5.12.2009 | 01:24
Flanagan flóttamaður
Það er mjög sérkennilegt að blogga um frétt sem maður er sjálfur í viðtali í. Sjálfsagt er maður orðinn létt geggjaður. Blogg er aðferð til að ausa hugrenningum sínum yfir náungann, á því byggi ég bíræfni mína.
Sem sagt, ég átti fund með Flanagan í dag. Hann bauð okkur því við skrifuðum bréf til sjóðsstjórans í Washington, Strauss-Kahn. Flanagan var ósköp almennilegur en undir býr harður nagli, það var augljóst.
Ég var að velta fyrir mér kost-benifit analýsu þeirra með þessum fundi. Þeir leggja töluvert á sig til að þóknast okkur Þeir vilja ekkert vesen. Mjög sennilega hafa þeir þurft að svara fyrir sjóðinn í öðrum löndum. Þetta er hluti af vinnunni þeirra.
Ég fékk samt á tilfinninguna að meðan allt logar ekki í óeirðum á Íslandi stjórna þeir. Þeir virtust ekki hafa stórar áhyggjur af því sem þeir segja við okkur, þeir virtust nánast geta kjaftað frá öllu án áhættu um að þeir missi völdin. Það virtist sem vilji ríkisstjórnarinnar væri aukaatriði. Þeir reyndu að sjálfsögðu að láta hlutina ekki líta þannig út. Öllum má þó ljóst vera að ríkisstjórnin dansar eftir þeim. Ríkisstjórnin stuðlar að þöggun í samfélaginu um þessi kjarnaatriði sem við ræddum við Flanagan. Þess vegna er hún framlengdur armur Flanagans. Þingmenn sem styðja ríkisstjórnina eru það sömuleiðis.
Þegar við spurðum Flanagan hvað hann myndi gera sjálfur ef hann væri Íslendingur þá sagðist hann myndi flytja frá Íslandi. Flanagan stjórnar endurreisn Íslands. Steingrímur er greinilega ekki að fatta málið.
Áætlun AGS Excel-æfing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:29 | Facebook
Athugasemdir
Já var það ekki bara? Flytja frá Íslandi. Það er það sem ég hef verið að halda fram. Við sem erum miðaldra og börn okkar, við förum bara. Þetta er flottur náungi, alvöru slátrari.
En hvað fannst honum um þá stöðu að við ættum bara gjaldeyri fyrir mat, lyfjum og súráli, rest eins og í Rúmeníu???
Kemur þeim ekkert við? Gott á okkur? Bara svo að við borgum þá skiptir núverandi þjóðfélag engu máli? Alveg sjálfsagt að við hendum nútímalífskjörum okkar?Viggó Jörgensson, 5.12.2009 kl. 03:02
Þetta eru verulega athyglisverð svör sem þú hefur eftir þessum Flanagan sem ríkisstjórnin hræðist svo að hún er búin að skíta upp á bak vegna. Þjóðin er hinsvegar ekki hrædd við Flanagan, enda langar hana ekki í ESB eins og ríkisstjórninni og vill þess vegna ekki vinna það til að taka á sig þessar Icesave drápsklyfjar til að komast í þann klúbb. Það er kannski ráðið að þjóðin tilkynni ríkisstjórninni það að ef stjórnin samþykkir það að leggja þessarr ólöglegu Icesave drápsklyfjar á almenning, þá fari þessi sami almenningur einfaldlega úr landi og láti þingmönnum stjórnarinnar um að borga brúsann fyrst þeir endilega vilja!! Er það ekki málið, það er það sem Flanagan myndi gera væri hann Íslendingur. Ekki satt!
Rekkinn (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 03:03
Lausnin felst í þessum orðum:
"...meðan allt logar ekki í óeirðum á Íslandi stjórna þeir"
Það er hægt að gera byltingu án vopnaskaks og ofbeldis.
Fyrsta skrefið er að breyta kosningalöggjöfinni en til þess þarf þjóðina.
Núverandi þing mun aldrei samþykja meiriháttar breytingar á þessari löggjöf.
Hvernig fer þjóðin að því að breyta núverandi valdahlutföllum án ofbeldis?
Spáið aðeins í þetta!
Dante, 5.12.2009 kl. 03:30
Sæll Gunnar og takk fyrir að fræða okkur. Þetta er svo alvaraleg staða sem við erum að horfa á hér og verða vitni að, að maður er smá sleginn. En allt hefur sinn tíma og sinn stað, og ekki en búið að samþykka ICESAVE óhróðinn, eða inngöngu okkar í ESB sem stjórnvöld virðast vera á hraðhlaupi í, svo aftur núna hingað og ekki lengra. Mótmæli í dag kl.3.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 07:44
Ég tek ofan fyrir þér.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 09:05
Takk fyrir þessa greiningu Gunnar.
það er nokkuð ljóst af þessu að hagsmunir IMF og íslensku þjóðinnar fara ekki saman.
Guðmundur Jónsson, 5.12.2009 kl. 10:26
Það hefur verið augljóst frá upphafi að IMF er á Íslandi til að bjarga fjármagnseigendum. Þjóðin er fórnarkostnaður
Heiða B Heiðars (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 10:39
Takk fyrir Gunnar, að halda uppi málstað þjóðarinnar.
"Þegar við spurðum Flanagan hvað hann myndi gera sjálfur ef hann væri Íslendingur þá sagðist hann myndi flytja frá Íslandi." Þetta segir allt um efnahagsáætlun AGS og ríkisstjórnarinnar.
Magnús Sigurðsson, 5.12.2009 kl. 14:38
Heiða kemst að kjarna málsins!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2009 kl. 21:02
Ef að allt logar í óeirðum (sem væri réttlátt!), er AGS þá ekki að takast ætlunarverkið? Sagði ekki fyrrum efnahags hitman að partur af niðurrifi AGS á þjóðum sem þeir hafa "hjálpað" væri að koma af stað borgarastyrjöld eða logandi óeirðum svo að landið félli aftur um koll og þá væri hægt að taka auðlindir og fleira upp í skuldir?
Björgvin Gunnarsson, 6.12.2009 kl. 03:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.