptir þar er að þeir eru með kjarna máls á hreinu - og kemur það heim og saman við það breiða perspektíf er ég hef ítrekað fært fram til að reyna að þýða frostklafa og grýlukerti ykkar svo þið komist áfram í málinu. Færist nær skilningi. Þið gerið það ekki frosnir við aukaatriði uppí rjáfri ! Segir sig sjálft.
Þarna sést, afar vel, að bresku lögmennirnir eru alveg á réttri leið og kemur þetta heim og saman við önnur atriði sem tengjast málum líkum Icesave - þ.e. Skaðabótaábyrgð Ríkja samkvæmt Evrópulögum.
Ef menn festa ekki fingur á þessu grundvallaratriði - þá er illt í efni. "State Liabillity"
Það merkilega er, að samkvæmt EES samningnum og dómaforsendum EFTA dómstólsins - gildir það sama meðal EFTA ríkja og ESB ríkja. EFTA dómstóllinn hefur nánast sömu nálgun á skaðabótaábyrgð Ríkja - eins og Bretar benda mjög skarplega á með vísun í Sveinbjornsdottir case og Case E-4/Q1 Karlsson etc.
"Sveinbjomsdotttr case (above) and Case E-4/Q1 Karlsson [2002]EFTA Court Report 240. Liability is established on broadly the same principles as those applicable under EU law"
En þetta skilja menn auðvitað ekki nema hafa kafað djúpt og kynnt sér mál eins og á við í mínu tilfelli.
Þeir sem nálgast þetta mál útfrá flökku og/eða þjóðsögum eða orðhengilshætti eftir atvikum - þeir náttúrulega skilja hvorki upp né niður - þeir eru bara frosnir í sinni þjóðrembu.
Það sem ég vil fá að vita er, hvernig ætlið þið sjallar að svar bretum fyrir dómi ? Hvernig ætlið þð að svara uppleggi breta ?
Það er ekkert sjálfgefið að bretar samþykki það fyrir dómi að eignir eigi að dekka skuldbindinguna. Þeir gæti farið fram á ítrustu kröfur: Allt borgað uppí topp immediatly !! Og ætlið þið sjallar þá að gera það ? Og hvernig þá ?
Eitt af því merkilega við samningin og jákvætt atriði er að bretar samþykkja að eignir skuli ganga uppí skuldbindinguna og gefa langan tíma til að reyna að hámarka eignir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.12.2009 kl. 18:24
Er sagan endalausa komin í DVD-spilarann aftur? Ég var á þingpöllum í dag og heyrði flest þau rök gegn Icesave sem hafa komið fram. Eftir það er ég enn sannfærðari að það er helferð að samþykkja þennan samning óbreyttan.
Hefði reyndar gjarnan viljað heyra meira í ráðherrum og stjórnarþingmönnum, en þrátt fyrir að verið sé að ræða eina stærstu skuldbindingu Íslandssögunnar sáu þeir nánast allir ástæðu til að skrópa í vinnunni. Komu einn eða tveir öðru hvoru og yfirleitt í örstutta stund.
Vil koma einum rökum að sem allt of lítið hafa sést. Samkeppnisrökin. Hvernig stenst það samkeppnislög ef þýskir bankar hafa 90 milljón skattgreiðendur á bak við sig, en íslenskir 300 þúsund? Það er það sem nauðasamningssinnar eru að segja, að skattgreiðendur séu hinn raunverulegi bakhjarl bankanna.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 19:40
Sæll Theodór og takk fyrir innlitið,
var einnig á pöllunum í dag seinni partinn og upplifði þetta eins og þú. Mér finnast rök andstæðnga Icesave mjög sterk og upplifi stjórnarliða sem þvera í sinni afstöðu.
Gunnar Skúli Ármannsson, 29.12.2009 kl. 21:26
Gísli, ertu enn að reikna?
Gunnar Skúli Ármannsson, 29.12.2009 kl. 21:27
Það er afar veikt að draga samkeppnislög esb inní þetta mál.
Hva - eru menn þá að segja að það hafi verið gáfuleg af íslandi að hafa bankakerfi margfallt stærra en þjóðarframleiðslu ?
Bankar geta einfaldlega aldrei fallið undir flokk sem "hvert annað einkafyrirtæki" Þetta vissu auðvitað aldagömul menningarsamfélög í evrópu.
Why ? Einfaldlega vegna þess að hagsmunir almennings eru svo beintengdir efni máls !
Meina, fólk hlýtur að hafa séð hvað ríki evrópu gerðu í fyrra. Þau bökkuðu meir og minna upp sín bankakerfi með einum eða öðrum hætti. Ísland gat það ekki vegna langvarandi eftirlitsleysis og óstjórnar og allt fór á hvínandi hausinn með tiheyrandi afleiðingum fyrir innbyggjara. (Alheimssamsæri segja sjálfstæðismenn)
Menn hafa bennt á að bankakerfi sé stórt í Sviss - hvað hefur sviss langa bankahefð? Fleiri fleir aldir ! Ísland ? 5 ár !!
Í raun og veru var lágmarkstrygging innstæðueigenda til að styrkja og setja skynsemisstimpil á samkeppnna. Að menn hefðu í huga að ábyrgð fykgdi athöfnum. Auk þess sem slík trygging verndaði almenning náttúrulega. Afar skynsamlegt í alla staði - ef menn hefðu skilið efni máls sem sumir gerðu augljóslega ekki.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.12.2009 kl. 21:39
Já sæll Gunnar. Nei, ég þarf ekki að reikna. Ég treysti Steingrími alveg ágætlega fyrir þessu. Og hans forsendum. Að mínu eigum við að ráða við þetta. En það þýðir að þessi þjóð þarf loksins að fara hugsa í fjármálum, ekki verra. Þú hinsvegar ferð algerlega framhjá því að svara þeim spurningum sem beint var til þín. Enda hafið þið andstæðingar engar lausnir og sem verra er, ykkar eigið reikningsdæmi bara versnar ef þetta er ekki samþykkt.
Hvað þá með hin siðferðilegu atriði gagnvart þeim fjölda sem varð illa úti vegna viðskipta við þennan íslenska banka, sem stjórnvöld sögðust mundu ábyrgjast. Skiptir það líka engu máli félagi ? Ef svo, ja þá veit ég hvernig ég get haft samskipti og viðskipti við þá Íslendinga sem þannig hugsa.
En málin munu ekki fara þannig. Því engin þjóð mun treysti Íslendingum í framtíðinni. Ekki þýðir að benda á ríki sem búið hafa við byltingar, örbirgð osfrv, sem ekki hafa greitt. Ef við viljum vera meðal okkar nágrannaþjóða, er alveg á hreinu hvað skal gera. Annað er bara lýðskrum.
Gísli (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 21:50
Sæll Gísli,
biðst afsökunar ef svar mitt var ekki tæmandi, reyni að bæta fyrir það núna.
Í fyrsta lagi þá finnst mér slæmt að þú skulir treysta Steingrími. Ég hef lesið flest allt um skuldir og greiðslugetu landsins. Hef átt fund með AGS. Er í hópi með all nokkrum hagfræðingum. Við teljum að Ísland geti ekki staðið í skilum og þá án Icesave. Ég veit að Steingrímur hefur háskólapróf eins og ég. Hann hefur sennilega meirapróf eins og ég. Ég hef líka rútupróf en veit ekki til þess að Steingrímur hafi það.
Ef ég tel að Ísland sé gjaldþrota með eða án Icesave þá hlýtur mín réttlætiskennd að segja mér að það er út í hött að leggja meiri byrðar á landsmenn. Ég vil minna þig á að við höfum lög nú þegar þar sem við ætlum að endurgreiða Bretum og Hollendingum, en með fyrirvörum. Að skrifa upp á óútfylltan víxil sem leggur íslenskt þjóðfélag í rúst get ég ekki samþykkt. Það finnst mér siðferðilega rangt.
Að hafna Icesave eins og málið er núna fyrir þinginu gerir okkur að greiða með þeim fyrirvörum sem samþykktir í sumar.
Það er eins og þú sért að mæla með meinlætalifnaði íslensku þjóðarinnar. Hún eigi ekki betra skilið vegna óhófs fyrri ára. Það er að mörgu leiti rétt hjá þér. Vandamálið er að þeir sem fleyta rjómann í dag eru þeir sömu og gerðu það áður. Að keyra niður miðstéttina gagnast ekki neinum. Margir eru nú þegar atvinnulausir, yfir skuldsettir og gerðu ekkert rangt. Fátækrahjálp hefur aldrei verið meiri en í dag. Er þetta það sem þú vilt? Viltu enn meiri hörmungar til að friðþægja þorsta þínum til vinstri stjórnar?
Endilega bentu mér á ósvöruð atriði.
Gunnar Skúli Ármannsson, 29.12.2009 kl. 23:21
Ómar auðvitað var það hneyksli að bankakerfið fékk að vaxa eins og illkynja krabbamein. Um það erum við ekki að deila. Hinsvegar gerir það samkeppnislögin ekki ógild, ef þau gilda um banka.
Þeir sem bera mesta ábyrgð á þessum óskapnaði eru hins vegar núna að sleppa úr höndum réttvísinnar vegna 3ja ára fyrningartímans, í sömu andrá og við erum að þvarga um þetta. Það er áhyggjuefni.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 01:27
Sæll Gunnar,
enn meiri hörmungar fyrir þjóðina segir þú. Og talar um mikla fátækt hér á landi. Já vandamálið er að þið sjáið bara ykkar eigin heimasveit. Hvort heldur þú að sé meiri fátækt í Bretlandi og Hollandi, og þá er ég að tala um hlutfallslega, en hér ? Staðreynd málsins er sú að Íslendingar hafa það bara skítgott og hafa haft frá seinna stríði. Engar hörmungar vegna stríðsátaka hafa dunið yfir þessa þjóð frá Sturlungaöld. Blessaður reyndu háskólamenntaður maðurinn að horfa út fyrir eigið grastún. Þú hefðir af því mjög gott og líklega meira fræðandi fyrir þig en núverandi menntun.
Þótt við höfum einhver lög frá því í sumar, þá þurfum VIÐ að semja um það við önnur ríki. Ég hélt að háskólagenginn maður áttaði sig á því hvernig milliríkjasamningar ganga fyrir sig. Það eru ekki einhliða samningar, jafnvel þó frá Alþingi sé komið. Ekki viltu setja okkur á sama bekk með Sómalíu er það ?
Gísli (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 19:54
"Endilega bentu mér á ósvöruð atriði. "
Hvers vegna átti íslenska ríkið að tryggia sparifé Íslendinga en hunsa algerlega að tryggja sparifé Hollendinga og Breta sem áttu innistæður í sama íslenska bankanum, sem íslensk stjórnvöldum báru að hafa eftirlit með ?
Þessari spurningu hefur hvorki þú né svokallað Indefence lið getað svarað svo skýrt sé.
Það er þessi spurning sem öll Evrópa (utan Íslands) spyr sig. Ef ekki allur heimurinn. Þetta er spurning um jafnræði, um siðlega hegðun manna á milli án þess að litið sé til ríkisfangs viðkomandi.
Nær örugglega mun hlutlaus dómstóll dæma eftir jafnræðisreglunni og Íslendingar verða þá dæmdir til að greiða meira en bara lágmarkið. Mín skoðun.
Gísli (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.