"Við lentum í þessu."

Það er ýmislegt sem gerjast í hugum fólks þessa dagana. Hvernig stendur á því að þrátt fyrir þrjár mismunandi Ríkisstjórnir í vetur þá breytist ekki nokkur skapaður hlutur. Sama leikritið en bara mismunandi leikarar. Hvernig stendur á því að Steingrímur snýst eins og vindhani. Er möguleiki að æðstu stjórnendur Íslands á hverjum tíma viti eitthvað sem við hin vitum ekki. Er það sú staðreynd að ef umheimurinn lokar á okkur þá sveltum við að nokkrum vikum liðnum. Olían búin, bóndinn og útgerðarmaðurinn stopp, enginn matur. Hvers vegna er okkur ekki sagt allt!

Er hugsanlegt að íslensk stjórnvöld hafi lagt sig í líma við að láta líta svo út að allt sé í góðu lagi hjá okkur. Höldum áfram með Tónlistarhúsið eins og ekkert hafi í skorist. Yfirvöld hafi brugðist í því að gera umheiminum fulla grein fyrir því að við getum ekki greitt þessar skuldir. Ef Steingrímur hefði sagt í dag að hann ætlaði að reisa 40 grunnskóla á hverju ári næstu 7 árin í Bretlandi hefðum við skutlað honum snarlega á geðdeild. En hann sagði þetta í dag.

Þegar kreppan hófst í október sagði Geir "að við lentum í þessu".  Núna segir Steingrímur líka "við lentum í þessu". Hann fékk þetta bara si sona í hausinn. Skrítið ég hélt að stjórnmálaskörungar breyttu sögunni en væru ekki bara söguritarar. Ef við rifjum upp söguna þá hafa þeir sem greitt hafa sínar stríðskaðabætur farnast illa. Karthagóbúar greiddu sínar skaðabætur að fullu eftir annað Púnverska stríðið. Þeir voru þurrkaðir út í því þriðja. Hefur einhver orðið var við mikla breytingu á mannskepnunni síðan þá?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já það er áhyggjuefni að sjá þróun mála og ruglið og bullið halda áfram.

Íslensk stjórnvöld fara ekki yfir rök fjölmargra sem hafa bent á að óhætt sé að veiða miklu mun meira af þorski s.s sjómanna forvígismanna útgerðarmanna Arthúr Bogason, Jón Kristjánssonar ofl.. Ef það kemur einhver spekingur sem ruglar og bullar og spáir hruni út frá hæpnum gögnum þá er eins og við manninn mælt viðkomandi er boðið strax til ráðherra.

Fjölmiðlungar taka þátt í þessu m.a. með því að blása umræðu um að auknar veiðar geti verið leið til gjaldeyrisöflunar. Fréttamenn RÚV létu í það veðri vaka að þorskur seldist ekki í heiminum.

Sigurjón Þórðarson, 9.6.2009 kl. 00:49

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Við þetta er að bæta að við lestur á tillögum Sjálfstæðisfl. í efnahagsmálum er ekki eitt orð um að auka veiðar - ekki um einn sporð þrátt fyrir umdeildar tillögur Hafró en það er engu líkara en að reiknisfiskifræðin hafi eitthver guðlegt vald þrátt fyrir að spar stofnunarinnar hafi aldrei gengið eftir.

Það er hins vegar kafli um að standa eigi vörð um óbreytt kerfi sem markaði upphaf hrunsins og hvetur til brottkasts og sóunar.

Sigurjón Þórðarson, 9.6.2009 kl. 00:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skil bara ekki af hverju við getum ekki fengið að vita stöðuna eins og hún er.  Hvaða endalausi feluleikur er þetta eiginlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband