30.5.2009 | 22:23
Blaðamenn.
Það var viðtal við útlending í Kastljósinu í vikunni. Hann ræddi um mistök blaðamanna í aðdraganda og í kjölfar hrunsins í haust. Þessi mistök voru ekki á neinn hátt einskorðuð við Ísland. Það virðist vera um alþjóðlegt vandamál að ræða. Mistökin felast í því að stunda ekki heiðarlega og nákvæma blaðamennsku. Skýringanna var að leita í ýmsu. Meðvirkni, því allir voru á eyðslutrippi og þar með blaðamennirnir líka. Menn vildu ekki rugga bátnum því það gæti komið eigendum miðlanna illa og þar með blaðamannanna. Allt mjög skiljanlegt og í takt við mannlegt eðli.
Því miður virðist sem blaðamenn hafi ekki lært mikið af mistökum sínum. Kannski er óttinn við atvinnuleysið sem heldur þeim niðri. Er sparnaður í kjölfar kreppunnar sem kemur niðurá góðri blaðamennsku? Hvað um það. Það skortir mikið á góða blaðamennsku enn í dag. Það sem við viljum sjá eru blaðamenn sem kafa vel og grafa upp staðreyndir. Staðreyndir sem eiga erindi við alþjóð en einhverjir vilja halda leyndu fyrir okkur. Það væri góð tilbreyting ef blaðamenn skúbbuðu meira í stað þess að flytja eingöngu fréttir af liðnum atburðum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Mannréttindi, Sjónvarp | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er læknir á Hringbrautarsjúkrahúsinu. Löggilt borgarbarn og landkrabbi. Tel það til minna mestu afreka að vera fjögurra barna faðir. Eiginkonan auk þess ávanabindandi. Þegar börnin eru kominn á legg verður maður grænt fóður fyrir móður náttúru. Varð migult í saltan sjó um 18 mánaða skeið á Patreksfirði um árið og kynntist landsbyggðinni. Upplifði ríkiskapítalisma um 9 ára skeið í Svíþjóð. Bý núna í fyrirheitna landinu Íslandi. Er í doktorsnámi við HÍ. Netfang; gunnarsa@landspitali.is
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 116200
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- helgatho
- sigurjonth
- haddi9001
- kreppan
- thjodarsalin
- marinogn
- jonl
- egill
- jari
- gretarmar
- hedinnb
- vilhjalmurarnason
- reykur
- larahanna
- kreppuvaktin
- georg
- andrigeir
- gretar-petur
- gullvagninn
- astromix
- andres
- thorsaari
- baldvinj
- lillo
- berglist
- hehau
- ragnar73
- siggith
- axelthor
- xfakureyri
- arikuld
- gmaria
- fiski
- alla
- framtid
- jakobk
- lillagud
- skessa
- birgitta
- neddi
- aevark
- jon-o-vilhjalmsson
- benediktae
- jensgud
- thorolfursfinnsson
- svanurg
- brell
- manisvans
- jax
- saemi7
- sigurbjorns
- inhauth
- smali
- olinathorv
- heidistrand
- doddyjones
- esk
- gunnaraxel
- valli57
- lydurarnason
- kolbrunerin
- rannveigh
- gammon
- tolliagustar
- hist
- zoa
- photo
- jhe
- gudni-is
- jonvalurjensson
- arh
- martasmarta
- hallarut
- gusg
- zeriaph
- kokkurinn
- luf
- hallgrimurg
- sifjar
- harpabraga
- ffreykjavik
- fuf
- arabina
- steinibriem
- lucas
- liljabolla
- solir
- glamor
- vesteinngauti
- duna54
- gunnsithor
- vestskafttenor
- bingi
- jogamagg
- jenfo
- jennystefania
- lehamzdr
- andresm
- kreppukallinn
- maeglika
- gattin
- isspiss
- valgeirskagfjord
- gus
- minos
- gudbjorng
- jaj
- agbjarn
- thorgunnl
- fullvalda
- zumann
- theodorn
- thoragud
- skarfur
- omarragnarsson
- ludvikludviksson
- vest1
- dramb
- reynir
- bjarnimax
- raudurvettvangur
- hvirfilbylur
- creel
- tilveran-i-esb
- gudruntora
- eyglohardar
- snorrima
- ingagm
- baldher
- einarbb
- thjodarheidur
- tryggvigunnarhansen
- jonarni
- eirikurgudmundsson
- postdoc
- halldorjonsson
- ludvikjuliusson
- eeelle
- altice
- bergthorg
- au
- jp
- andres08
- bofs
- ding
- stebbifr
- huxa
- elkris
- daliaa
- salvor
- krist
- bjarnihardar
- eldlinan
- socialcredit
- epeturs
- drsaxi
- falconer
- samstada-thjodar
Athugasemdir
En eitt er það sem blaðamenn kunna en þú ekki, þ.e. að maður setur aldrei punkt á eftir fyrirsögn
Ibba Sig., 30.5.2009 kl. 22:34
"Það skortir mikið á góða blaðamennsku enn í dag. Það sem við viljum sjá eru blaðamenn sem kafa vel og grafa upp staðreyndir."
Ég er algjörlega ósammála þér. Ef þú raunverulega lest dagblöðin þrjú á hverjum degi, en skannar ekki bara vefmiðlana, þá finnurðu skúbb á nánast hverjum útgáfudegi. Fréttablaðið segir reyndar bara stuttar fréttir og fjallar um allt sem gerist í stuttu máli en bæði DV og Morgunblaðið kafi í hverju einustu viku ofan í fréttamál.
Morgunblaðið flytur oftar en ekki fréttir úr stjórnkerfinu áður en þær verða opinberar. Þá er þar að finna ítarlegar fréttaskýringar um ESB, styrkveitingarnar og önnur þjóðþrifamál. Þó Morgunblaðið hafi klára hægri slagsíðu þá er þar oft á tíðum mjög vandað og upplýsandi efni (sem ratar ekki inn á mbl.is)
DV kafar ofan í spillingarmál; sögðu til dæmis frá málum Gunnars Birgissonar í mars eða apríl, mánuði áður en aðrir fjölmiðlar rönkuðu við sér og hafa fjallað ítarlega um mál Ólafs Ólafssonar, svo dæmi séu tekin. Þá upplýstu þeir um skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á undan stjórnvöldum og sögðu til um fall allra ríkisbankanna þriggja kvöldið áður en það gerðist.
Mér finnst Vísir.is öflugasta fréttavefur landsins. Hann getur verið mjög ágengur og beittur. Mér finnst fréttamennska hafa batnað til muna frá hruninu, eins og ég rek hér að ofan. Hafa ber hugfast að blaðamenn á Íslandi eru allavega þriðjungi færri en þeir voru fyrir hrun. Miðað við það er fréttaflóðið ærið. Mér finnst stórlega skorta rökstuðning fyrir fullyrðingum þínum.
Baldur G. (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 23:15
Sæl Ibba, ef þetta atriði er það eina sem þú getur talið heilli stétt til tekna erum við í vondum málum.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.5.2009 kl. 23:21
Sæll Baldur, ég get tekið undir gagnrýni þína að hluta. Ég held að tilvera mín sé um margt lík annara hér á landi. Við erum mörg sem höfum ekki mikinn tíma aflögu fyrir lestur frétta. Þess vegna reiðum við okkur mikið á sjónvarpsfréttir. Ég horfi mest á RUV og stundum á Kastljós. Reyndar reyni ég að hlusta á Spegilinn þegar ég get. Þegar kemur að sjónvarpsfréttum og Kastljósi finnst mér gagnrýni mín eiga við rök að styðjast. Ég er sammála þér með Visi.is, þeir eru oft góðir.
Það sem ég er kannski að gagnrýna er að blaðamenn hamra ekki fréttir inn í þjóðina sem skipta máli. Þegar þjóðin er nánast gjaldþrota og þau úrræði sem í boði eru virka lítið þá finnst mér að fjölmiðlar eigi að skapa pressu. Í raun að hafa það mikla þekkingu sjálfir að þeir geti þröngvað stjórnmálamönnum til að segja sannleikann. Viðmælendur hafa allt of oft síðasta orðið og komast upp með það.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.5.2009 kl. 23:32
Kastljós á sína spretti en fréttadeild RÚV fjallar ekki um viðkvæm mál nema aðrir hafi áður sagt frá því. Eitt lítið dæmi er að þegar allir vefmiðlar og sum dagblöðin voru búin að birta myndir og jafnvel viðtöl við strákinn (og ættingja hans) sem var handtekinn með kókaín í Brasilíu, þá sá ég í fréttum RÚV að íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn í Brasílíu. Það var útgangspunkturinn.
Kastljósið er ágætt og Spegillinn er flottur þáttur. Fréttadeildin gætir sín hins vegar að stíga ekki á neinar tær.
Annars finnst mér hart að gagnrýna fjölmiðla jafn harkalega og þú gerir, þegar þú svo viðurkennir að hafa ekki tíma til að lesa það sem þeir skrifa ;)
Baldur G. (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 23:46
Bý erlendis þannig að verð að treysta á netmiðlana til að fylgjast með því sem að gerast "heima" og það nú aldeilis margt og mikið þessa dagana. Verð að viðurkenna að ofbýður daglega hversu skelfilegir dagblaðanetmiðlanir eru, þ.e. www.mbl.is og www.visir.is Það getur vel verið, og efast reyndar ekki um, að séu betri á prenti. En með auknu vægi netmiðla (og áhrifa þeirra á skoðanamyndun almennings) þá myndi ég vilja sjá mun meiri metnað og fagmennsku hjá framangreindum netmiðlum.
Þökk sé netinu þá getum við í útlöndum líka fylgst með ýmsum þáttum "heima" sem frábært. Fréttir RUV reyna að vera hlutlausar (þó takist það ekki alltaf) og að mínu mati þá eiga fréttastofur einmitt að vera hlutlausar og kynna áhorfandanum allar hliðar hvers máls þ.a. viðkomandi geti tekið sínar eigin ákvarðanir. RUV tekst það stundum, jafnvel oftast, en alls ekki alltaf. Fréttastofu Stöðvar Tvö tekst það mjög sjaldan, og upp á síðkastið næstum aldrei. Kastljós er oftast ágætis þáttur þó verði að viðurkenna að myndi vilja sjá einhvern með almennilegt vit á efnahagsmálum í þættinum þ.s. efnahagsmál hafa tekið svo mikinn forgang síðustu mánuðina og ljóst að svo verður áfram næstu mánuði (ef ekki ár). Sama gildir um alla aðra fjölmiðla, að láta Heimi og Kolbrúnu í morgunútvarpi Bylgjunnar taka á hverjum morgni nokkur viðtöl um efnahagsmál er bara "jóke" með stóru J-i. Maður vissulega kvelst með þeim í þeirra augljóslega erlenda myntkörfuláni!!! Hlutleysi með litlu h? Og þá eigum við eftir að tala um Ísland í dag sem einu sinni var ágætis þáttur sem er orðinn gjörsamlega ráðvilltur og reynir að hanga í 2007 með öllum ráðum, m.a. með því að reyna að verða einhvers konar "Séð og Heyrt" ári eftir að öll eftirspurn eftir slíku dó!!! Hvað annað eiga þessar "nærmyndir" af fólki sem "var" að þýða? Það er góðra gjalda vert að reyna að fá þjóðina til að hugsa um eitthvað annað en kreppuna í smá tíma en því miður - Ísland í dag skýtur alltaf svo langt yfir markið að maður sá ekki einu sinni markið (dettur t.d. í hug "sölu"umfjöllunin um 500 milljóna "hús" (gistihús) úti á landi með öllu sem "ríkir gestir" gætu hugsað sér - man ekki nákvæmlega hvenær þetta var sýnt en nokkrum mánuðum eftir hrunið þ.a. giska á jan-mars 2009. Hversu innilega viðeigandi?
Persónulega finnst mér Spegillinn bera af íslenskum þáttum, hvort sem í sjónvarpi eða útvarpi. Og Sigrún Davíðsdóttir er sennilega minn uppáhaldspitlahöfundur par none.
En sem "íslenskur útlendingur" þá fer mest í taugarnar á mér hve við eigum erfitt sem þjóð að "ræða" saman. Hvort sem fjölmiðlafólk, stjórnmálafólk, bloggarar, almennir borgarar.... þá erum við yfirleitt bara með okkar skoðun og bara okkar skoðun. Við höfum lítið umburðarlyndi fyrir annarra manna skoðunum og við erum lélegir hlustendur. Svona fullyrðingar gilda náttúrulega ekki um alla en þetta er samt að mínu mati ákveðið einkenni á okkur sem þjóð. Þetta hefur oft vakið undrun mína, og stundum pirring, í smávægilegum persónulegum samskiptum við landa mína, en vekur virkilega áhyggjur mínar þegar varðar heila þjóð :-o
AS (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 02:29
Sæll Baldur, ég get gagnrýnt það sem ég sé og hlusta á. Ég reyni að velja það besta sem í boði er með hliðsjón af mínu tímaleysi. Spegillinn stendur upp úr. Stundum er sagt að fjölmiðlarnir séu fjórða valdið. Valdi fylgir ábyrgð. Hvernig eiga þá fjölmiðlar að bregðast við ef þá grunar að Ríkisstjórnin sé að hlunnfara stóran hóp Íslendinga. Eiga þeir að haga sér eins og valdalausir mannkynssöguritarar eða blaðamenn. Hver er munurinn á söguritara og blaðamanni. Mér finnst ekkert óeðlilegt að blaðamenn reyni að hafa áhrif í takt við sína ábyrgð í þjóðfélaginu. Það eru 20 þús manns atvinnulausir, 30 þús manns tæknilega gjaldþrota og sökudólgarnir stikk frí, fyrirgefðu en mér finnst bara tími kurteislegrar blaðamennsku liðinn.
Gunnar Skúli Ármannsson, 31.5.2009 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.