"Bretar og Hollendingar hafa staðfest að ekki verði gengið að auðlindum Íslands ef ekki tekst að greiða Icesave-skuldirnar."
Þetta er haft eftir formanni fjárlaganefndar, Guðbjarti Hannessyni. Þetta er mjög athyglisvert með hliðsjón af hvernig þessi samningur við Breta og Hollendinga kom til landsins. Ef við rifjum þetta upp þá voru áhöld um að við fengjum að sjá samninginn. Það voru jafnvel til þingmenn sem voru reiðubúnir að samþykkja hann óséðan. Það var umsvifalaust kveðið í kútinn ef einhver Íslendingur óttaðist að við gætum ekki staðið í skilum. Sömuleiðis ef menn óttuðust að gengið yrði að veðum ef svo færi, þ.e. eignum íslenska ríkisins.
Nú hefur sá ótti verið staðfestur. Það hefur semsagt verið staðfest af Guðbjarti að hugsanlega gætum við ekki staðið í skilum. Þar að auki hefur sá möguleiki verið staðfestur að hægt hefði verið að ganga að auðlindum okkar. Það var sem sagt mögulegt.
Það má segja að sá möguleiki að auðlindir gengju upp í skuldir þjóðarinnar, að þjóðin sé á því augnabliki komin í greiðsluþrot. Því hlýtur sá möguleiki um gjaldþrot þjóðarinnar að svipta alla þingmenn möguleikanum að samþykkja IceSave samninginn, að öðrum kosti væru þeir að framkvæma landráð. Hjáseta er af sömu rökum ekki gerleg heldur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Mikið rétt. Greiðsluþrot er m.a.s. yfirvofandi á næstu mánuðum er ég hræddur um. Nema við fáum yfirdrátt eða þannig hjá flestum þjóðum vetrarbrautarinnar. Maður hefur varla orðið geð í sér til að tjá sig um málin lengur.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 4.8.2009 kl. 11:09
Þessum vandræðagangi stjórnvalda verður að linna. Mér sýnist Jóhanna vera búin að gefast upp og farin í felur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 14:31
Því miður verður þessi ógjörningur samþykktur, Samfylkingarþingmenn í einum kór af elsku við ESB og VG láta sig hafa það af elsku við vinstri stjórn.
Það er ekki verið að hugsa um framtíðina, heldur aðeins friðinn í 7 ár. Þetta er framtíðarsýn stjórnmálamanna, eitt til tvö kjörtímabil, því miður.
Sigurbjörn Svavarsson, 4.8.2009 kl. 14:37
Helvítis fokking fokk!
Sigurður Þórðarson, 4.8.2009 kl. 15:37
Sæl öll
mikið rétt og ég held að forsaga IMF bjóði bara upp á sviðna jörð.
Gunnar Skúli Ármannsson, 4.8.2009 kl. 17:47
Hefur einhver séð staðfestingu á orðum Guðbjarts Hannessonar? Er hann maður orða sinna? Hefur hann einhverjar sannanir. Vilja Hollendingar kannast við þetta? Ég bíð eftir svari frá Johan Barnard hjá Icesavesamninganefnd Hollands.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.8.2009 kl. 22:50
Út með þetta lið, haglabyzzur & heykvízlar...
Steingrímur Helgason, 4.8.2009 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.