AGS og sjálfstæði íslenskrar þjóðar

Það hríslast um mann ónot.

Stöðuleikasáttmálinn er ekki að fæðast og Jóhanna boðar meiri niðurskurð og hækkanir skatta. Sagt er að þeir sem munu hagnast mest á nýjum lögum félagsmálaráðherra séu útrásavíkingarnir. Einhver talar um að leysa megi gjaldþrot án aðkomu dómstóla með nýjum lögum. Össur svara öllum ESB spurningunum fyrir okkur og sendir til Brussel. Allt fer eftir forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslandi. Þessa dagana eru þeir í Wasinthon að skrifa fyrir okkur nýtt prógramm sem verður mun strangara en það gamla, vegna þess að við erum búin að kyngja Icesave.

Icesave, ESB og AGS sinna þörfum fjármagnseigenda. Íslensk alþýða skal borga og blæða. Þetta er innrás. Ekki vegna aðferðanna við innrásina því við hefðum frekar búist við venjulegum hermönnum. Miklu frekar munu afleiðingarnar vera keimlíkar hefðbundinni innrás. Við lok innrásarinnar mun íslensk þjóð hafa glatað sjálfstæði sínu. Þjóðin mun glata sjálfstæði sínu vegna gríðarlegra skulda. Skulda sem munu taka megnið af fjárlögum okkar til að endurgreiða. Mjög lítið ef nokkuð verður eftir til velferðamála. 

Þjóðin er sundruð. Hluti hennar heldur að himnaríki sé í Brussel. Þau fórna öllu til að komast í eilífa sælu. Þeim er í raun vorkunn. Eru þessir friðelskandi bændabörn reiðubúin til að munstra sig í samevrópskan her og berja á einhverjum sem hafa sjálfstæða skoðun. Sennilega ekki því þeim dreymir sennilega frekar um leðurklædda skrifstofustóla. Síðan eru allir sérhagsmunahóparnir sem sundra þjóðinni.

Hvernig væri nú að þjóðin vakni og standi saman. Við getum ekkert verið að rífast um pólitík né sérhagsmuni fyrr en AGS er komin af landi brott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir þetta Gunnar Þjóðin verður að fara að vakna og verja sig. Ef lögin í gær hrista ekki við fólki þá veit ég ekki hvað gerir það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.10.2009 kl. 22:51

2 identicon

Það þarf að koma þessari landráðastjórn frá með góðu eða yllu.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband