Litli Jón sem komst ekki á Saga Class.

Óréttlætið í samfélagi okkar er óásættanlegt. Núna er við völd vinstri stjórn. Pólitík sem hefur viljað kenna sig við aðstoð við litla manninn. Þessi litli venjulegi Jón virðist vera langaftast á verkefnalista þessarar Ríkisstjórnar. Það er búið að tryggja innistæður þeirra sem áttu einhverjar.  Litli Jón átti bara skuldir, ekki innistæður. Það er búið að afskrifa skuldir stórfyrirtækja, ekki Litla Jóns. Stóri Jón fór með allan ránsfenginn sinn í skattaskól skömmu fyrir hrun vegna þess að Stóri Jón fékk viðvörun sem Litli Jón fékk ekki. Að auki á Litli Jón að borga allar skuldir íslenska þjóðarbúsins að viðbættum IceSave skuldum bankaræningjanna. Litli Jón á að minnka við sig kaupið um 20-30%. Allt sem Litli Jón kaupir sér til viðurværis er 100% dýrara í dag. Skattbyrðin mun aukast um 20-30%.

Þegar hann afi minn var orðinn einn eldaði hann kjötsúpu einu sinni í viku og át hana svo alla vikuna. Ekki keypti hann ost á brauðið en leyfði sér smjör. Þegar ég kvartaði yfir þessum meinlætalifnaði hans, því hann hafði ráð á meiru, sagðist hann þá vilja að það væri einhver peningur til skiptanna þegar hann kveddi þennan heim.

Hvernig höfum við getað orðið svona firrt. Hefur það kannski alltaf verið "löglegt" að sparka í Litla Jón. Samt er það sérkennilegt að sjá vinstri stjórn verja fjármagnseigendur með kjafti og klóm á kostnað venjulegra borgara. Venjulegar fjölskyldur sem missa heimili sín því það eru helgispjöll að afskrifa skuldir Litla Jóns. Á meðan horfum við upp á menn flytja milljarða úr landi um hábjartan dag, menn sem skorti ekki neitt, hvar er þessi jöfnuður Jóhanna? Annars er ég búinn að gefast upp á henni Jóhönnu því það er augljóst að hún vinnur bara á Saga Class.

http://farm4.static.flickr.com/3093/2727496899_50bfa3666c.jpg?v=0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sterkur pistill hjá þér Skúli .

Takk fyrir hann.

Benedikta E, 28.7.2009 kl. 00:24

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fín skrif.

Steingrímur Helgason, 28.7.2009 kl. 00:57

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er ekkert grín að vera litli Jón en kjötsúpan er freistandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.7.2009 kl. 03:22

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Snilldarpistill hjá þér Gunnar Skúli.  Ég tek undir hvert orð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2009 kl. 08:53

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Málin súmmuð upp og kjarni málsins. Óréttlætið himinhrópandi. Getum við breytt þessu?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.7.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband