10.8.2009 | 22:16
Þingræði er bara tómt vesen.
Þingræðið þvælist fyrir. Guðbjartur gefur þingmönnum 48 klst. Jóhanna hótar stjórnarslitum ef IceSave er ekki samþykkt. Þingmenn vilja fá tíma til að átta sig sjálfir á afleiðingum ríkisábyrgðar á IceSave samningnum.
Ein hugsanleg afleiðing er að þessi skuld gæti verið líkistungli sjálfstæðis þjóðarinnar. Það er hugsanlegt að við förum á hausinn. Ekki furða að þingmenn vilji hugsa sig vel um.
Það sem vekur furðu mjög margra í þjóðfélaginu er algjört áhyggjuleysi Samfylkingarmanna. Margir þeirra virðast vilja samþykkja samninginn 1 2 og 3. Á þetta alls ekki endilega við þingmannahópinn einvörðungu heldur Samfylkingarmenn vítt og breitt um þjóðfélagið. Þegar maður reynir að rökræða IceSave þá loka þeir eyrunum og fara að tala um veðrið. Sjálfsagt vörn gegn of válegum tíðindum og truflun á fyrirhuguðum skíðaferðum í vetur og því um líku.
Efast um alvöru þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er læknir á Hringbrautarsjúkrahúsinu. Löggilt borgarbarn og landkrabbi. Tel það til minna mestu afreka að vera fjögurra barna faðir. Eiginkonan auk þess ávanabindandi. Þegar börnin eru kominn á legg verður maður grænt fóður fyrir móður náttúru. Varð migult í saltan sjó um 18 mánaða skeið á Patreksfirði um árið og kynntist landsbyggðinni. Upplifði ríkiskapítalisma um 9 ára skeið í Svíþjóð. Bý núna í fyrirheitna landinu Íslandi. Er í doktorsnámi við HÍ. Netfang; gunnarsa@landspitali.is
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- helgatho
- sigurjonth
- haddi9001
- kreppan
- thjodarsalin
- marinogn
- jonl
- egill
- jari
- gretarmar
- hedinnb
- vilhjalmurarnason
- reykur
- larahanna
- kreppuvaktin
- georg
- andrigeir
- gretar-petur
- gullvagninn
- astromix
- andres
- thorsaari
- baldvinj
- lillo
- berglist
- hehau
- ragnar73
- siggith
- axelthor
- xfakureyri
- arikuld
- gmaria
- fiski
- alla
- framtid
- jakobk
- lillagud
- skessa
- birgitta
- neddi
- aevark
- jon-o-vilhjalmsson
- benediktae
- jensgud
- thorolfursfinnsson
- svanurg
- brell
- manisvans
- jax
- saemi7
- sigurbjorns
- inhauth
- smali
- olinathorv
- heidistrand
- doddyjones
- esk
- gunnaraxel
- valli57
- lydurarnason
- kolbrunerin
- rannveigh
- gammon
- tolliagustar
- hist
- zoa
- photo
- jhe
- gudni-is
- jonvalurjensson
- arh
- martasmarta
- hallarut
- gusg
- zeriaph
- kokkurinn
- luf
- hallgrimurg
- sifjar
- harpabraga
- ffreykjavik
- fuf
- arabina
- steinibriem
- lucas
- liljabolla
- solir
- glamor
- vesteinngauti
- duna54
- gunnsithor
- vestskafttenor
- bingi
- jogamagg
- jenfo
- jennystefania
- lehamzdr
- andresm
- kreppukallinn
- maeglika
- gattin
- isspiss
- valgeirskagfjord
- gus
- minos
- gudbjorng
- jaj
- agbjarn
- thorgunnl
- fullvalda
- zumann
- theodorn
- thoragud
- skarfur
- omarragnarsson
- ludvikludviksson
- vest1
- dramb
- reynir
- bjarnimax
- raudurvettvangur
- hvirfilbylur
- creel
- tilveran-i-esb
- gudruntora
- eyglohardar
- snorrima
- ingagm
- baldher
- einarbb
- thjodarheidur
- tryggvigunnarhansen
- jonarni
- eirikurgudmundsson
- postdoc
- halldorjonsson
- ludvikjuliusson
- eeelle
- altice
- bergthorg
- au
- jp
- andres08
- bofs
- ding
- stebbifr
- huxa
- elkris
- daliaa
- salvor
- krist
- bjarnihardar
- eldlinan
- socialcredit
- epeturs
- drsaxi
- falconer
- samstada-thjodar
Athugasemdir
Mér finnst kominn tími til að taka stefnuna. Fjarlaganefnd er búinn að liggja með málið og vinna í átta vikur. Við skulum muna að Alþingi samþykkti að semja um Icesave. Það er síðan þessara sömu fulltrúa að afgreiða málið af eða á. Hver þingmaður verður að gera það á sínum forsendum miðað við fyrirliggjandi gögn. Það sem kemur mér einnig á óvart er hversu samstíga Samfylkingin er í málinu. Þeir ganga allir í takt utan sem innan þings. Ég er ekki sammála þér að þeir vilji ekki ræða málin. Þeir virðast hins vegar sannfærðir um að ekkert betra sé í boði.
Annað sem vekur athygli mína er hversu faglega formaður fjárlaganefndar heldur á spilunum. Þessi umræða hefur verið á blogginu og svo virðist sem flestir séu sammála að Guðbjartur stýri málinu af öryggi og röksemi. Hann virkar á mig sem jarðbundinn og skynsamur maður sem vinnur faglega. Heyrði einnig í útvarpinu að ánægja með formennsku hans er það eina sem fulltrúar fjárlaganefndar eru sammála um.
Þar virðast SFmenn eiga leynitromp í hendi sem framtíðar forystumann. Kannski að arftaki Jóhönnu sé fundinn.
Svavar Jónsson (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 23:20
Það er hrein heimska að halda því fram að við getum dregið þetta mál. Öll gögn liggja fyrir. Valkostirnir eru vissulega slæmir en við höfum hreinlega ekkert val ef heimilin og fyrirtækin eiga ekki að fara í þrot í september. Hér gildir köld rökhyggja um að vega meiri eða minni hagsmuni.
Tek undir hrós á Guðbjarti. Hann virðist vera mjög traustur og vinna málið af yfirvegun. Vildi gjarnan að hann væri í öðrum flokki en það er víst gott fólk i Samfylkingunni líka.
Sveinn (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 10:44
Sælir félagar,
sá kvölina sem á völina. Við getum verið þakklát fyrir að við eigum eitthvert val. Miðað við hvernig við Íslendingar högum okkur tel ég að fólk geri sér engan veginn grein fyrir alvöru málsins.
Gunnar Skúli Ármannsson, 11.8.2009 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.