Hver var svo vitlaus að lána okkur alla þessa peninga?

Silfur Egils var magnað í dag og ég hvet alla til að skoða það á netinu. Endursýningin í kvöld verður textuð og er það til bóta. Það var svakalegt að hlusta á Micheal Hudson. Hægt er að googla hann og lesa margt sem hann hefur skrifað um fjármál og slíka hluti. Hann segir að við eigum að neyta að borga skuldir þjóðarinnar. Ástæðan er einföld. Við getum það ekki. Hann segir að engin þjóð hafi borgað skuldir sínar í okkar stöðu. Þar að auki eigum við að segja okkur frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Það er ekki laust við að maður sé aðeins hugsi. Annað hvort borgum við skuldirnar og lepjum dauðan úr skel eða stöndum í fæturnar og fáum virðingu á ný.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Auðvitað eigum við að standa í fæturnar og það fast! En gleymum því ekki að það voru ekki aðeins útlendur innrásarher sem kom okkur í þessa stöðu. Þeir áttu sér íslenska bandamenn líka!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.4.2009 kl. 22:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála því að borga ekki.  Nú eigum við að snúast til varnar þjóðinni og landinu okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2009 kl. 11:58

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið að ég náði ekki að svara þér um frjálshyggjuna, ég hef verið í burtu frá blogginu. En í dag fór ég á tímamótafyrirlestra Perkins og Hudson, sem ganga báðir út á andstöðu við IMF- aðgerðir og greiðslu bankaskuldanna. Þetta er það eina sem máli skiptir, allt annað er hjóm eitt.

Reglur IMF: réttur hinna sterku

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/708278/

 

Við neitum að borga

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/676678/

Ívar Pálsson, 7.4.2009 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband