14.10.2009 | 22:18
When I give food to the poor, they call me a saint. When I ask why the poor have no food, they call me a communist.
Ein og hálf milljón barna deyr vegna niðurgangs. Það deyja 10 milljón börn yngri en fimm ára á ári. Það deyja 20 börn á mínútu allan ársins hring. Flest þessara barna deyja að nauðsynjalausu, þau deyja vegna niðurgangs, sjúkdómur sem er auðmeðhöndlaður eins og flest allir foreldrar á vesturlöndum vita. Þau deyja úr mislingum, sem hægt að bólusetja við. Þau deyja úr berklum sem hægt er að fyrirbyggja og meðhöndla. Þau deyja í fæðingu því það er engin ljósmóðir. Þau deyja úr næringarskorti vegna skorts á mat. Það virðist ekki skipta neinu máli hvað mörg hjálparsamtök reyna að forða þeim frá bana það gengur minnst lítið.
Þessi börn, foreldrar þeirra, landið þeirra er fátækt, blásnauð. Það er ástæðan. Fátæktin skapast af mjög mikilli skuld, þjóðarskuldum. Til að standa í skilum við lánadrottnana þá er minnst lítið eftir fyrir ungbarnaeftirlit, mat og þess háttar.
Þessar þjóðir skulda Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og stórum bönkum í hinum ríka hluta veraldarinnar. Skuldir þessara þjóða eru sennilega um eitt prósent af öllum skuldum heimsins, þrátt fyrir það er ekki hægt að afskrifa þær-ath 1%. Ef skuldirnar væru afskrifaðar væri hægt að bjarga flest öllum þessum börnum.
Ef við þiggjum öll þau lán sem AGS vill lána okkur munum við lenda í mikilli skuldasúpu og þar með er hið norræna velferðamódel horfið að eilífu.
Er þetta það sem við viljum?
1,5 milljón barna deyr vegna niðurgangs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Fjármokstur og matargjafir ná bara svo langt.
Það sem gerist í framhaldinu er að framlegð minnkar og sístækkandi hópur leitar ölmusu.
Fræðsla ein dugar til að "þróa" 3. heiminn.
Sannleikurinn er í þessu tilviki sem og flestum öðrum bara svo sár að horfast í augu við að fólk kýs helst að gera það ekki!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.