Borgarafundur RÚV-"ég er mættur"

Mikið var gaman að fylgjast með borgarafundi í beinni á RUV. Spillingarmál gömlu flokkanna voru gerð full ítarleg skil. Meiri tími hefði mátt fara í mistök fyrri ríkisstjórna og stefnu flokkanna til framtíðar. Þegar kemur að greiðslum til flokkanna og frambjóðenda er málið einfalt í mínum huga. Ég styrki ekki nokkurn mann með 2 milljónum án þess að ætlast til greiða á móti, það er bara þannig.

Aftur að þættinum. Sturla, minn maður, var lang bestur. Stulli var lang ferskastur og með bestu tilsvörin. Auk þess alvarlegur og í sömu stöðu og margir aðrir atvinnulausir. Hann þekkir það á sínu eigin skinni hvað það er að vera atvinnulaus og gjaldþrota. Því er hann hæfastur til að leysa vandamál einstaklinga í slíkri stöðu. Allar þær hugmyndir sem hann hefur að nýsköpun munu fara langleiðina að leysa atvinnuleysið. Að mínu mati eru það stór mistök ef Stulli kemst ekki á þing.

http://www.raggim.is/stulli.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér hann var ótrúlega flottur í sjónvarpinu í kvöld.  Ég var stolt af okkar manni.  Vonandi kemst hann á þing.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 23:27

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sturla er góður.

Sigurjón Þórðarson, 22.4.2009 kl. 23:30

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Stulli er bara flottur og ég vona að hann komist á þing með okkur í Borgarahreyfingunni!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.4.2009 kl. 23:40

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sammála Stulli stóð sig vel og frábær uppsetning á málflutningnum hjá honum.

Hallgrímur Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 00:01

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sturla stóð sig mjög vel í kvöld.  Ég var smá hissa, ég bjóst ekki við miklu frá honum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.4.2009 kl. 01:53

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já hann kom mér verulega á óvart og ætti fullt erindi á þing.

Árni Gunnarsson, 23.4.2009 kl. 11:44

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sturla var mjög góður. En það kom mér á óvart hvað Össur var utangátta.

Sigurður Þórðarson, 23.4.2009 kl. 14:17

8 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Er ekki samt svolítið skondið að þeir kalli þetta 'Borgarafundi'. Ég meina, hvað eru þetta annað en framboðsfundir?

Borgarafundir eru samkomur sem eru skipulagðar af almenningi, með framsögum almennings o.s.frv. Æ kannski er ég bara almennt pirruð út í þennan 'aðdraganda kosninga' sem er algerlega 2007 að mínu mati. 

Mér finnst bara þessir 'borgarafundir' fullir af froðusnakki og engan veginn í takt við það sem fjallað væri um á orginal borgarafundum, miðað við aðstæður lands og þjóðar.l 

Aðalheiður Ámundadóttir, 23.4.2009 kl. 16:15

9 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sturla hefur komið mér og öllum öðrum mjög mikið á óvart. Hann væri mjög kærkomin viðbót á Alþingi okkar. Að minnsta kosti er hann betri heldur þessir fjöldaframleiddu atvinnustjórnmálamenn sem hafa aldrei í saltan sjó migið.

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.4.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband