24.12.2009 | 02:00
Tarfurinn Steingrímur
Sendir einhver barnið sitt í flugferð ef það eru 10% líkur á því að flugvélin farist. Sérstaklega ef völ væri á öruggari ferð.
Í þessu samhengi eru svör Steingríms algjörlega út í hött. Það vottar ekki fyrir efa né áhyggjum hjá ábyrgum ráðherra fjármála íslensku þjóðarinnar. Hugsið ykkur ef skurðlæknir tæki svona létt á svipuðum líkum hjá sjúklingi sínum. Það er engin samkennd né samsömun með þjóðinni eða áhyggjum hennar hjá Steingrími. Hann setur bara undir sig hausinn eins og tarfur, sennilega er það Jóhanna sem sveiflar rauða sjalinu sem tryllir hann.
Ég veit ekkert um IFS greiningu né hæfni þeirra en mér finnst að álit sem kemur inn á borð hjá fjárlaganefnd beri að meðhöndla með meiri alvöru hjá Steingrími. Hann hafnar ekki einu sinni niðurstöðum þeirra og samtímist finnst honum þær ekki efni í áhyggjur. Hér er um mikinn skort á tilfinningargreind hjá núverandi fjármálaráðherra okkar.
Ég verð nú að segja að nú tekur steininn úr.
Forsendur IFS-álits svartsýnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Heimspeki, Mannréttindi | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er læknir á Hringbrautarsjúkrahúsinu. Löggilt borgarbarn og landkrabbi. Tel það til minna mestu afreka að vera fjögurra barna faðir. Eiginkonan auk þess ávanabindandi. Þegar börnin eru kominn á legg verður maður grænt fóður fyrir móður náttúru. Varð migult í saltan sjó um 18 mánaða skeið á Patreksfirði um árið og kynntist landsbyggðinni. Upplifði ríkiskapítalisma um 9 ára skeið í Svíþjóð. Bý núna í fyrirheitna landinu Íslandi. Er í doktorsnámi við HÍ. Netfang; gunnarsa@landspitali.is
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 116378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- helgatho
- sigurjonth
- haddi9001
- kreppan
- thjodarsalin
- marinogn
- jonl
- egill
- jari
- gretarmar
- hedinnb
- vilhjalmurarnason
- reykur
- larahanna
- kreppuvaktin
- georg
- andrigeir
- gretar-petur
- gullvagninn
- astromix
- andres
- thorsaari
- baldvinj
- lillo
- berglist
- hehau
- ragnar73
- siggith
- axelthor
- xfakureyri
- arikuld
- gmaria
- fiski
- alla
- framtid
- jakobk
- lillagud
- skessa
- birgitta
- neddi
- aevark
- jon-o-vilhjalmsson
- benediktae
- jensgud
- thorolfursfinnsson
- svanurg
- brell
- manisvans
- jax
- saemi7
- sigurbjorns
- inhauth
- smali
- olinathorv
- heidistrand
- doddyjones
- esk
- gunnaraxel
- valli57
- lydurarnason
- kolbrunerin
- rannveigh
- gammon
- tolliagustar
- hist
- zoa
- photo
- jhe
- gudni-is
- jonvalurjensson
- arh
- martasmarta
- hallarut
- gusg
- zeriaph
- kokkurinn
- luf
- hallgrimurg
- sifjar
- harpabraga
- ffreykjavik
- fuf
- arabina
- steinibriem
- lucas
- liljabolla
- solir
- glamor
- vesteinngauti
- duna54
- gunnsithor
- vestskafttenor
- bingi
- jogamagg
- jenfo
- jennystefania
- lehamzdr
- andresm
- kreppukallinn
- maeglika
- gattin
- isspiss
- valgeirskagfjord
- gus
- minos
- gudbjorng
- jaj
- agbjarn
- thorgunnl
- fullvalda
- zumann
- theodorn
- thoragud
- skarfur
- omarragnarsson
- ludvikludviksson
- vest1
- dramb
- reynir
- bjarnimax
- raudurvettvangur
- hvirfilbylur
- creel
- tilveran-i-esb
- gudruntora
- eyglohardar
- snorrima
- ingagm
- baldher
- einarbb
- thjodarheidur
- tryggvigunnarhansen
- jonarni
- eirikurgudmundsson
- postdoc
- halldorjonsson
- ludvikjuliusson
- eeelle
- altice
- bergthorg
- au
- jp
- andres08
- bofs
- ding
- stebbifr
- huxa
- elkris
- daliaa
- salvor
- krist
- bjarnihardar
- eldlinan
- socialcredit
- epeturs
- drsaxi
- falconer
- samstada-thjodar
Athugasemdir
Ég er hætt að skilja hverra erinda hann Steingrímur gengur, hann ber hag okkar Íslendinga ekki fyrir brjósti.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2009 kl. 02:33
Þetta er sorglegt.
Sigurður Þórðarson, 24.12.2009 kl. 03:35
Hvað ef hinn möguleikinn sem stæði þér til boða þýddi 9/10 líkur á að illa færi.
Ég er ekki að segja að það sé endilega raunin, en svona fræðilega séð, væri ekki ljóst hvernig þú myndir velja?
Ég er nú yfirleitt ekki hrifinn af siðferðislegum klemmusögum á borð við þessa, en í þessu tilfelli finnst mér það þó sérlega viðeigandi. Það er ljóst að ríkisstjórnin trúir því að andstæðan við ICESAFE samkomulagið þýddi stöðu sem yfirgnæfandi líkur eru á að sé algerlega óásættanleg efnhagslega fyrir íslendinga.
Hver vill hafa það á samviskunni að hafa valið slíkan kost? Myndirðu ekki senda dóttir þína í flugvél sem 1/10 væri að mynda hrapa, ef hinn kosturinn væri að vera eftir á eldfjalli sem væri við það að springa.
Það er ljóst að núverandi ríkisstjórnin hefði ekki kosið ICESAFE klúðrið yfir sig þannig að þetta hlýtur að vera veruleikinn sem blasir við þeim. Það er enginn sem heldur því fram að það að skuldsetja ríkið til að borga upp skuldir gjadþrota banka sé góður kostur, bara skásti kosturinn.
Það er þess vegna sem ómögulegt er að stilla upp einhverri skoðunnarkönnun eða þjóðarkosningu þannig að fólk vilji icesafe samkomulagið eða ekki. Auðvitað vill það enginn. En þorir það að taka ábyrgðina á því ef það yrði ekki gert? Fær það að kjósa um mögulega lausn?
Það sem andstæðar fylkingar í þessu máli eru því raunverulega að rífast um er ekki hvort ICESAFE samkomulagið sé góður samningur eða ekki, heldur hvort að Ísland án ICESAFE sáttar væri í djúpum skít eða ekki. Þannig að einu marktæka gagnrýnin hlýtur að vera gagnrýnin sem sannaði að aðrar lausnir væri betri.
Halldór Berg (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 04:01
Sæll Halldór,
þú hefur örlítið misskilið færslu mína en getur þér rétt til hver afstaða mín til Icsave er.
Misskilningurinn er sú að ég hneykslast á léttúð Steingríms yfir þessum tíðindum, sem mér finnst mjög alvarleg.
Hitt er alveg rétt hjá þér og það er augljóst af pistli mínum að ég er andsnúinn Icesave. Ef þú lest pistilinn minn á undan þessum sérðu þessa skuldaviðurkenningu í víðara samhengi.
Ef við erum bara praktísk, þá skiptir það miklu máli að hafna Icesave. Ástæðan er sú að Ísland er gjaldþrota, þe getur ekki staðið í skilum á eigin forsendum. Það þýðir alltaf áframhaldandi samninga við lánadrottna og því er mikilvægt að vera ekki búinn að viðurkenna Icesavee skuldina. Því er ég þeirrar skoðunar að við séum í meiri skít með Icesave.
Að lenda í greiðsluþroti sem þjóð er alvarlegt. Það er ekkert einsdæmi. Kosturinn við þá leið er að við ákveðum hvernig og hverjum við greiðum skuldir vorar því útgangspunkturinn er alltaf sjálfbærni þjóðarinnar. Við greiðum mikið en í samræmi við getu. Annað fellur dautt niður. Leið AGS er að skuldsetja okkur til framtíðar og þjóðin greiðir vexti um ókomna tíð. Það er heldur ekkert einsdæmi, það er mörg lönd í þeirri gildru. Þess vegna höfum við val.
Sá á kvölina sem á völina,, og síðan skortir okkar leiðtogar hugrekki, annað ekki.
Gunnar Skúli Ármannsson, 24.12.2009 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.